Flokkaskipt greinasafn: Opin Umræða

Porto ferð lokið – Opinn þráður

Þá er Porto ferðinni lokið hjá hluta af Kop.is genginu. Vægast sagt sturluð ferð alveg frá a-ö. Þeir Einar Matthías og Maggi eru komnir með háskólagráðu í Liverpool söngvum eftir þessa daga. Það er ansi fátt í þessu lífi sem toppar það að vera hluti af the travelling Kop í Evrópukeppni, flóknara er það nú ekki. Því miður er alltof langt í næsta leik og okkar menn að leika sér á Spáni. Vonandi að þeir láti það alveg vera að ræna bifreiðum, en það virðist vera partur af undirbúningi hjá sumum liðum.

Annars er lítið að frétta, bara ansi löng bið eftir því að David Moyes komi með sína drengi í heimsókn á Anfield, aðra helgi. 3 stig í þeim leik eru GRÍÐARLEGA mikilvæg. Ekki það að öll stig séu ekki mikilvæg, en þá sömu helgi taka Man.Utd á móti Chelsea og Arsenal fá City í heimsókn. Spurs spila á útivelli gegn Palace. Risa stórt tækifæri til að styrkja stöðu okkar enn frekar í þessari hund erfiðu deild. Að sjálfsögðu viljum við jú tryggja okkur sæti í Meistaradeild á næstu ári, ég er alveg til í nokkra djúsí leiki gegn alvöru liðum þá. Annars er orðið laust, látið vaða á súðum.

Opin umræða – Hvar endar Liverpool + dómaraumræða

Dómgæslan hefur verið aðalmálið í dag og fékk Hjörtur Hjartar tvo helstu dómarasérfræðinga þjóðarinnar til að fara yfir þetta með sér í Akraborginni. Læt báðar klippurnar fylgja hér með fyrir neðan. Fór yfir leikinn gær sem og aðra leiki umferðarinnar og þá staðreynd að ég kann ekki rangstöðuregluna. Hin klippan er af spjalli Gunnars Jarls dómara við Hjört.

Þetta verður klárlega rætt eitthvað í næsta podcast þætti en þar kemur rödd aðstoðardómara betur fram.

En þar sem það er tiltölulega langt í næsta leik langar mig aðeins taka púlsinn á stuðningsmönnum Liverpool fyrir baráttunni um Meistaradeildarsæti. Höfum þetta bara einfalt, það eru 12 umferðir eftir og allar líkur á að Liverpool verði í 5.sæti 4.sæti eftir 26.umferðir (veltur á Chelsea í kvöld).

Hvaða lið viltu að Liverpool mæti í 8-liða úrslitum?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Continue reading

Tilboði í Keita hafnað, enn von engu að síður.

Fréttir í gær og dag segja að tilboði Liverpool (£57m) hafi verið hafnað af Leipzig. Ekkert sem kemur á óvart þar en þetta er engu að síður fyrsta formlega boð Liverpool í kappann sem kannski gefur til kynna að eitthvað er að gerast í þessu máli. Það er ólíklegt að Liverpool leggi inn tilboð upp úr þurru án þess að hafa rætt við Leipzig áður.

Hinn klettharði Ralf Ragnick sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Leipzig heldur því auðvitað áfram fram að hann sé ekki til sölu sama hvert boðið er enda væri það afleikur að segja eitthvað annað útávið. Hann er með góða hönd í þessum póker en fréttir í dag herma engu að síður að hann sé ekki einráður hjá Leipzig og að félagið gæti verið tilbúið að selja hann fyrir rétta upphæð.

Melissa Reddy er blaðamaður hjá Goal.com en telst ágætlega trúverðug þegar kemur að fréttum tengdum Liverpool (svona svipað og Barrett, Joyce, Bascombe og Pearce eru eða hafa verið). Hún setti þessa frétt í loftið í morgun. Áréttum auðvitað að þetta er ekkert gospel þó þetta komi frá vel tengdum blaðamannai, engu að síður nokkuð ljóst að Liverpool lagði inn tilboð.

Aðalatriði í þessu er samt hugur Keita sjálfs, ef hann vill fara og Liverpool er tilbúið að greiða „það sem þarf“ til að fá hann er líklegra en ekki að liðin komist að samkomulagi. Spurning líka hvað Leipzig er tilbúið að ganga langt í að halda ósáttum leikmanni innan liðsins og hvaða áhrif það hefur á aðra leikmenn þegar kemur að því að semja við Leipzig. Þetta er auðvitað dans sem öll lið glíma við og bæði Keita og Liverpool þurfa auðvitað að virða að Keita skrifaði sæll og glaður undir samning hjá Leipzig sem stendur ennþá. Þeir ráða þessu á meðan.

Tilboðið sem talað er um núna er sagt vera nokkura daga gamalt sem kannski sýnir best hvað blaðamenn vita lítið um það sem er að gerast bak við tjöldin.

Það er 14.júlí í dag, Klopp sagði í þessari viku að hann væri ekki stressaður yfir stöðu mála og við ættum því alls ekki að vera það heldur, ekki í bili a.m.k.

