Flokkaskipt greinasafn: Liðsuppstilling

Liðið gegn Porto

Klopp hefur valið liðið sem mun byrja seinni leikinn gegn Porto í sextán liða úrslitum Meistardeildarinnar í kvöld en liðið stendur ansi vel að vígi eftir 5-0 sigur í Portúgal. Það er því nokkuð skiljanlegt að Klopp gefi nokkrum leikmönnum smá hvíld og öðrum séns fyrir leikinn gegn Man Utd um helgina.

Karius

Gomez – Matip – Lovren – Moreno

Can – Henderson – Milner

Lallana – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Van Dijk, Salah, Klavan, Chamberlain, TAA, Ings

Það er því ansi sterkt lið í dag þó svo að nokkrir leikmenn setjis á bekkinn. Matip kemur inn fyrir Van Dijk í miðvörðinn, Robertson er eitthvað smávægilega meiddur og Moreno kemur í hans stað. Gomez tekur við bakvarðarstöðunni af Alexander Arnold. Milner kemur á miðjuna fyrir Chamberlain, sem var frábær um síðustu helgi, og Lallana kemur inn fyrir sjóðheitan Salah. Sterkt lið og sterkur bekkur sem ætti að sjá út þennan leik og klára einvígið.

Líst vel á þetta og vonandi fáum við góðan leik í kvöld!


Byrjunarliðið gegn West Ham

Liðsskýrslur hafa verið kunngerðar og Liverpool stillir upp eftirfarandi mannskap í byrjunarliði dagsins gegn gestunum frá Austur-Lundúnum:

Bekkur: Mignolet, Lovren, Gomez, Moreno, Henderson, Lallana, Solanke.

Matip, Emre Can og Oxlade-Chamberlain koma aftur inn í liðið en Wijnaldum og Danny Ings eru veikir og ekki í hóp í dag.

West Ham stillir sínu liði upp á eftirfarandi hátt og fá mikinn liðstyrk í að endurheimta Lanzini í byrjunarliðið eftir að hafa verið meiddur í mánuð. Patrice Evra er einnig í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir West Ham en hann hefur ekki spilað frá því í lok október fyrir Marseilles.

Það verður ekkert gefið eftir og hið stórfína record að David Moyes hefur aldrei unnið á Anfield í 15 leikjum er lagt að veði. Hækkið því í græjunum, kaupið drykk við hæfi á barnum eða syngið ykkur hása ef þið eruð staddir á Anfield!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


Byrjunarliðið gegn Porto í CL

Þá er komið að því! Rauðliðar eru mættir til púrtvínsborgarinnar Porto til að etja kappi við FC Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eftirvæntingin er massíf og til mikils að vinna.

Lið Liverpool hefur verið kunngert og er eftirfarandi:

Bekkurinn: Mignolet, Gomez, Moreno, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Ings, Matip.

Breytingar frá síðasta leik gegn Southampton er að Matip og Oxlade-Chamberlain fara á bekkinn og Emre Can er í banni. Fyrirliðinn Henderson er mættur í hjarta miðjunnar ásamt samlanda sínum Milner og Lovren fær tækifæri við hlið Virgils van Dijk.

Miðverðir Liverpool voru með framherja Porto í gjörgæslu!

 

Íslenskir Kopverjar eru með öfluga stuðningsmannasveit á suðrænum slóðum sem munu gefa líkama og sál í að styðja Rauða herinn á erfiðum útivelli. Fylgist því vel með á Twitter undir #kopis þar sem Kop.is-meistararnir verða duglegir við að gefa okkur innsýn í útivallarstemmningu með harðkjarna Púlurum.

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


Liðið gegn Spurs (leikþráður)

Jæja, liðið er klárt og það er sterkt enda tilefni stórt! Það þarf ekkert að tala þennan leik neitt mikið upp, þetta er klisjukenndur sex stiga leikur og gríðarlega mikilvægur upp á CL sæti. Þetta Tottenham er ógnasterkt og ég sé fyrir mér hörkuleik í dag.

Klopp stillir þessu svona upp í dag, TAA kemur inn í stað Gomez (meiddur) og við fáum að sjá enn eitt miðvarðarparið en Virgil kemur inn í stað Matip. Svolítið sérstaskt að sjá Milner byrja þennan leik að mínu mati en hvað um það. Liðið er svona:

Karius

TAA – Lovren – Van Dijk – Robertson

Milner – Can – Henderson

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Mignolet, Matip, Moreno, Wijnaldum, Chamberlain, Ings, Solanke

Lið Tottenham er: loris, Trippier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Dele, Son og Kane.

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

Koma svo, YNWA!

Liðið gegn Huddersfield

Klopp gerir töluvert af breytingum á byrjunarliðinu í kvöld en það eru alls sex breytingar á liðinu frá tapleiknum gegn WBA í bikarnum.

Karius

Gomez – Matip – Lovren – Robertson

Henderson – Can – Milner

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Mignolet, TAA, Solanke, Chamberlain, Wijnaldum, Ings, Van Dijk

Karius kemur aftur í markið, Gomez og Robertson mæta aftur í bakverðina, Lovren í miðvörðinn í stað Van Dijk sem átti að hafa verið eitthvað tæpur. Henderson og Milner koma inn á miðjuna í stað Wijnaldum og Chamberlain sem hafa ekki átt góða leiki undanfarið – ekki frekar en Emre Can sem heldur þó stöðu sinni. Framlínan óbreytt.

Sjáum hvað setur. Þrjú stig í kvöld, annað er bara ekki í boði.

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.