Flokkaskipt greinasafn: Liðsuppstilling

Man City – Liverpool 1-1 (leik lokið)

Leik lokið, 1-1 jafntefli. Skýrsla kemur á eftir,

68 min – 1-1, Aguero eftir að City hafa verið að koma meira inn í leikinn síðustu 5 mínúturnar eða svo eftir algjöra yfirburði Liverpool í síðari hálfleik.

50 min – 0-1, Milner úr víti!! Frábær sending frá Can, rangstæðugildra City klikkaði og Clichy braut á Firmino. Liverpool byrjað betur í síðari hálfleik, nú er bara að fylgja þessu eftir!

45 min – 0-0 í hálfleik. Ekki að það vanti færin, bæði lið fengið nokkur tækifæri til að komast  yfir og bæði lið hefði líklega átt að fá vítaspyrnu.

16:30 – Michael Oliver blæs til leiks!

15:30 – Liðið er komið, það er ein breyting frá því í leiknum gegn Burnley. Firmino er orðinn klár og kemur inn í stað Origi! Lovren er svo kominn á bekkinn.

Svona er þetta í dag:

Mignolet

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Alexander-Arnold, Woodburn, Lucas, Lovren, Origi.

Lið City gæti varla orðið sókndjarfara. Sané, Bruyne, Silva, Sterling og Aguero eru allir í liðinu:

Lið City: Caballero, Fernandinho, Stones, Otamendi, Clichy, Yaya Touré, Sané, De Bruyne, Silva (C), Sterling, Agüero

Minnum á tístkeðjuna.


Liverpool 2 – Burnley 1

LEIK LOKIÐ!!!

75 mín Áttum flottan kafla sem kom okkur yfir í leiknum en Burnley eru nú komnir ofar á völlinn og ætla að gera læti úr leiknum. Verða spennandi síðustu 15!

61 mín 2-1 Frábært langskot Emre Can upp úr innkasti. Dásamlegt, eitthvað sem gleður mitt gamla hjarta.

60 mín Við erum loksins að ná upp smá pressu í þessum leik. Ben Woodburn var að koma inn fyrir Coutinho!!!

46 mín 1-1 Wijnaldum nokkrum sekúndum fyrir leikslok, sending frá vinstri sem vörn Burnley tekst ekki að hreinsa og Wijnaldum skorar úr markteignum. Ekkert endilega sanngjarnt en vá hvað við tökum þetta!

30 mín Sorgleg frammistaða. Eftir 30 mínútur höfum við ekki átt skot á mark og erum einu marki undir.

7.mín 0-1 Þar með hófst það. Burnley búið að vera í sókn síðustu þrjár mínútur, fengu nægan tíma til að senda sendingu frá miðju í gegnum alla vörnina á fjær þar sem Barnes kláraði örugglega. Verulega vond byrjun.

Leikur hafinn;

Þar með hefur verið lagt í hann í rigningunni á Merseyside.

Spörkum í átt að Annie Road í fyrri eins og við viljum – að Kop-stúkunni í seinni hálfleik.

Byrjunarliðið mætt:

Bekkur: Karius, Moreno, Lucas, Wilson, Gomez, Alexander-Arnold, Woodburn.

Semsagt enginn Lovren í hóp ofan á að Firmino er ekki með heldur. Risaleikur fyrir Origi í dag!!!

Minnum á tístkeðjuna.


Þá hefjum við leikþráð fyrir leik okkar við Jóa Berg og félaga í Burnley…og treystum auðvitað á það að okkar menn sýni nú fram á það að þeir hafi nú eitthvað þróað leik sinn og geti nú græjað sig upp í gæðaframmistöðu gegn liði utan topp sex sætanna.

Í Liverpool er 10 stiga hiti og milt veður, rignir eitthvað á meðan á leik stendur og eykur auðvitað möguleikann á hröðum fótboltaleik. Sem er gott. Annars er enn lítið nýtt að frétta úr þessari himnesku borg, óvíst með þátttöku Firmino og Jói Berg verður í jakkafötum og hvergi nálægt liði gestanna.

Bæti hér inn á leiðinni fram að leik ef eitthvað fréttnæmt kemur upp, tístkeðjan kemur upp 90 mínútum fyrir leik og svo auðvitað byrjunarlið og síðan breytist þráðurinn i uppfærslu af stöðunni í leiknum jafnóðum og eitthvað gerist.

KOMA SVOOOOOOOOOOO!

Liverpool v Arsenal [dagbók]

Búið!! YES!!!

91.mín: Nei annars… 3-1!!! Frábær skyndisókn Liverpool sem Lallana býr til og kemur með frábæra sendingu á Origi sem gefur boltann inn í teig á Wijnaldum sem skorar og gerir út um leikinn! Hann er svo góður í þessari stöðu!

