Flokkaskipt greinasafn: Leikskýrslur

Liverpool 2 Crystal Palace 0 [æfingaleikur]

Liverpool spilaði í undanúrslitum Hong Kong bikarsins (eða hvað þetta heitir) í hádeginu í dag. Flestir leikmenn liðsins komu við sögu og urðu lokatölur 2-0 í ágætis leik. Liverpool voru betri en sóknarlína Palace minnti aðeins á sig á köflum. Ég var sérlega hrifinn af Trent og Salah (sá hraði, maður lifandi!) í fyrri hálfleik og Origi, Solanke og Coutinho í seinni.

Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. 1-0 Solanke:

2-0 Origi:

Sigurinn þýðir að Liverpool leikur til úrslita í þessu móti á laugardag, en mótherjinn á held ég eftir að koma í ljós.

YNWA

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leikskýrsla)

1-0 Wijnaldum 45. mín.
2-0 Coutinho 50. mín.
3-0 Lallana 55. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Leikur tveggja hálfleika í dag. Vorum mjög slakir í fyrri hálfleik eða þar til Wijnaldum kom okkur yfir. Var greinilega mikið stress í leikmönnum, pressan léleg og menn að klikka á einföldustu sendingum. Síðari hálfleikur var svo allt annar, sjálfstraustið kom, pressan með því og flæðið eftir því. Hefðum vel getað unnið stærra.

Wijnaldum er maður leiksins fyrir mér. Þegar við keyptum hann sá ég hann ekki fyrir mér spila þessa stöðu, enda hafði ég lítið séð til hans utan Newcastle. Er okkur gríðarlega mikilvægur á miðjunni. Skoraði þetta mikilvæga mark sem kom okkur á sporið ásamt því að leggja upp mark Lallana.

Firmino fannst mér flottur í stutta spilinu, hefði með smá heppni getað lagt upp tvö í viðbót. Átti auðvitað stóra rullu í fyrsta markinu með þessari sendingu á Wijnaldum og spændi sig nokkrum sinnum í gegnum vörn gestanna í síðari hálfleik.

Ég er einnig afskaplega hrifinn af Coutinho á miðjunni. Skoraði gott mark úr aukaspyrnunni og var alltaf ógnandi. Hann mun svo eflaust blómstra þarna enn frekar þegar menn eins og Mané koma til baka.

Continue reading

Liverpool 0 Southampton 0 [skýrsla]

Þriðja síðasta umferð. Markalaust jafntefli á Anfield. Vorbragur yfir báðum liðum. 2 stig af síðustu 9 á Anfield. Óbreytt staða í baráttunni um Wenger-bikarinn. Förum aðeins nánar yfir þetta.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Hér er fátt um fína drætti. Mignolet þurfti lítið að gera í markinu og vörnin greip vel inní þau fáu skipti sem Southampton-liðar komust í sjónmál við mark Liverpool. Sérstaklega fannst mér Matip nokkrum sinnum stela boltum vel. Annars tók ég varla eftir honum, Lovren eða Lucas í leiknum, slíkir voru „sóknartilburðir“ gestanna í dag.

SLÆMUR DAGUR

Framar á vellinum voru vandamálin. Þessi leikur snerist ekki um að vera þéttir aftur og passa umfram allt upp á að halda hreinu. Eitt stig eða núll skipti ekki svo miklu máli, þótt vissulega geti munað um stigið eftir 38 umferðir. Hér var möguleiki á að ná í þrjú stig, vitandi að Arsenal og United myndu mætast í seinni leik dagsins, og nánast gulltryggja 4. sætið með tvo leiki til góða. Svo fór að Arsenal lagði United í seinni leiknum, sem þýðir að ef Liverpool hefði unnið í dag gætum við opnað kampavínið í kvöld. Þetta jafntefli þýðir hins vegar að menn horfa áfram yfir öxlina, United er sennilega úr leik núna en Arsenal eru komnir á ný inn í myndina og okkar menn geta ekki leyft sér mikið fleiri töpuð stig án þess að opna óvæntan glugga fyrir Wenger og Skytturnar til að ræna og rupla í lokaumferðinni. Þetta er ekki kallað Wenger-bikarinn fyrir ekki neitt, við vogum okkur ekki að afskrifa Arsenal á meðan þeir eiga séns á 4. sætinu.

