Flokkaskipt greinasafn: Liðsuppstilling

Liverpool – C.Palace 1-2 (leik lokið)

Leik lokið Enn ein ömurleg úrslit gegn fallbaráttuliði á Anfield. Það verður smá bið í leikskýrslu, núna væri töluð dónaleg íslenska.

ÖMURLEGT!!!

75.mín Benteke skorar aftur nú eftir horn. Liverpool er að reyna henda Meistaradeildarsæti frá sér og gengur vel. Varnarleikur Lovren í aðdragandanum var glæpsamlegur og Can steinsofnaði í dekkningunni à Benteke.

Hálfleikur:Gríðarlega svekkjandi að fara inn í leikhlé með þessum hætti. Það er eins og Liverpool hreinlega vilji ekki hafa forystu svo oft henda þeir henni frá sér með hræðilega mistækum varnarleik. Benteke skorar auðvitað á Anfield fyrir alla aðra en Liverpool en það kannski kemur ekki á óvart þar sem hann var ekki að spila gegn vörn Liverpool þegar hann var leikmaður liðsins. Coutinho þarf að bjarga okkur aftur í seinni hálfleik, það er ljóst.

43.mín: 1-1 Benteke. Auðvitað gefur blessuð vörnin okkar mark á silfurfati. Lovren var út á túni og réð ekkert við áhlaup Palace manna upp vinstra megin og Benteke hamraði auðveldlega fyrirgjöf Cabaye í netið. Hroðalega pirrandi og dæmigert fyrir Liverpool.

35.mín: Fínn leikur hjá Liverpool það sem af er, markið var mjög mikilvægt enda sitja Palace menn mjög aftarlega eins og við var búist fyrir leik. Vonandi opmast þetta eitthvað meira núna.

24.mín: MARK, FRÁBÆR AUKASPYRNA HJÁ COUTINHO SEM HANN VANN SJÁLFUR. KLÍNDI TUÐRUNNI Í BLÁHORNIÐ AF SVONA 25 METRA FÆRI.

1.mín: Ballið er byrjað á Anfield, Liverpool sækir á Annie Road í fyrri hálfleik, koma svo ekkert rugl í dag Liverpool.

Fyrir leik (EMK):

14:30 (EMK): Byrjunarliðið er komið

Bekkur: Karius, Moreno, Gomez, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Brewster

Lucas og Matip ná báðir þessum leik sem var aðal spurningarmerkið fyrir leik. Sturridge er meiddur og bekkurinn því ansi þunnur en vonandi er byrjunarliðið bara nógu gott.

Áhugavert að Brewster er á bekknum frekar en Harry Wilson, hvað hann þarf að gera meira til að komast í hópinn væri fróðlegt að vita.13:15 (EMK): Hvernig verður byrjunarliðið? Liverpool Echo er með skemmtilegan fídus þar sem hver og einn getur stillt upp sínu liði. Matip og Lucas eru pottþétt í liðinu ef þeir eru heilir en hvorugur æfði í vikunni. Klavan verður pottþétt ekki með. Fer Can í miðvörðinn og Milner á miðjuna? TAA eða Moreno þá í bakvörðinn. Eða Can og Coutinho eina línu niður og einhver af ungu strákunum á vænginn. Joe Gomez gæti fengið sénsinn og komið beint í miðvörðinn, eins gæti Can farið niður og Grujic komið inn. Vonum að ekkert af þessu þurfi og bæði Matip og Lucas geti spilað.

12:00 (EMK): Það kemur líklega engum á óvart að Daniel Sturridge er meiddur, alltaf jafn gott að treysta á hann. Þetta breytir líklega litllu hvað byrjunarliðið varðar en veikir auðvitað hópinn.Þá er komið að leik í 34.umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Stóri Sam kemur með Suð-Londonbúana í Crystal Palace upp í norðvestrið og beinir rútunni inn Walton Breck Road til að leika við heimamenn, okkar drengi, í Liverpool FC.

Engar nýjar fréttir hafa borist úr leikmannahópnum frá því Steini hitaði upp fyrir leikinn í gær svo við sjáum hvort hans hugmynd að liði verður rétt.

Í Liverpool er mildur vordagur, 11 stiga hiti og sólin gægist oft í gegnum skýin, við treystum á það að við endum sólarmegin í dag!

Þegar líður nær leik setjum við inn tístkeðjuna okkar og komum svo með byrjunarliðsfrétt áður en við svo flytjum hér uppfærðar stöður í leik dagsins.

WBA – Liverpool 0-1 (leik lokið)

90 min – 0-1, leik lokið! Þetta. Eru. Risa. Stig! Ekki besti fótboltaleikur sem maður hefur séð en guð minn góður þetta eru mikilvæg stig! Leikskýrsla kemur inn í kvöld. Njótið dagsins!

