Flokkaskipt greinasafn: Liðsuppstilling

Byrjunarliðið gegn City (leikþráður)

Þá er þetta landsleikjahlé loks á enda! Virkilega erfitt verkefni í dag þegar okkar menn heimsækja bláa liðið í Manchester.

Það eru þrjár breytingar síðan í leiknum gegn Arsenal. Mignolet kemur aftur inn í stað Karius, TAA inn í stað Gomez og Klavan kemur inn í stað Lovren. Ég veit ekki hvort að Lovren sé eitthvað tæpur (er á bekknum) eða hvort breytingin sé taktísk hjá Klopp.

Mignolet

Trent – Matip – Klavan – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Can

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Karius, Lovren, Gomez, Milner, Chamberlain, Sturridge, Solanke

Það er nokkuð öruggt að það verða mörk í dag. Aguero og Jesus byrja báðir en Kompany er frá vegna meiðsla. Lið City er annars: Ederson, Walker, Stones, Otamendi, Mendy, Danilo, Fernandinho, De Bruyne, Silva, Aguero og Jesus.

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

Liðið gegn Crystal Palace

Góðan dag og gleðilega hátíð. Fyrsti heimaleikur tímabilsins og völlurinn sjaldan ef nokkurn tímann litið betur út.
Svona stillir Klopp liðinu upp í dag:

Mignolet

Gomez – Matip – Klavan – Robertson

Milner – Henderson – Wijnaldum

Mané – Sturridge – Firmino

Bekkur: Karius, Lovren, Flanagan, Can, Salah, Solanke, Origi.

Klopp gerir fjölmargar breytingar en mesta athygli vekur að hinn ungi Trent Alexander og Moreno eru ekki í hóp. Rómur um smávegis meiðsli hjá þeim báðum.

Það þarf vart að fjölyrða um mikilvægi þessa leiks, sérstaklega eftir leikinn gegn Watford. Eftir leikinn mun okkur annaðhvort líða eins og glasið sé hálffullt eða hálftómt. Fjögur stig og útisigur gegn Hoffenheim eftir fyrstu þrjá leikina og glasið væri hálffullt.
Fyrir leikinn gegn Hoffenheim biðlaði Daníel til liðsins að gefa Siobhan Chamberlain, markverði Liverpool Ladies, sigur í afmælisgjöf. Það virkaði svo vel að við gerum það aftur nema að nú á Einar Matthías, sem allir lesendur Kop.is þekkja, afmæli og við treystum okkar mönnum til sigurs. Koma svo!!!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og athugasemdir hér að neðan.


Liðið gegn Watford

Þá er loksins komið að því! Enski boltinn er að byrja að rúlla af stað á ný og okkar menn heimsækja Watford í öðrum leik umferðarinnar. Mikið hefur gengið á hjá okkar mönnum síðastliðinn sólarhring eins og hefur líklega ekki farið framhjá mörgum. Coutinho, þótt ótrúlegt megi virðast er ekki með í dag vegna meiðsla í baki – hvort þau séu alvöru eða ekki er erfitt að segja til um.

Annars er liðið svona að mestu sjálfvalið. Matip og Lovren byrja í miðvörðunum, Mignolet í markinu og Salah, Firmino og Mane frammi. Miðjan nokkuð sjálfvalin og Trent Alexander Arnold byrjar í bakverði ásamt Moreno, sem stóð sig frábærlega í sumar og virðist geta fengið endurnýjun lífdaga hjá Liverpool.

Mignolet

TAA – Matip – Lovren – Moreno

Can – Henderson – Wijnaldum

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Karius, Klavan, Milner, Gomez, Solanke, Origi, Grujic

Sterkasta byrjunarliðið sem við getum að mínu mati stillt upp eins og staðan er í dag og sæmilegur bekkur, klárt mál að það vantar samt aðeins meiri breidd í þetta lið en meira um það seinna.

Koma svo!

Vantar lágmark tvo í viðbót

Eftir síðasta tímabil voru allir sammála um að töluvert þyrfti að gera í sumar til að bæta liðið og halda við keppinautana sem sitja klárlega ekki auðum höndum. Spurningin núna 10 dögum fyrir mót er hvort okkar menn hafi gert nóg til að bæta veikleika liðsins síðasta vetur?

Hópurinn er ca. svona núna í byrjun ágúst.

Auðvitað er van Dijk ekki leikmaður Liverpool en við gerum ráð fyrir að hann eða annar miðvörður verði keyptur fyrir lok gluggans. Eins geta nokkrir leikmenn spilað fleiri en eina stöðu.
Continue reading

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leik lokið)

90 min – leik lokið, 3-0. Sól, sumar og meistaradeildarfótbolti á næstu leiktíð. Leikskýrsla kemur inn í kvöld.

55 min – 3-0!!! Lallana endanlega að tryggja CL þáttöku Liverpool. Hann átti slaka sendingu úr skyndisókn, vann samt frákastið sjálfur og skallaði til Gini sem sendi aftur á Lallana, hann tók boltann með sér inn í teig og skoraði örugglega í fjærhornið.

50 min – 2-0!! Coutinho úr aukaspyrnu í markmannshornið!

45+1 min – 1-0!!!! Wijnaldum í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir að sending frá Firmino sendi hann einn innfyrir gegn Guzan. Hrikalega mikilvægt mark á góðum tímapunkti. Staðan því því 1-0 í hálfleik á meðan Arsenal er að vinna Everton 2-0 (manni færri) og City að vinna Watford 0-4. Það er því ljóst að við verðum að vinna til þess að tryggja okkur 4 sætið. Þrátt fyrir þetta mark hefur spilamennskan ekki verið góð, mikið stress allt frá leikmönnum til áhorfenda. Skulum vona að við fylgjum þessu eftir í síðari hálfleik og verðum ekki með hjartað í buxunum þegar líða fer á leikinn.

14:00 – Leikurinn er hafinn!

13:00 – Liðið er komið og það er ein breyting frá því í síðustu viku. Firmino kemur inn í stað Origi.

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lucas, Origi

Það er að koma að þessu! Sigur og liðið er komið í CL (4 sætið gefur umspil, 3 sætið fer beint í riðlakeppnina). Liðið er búið að sýna mikinn karakter síðustu vikurnar og nú þýðir ekkert klúður, það eru engin tækifæri til þess að leiðrétta það.

 

Minnum á tístkeðjuna.