90.mín: Þrjár mínútur í uppbótartíma. Lucas er að koma inn á. Plís haldið þetta út!

82.mín: Origi minnir á sig og á fínan skalla sem syngur í stönginni!

79.mín: Divock Origi kemur inn fyrir Coutinho. Brassinn verið mjög góður í dag og virðist loksins að finna taktinn aftur.

76.mín: Emre Can er sjárþjáður og heldur um aftanvert hnéð á sér og veltist um grasið. Lítur ekki vel út. Hann á gulu spjaldi virtist brjóta á Walcott og var kannski smá heppinn að fá ekki seinna gula spjaldið sitt. Í stað fær Granit Xhaka gult fyrir að tuða yfir því að Can hafi ekki fengið – fín skipti það!

75.mín: Coutinho með mjög góða aukaspyrnu sem ratar á kollinn á Matip í góðri stöðu en hann nær ekki nógu góðum skalla.

67.mín: Emre Can nælir sér í gult spjald þegar hann stökk á Sanchez til að stöðva hraða sókn Arsenal. Þeir héldu boltanum og hægði ekkert á sókninni. Þar af leiðandi afar óþarft spjald á Can.

56.mín: 2-1. Danny Welbeck minnkar muninn fyrir Arsenal með góðri afgreiðslu yfir Mignolet í markinu. Arsenal komið sterkari út í seinni hálfleikinn og nú skiptir miklu máli fyrir Liverpool að bregðast rétt við þessu.

47.mín: Arsenal í dauðafæri en Mignolet ver frábærlega skalla Giroud af stuttu færi.

Hálfleikur: Frábær frammistaða Liverpool í hálfleiknum og mjög verðskulduð forysta. Ég held að spilamennskan hefur oft kannski verið betri þannig séð en baráttan, pressan og „tilgangurinn“ í sóknarleiknum hefur verið til fyrirmyndar og skipulagið í vörninni gott. Sem sagt í stuttu máli; allt sem var ekki raunin síðasta mánudag!

44.mín: Coutinho í dauðafæri en nær ekki nógu góðri snertingu og boltinn í fangið á Cech af stuttu færi.

39.mín: 2-0! Sadio Mane skorar eftir flottan undirbúning frá Firmino. Þetta er Liverpool sem mætti Tottenham en ekki Leicester, það fer ekki á milli mála!

33.mín: Coquelin fær gult spjald fyrir að rífa aftan í Lallana. Liverpool er að pressa Arsenal í kaf þessa stundina og stjórna leiknum, það virðist vera að fara aðeins í taugarnar á Arsenal.

27.mín: Fín sókn frá Liverpool en skot Coutinho fyrir utan teig fer nokkuð beint á Cech í marki Arsenal. Liverpool fékk í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert varð úr – shocker!

23.mín: Firmino sleppur einn í gegn eftir góða sendingu Mane en var því miður rangstæður.

9.mín: 1-0! Roberto Firmino kemur boltanum í netið eftir mjög flottan undirbúning Lallana, Coutinho og Mane. Frábær byrjun hjá okkar mönnum í dag!


(Kristján Atli):

Jæja, næsti stórleikur er runninn upp og byrjunarliðin eru komin.

Lið Liverpool:

Mignolet

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Wijnaldum – Can – Lallana

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Lovren, Lucas, Moreno, Trent A-A, Woodburn, Origi.

Ég verð að viðurkenna ákveðin vonbrigði hér. Klopp breytir bara engu úr sínu sterkasta byrjunarliði ótilneyddur. Hvaða skilaboð sendir það t.d. Origi eða Moreno að geta ekki fengið séns eftir frammistöður sumra síðustu vikur? Ég hefði viljað sjá Moreno inn og Milner á miðjuna í stað Can, Origi inn fyrir Firmino og jafnvel pláss einhvers staðar fyrir Trent Alexander-Arnold. En það er bara ég.

Lið Arsenal er einnig óvænt, Mesut Özil missir af vegna veikinda og Alexis Sanchez er á bekk:

Cech

Bellerin – Mustafi – Koscielny – Monreal

Ox-Chamberlin – Cocquelin – Xhaka – Iwobi

Giroud – Welbeck

Bekkur: Ospina, Gabriel, Gibbs, Ramsey, Lucas Perez, Walcott, Sanchez.

Mér sýnist þetta vera 4-4-2 hjá þeim með Welbeck í vinnunni í kringum mann sem heldur bolta frammi. Welbeck og Giroud eru einnig báðir hættulegir í teignum, sem er ekki tilviljun í dag held ég.

Þetta verður hörkuleikur. Koma svo!

YNWA

Liverpool – Tottenham 2-0 (leik lokið)

Leik lokið með frekar öruggum 2-0 sigri. Alltaf skemmtilegt þegar þetta Liverpool lið mætir til leiks. Nú tekur við góð pása, þurfum að hlaða batteríin og klára tímabilið með nákvæmlega þessari spilamennsku og tryggja meistaradeildarbolta á Anfield næsta vetur. Skýrsla kemur síðar í kvöld.

