Flokkaskipt greinasafn: Liðsuppstilling

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leik lokið)

90 min – leik lokið, 3-0. Sól, sumar og meistaradeildarfótbolti á næstu leiktíð. Leikskýrsla kemur inn í kvöld.

55 min – 3-0!!! Lallana endanlega að tryggja CL þáttöku Liverpool. Hann átti slaka sendingu úr skyndisókn, vann samt frákastið sjálfur og skallaði til Gini sem sendi aftur á Lallana, hann tók boltann með sér inn í teig og skoraði örugglega í fjærhornið.

50 min – 2-0!! Coutinho úr aukaspyrnu í markmannshornið!

45+1 min – 1-0!!!! Wijnaldum í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir að sending frá Firmino sendi hann einn innfyrir gegn Guzan. Hrikalega mikilvægt mark á góðum tímapunkti. Staðan því því 1-0 í hálfleik á meðan Arsenal er að vinna Everton 2-0 (manni færri) og City að vinna Watford 0-4. Það er því ljóst að við verðum að vinna til þess að tryggja okkur 4 sætið. Þrátt fyrir þetta mark hefur spilamennskan ekki verið góð, mikið stress allt frá leikmönnum til áhorfenda. Skulum vona að við fylgjum þessu eftir í síðari hálfleik og verðum ekki með hjartað í buxunum þegar líða fer á leikinn.

14:00 – Leikurinn er hafinn!

13:00 – Liðið er komið og það er ein breyting frá því í síðustu viku. Firmino kemur inn í stað Origi.

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lucas, Origi

Það er að koma að þessu! Sigur og liðið er komið í CL (4 sætið gefur umspil, 3 sætið fer beint í riðlakeppnina). Liðið er búið að sýna mikinn karakter síðustu vikurnar og nú þýðir ekkert klúður, það eru engin tækifæri til þess að leiðrétta það.

 

Minnum á tístkeðjuna.


West Ham 0- Liverpool 4

LEIK LOKIÐ Algerlega mögnuð frammistaða með bakið upp við vegginn…eitt skref eftir sem við eigum auðvitað að klára…við bíðum auðvitað með fagnaðarlætin þar til allt er klárt, en þessi dagur búinn að vera magnaður.

Skýrslan stutt undan…

0-4 – 76 mín Origi eftir frábæran undirbúning Sturridge sem hefur verið magnaður í þessum leik. Origi vantar upp á ýmislegt en hann er heldur betur flottur klárari þegar hann þarf að negla hann eins og þarna. Veisla í Austur London ennþá!

0-3 – 61 mín COUTINHO! Við þökkum dómaranum fyrir það að dæma ekki víti á hendi frá Wijnaldum upp úr horni, við sækjum hratt upp völlinn en okkar maður þarf að halda yfirvegun í teignum sem hann svo sannarlega gerir. Vel gert, en hér er hasar framundan. Hamrarnir brjálaðir í dómarann…með réttu, en mér er FULLKOMLEGA SAMA!!!

0-2 – 57 mín COUTINHO! Frábær byrjun á síðari hálfleik, við alveg með öll völd, heimamenn búnir að breyta um leikkerfi en það gefur okkar manni bara meira svæði til að vinna í og Brazzinn neglir í netið utan teigs. Frábært…og andrýmið sem við vildum…enn 30 mín eftir samt.

hálfleikur Við erum 1-0 yfir og það er sanngjarnt en West Ham klúðruðu sem betur fer mesta dauðafæri leiksins – TVISVAR!!! – auðvitað upp úr horni á 44.mínútu. Við vitum auðvitað að þetta er Liverpool FC og það kemur okkur ekki á óvart að þeir geta leikið eins vel og þeir hafa gert í fyrri hálfleik en líka skotið sig rækilega í fótinn. Tense 45 mínútur framundan.

0-1 – 34 mín JÁ!!!!! Daniel Sturridge að sjálfsögðu eftir magnaða sendingu frá Coutinho, átti verk eftir en þetta er hann, þvílíkur klárari. Aðeins getum við slakað á í bili, þetta þurftum við.

30 mín Hraðinn og lætin hafa minnkað, sennilega hafa aðstæður eitthvað þar um að segja, færum fækkað en við höfum náð að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum og Sturridge er mjög líflegur…

15 mín Fjörleg byrjun, bæði lið búin að eiga þrjár tilraunir og sitt hvort dauðafærið, West Ham þrumuðu framhjá eftir skyndisókn og Matip skallaði í þverslá eftir horn frá Coutinho.

8 mín

Erum semsagt í demanti…

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can
Wijnaldum – Coutinho
Lallana

Origi – Sturridge

Það þýðir að á mót 3-5-2 kerfi West Ham ætti að vera mikið af svæðum fyrir bæði lið að spila inní og skapa færi og mörk.

Byrjunarlið dagsins er sem hér segir:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Wijnaldum – Can – Lallana

Origi – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Grujic, Alexander-Arnold, Lucas, Klavan, Woodburn.

