Flokkaskipt greinasafn: Liðsuppstilling

Liðið gegn Spartak Moscow

Jæja, komið að stærsta leik tímabilsins hingað til og Klopp blæs til sóknar. Mané, Salah, Coutinho og Firmino eru allir í liðinu og Coutinho jafnframt fyrirliði!
Erfitt að ætla að heimfæra þetta í eitthvað kerfi fyrirfram en svona sirka lítur þetta út:

Karius
Gomez – Lovren – Klavan – Moreno

Mané – Can – Wijnaldum – Coutinho (c)

Salah – Firmino

Fyrirfram myndi ég halda að þetta lið ætti að klára þetta verkefni örugglega. Liverpool fer aftur á móti aldrei auðveldu leiðina þannig að við sjáum hvað setur. Sama hvað, klárið bara verkefnið.

KOMA SVO!

YNWA

Chelsea. Byrjunarliðs- og leikþráður

Liðskipan dagsins klár…og töluvert frábrugðin því sem reiknað var með.

Spái því að við séum að sjá 4-4-2 útfærslu þar sem Coutinho leysir inn…en sjáum til:

Mignolet

Gomez – Matip – Klavan – Moreno

Chamberlain – Henderson – Milner – Coutinho

Salah – Sturridge

Bekkur: Karius, Winjaldum, TAA, Firmino, Robertson, Lallana, Mané

Lovren og Can eru tilkynntir meiddir…munið svo að vera með á tístinu og setja #kopis í tístið ykkar til að vera með í keðjunni.


 

Liðið gegn West Ham

Þá er búið að tilkynna liðið sem mætir West Ham núna kl. 17:30. Hópurinn sem fór til London er stór, enda fljúga margir leikmenn beint á vit landsliða sinna strax eftir leik. Það eru þó bara 11 inni á vellinum og bekkurinn er jafnstór og áður.

Liðið lítur svona út:

Mignolet (c)

Gomez – Matip – Klavan – Moreno

Winjaldum – Can – Oxlade-Chamberlain

Salah – Firmino – Mané

Bekkurinn: Karius, TAA, Lovren, Milner, Grujic, Sturridge, Solanke

Það kom fram áður að Coutinho er ekki leikfær, Winjaldum varð fyrir hnjaski á móti Maribor en hefur náð að jafna sig. Lovren var hins vegar orðinn heill, en „Clean-sheet Klavan“ heldur honum engu að síður verðskuldað fyrir utan liðið. Mané þótti tilbúinn í 20-25 mínútur hið mesta, svo það kemur ögn á óvart að hann byrji inná. Ekki ljóst hvað amar að Henderson sem er hvergi að sjá, svo Oxlade-Chamberlain fær sénsinn á miðjunni, á kostnað bæði Milner og Grujic. Verður áhugavert að sjá hvernig hann plumar sig þar. (UPPFÆRT: Henderson er hnjaskaður á læri, Mignolet er því með fyrirliðabandið í dag).

Það væri æðislegt að fara inn í þetta landsliðshlé á jákvæðu nótunum.

Sigur takk!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.

Byrjunarliðið gegn Maribor

Meistaradeildin á Anfield á þessu ágæta miðvikudagskvöldi er fín leið til að hefja nóvembermánuð. Eða það vonum við í það minnsta og í heimsókn eru komnir fyrrum heiðursgestir úr Hafnarfirði sem Púlarar unnu sögulegan 0-7 stórsigur á fyrir skemmstu. Það verður erfitt að toppa slík úrslit en eins lengi og stigin 3 falla í okkar skaut þá grunar mig að flestum Púlurum verði nokk sama um markatöluna.

Byrjunarliðið hefur verið kunngert og er eftirfarandi:

Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Matip, Klavan, Moreno, Can, Milner, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Salah, Firmino.

Bekkurinn: Mignolet, Gomez, Robertson, Henderson, Grujic, Sturridge, Solanke

Mestu athygli vekur að Oxlade-Chamberlain byrjar inná og það er fyrsti byrjunarliðsleikur hans á Anfield og í CL fyrir LFC. Í markið er Karius mættur,  Alexander-Arnold í hægri bakvörðinn og Emre Can á miðjuna. Einhverjir hefðu vonast eftir að sjá Robertson fá einn leik í vinstri bakverðinum en það verður að bíða betri tíma og er hann til taks á bekknum.

Skyldusigur, 3 stig og ekkert múður!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

Liðið gegn Newcastle.

Herra Klopp hefur valið liðið gegn Newcastle og það lítur svona út:

 

Mignolet

Gomez – Matip – Lovren – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Coutinho

Salah – Sturridge – Mané

Bekkur: Karius, Klavan, Milner, Can, Oxlade-Chamberlain, Firmino, Solanke

Sterkt lið. Klopp setur Sturridge á toppinn og bekkjar Firmino. Can fer einnig á bekkinn og Trent Alexander er ekki í hóp. Henderson spilar sinn 250. leik fyrir Liverpool í dag.

Við minnum á #kopis og ummælakerfið hér að neðan á meðan leik stendur.