Flokkaskipt greinasafn: Meiðsli

Fekir vonbrigði sumarsins?

Það er líklega ekkert meira pirrandi þegar kemur að leikmannaglugganum en þegar stóru leikmannakaup sumarsins falla á læknisskoðun. Fréttaflutningur af kaupum Liverpool á Nabil Fekir hafa verið alveg einstaklega ruglandi og pirrandi núna um helgina en niðurstaðan virðist vera sú að hann hafi fallið á læknisskoðun. Ef það er raunin er að sjálfsögðu lítið við því að gera, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að leikmenn fara í ítarlega læknisskoðun.

Það virðast vera einhver vonbrigði á leikmannamarkaðnum á hverju sumri þegar kemur að Liverpool og ef að Fekir féll á læknisskoðun eru það klárlega vonbrigði. Hversu mikil vonbrigði þetta eru fer eftir því hvernig Liverpool vinnur úr þessu. Það var svosem ljóst fyrir en núna fer ekkert á milli mála að Klopp vill fá leikmann í þær stöður sem Fekir leysir.

Síðasta sumar voru það Van Dijk og Keita sem klikkuðu. Keita var keyptur með ársfyrirvara sem var svosem betra en ekkert á meðan við fórum miðvarðarlaus og í óvissu inn í tímabilið eftir ótrúlegt fíaskó í kringum Van Dijk.

Fekir hefur ekki verið mikið meiddur undanfarin ár og þessir 10 leikir sem hann hefur misst af hafa ekki verið vegna hnémeiðsla. Hann hinsvegar missti af tímabilinu fyrir þremur árum eftir að hafa slitið krossband.

Þetta minnir alveg rosalega á Loic Remy blessaðan sem ég var búinn að bjóða velkominn fyrir nokkrum árum en hann féll á læknisskoðun. Væri fróðlegt að sjá hversu mörg af þessum stóru leikmannakaupum klikka vegna þess að leikmenn falla á læknisskoðun?


Fekir er sá eini sem er staðfest að Liverpool er að reyna að kaupa og eftir Fabinho er nokkuð ljóst að menn eru fullkomlega að giska og geta í eyðurnar með rest. Sá sem hefur verið hvað háværastur undanfarið er Xherdan Shaqiri sem ku vera falur frá Stoke fyrir 12m sem er ekkert verð fyrir leikmann í þeim gæðaflokki. Hann er 26 ára og átti auðvitað aldrei að dúkka upp í Stoke City. Hann væri líklega ekki hugsaður sem byrjunarliðsmaður svona til að byrja með en klárlega kaup sem færu í svipaðan flokk og Andy Robertson og Ox-Chamberlain. Ef einhver getur unnið með þá hæfileika sem Xherdan Shaqiri býr yfir er það stjóri Liverpool. Tölfræðin sýnir líka að hann er betri sóknarmaður með betri mönnum í kringum sig. Ótrúleg staðreynd auðvitað að sóknarmaður komi betur út hjá Bayern en Stoke :)

Eitthvað hefur verið talað um að Lanzini hafi verið númer tvö á listanum á eftir Fekir, glætan samt að nokkur maður hafi hugmynd um það og því síður að Liverpool hafi lekið því. En hvað sem því líður þá sleit Lanzini krossband núna í vikunni og því klárlega ekki að fara neitt í sumar. Hversu rosalega hefði Liverpool samt toppað sig ef Lanzini hefði komið í stað Fekir og meiðst í sömu vikunni?

Sá sem sér um að búa til slúður þegar kemur að markmönnum er svo klárlega geðklofi því eina stundina er það Allison frá Roma eða jafnvel Oblak frá A.Madrid en svo verður til alveg nýr karakter sem fer að orða okkur við Butland, Pope eða McCarthy. Stundum er þetta sett saman í sömu slúður fréttinni.

Kaup Liverpool á Fabinho komu fullkomlega upp úr þurru og sýndu okkur að blaðamenn hafa engan aðgang að Liverpool þegar kemur að leikmannakaupum, sérstaklega ekki enskir blaðamenn. Þeir fá bara það sem klúbburinn vill að leki. Þetta var svona líka í fyrra og jafnan samlandar þeirra leikmanna sem Liverpool er orðað við sem vita meira. Því ættum við að taka öllum fréttum með verulegum fyrirvara og getum alveg verið róleg enn sem komið er. Keita og Fabinho einir og sér stökkbreyta miðjunni hjá okkur strax. Van Dijk hefur svo aðeins verið leikmaður Liverpool í 6 mánuði, dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Fréttir af Nabil Fekir eru síðan svo óljósar ennþá að það er ekkert víst að þessi díll sé dauður, Lyon kom t.a.m. með yfirlýsingu á sinni heimasíðu aðeins til að taka hana út aftur. Vonandi féll þetta bara á tíma fyrir HM og verður klárað eftir að Frakkar vinna HM í sumar.

Vantar lágmark tvo í viðbót

Eftir síðasta tímabil voru allir sammála um að töluvert þyrfti að gera í sumar til að bæta liðið og halda við keppinautana sem sitja klárlega ekki auðum höndum. Spurningin núna 10 dögum fyrir mót er hvort okkar menn hafi gert nóg til að bæta veikleika liðsins síðasta vetur?

Hópurinn er ca. svona núna í byrjun ágúst.

