Flokkaskipt greinasafn: Leikskýrslur

Tranmere – Liverpool 2-3

Liverpool spilaði annan æfingaleik tímabilsins núna aðeins um viku eftir að undirbúningstímabilið hófst. Klopp stillti aftur upp tveimur liðum í verulega kaflaskiptum leik.

Þetta var liðið í fyrri hálfleik: Ward, Camacho, Phillips, Klavan, Robertson, Fabinho, Keita, Lallana, Kent, Ojo, Solanke.

Yfirburðir Liverpool algjörir, Lallana er klárlega í góðu standi, Ojo var mjög sprækur með hinn unga Rafa Camacho fyrir aftan sig í hægri bakverði en þeir eru báðir kantmenn að upplagi. Camacho skoraði fyrsta markið eftir undirbúning Ojo. Lallana og Ojo bættu svo við tveimur áður en flautað var til hálfleiks, 0-3. Fabinho var aftastur á miðjunni og raunar oft á tíðum eins og miðvörður og það var eins og að horfa á einhvern fullorðin spila við börn. Keita var ágætlega sprækur fyrir framan hann en yfirburðir Liverpool voru slíkir að það er varla hægt að dæma þá út frá þessum fyrri hálfleik.

Svona var liðið í seinni hálfleik: Karius, Clyne, Gomez, Chirivella, Moreno, Milner, Woodburn, Jones, Wilson, Origi, Sturridge.

Án þess að við horfum of mikið í þessa leiki á undirbúningstímabilinu þá er óhætt að setja að seinni hálfleikur var hörmulegur hjá Liverpool og liðið leið verulega fyrir það að stilla upp svona veiku liði varnarlega. Sóknarleikmenn liðsins náðu engum takti og Tranmere skoraði tvö mörk eftir hroðalegan varnarleik hjá Karius og Chirivella sem var að spila sem miðvörður.

Þessa leiks verður auðvitað helst minnst fyrir þessi mistök frá Karius sem mátti alls ekki við þessu.

Real Madrid 3 – Liverpool 1

Þessi skýrsla verður ekki löng.

Eftir að Sergio Ramos meiddi Mo Salah tók Real Madrid þennan leik yfir. Fram að því vorum við í mjög góðum málum.

Þegar að því sleppir þarftu að treysta því að vörn og markvarsla haldi.

Því miður tryggði Loris Karius það að hans verður minnst í sögunni fyrir lélegustu markmannsframmistöðu í sögu úrslitaleiks stærstu keppni sögunnar. Eftir þennan leik er krafan okkar einföld.

Leysið þessa viðvarandi markmannsþvælu sem hefur umlukið Liverpool FC í alltof mörg ár – ÞETTA ER KOMIÐ NÓG!!!!!!!

Oblak – Allison – mér er sama hvorn. Eða finnið einhvern demant.

Reynum að lifa kvöldið og upplifa tímabilið jákvætt. Það er vissulega eins ömurlegur endir á þessari bíómynd og hægt var að finna og Facebook, Twitter og allir samskiptaþræðir verða nú yfirteknir af öðrum en aðdáendum Liverpool FC. Sem við bara tökum á kinnina og höldum áfram.

Leikurinn í kvöld sýndi fram á tvo augljósa veikleika. Ég er búinn að tala um markmanninn.

Hinn veikleikinn er breiddin. Við notuðum tvær skiptingar því við höfum engann uppbrotsséns sóknarlega, það þarf að leysa með 2 – 3 leikmönnum sem geta farið inn í leik af þessu kaliberi og skipt öllu.

Framundan er sumarið…og á næsta ári er komið að því.

Við höfum sagt það áður…en núna er smá inneign fyrir trúnni…our season is the next one!

Liverpool 4 – Brighton 0

Mörkin

1-0 Salah á 26.mínútu
2-0 Lovren á 40.mínútu
3-0 Solanke á 53.mínútu
4-0 Robertson á 85.mínútu

Leikurinn

Liverpool einfaldlega fann sitt „mojo“ aftur í dag. Hápressa og urrandi sóknarleikur frá mínútu 1. 70% með boltann og 32 skot að marki, það var í raun bara spurning hvort…eða eiginlega hvenær…við myndum skora. Þrátt fyrir hlægilegar tilraunir Kevin Friend í keppninni „hver sleppir augljósasta vítinu á Anfield í vetur“ þá brotnaði múrinn að lokum.

Auðvitað var það Mo Salah sem losaði á pressunni og setti þar með met í 18 liða deild fyrir mörk skoruð. Þau urðu alls 32 og hann tók gullskóinn þrátt fyrir tilraunir FA til að láta enskan leikmann hirða hann.

Eftir þetta var bara sett í hærri gír og mörkin komu reglulega – hefðu vissulega getað orðið fleiri. Sér í lagi gaman að sjá frábæra afgreiðslu Dom Solanke, það ætti að gefa honum eitthvað til að byggja á. Svo setti Andy karlinn líka sitt fyrsta mark, allir ómeiddir og núna hægt að hugsa um Kiev af fullum þunga.