Það er skemmst að segja frá því að allt liðið fær falleinkunn í dag, þótt lak Mignolet hafi haldist hreint. Verkefni dagsins var að búa til marktækifæri fyrst, og síðan að nýta eitt þeirra hið minnsta, og það mistókst algjörlega. Liðið fékk varla færi í leiknum þar til Sturridge kom inná, og jafnvel þegar varnarmönnum Southampton fór að leiðast þófið og gáfu klaufalega vítaspyrnu upp úr engu tókst James Milner að gera það sem hann hefur ekki gert fyrir Liverpool hingað til og láta verja spyrnuna frá sér.

Þetta var bara drulluslappt. Það var engin pressa, enginn kraftur, engin sköpun. Klopp gaf tóninn með því að stilla upp of varnarsinnaðri miðju með Lallana, sem gat spilað 82 mínútur um síðustu helgi eftir meiðslin síðustu vikur, á bekknum og Lucas sitjandi alveg að óþörfu fyrir aftan tvo miðjumenn sem fóru ekki mikið framar. Wijnaldum virkar mjög þreyttur í lok tímabils á mig og Can gerði sitt besta, átti sennilega hættulegasta langskot leiksins en við getum ekki ætlast til að hann skori hjólhest í hverri viku.

Sóknarmennirnir, maður lifandi. Því minna sagt um þá því betra. Coutinho var örugglega meiddur, ég meina hann hlýtur að hafa verið meiddur því hann gerði ekkert. Og samt tókst Firmino að gera minna. Og enn tókst Origi að gera betur en þeir báðir. Hann skuldar okkur eftir þessa „frammistöðu“, svo lítið gerði hann.

Þetta hófst með liðsuppstillingunni, þreytu eftir langa mánuði, vorbrag og sólgleraugum á Anfield. Útkoman var fyrirsjáanleg.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

 • Liðsuppstilling Klopp var óþarflega varnarsinnuð. Með stórleikinn síðdegis þar sem a.m.k. annar keppinauta okkar var pottþétt að tapa stigum, og í baráttu við City um þriðja sætið og stórsigur þeirra í gær, var bara full ástæða til að stilla upp sóknarsinnuðu og láta vaða. Klopp var allt of varkár í dag og fékk það í andlitið.
 • Átti einhver von á því að liðið kæmi sér í lykilstöðu í baráttunni um Wenger-bikarinn með þremur útisigrum í röð, á meðan aðeins næðust 2 stig af 9 á heimavelli? Þetta lið er algjör ráðgáta. Alltaf þegar maður heldur að þetta sé búið vinna þeir, alltaf þegar maður heldur að þetta sé komið renna þeir á rassgatið. Ég er búinn að afskrifa þetta lið svona tíu sinnum í vetur, og hampa velgengninni svona tíu sinnum í viðbót, og alltaf tryggja þeir að ég líti heimskulega út með frammistöðu næsta leiks.
 • Daniel Sturridge hefði mátt fá meiri tíma en 25 mínútur hér, Lallana líka. Lalli gerði lítið í dag eftir að hann kom inná en Sturridge ógnaði og skapaði meira á 25 mínútum en allir liðsfélagar hans höfðu gert hinar 75 mínúturnar. Hann bjó sér sjálfur til besta færi leiksins en skaut beint á Forster inná teig og var annars hættulegur. Ef leikmenn eru svona þreyttir og sköpunargleðin svona útvötnuð, og ef pressan í liðinu er engin lengur (það var í allan vetur besta ástæðan fyrir því að halda Sturridge utan liðs, að hann pressaði ekki jafn vel og hinir) þá er alveg eins gott að leyfa Sturridge að byrja síðustu tvo leikina eins og að láta Origi þjást mikið lengur. Allt liðið virðist þurfa nauðsynlega á sumarfríi að halda en Sturridge er a.m.k. að reyna að minna á sig fyrir sumargluggann eða eitthvað. Gefðu honum séns, Jürgen.
 • NÆSTU VERKEFNI

  Arsenal á útileik gegn Southampton á miðvikudag og svo útileik gegn Stoke á laugardag, áður en okkar menn heimsækja West Ham á sunnudaginn. Á sunnudag heimsækja Manchester United svo Tottenham. Ég er vongóður um að United og Arsenal vinni hvorugt leik í deildinni næstu 8 dagana, sem myndi nánast sjá um að innsigla topp fjóra fyrir okkar menn án þess að þurfa að vinna leiki sjálfir.