17 min – 2-0! Mane stal boltanum af Dier, sendi á Lallana sem skaut í fyrsta en Lloris varði. Frakkinn varði einnig skot Firmino í frákastinu en Mane klikkaði ekki og þrumaði boltanum í þaknetið.

15 min – 1-0, Mane. Svona! Góð afgreiðsla hjá Mane eftir frábært hlaup og góðan bolta frá Wijnaldum. Liverpool byrjað mun betur, nú er bara að halda svona áfram.

Eftir úrslit dagsins er nokkuð ljóst að Liverpool verður að vinna í dag. Þetta er okkar sterkasta lið (utan Lucas), vika frá síðasta leik og leikurinn er á Anfield. Allt annað en þrjú stig er óásættanlegt. Koma svo!

16:30 – Liðið er komið, margir bjuggust við að Karius kæmi inn en Mignolet heldur sæti sínu. Can fer svo út í stað Wijnaldum. Sú staðreynd að Lucas sé að byrja þennan leik segir í raun bara allt sem segja þarf um gæðin/breiddina í þessu liði. Svona er þetta í dag:

Mignolet

Clyne – Matip – Lucas – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Klavan, Can, Alexander-Arnold, Origi, Sturridge

Hull v Liverpool [dagbók]

Leik lokið!

84. mín. – MARK! 2-0 fyrir Hull. Oumar Niasse, sem er í láni frá fokking Everton. Algjört gjaldþrot.

83. mín. – Moreno og Origi koma inná fyrir Milner og Lallana.

67. mín. – Sturridge kemur inná fyrir Can. Það eru allir lélegir í dag en Coutinho hefur verið svo lélegur að ég man vart eftir öðru eins, var að enda við að skjóta framhjá fyrir opnu marki fyrir innáskiptinguna. Samt er hann enn inná.

46. mín. – Seinni hálfleikur er hafinn! Klopp gerði engar breytingar, sem ég skil hreinlega ekki, en sendi liðið snemma út á völlinn. Sennilega hefur hann ekki sagt mikið við þá í hálfleik, vonum að það sem hann sagði hafi borið einhvern ávöxt.

Hálfleikur. Djöfull er þetta týpískt. Þeir verða að gera meira eftir hlé. Ég heimta meira!

44. mín. – MARK! 1-0 fyrir Hull eftir hornspyrnu. Boltinn kemur inn í teig, skalli að marki, annar Hull-maður nær öðrum skalla áður en Mignolet nær til hans og N’Diaye potar svo inn. Eins ótrúlega týpískt og það gerist. Liverpool ræður ekki við föst leikatriði!

30. mín. – Enn 0-0. Þetta er svolítið meira af því sama og undanfarið. Meira með boltann en skapa of fá færi. Komast ekki í gegnum varnarmúrinn. Vonandi finna menn leið fljótlega.

15. mín. – Hæg byrjun, enn 0-0. Okkar menn meira með boltann en Hull baráttuglaðir og selja sig dýrt. Völlurinn er skelfilegur, hér er einnig rúgbý-lið með heimavöll, sem gerir báðum liðum erfitt fyrir. Það þarf að klára svona leiki, samt, ef menn ætla að ná árangri.

1. mín. – Leikurinn er hafinn! Lee Mason er dómari dagsins, ekki beint vinur okkar Púllara. Látið ykkur ekki bregða ef þetta verður einhver sirkus í dag.

Uppfært (14:25): Úps! Ég gleymdi að setja inn Twitter-rúlluna okkar. Notið myllumerkið #kopis á Twitter yfir leiknum og þá birtist tístið ykkar hér á síðunni. Takið þátt í umræðunum!


Uppfært (14:23): Lovren er víst með hnémeiðsli og Klavan veikur og því ekki á bekk.

Annars er þetta áhugavert, sýnir hversu mikið Hull-liðið hefur breyst síðan þeir skiptu um knattspyrnustjóra og komust á leikmannamarkaðinn í janúar:


Byrjunarlið dagsins er komið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lucas – Milner

Can – Henderson – Lallana

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Gomez, Moreno, Alexander-Arnold, Wijnaldum, Sturridge, Origi.

Nokkrar breytingar. Lovren er frá af einhverjum ástæðum og Lucas fær kallið, Can heldur sæti sínu á miðjunni en Wijnaldum sest á bekkinn, Lallana er loksins aftur á miðjunni því Mané fullkomnar sóknarlínu okkar á ný. Það gefur ástæðu til talsverðrar bjartsýni:

Hér er svo smá tölfræði um leikinn frá LFC á Twitter:

Koma svo!

YNWA