Auðvitað er van Dijk ekki leikmaður Liverpool en við gerum ráð fyrir að hann eða annar miðvörður verði keyptur fyrir lok gluggans. Eins geta nokkrir leikmenn spilað fleiri en eina stöðu.
Continue reading

Tímabilið búið hjá Danny Ings – aftur!

Fokk. Helvítis fokking fokk.

Þetta er bara ekki sanngjarnt.

Ég sá Danny Ings spila í framlínunni með Daniel Sturridge og Phil Coutinho gegn Aston Villa í september í fyrra, á Anfield. Liverpool vann þann leik 3-2 og Ings var frábær, gjörsamlega út um allt og algjör lykill í sóknarleiknum þann daginn. Ég gekk út af vellinum sannfærður um að þessi drengur yrði stórstjarna hjá Liverpool.

Tveimur vikum seinna var Jürgen Klopp mættur á svæðið og á sama tíma lauk tímabilinu hjá Ings. Það er búið að taka hann tíu mánuði að komast aftur á grasið og eftir þolinmóða uppbyggingu á þreki og styrk í haust var hann loksins farinn að koma inn í leikmannahópinn á ný.

Og þá þetta. Annað tímabil búið.

Þetta er bara ógeðslega ömurlegt. Ég sé ekki hvernig hann kemur til baka hjá Liverpool eftir þetta áfall.

Sorrý, en ég hef ekkert meira viturlegt að segja. Þetta er bara skítt.

YNWA DANNY

Opinn þráður – Karius meiddur

Nýr markmaður var að mínu mati ein mikilvægasta staðan sem þurfti að styrkja fyrir þetta tímabil sem og var gert. Þetta má samt ekkert vera of jákvætt hjá okkur lengi, Loris Karius tókst auðvitað að brjóta bein við það að kýla Lovren um daginn og er floginn heim frá Bandaríkjunum og líklega á leið í aðgerð. Talað um að hann verði frá í um 10 vikur. Spilar því líklega ekkert fyrstu þrjá mánuði tímabilsins að minnsta kosti.

Fari þetta bara í kolbölvað alveg. Mignolet verður því milli stanganna í byrjun næsta tímabils, enn og aftur.

Læt annars twitter um rest:

Sakho hreinsaður af ásökunum?!

Þetta er ekki staðfest. Við uppfærum um leið og staðfestingin kemur. Vonum að þetta sé rétt.

Samt …

Hér eru fréttirnar sem eru að berast frá Frakklandi í dag. L’Equipe segir frá því að upprunalegt 30-daga bráðabirgðabann sem UEFA gaf Mamadou Sakho eftir að hann „féll“ á lyfjaprófi hafi runnið út í dag og því hafi ekki verið framlengt af því að í ljós kom að megrunarlyfið sem hann tók var ekki á bannlista eftir allt saman:

Hérna … sko …

ERUÐ ÞIÐ AÐ FOKKING GRÍNAST Í MÉR?

Eruð þið að segja mér það að Sakho hafi fallið á lyfjaprófi því hann mældist með lyf sem er svo ekki á bannlista!? Og út af þessu missti hann af ÁTTA fokking síðustu leikjum Liverpool, þar á meðal úrslitaleik Evrópudeildarinnar?! Og út af þessu gæti sæti hans í Evrópuhópi Frakka mögulega verið farið til andskotans af því að allir héldu að hann væri á leið í langt bann!?

Ókei, anda rólega. Bíðum eftir staðfestingu á þessu. En ef sú staðfesting berst þá er bara eitt að segja: farðu í rassgat, UEFA! Langt og djúpt og innilega. Að neyða Liverpool til að splitta upp miðvarðarpari sínu á mikilvægustu vikum tímabilsins, að ræna leikmanninn æru sinni og mannorði, kosta hann þátttöku í stærsta félagsleik ferils síns og svo mögulega þátttöku í Evrópukeppni Landsliða í sínu eigin heimalandi?

Ef þetta er satt þá held ég að bæði Sakho og Liverpool muni leita réttar síns gagnvart UEFA. Þessum erkifíflum sem sekta Liverpool fyrir að hafa sungið „Manchester is full of shit“ í Evrópudeildinni í mars en slepptu United fyrir að þeirra stuðningsmenn hafi sungið Hillsborough-söngva á sama leik. Þessir fávitar sem reyna alltaf að kenna Liverpool um allt (sjá: Aþena 2007). Þessi spilltu, vanhæfu fífl. Lögsækið þá alla.

sakhokiller


Í öðrum fréttum er það helst að Roy fucking Hodgson vill að æfi AUKALEGA til að SANNA að hann sé klár í slaginn fyrir EURO.

AUKALEGA?!

Hversu mikill andskotans vanviti er Roy Hodgson? Er ekki nóg með að hann hafi beinlínis slasað Sturridge í tvígang áður með því að hunsa tillögur Liverpool-manna að æfingaprógrammi fyrir Sturridge? Nú er sérsniðið prógram Sturridge búið að halda honum heilum og leikfærum í á fimmta mánuð án vandræða en um leið og Roy fokking fær hann í hendurnar er hann farinn að taka sprettæfingar og síberíur eins og ekkert sé? Og meiðist þá strax, og Roy bregst við því með því að vilja að hann æfi aukalega?

Plís, Roy. Veldu Marcus Rashford bara í hópinn. Hann skoraði í gær og allt. Hann getur örugglega æft endalaust fyrir þig, enda bara 18 ára. Hættu bara að eyðileggja okkar besta leikmann.

Fokk!

Góða helgi öllsömul.
YNWA