  En svona til öryggis vona ég að menn æfi sóknarleikinn og dusti rykið af hápressunni fyrir gríðarlega mikilvægan útileik gegn West Ham, þar sem sigur þarf helst að vinnast, til öryggis, og jafntefli gæti hreinlega reynst dýrt. Ekki getum við treyst á sigur á Anfield í lokaumferðinni, svo mikið er víst.

  YNWA

  Liverpool v Southampton [dagbók]

  (Þessi færsla er uppfærð á meðan á leik stendur. Nýjasta uppfærslan kemur efst.)

  95. mín. Búið, 0-0. Töpuð stig. Ógeðslega slappt. Leikskýrslan kemur síðar í dag, eftir stórleik Arsenal og United.

  87. mín. Skipting, Grujic inn fyrir Wijnaldum. Enn markalaust og engar líkur á að það breytist á næstu mínútum.

  69. mín. Tvöföld skipting, Origi og Lucas út fyrir Lallana og Sturridge. Koma svo, vinna þennan andskotans leik!

  64. mín. – Víti! Dómarinn dæmir víti á hendi á Stephens, sýnist mér, eða fyrir að rífa Origi niður. Hann var sekur um bæði, í raun. Milner steig upp en Forster varði vítið. Helvítis.

  46. mín. – Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar. Vonandi vöknuðu menn aðeins í hálfleik.

  Hálfleikur – Markalaust. Tíðindalaust. Tilþrifalaust. Það er frá nákvæmlega engu að segja eftir þennan hálfleik. Það er svakalegur vorbragur á þessu. Nennir einhver að senda háa sendingu á Can inná teig, takk?

  15 mín. – Geisp. Ekkert að gerast enn. Firmino var að enda við að eiga hálffæri eftir að Romeu missti boltann við teig Southampton, en skot Firmino var blokkað.

  12:30: Leikurinn er hafinn! Koma svo!


  Í dag er það þriðji síðasti leikur tímabilsins, og sá næstsíðasti á Anfield. Það eru tvær vikur eftir af þessu tímabili sem hefur verið alveg jafn laaangt og öll hin. Níu mánuðir, og það ræðst á næstu fjórtán dögum hvort liðið nær Meistaradeildarsæti eða hvort við verðum í fýlu í allt sumar. Mótherjar dagsins eru Southampton og þá þarf einfaldlega að leggja. Keppinautar okkar um þriðja sætið, Manchester City, unnu fimm marka sigur á heimavelli í gær þannig að nú bara má ekkert klikka.

  Byrjunarlið dagsins er sem hér segir:

  Mignolet

  Clyne – Matip – Lovren – Milner

  Wijnaldum – Lucas – Can

  Origi – Firmino – Coutinho

  Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lallana, Sturridge.

  Þetta er must win, það er einfaldlega allt undir í dag. Koma svo!

  Við minnum á tístkeðjuna okkar. Takið þátt í umræðum yfir leik með því að nota #kopis með tístum ykkar.


  YNWA

  Watford – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)

  0-1 Emre Can 45. mín.

  BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

  Eftir virkilega svekkjandi tap gegn Crystal Palace beið okkar erfiður útileikur gegn Watford. Við stóðumst ekki bara prófið heldur héldum við hreinu í þokkabót. Virkilega virkilega mikilvæg þrjú stig eftir að Arsenal, City og Utd töpuðu öll stigum í gær.

  Okkar besti leikmaður í dag var Emre Can. Síðustu vikur (síðan hann komst yfir þessi meiðsli sem hafa verið að hrjá hann meira og minna síðan hann var keyptur) hefur hann verið einn okkar allra besti leikmaður. Ég gagnrýndi hann mikið í haust. Það sem ég gagnrýndi einna mest var óstöðugleiki hans og að hans bestu leikir væru þegar pressan væri ekki til staðar og liðið að sigla lygnan sjó um miðbik deildarinnar. Hann hefur heldur betur þaggað niður í mér, í fjarveru okkar mikilvægustu manna (Coutinho, Mané, Lallana & Henderson) hefur hann stigið upp og leitt liðið.

  Mark hans í dag er eitt af mörkum tímabilsins. Þetta var í raun það eina sem hann gat gert, sending Lucas var rétt fyrir aftan hann og Can með mann í bakinu. Frábært mark!

  Mér finnst ég vera eins og rispuð plata en ég verð að hrósa Mignolet einnig. Hann varði frábærlega gegn Capoue og greip líklega fleiri fyrirgjafir í þessum leik en hann hefur gert samanlagt í öllum öðrum leikjum tímabilsins.

  Continue reading