45 min – 0-1! Milner tók aukaspyrnu í vibótartíma (eftir að brotið var á Origi), Lucas skallaði boltann inn á markteig þar sem að Firmino mætti og skoraði af stuttu færi.

11:30 – Liðið er komið. Það eru þrjár breytingar frá því í leiknum gegn Stoke. Lucas kemur inn í stað Klavan og  Firmino og Coutinho koma aftur í liðið í stað Woodburn og Alexander.

Spurning hvernig þessu verður stillt upp. Það er alveg option að vera með þrjá miðverði eins og við vorum með gegn Stoke. Að Lucas detti þá niður en ég á frekar von á því að Lucas verði á miðjunni að verja vörnina. Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Firmino – Origi – Coutinho

Bekkur: Karius, Gomez, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Sturridge

Lið WBA: Foster, Dawson, McAuley, Evans, Brunt, Fletcher (c), Yacob, Livermore, Phillips, Chadli og Robson-Kanu.

Fun fact dagsins, lið undir stjórn Tony Pulis hefur aldrei tapað á heimavelli gegn Liverpool FC. Ágætur dagur í dag til þess að breyta þeirri matraðatölfræði!

Minnum á tístkeðjuna.


Stoke v Liverpool [dagbók]

94. mín. – LEIK LOKIÐ! Þarna!!! Leikskýrslan kemur eftir smá.

74. mín. Ein af markvörslum ársins frá Mignolet! Arnautovic sendir frábæran bolta inn á markteiginn þar sem Berahino skýtur í fjærhornið niðri en Mignolet með handboltatakta, kemur fætinum fyrir þetta. Allt að gerast í þessum leik núna.

72. mín. – MARK! Firmino með eina neglu af vítateignum eftir langa og frábæra sendingu yfir vörnina frá Wijnaldum! 2-1 fyrir Liverpool!

70. mín. – MARK! Coutinho jafnar fyrir Liverpool eftir stórsóknina! Can sendi inná teiginn þar sem Sturridge hótaði skoti en Shawcross náði að bægja boltanum frá, Coutinho tók frákastið og skoraði örugglega. Koma svo!

68. mín. Sturridge inná fyrir Origi, lokaskipting okkar í leiknum. Liverpool hafa legið á Stókurum í nokkrar mínútur núna en það hefur ekki skilað neinu enn. Vonandi getur Sturridge breytt einhverju þar um.

59. mín. Loksins lífsmark! Gott skot frá Coutinho við vítateigslínuna en Grant ver vel í horn. Lovren skallar í slána úr horninu. Það er smá glæta í þessu hjá okkar mönnum, hálftími eftir til að bjarga þessum leik.

46. mín. Seinni hálfleikur er hafinn. Klopp setur Firmino og Coutinho inn strax í hléi fyrir Woodburn og Trent. Vonandi hressir þetta leik liðsins við!

HÁLFLEIKUR – 1-0 fyrir Stoke í hléi. Ekkert að gerast í fyrri hálfleik þar til allt fór af stað á 44. mínútu. Eftir endursýningar er þetta bara pjúra víti fyrir brot á Woodburn, skelfileg dómgæsla, en það afsakar samt ekki að menn hætti bara að verjast hinum megin. Clyne og Klavan nenntu hvorugur að elta sína menn inn á teiginn og Mignolet hefði mátt stíga út í skalla á markteig við sína nærstöng. Menn verða að gera betur en í fyrri hálfleik, og dómarinn mætti alveg hjálpa til þegar hann sér augljósa hluti.

44. mín. – MARK! Jonathan Walters kemur Stoke yfir með skalla undir lok hálfleiksins. Okkar menn vildu fá víti hinum megin, mér sýndist vera brotið á Woodburn en þarf þó að skoða það betur, Stókarar fóru auðveldlega upp hægri kantinn, Shaqiri inn á teiginn og setti hann inn á Walters sem var óvaldaður og skallaði í netið. Skelfileg vörn og sennilega einbeitingarleysi eftir að menn vildu fá víti hinum megin. Það afsakar samt ekkert að menn hætti að verjast.

30. mín. Enn ekkert að gerast. Woodburn var að hrista af sér hnjask. Það er pláss fyrir Liverpool að gera eitthvað með boltann í þessum leik en menn eru ekki að nýta það hingað til.

15. mín. Kortér liðið, fátt um fína drætti hjá báðum liðum í raun. Frekar rólegur leikur hingað til. Liverpool er að spila 3-5-2 með Clyne á vinstri væng, Trent hægra megin, Klavan í vörn með Matip og Lovren, Miler á miðju með Can og Wijnaldum. Woodburn er svo í holunni fyrir aftan Origi.

3. mín. Shaqiri sleppur í gegn og skorar en það er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hjúkk!

Uppfært (14:00): Leikurinn er hafinn! Koma svo!