CL þátttaka tryggð á næsta ári, hefðum reyndar mátt tapa eftir að Rafa stjórnaði slátrun á Chelsea í Newcastle í dag, og 4.sætið varð hlutskiptið eftir bingósigur Tottenham, 5-4 á Leicester. Breyttar reglur í keppninni þýðir að við förum nú beint í riðlana, engin playoffs þar að þessu sinni.

Bestu leikmenn Liverpool

Liðsheildin var frábær, mjög erfitt að ætla að draga einhvern út úr því. En við auðvitað getum ekkert litið framhjá egypska kónginum, hann braut stóran múr að gera 32 mörk og vera sá fyrsti til að ná þeim áfanga í EPL og í dag sáum við hann aftur á línunni sem hann hefur verið á í gegnum veturinn. Alveg frábært að sjá viðtöl við hann eftir leik glóandi af gleði og talandi um að næsta vetur geri hann a.mk. jafn vel.

Annars voru miðjugaurarnir tveir, Gini og Hendo á fullustu ferð mögulegri og varnarlínan var örugg. Svo skulum við leyfa okkur að gleðjast með Dom Solanke þegar hann setti sitt mark, sér í lagi eftir að við margir afskrifuðum hann eftir síðasta leik.

Slæmur dagur

Erfitt að ergja sig á nokkrum manni, Sadio Mané var að taka eilítið skrýtnar ákvarðanir en það er svolítið tímabilið hans í vetur. Hann mun klárlega gera betur í færunum en vinnuframlagið er geggjað.

Umræðan

Fyrst og síðast það að sjá liðið komið á fulla ferð eftir pínu hökt í deildinni síðustu þrjá. Það var augljóst frá byrjun að Klopp var búinn að stilla menn hárrétt inn á leikinn og það var í raun aldrei nokkur séns á öðru en að menn ætluðu sér að klára verkefnið að koma félaginu í Meistaradeildina næsta ár áður en lagt verður í verkefnið í Úkraínu!

Svo náttúrulega er þetta löngu hætt að verða fyndið varðandi það að LFC fær ekki dæmdar vítaspyrnur á Anfield Road. Í dag var ein augljós hendi sem var allt það í reglunum sem segir hendi í bolta og síðan var Mo dúndraður niður í teignum. Í bæði skiptin var dómarinn nálægt og sleppti víti. Fullkomin þvæla að flauta ekki þar…og bullmítan um að mistök jafnist út var grafin í dag. Svona mistök verða vonandi ekki mikið lengur hluti af leiknum, sem betur fer skipti þetta ekki máli í dag þegar upp var staðið en vá hvað ég öskraði á sjónvarpið mitt í þessum aðstæðum!!!

Næsta verkefni

Það er einfalt!

Stærsti fótboltaleikur í Evrópu hvert ár er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Hann verður leikinn í Kiev laugardagskvöldið 26.maí.

Fram að því munum við halda okkur duglega við efnið og ýta undir drauminn.

Í dag unnum við einn úrslitaleik – nú er að vinna þann næsta!!!

Chelsea 1 – Liverpool 0

Mörkin

1-0 Giroud 32. mín

Leikurinn

Liverpool mætti á Brúnna í dag og vantaði sigur til að tryggja Meistaradeildarsæti að ári og hefði jafntefli farið langleiðina með það. Klopp stillti upp sterku liði en aðeins ein breyting var á liðinu þar sem Clyne kom inn fyrir Henderson og spilaði Trent á miðsvæðinu. Liverpool byrjaði leikinn vel og fyrsta hálftíman gekk boltinn vel milli manna en gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Chelsea manna. Liðið náði hinsvegar að finna svæði milli varnar og miðju á 23. mínútu kom Mané sér á góðan stað fyrir utan teygin og átti gott skot sem Courtois varði í horn. Hornið var á leiðinni á Van Dijk sem var alveg frjáls á fjærstönginni en aftur náði Courtois góðri snertingu og kom í veg fyrir að hann næði til botlans. Eftir hálftíma leik náði Mané aftur skoti sem Courtois varði til Firmino en hann náði að koma boltanum aftur á Mané en enn og aftur var varið frá honum. Tveimur mínútum seinna fékk Victor Moses sending á hægri kantinn lék á Robertson sendi boltan fyrir með viðkomu í Mané, í teygnum var það Giroud sem stökk hæst og skallaði boltan fallega í fjærhornið. Eftir markið tóku Chelsea yfir leikinn án þess að eiga einhver dauðafæri. Á 35. mínútu átti Moses lúmska sendingu inn í teyginn og var Fabregas fyrstur til að átta sig en skaut framhjá markinu.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði og voru Chelsea með öll völdin í leiknum eftir 56 mínútna leik náði Hazard að fífla sig í gegnum vörnina en Karius náði að verja skotið frá honum yfir á fjærstöngina þar sem Robertson náði að loka á Moses og úr varð hornspyrna. Úr hornspyrnunni skoraði Giroud aftur en markið dæmt af vegna rangstöðu þar sem Rudiger var vel rangstæður. Síðsta hálftíman náði Liverpool að vinna sig betur inn í leikinn en það gekk ekkert að koma boltanum á markið. Á lokamínútunni náði Mané að senda boltan fyrir á Solanke sem náði ekki að koma skallanum sínum á markið.