Enginn Firmino í hóp, Sturridge byrjar í fyrsta sinn síðan á síðustu öld bara held ég…bekkurinn líklega ekki mikið notaður í dag.

Þetta er mesti must win leikur tímbablisins, það er einfaldlega allt undir í dag. Koma svoooooooo!

Við minnum á tístkeðjuna okkar. Takið þátt í umræðum yfir leik með því að nota #kopis með tístum ykkar.Þá er komið að næstsíðasta leik okkar rauðliða á tímabilinu og það er stórt verkefni, að fara til austurhluta London og leika við West Ham á ólympíuleikvangi þeirra Breta.

Eftir leiki gærdagsins getum við lagt húsið okkar og bílinn undir að bæði Arsenal og Manchester City munu enda tímabilið með 75 stig a.m.k. svo að verkefni okkar manna er mjög skýrt. Sex stig úr síðustu tveimur leikjunum munu ákvarða tímabilið. Hvort að við munum í júní geta rifjað upp stórkostlega frammistöðu fyrir áramót og í lykilleikjunum eftir þau…eða þurfum við að velta upp í huganum ömurlegri frammistöðu í janúarmánuði og síðan nokkur epísk klúður á heimaVivelli undir lok tímabilsins. Um það snýst málið krakkar.

Við uppþræðum þennan leikþráð í gegnum daginn og breytum í atvikalýsingu. Styttist í tístkeðjuna.

Þangað til skulum við senda strauma til drengjanna í sólinni í London. Það er bara ekki annað í boði en að vinna Hamrana, nokkuð sem okkur hefur ekki tekist í síðustu sex viðureignum okkar í deild og bikar.

Liverpool v Southampton [dagbók]

(Þessi færsla er uppfærð á meðan á leik stendur. Nýjasta uppfærslan kemur efst.)

95. mín. Búið, 0-0. Töpuð stig. Ógeðslega slappt. Leikskýrslan kemur síðar í dag, eftir stórleik Arsenal og United.

87. mín. Skipting, Grujic inn fyrir Wijnaldum. Enn markalaust og engar líkur á að það breytist á næstu mínútum.

69. mín. Tvöföld skipting, Origi og Lucas út fyrir Lallana og Sturridge. Koma svo, vinna þennan andskotans leik!

64. mín. – Víti! Dómarinn dæmir víti á hendi á Stephens, sýnist mér, eða fyrir að rífa Origi niður. Hann var sekur um bæði, í raun. Milner steig upp en Forster varði vítið. Helvítis.

46. mín. – Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar. Vonandi vöknuðu menn aðeins í hálfleik.

Hálfleikur – Markalaust. Tíðindalaust. Tilþrifalaust. Það er frá nákvæmlega engu að segja eftir þennan hálfleik. Það er svakalegur vorbragur á þessu. Nennir einhver að senda háa sendingu á Can inná teig, takk?

15 mín. – Geisp. Ekkert að gerast enn. Firmino var að enda við að eiga hálffæri eftir að Romeu missti boltann við teig Southampton, en skot Firmino var blokkað.

12:30: Leikurinn er hafinn! Koma svo!


Í dag er það þriðji síðasti leikur tímabilsins, og sá næstsíðasti á Anfield. Það eru tvær vikur eftir af þessu tímabili sem hefur verið alveg jafn laaangt og öll hin. Níu mánuðir, og það ræðst á næstu fjórtán dögum hvort liðið nær Meistaradeildarsæti eða hvort við verðum í fýlu í allt sumar. Mótherjar dagsins eru Southampton og þá þarf einfaldlega að leggja. Keppinautar okkar um þriðja sætið, Manchester City, unnu fimm marka sigur á heimavelli í gær þannig að nú bara má ekkert klikka.

Byrjunarlið dagsins er sem hér segir:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Wijnaldum – Lucas – Can

Origi – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lallana, Sturridge.

Þetta er must win, það er einfaldlega allt undir í dag. Koma svo!

Við minnum á tístkeðjuna okkar. Takið þátt í umræðum yfir leik með því að nota #kopis með tístum ykkar.


YNWA

Watford – Liverpool 0-1 (leik lokið)

90 min – 0-1 leik lokið, GRÍÐARLEGA mikilvægur sigur. Held ég hefði farið að gráta ef þetta sláarskot frá Watford á 93 mínútu hefði farið inn! Skýrsla kemur inn fljótlega.

19:45 – 0-1 í hálfleik eftir líka þetta mark frá Emre Can. Annars rólegur fyrri hálfleikur svo ekki sé meira sagt. Coutinho fór meiddur útaf eftir 12 mínútur sem eru auðvitað hrikalegar fréttir. Fá færi í þessum leik, utan markið var kom líklega besta færið frá Lallana eftir 40 mínútur þegar viðstöðulaust skot hans fór í slá. Nú er bara að fylgja þessu eftir og landa þremur stigum takk!