Uppfært: Hér er Stoke-liðið í dag:

Minni svo á að nota #kopis á Twitter og hér má fylgjast með umræðunni.

Walters, Arnautovic og Berahino frammi, Joe Allen og Glen Johnson mæta sínu gamla liði, Peter gamli Crouch á bekk. Það er kannski í lagi að ég færi það til bókar að mér líst ekkert á þennan leik, spái okkur tapi. Ég sé bara ekki hvernig unglingarnir eiga að rífa okkur upp á útivelli gegn Stoke. Kannski var ekkert annað í stöðunni hjá Klopp, eflaust mikil þreyta í Firmino eftir álag undanfarið og Lucas hefur ekki getað spilað þrjá leiki á viku í mörg ár.

Sjáum hvað setur. Vonum það besta. YNWA


Jæja, leikur framundan á Britannia Stadium. Byrjunarlið Liverpool lítur svona út:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Klavan

Trent – Can – Wijnaldum – Milner – Woodburn

Origi

Bekkur: Karius, Moreno, Lucas, Grujic, Coutinho, Firmino, Sturridge.

Þetta er ótrúlegt byrjunarlið! Coutinho væntanlega enn veikur eftir miðvikudaginn eins og Klopp varaði við í gær en það kemur gríðarlega á óvart í þessari manneklu að Firmino og Lucas fari á bekkinn, hvað þá að hinir kornungu Trent Alexander-Arnold og Ben Woodburn komi í liðið. Á útivelli. Gegn Stoke!

Ég teikna þetta upp 4-5-1 hér að ofan en þetta gæti alveg verið 3-5-2 eða 4-3-3 eða 4-4-2. Ég veit ekkert. Sjáum hvað setur.

Eins og venjulega uppfæri ég yfir leiknum og efstu uppfærslurnar koma efst.

Minni svo á að nota #kopis á Twitter. Hér má fylgjast með umræðunni.


Liverpool – Everton 3-1 (leik lokið)

90 min – 3-1, leik lokið! Frábær sigur! Skýrsla kemur síðar í dag.

59 min – 3-1, Origi eftir undirbúning Coutinho! Origi ekki búinn að vera inná nema í örfáar mínútur, kom inn í stað Mané sem mig grunar að sé alvarlega meiddur, akveg hrikalegt!

31 min – 2-1, Coutinho með frábært mark eftir einstaklingsframtak. Velkominn til baka!

28 min – 1-1, Pennington eftir slakan varnarleik í hornpyrnu.

7 min – 1-0, Mané!! Mané vann boltann á miðjunni, tók 1-2 við Firmino, hljóp á vörnina og lagði boltann í fjærhornið, frábært mark!

11:30 – Anthony Taylor flautar til leiks!

10:30 – Liðið er komið, það eru tvær breytingar frá því í leiknum gegn City. Lucas kemur inn í stað Lallana og Lovren tekur sæti Klavan.  Firmino og Coutinho eru báðir í liðinu, Grujic er víst á lífi en Henderson er ekki orðinn klár.

Persónulega hefði ég viljað sjá Coutinho inn á miðjunni og Woodburn koma inn í liðið en það er bara ég. Nú eru það bara þrjú stig takk!

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Origi

Lið Everton: Robles; Williams, Jagielka, Pennington; Holgate, Gueye, Davies, Baines; Barkley, Calvert-Lewin; Lukaku

Minnum á tístkeðjuna.


Man City – Liverpool 1-1 (leik lokið)

Leik lokið, 1-1 jafntefli. Skýrsla kemur á eftir,

68 min – 1-1, Aguero eftir að City hafa verið að koma meira inn í leikinn síðustu 5 mínúturnar eða svo eftir algjöra yfirburði Liverpool í síðari hálfleik.

50 min – 0-1, Milner úr víti!! Frábær sending frá Can, rangstæðugildra City klikkaði og Clichy braut á Firmino. Liverpool byrjað betur í síðari hálfleik, nú er bara að fylgja þessu eftir!

45 min – 0-0 í hálfleik. Ekki að það vanti færin, bæði lið fengið nokkur tækifæri til að komast  yfir og bæði lið hefði líklega átt að fá vítaspyrnu.

16:30 – Michael Oliver blæs til leiks!

15:30 – Liðið er komið, það er ein breyting frá því í leiknum gegn Burnley. Firmino er orðinn klár og kemur inn í stað Origi! Lovren er svo kominn á bekkinn.

Svona er þetta í dag:

Mignolet

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Alexander-Arnold, Woodburn, Lucas, Lovren, Origi.

Lið City gæti varla orðið sókndjarfara. Sané, Bruyne, Silva, Sterling og Aguero eru allir í liðinu:

Lið City: Caballero, Fernandinho, Stones, Otamendi, Clichy, Yaya Touré, Sané, De Bruyne, Silva (C), Sterling, Agüero

Minnum á tístkeðjuna.