Tilboð í Lucas
Takist Liverpool að kaupa Keita er ljóst að einhver fer í staðin og líklega liggur beinast við að sá leikmaður verði Lucas Leiva og rétt í þessu voru fréttir að berast af tilboði Lazio í kappann.


Þetta væri flott fyrir Lucas, hann á nóg eftir fari hann í einhverja af stóru deildunum á meginlandinu.

Liverpool er nú þegar betra
Annars er ágætt líka að hafa í huga grein Paul Tomkins frá því í gær þar sem hann benti á að Liverpool væri nú þegar mun sterkara en undir lok síðasta tímabils.

Wigan í kvöld
Annars er æfingaleikur í kvöld, hinn leikurinn sem Liverpool tekur nálægt heimaslóðum á upphafsstigum undirbúningstímabilsins. Salah, Lallana og Coutinho gætu komið við sögu þar.

Opinn þráður – slúður

Landsleikjahelgi að baki og því gætum við farið að fá aðeins meiri hreyfingu á leikmannmarkaðnum í þessari viku og næstu þó glugginn sé vissulega ekki formlega opinn. Flest lið vilja klára sín stærstu leikmannakaup áður en undirbúningstímabilið hefst í byrjun júlí.

Það hefur svosem ekki mikið nýtt verið að frétta út herbúðum Liverpool. Félaginu tókst á einstakan hátt að klúðra Van Dijk kaupunum (í bili). PSG lenti í svipuðu þegar þeir keyptu Silva en í þeirra afsökunarbeiðni var ekki talað um að áhugi á leikmanninum væri ekki lengur til staðar og þeir kláruðu kaupin á honum stuttu síðar. Líklega veltur þetta mikið á leikmanninum. Ef hann vill sannarlega fara til Liverpool umfram önnur lið sem eru á eftir honum (og tilbúinn að borga uppsett verð) endar hann líklega hjá Liverpool.

Orðrómur um Salah er öllu háværari og líklega verður hann næsti leikmaður sem við sjáum halla sér upp að einhverju á Melwood. Vonum það a.m.k.

Solanke var valinn besti leikmaður á HM U20 ára, slíkir leikmenn, hvað þá enskir kosta vanalega öllu meira en 3m. Klopp og félagar vita alveg hvað þeir eru að gera hvað þessi kaup varðar og vonandi voru þessi kaup á honum ekkert annað en rán um hábjartan dag.

Eins er ennþá lifandi orðrómurinn um Ox-Chamberlain hjá Arsenal en ég veit ekki hversu áreiðanlegt það er. Líklegra er að umboðsmaðurinn hans sé að pumpa upp næsta samning hjá umbjóðanda sínum enda hann í mjög sterkri stöðu.

Ennþá er ekkert að frétta af nýjum samningi við Emra Can sem hefur verið orðaður við Juventus undanfarið. Fáránlegt að klára hans mál ekki mikið fyrr en þetta.

Eflaust er margt meira í slúðurpakkanum tengt Liverpool eins og Savic og Keita frá Lazio eða Keita frá Leipzig en vanalega tekur því ekki að spá í þessu fyrr en Liverpool blaðamennirnir eru farnir að fjalla um þetta af einhverri alvöru.

Já og svo er auðvitað þetta slúður, Paddy greinir það 100%

Opinn þráður – leikmannakaup

Podcast á dagskrá í kvöld en opinn þráður fram að því.

Markaðurinn er auðvitað ekki opinn ennþá og flestir ef ekki allir leikmenn farnir í frí eftir langt tímabil. Það er eiginlega bara eitt lið sem er að klára kaup á leikmönnum fyrir þessi mánaðarmót og Dan Kennett var með áhugaverðar vangaveltur um það afhverju það gæti verið.

Á móti myndi maður ætla að Liverpool sé ágætlega statt eftir þetta tímabil hvað FFP varðar og með svigrúm til að bæta við leikmanni enda engu eytt í leikmenn á síðasta tímabili.

Liverpool hafa klárað sín innkaup nokkuð snemma undir stjórn FSG og miðað við orð Klopp um að leikmannakaup væru að miklu leiti frágengin myndi maður ætla að ansi margt gerist í júní (áður en undirbúningstímabilið hefst). Líklega eru flest liðin að hugsa þetta þannig.

Mín spá, við kaupum fæsta af þeim sem helst hafa verið orðaðir við Liverpool en eftir síðasta glugga treysti ég Liverpool mun betur en oftast áður til að bæta liðið. Klárlega betur en sumarið 2014 þegar liðið veiktist umtalsvert fyrir tímabil í Meistaradeild.

Michael Edwards var lykilmaður síðasta sumar og virkar betur á mann sem æðsti maður hvað þetta varðar í samanburði við Ian Ayre. Eins er Klopp með þá Buvac og Krawietz mun meira sannfærandi en Rodgers og Pascoe. Sé núverandi teymi ekki klúðra glugganum svo fullkomlega að hann endi á vali á panic kaupum á Balotelli eða öldruðum Eto´o.