45 +1 min – 0-1Þvílíkt. Mark. Hjá. Emre. Can!! Flott hlaup „úr djúpinu“, frábær sending frá Lucas og hjólhestarspyrna frá Can upp í vinkilinn, 0-1!

19:00 – Leikurinn er hafinn! Koma svo, ekki taka Liverpool á þetta eftir úrslit gærdagsins!

18:00 – Liðið er komið. Þetta er nákvæmlega eins og Maggi spáði fyrir um og Sturridge og Lallana koma aftur inn í liðið og byrja á bekknum, frábært að fá smá möguleika þar!

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Firmino – Origi – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lallana Sturridge

Minnum á tístkeðjuna.


Liverpool – C.Palace 1-2 (leik lokið)

Leik lokið Enn ein ömurleg úrslit gegn fallbaráttuliði á Anfield. Það verður smá bið í leikskýrslu, núna væri töluð dónaleg íslenska.

ÖMURLEGT!!!

75.mín Benteke skorar aftur nú eftir horn. Liverpool er að reyna henda Meistaradeildarsæti frá sér og gengur vel. Varnarleikur Lovren í aðdragandanum var glæpsamlegur og Can steinsofnaði í dekkningunni à Benteke.

Hálfleikur:Gríðarlega svekkjandi að fara inn í leikhlé með þessum hætti. Það er eins og Liverpool hreinlega vilji ekki hafa forystu svo oft henda þeir henni frá sér með hræðilega mistækum varnarleik. Benteke skorar auðvitað á Anfield fyrir alla aðra en Liverpool en það kannski kemur ekki á óvart þar sem hann var ekki að spila gegn vörn Liverpool þegar hann var leikmaður liðsins. Coutinho þarf að bjarga okkur aftur í seinni hálfleik, það er ljóst.

43.mín: 1-1 Benteke. Auðvitað gefur blessuð vörnin okkar mark á silfurfati. Lovren var út á túni og réð ekkert við áhlaup Palace manna upp vinstra megin og Benteke hamraði auðveldlega fyrirgjöf Cabaye í netið. Hroðalega pirrandi og dæmigert fyrir Liverpool.

35.mín: Fínn leikur hjá Liverpool það sem af er, markið var mjög mikilvægt enda sitja Palace menn mjög aftarlega eins og við var búist fyrir leik. Vonandi opmast þetta eitthvað meira núna.

24.mín: MARK, FRÁBÆR AUKASPYRNA HJÁ COUTINHO SEM HANN VANN SJÁLFUR. KLÍNDI TUÐRUNNI Í BLÁHORNIÐ AF SVONA 25 METRA FÆRI.

1.mín: Ballið er byrjað á Anfield, Liverpool sækir á Annie Road í fyrri hálfleik, koma svo ekkert rugl í dag Liverpool.

Fyrir leik (EMK):

14:30 (EMK): Byrjunarliðið er komið

Bekkur: Karius, Moreno, Gomez, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Brewster

Lucas og Matip ná báðir þessum leik sem var aðal spurningarmerkið fyrir leik. Sturridge er meiddur og bekkurinn því ansi þunnur en vonandi er byrjunarliðið bara nógu gott.

Áhugavert að Brewster er á bekknum frekar en Harry Wilson, hvað hann þarf að gera meira til að komast í hópinn væri fróðlegt að vita.13:15 (EMK): Hvernig verður byrjunarliðið? Liverpool Echo er með skemmtilegan fídus þar sem hver og einn getur stillt upp sínu liði. Matip og Lucas eru pottþétt í liðinu ef þeir eru heilir en hvorugur æfði í vikunni. Klavan verður pottþétt ekki með. Fer Can í miðvörðinn og Milner á miðjuna? TAA eða Moreno þá í bakvörðinn. Eða Can og Coutinho eina línu niður og einhver af ungu strákunum á vænginn. Joe Gomez gæti fengið sénsinn og komið beint í miðvörðinn, eins gæti Can farið niður og Grujic komið inn. Vonum að ekkert af þessu þurfi og bæði Matip og Lucas geti spilað.

12:00 (EMK): Það kemur líklega engum á óvart að Daniel Sturridge er meiddur, alltaf jafn gott að treysta á hann. Þetta breytir líklega litllu hvað byrjunarliðið varðar en veikir auðvitað hópinn.Þá er komið að leik í 34.umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Stóri Sam kemur með Suð-Londonbúana í Crystal Palace upp í norðvestrið og beinir rútunni inn Walton Breck Road til að leika við heimamenn, okkar drengi, í Liverpool FC.

Engar nýjar fréttir hafa borist úr leikmannahópnum frá því Steini hitaði upp fyrir leikinn í gær svo við sjáum hvort hans hugmynd að liði verður rétt.

Í Liverpool er mildur vordagur, 11 stiga hiti og sólin gægist oft í gegnum skýin, við treystum á það að við endum sólarmegin í dag!

Þegar líður nær leik setjum við inn tístkeðjuna okkar og komum svo með byrjunarliðsfrétt áður en við svo flytjum hér uppfærðar stöður í leik dagsins.