Flokkaskipt greinasafn: Liðsuppstilling

Byrjunarliðið gegn Chelsea á Brúnni

Það er ansi sterkt lið sem mætir á Brúnna eftir klukkutíma en Jorgen Klopp gerir aðeins eina breytingu á liði sínu Jordan Henderson sest á bekkinn enda búinn að spila mikið undanfarið og er meiðslagjarn. Nathaniel Clyne tekur sæti hans í liðinu og verður í bakverði en Trent fer á miðjuna og lítur liðið því svona út.

Karius

Clyne – Van Dijk – Lovren – Robertson

Wijnaldum – TAA – Milner

Salah – Firmino – Mané

Stig í dag gott sem tryggir Meistaradeildarsæti að ári og þá verður Brighton leikurinn ekki jafn mikilvægur.

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


Byrjunarlið gegn Stoke

Byrjunarlið dagsins þarfnast eilítillar pælingar.

Ég set þetta svona upp:

Karius

Gomes – Van Dijk – Klavan

TAA – Henderson – Wijnaldum – Moreno

Salah – Firmino – Ings

Sjáum hvort þetta er svona eða einhvers konar allt annað upplegg.

Á bekknum: Mignolet, Clyne, Lovren, Milner, Robertson, Solanke, Woodburn. Þrjú stig er skylduupplegg í dag!!!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


Byrjunarliðið vs. Roma á Anfield!

Dömur mínar og herrar! Ladies and gentlemen! Signore e signori! Púlarar nær og fjær!

Það er komið að risastórri stundu í Mekka menningarfótboltans og höfuðvígi hápressunnar: fyrri leikur undanúrslita í Meistaradeildinni 2018 á Anfield Road í Liverpool.

Í kvöld mætast fjendur með forsögu í sögu Evrópufótboltans. Spagettílappirnar og hormottan hjá Bruce Grobbelaar hræddu líftóruna úr vítaskyttum Roma á Ólympíuleikvanginum í Róma árið 1984 og Michael Owen afgreiddi sama lið á sama stað árið 2001. Báðar herferðir enduðu með evrópskum silfurbikurum í höndum Rauða hersins og við krjúpum á hné og krossleggjum fingur í von um sömu niðurstöðu að þessu sinni (7,9,13).

Herr Klopp hefur stillt sína strengi á rafmagnsgítarnum og þungarokkhljómsveit kvöldsins er skipuð eftirfarandi rauðum rokkhundum:

Bekkurinn: Mignolet, Clyne, Wijnaldum, Klavan, Moreno, Ings, Solanke.

Liverpool stillir upp líkt og flestir gerðu ráð fyrir og eina spurningin var um hvort að Wijnaldum yrði í byrjunarliðinu en Milner og Oxlade-Chamberlain fá það hlutverk að spila við hlið fyrirliðans Henderson. Bakvarðakapallinn er stokkaður og inn koma Robertson og Alexander-Arnold í stað Gomez og Moreno sem áttu dapran síðasta leik.

Liðsuppstilling rómversku gestanna er eftirfarandi:

Nú er innan við ein ögurstund í að ofurleikurinn hefjist. Farið í lukkusokkana, haldið á fjarstýringunni í réttri hendi og náið ykkur í taugastillandi happadrykk að eigin vali. Rúta Roma hefur vonandi komist óskemmd á leiðarenda með skjálfandi Rómverja innanborðs yfir mögnuðum stuðningi Rauða hersins.

Við vitnum í yfir-púlarann og látunsbarkann, Pál Sævar „Röddina“ Guðjónsson og staðfærum:

Þetta er okkar Anfield! Þetta er okkar stund! ÁFRAM LIVERPOOL!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


Liðið gegn WBA í Miðlöndum

Rauði herinn er mættur í Vestur-Miðlöndin til að takast á við botnliðið West Bromwich Albion sem tókst að framlengja sitt óhjákvæmilega fall síðustu helgi með sérlega skemmtilegum útisigri á Old Trafford. The Baggies eru 9 stigum frá því að bjarga sér með 12 stig í pottinum og því bara spurning um stærðfræðilega tilkynningu á fallstundinni en lið í svo vonlausri stöðu hafa átt það til að gera öðrum liðum skráveifu eins og WBA sönnuðu gegn Man Utd.

Því er allur varinn góður þó að Liverpool hafi stærri fisk í huga í næstu viku og byrjunarliðið endurspeglar það að miklu leyti líkt og í Merseyside-slagnum um daginn. Herr Klopp hefur skilaði inn byrjunarliðsblaðinu og það er eftirfarandi:

Bekkurinn: Mignolet, Lovren, Firmino, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Solanke, Alexander-Arnold.

Gomez kemur inn í liðið að nýju eftir meiðslafjarveru og Danny Ings fær einnig sénsinn. Moreno kemur einnig inn í vinstri bakvörðinn og King Clean Sheet Klavan fær tækifæri til að bæta sitt frábæra vinningshlutfall. Bekkurinn er firnasterkur ef á þarf að halda til að bjarga úrslitum eða bara til að hvíla lykilmenn.

Lið WBA er eftirfarandi:

Helsta ógnunin er fram á við í Rondon og Rodriguez en þetta er lið sem hefur fengið langfæst stig í deildinni í vetur og því ættum við auðvitað að vera mun sterkari aðilinn. En fótbolti er fótbolti og allt getur gerst.

Það styttist í leik og allt fer að verða tilbúið. Klárið því vínarbrauðs-innkaupin í bakaríinu og hellið upp á kaffið eða finnið ykkar lukkubás á barnum með heppilegan drykk í hönd.

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


Liðið gegn Bournemouth.

Þá er byrjunarliðið í dag orðið ljóst og stillir Klopp svona upp í dag:

Karius

TAA – Lovren – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Chamberlain

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Milner, Klavan, Moreno, Ings, Solanke, Woodburn.

Sama byrjunarlið og gegn City í vikunni nema að fyrirliðinn Henderson kemur aftur inn og Milner fær hvíld.  Þetta lið á að klára verkefnið í dag.

Fyrir leik verður Hillsborough harmleiksins minnst með mósaík í Kop stúkunni en á morgun eru 29 ár liðin frá harmleiknum.

Koma svo!!

 

Við minnum svo á #kopis á Twitter og athugasemdakerfið hér að neðan.