Bestu menn Liverpool

Það var ákveðinn dofi yfir liðinu í dag og erfitt að hrósa mönnum í dag. Sadio Mané var hressastur sóknarmannanna í dag en snertingarnar voru aðeins að svíkja hann. Virgil Van Dijk átti ágætan leik tapaði varla einvígi og skilaði boltanum vel frá sér.

Slæmur dagur

Trent átti erfitt með að fóta sig á miðjunni til að byrja með en óx þó aðeins inn í leikinn en klárt mál að hann er betri bakvörður en miðjumaður þó það sé ágætt að hafa þann möguleika að geta spilað honum á miðsvæðinu. Salah og Firmino voru alveg óþekkjanlegir í leiknum og er það áhyggjuefni að þeir virðast vera búnir á því undir lok tímabilsins.

Umræðan

Liðið situr nú í þriðja sæti með 72 stig en búnir að spila einum leik fleiri en Tottenham og Chelsea sem eru með 71 og 69 stig. Liverpool þarf því nú að klára Brighton í loka leik tímabilsins ef þeir gera það ekki þarf að vonast til þess að annað hvort liðið klúðri sínum málum. Tottenham mætti ekki fá meira en eitt stig í tveimur heimaleikjum gegn Newcastle og Leicester eða að Chelsea tapi annaðhvort gegn Huddersfield eða Newcastle. Ef allt fer á versta veg verður gríðarleg pressa á liðinu í úrslitaleiknum gegn Real Madrid.

Einnig kemur breyddin hér við sögu. Það hefur sýnt sig að þegar við gerum breytingar á framlínunni hefur verið lítið að frétta og því hafa þeir þrír spilað nánast hverja einustu mínútu frá því að Coutinho fór og það gæti verið að koma í bakið á okkur núna.

Næsta verkefni

Næst er það lokaleikur deildarinnar klukkan tvö næsta sunnudag gegn Brighton, hreinlega skyldusigur!

Liverpool – Stoke 0-0

Miklar breytingar á liðinu og spilamennska liðsins bar þess merki. Liðið greinilega komið með hugann við Roma leikinn á miðvikudaginn.

Leikurinn

Leikurinn fór rólega af stað. Salah átti að koma Liverpool í 1-0 þegar Joe Allen missti boltann og Henderson sendi innfyrir á Salah sem var aleinn og hafði líklega of mikinn tíma til þess að hugsa hvað hann ætlaði að gera. Aldrei eins og vant klikkaði Egyptinn, vippaði boltanum framhjá markinu.

Ekki löngu síðar fékk Trent upplagt færi eftir sendingu frá Salah. Boltinn var þó örlítið aftarlega og var skotið hjá Trent máttlaust.

Annars gerðist lítið í hálfleiknum, ekki ólíkt leiknum gegn WBA og staðan 0-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur byrjaði eins og þeim fyrri lauk. Liverpool virtist vera að reyna að eyða eins lítilli orku og þeir komust upp með og var lítið tempó og sendingar oft ónákvæmar.

Stoke lá aftar á vellinum í síðari hálfleik en þeim fyrri en Liverpool átti í miklum vandræðum með að skapa sér einhver færi. Milner og Clyne komu inn á 65 mínútu fyrir TAA og Ings en breyttu svo sem ekki miklu.

Liverpool átti líklega að fá vítaspyrnu á 85 mínútu þegar sending Clyne fór greinilega í hendina á Peters en ekkert var dæmt. Ég er ekki mikið fyrir það að væla yfir dómaranum en m.v. vítið sem að Milner fékk á sig gegn Roma þá er þetta alltaf víti. Virkilega svekkjandi.

Mínútu síðar fékk Stoke nánast sitt eina færi í leiknum þegar þeir hefðu getað stolið öllum stigunum á lokamínútum venjulegs leiktíma en frákastið á fjærstöng fór í hliðarnetið eftir slakt skot. Sex mínútum var bætt við en allt kom fyrir ekki, 0-0.

Bestu menn Liverpool

Erfitt að segja. Liðið var í fyrsta gír, gáfu Stoke nánast engin færi en sköpuðu á móti ekki mikið sjálfir. Liverpool átti klárlega bestu færi leiksins og hefði átt að fara með forystu inn í hálfleik en annars var þetta bragðdauft.

Umræðan

Kannski mjög eðlilegt en frammistaða liðsins í síðustu tveimur deildarleikjum hefur verið mjög lituð af þessum leikjum gegn Roma. Liverpool hefur bæði verið að hvíla leikmenn, enda hópurinn orðinn ansi þunnur, sem og liðið reynt að spara orku eins og þeir hafa getað.

Þessi úrslit setja okkur í smá vandræði. Klári Chelsea þá tvo leiki sem þeir eiga inni þá eru þrjú stig sem skilja liðin að í deildinni þegar þau mætast um næstu helgi á Brúnni. Markatalan gefur þú Liverpool í raun aukastig (43 gegn 25) en nú er svigrúmið fyrir mistök orðið ekkert!

Næsta verkefni

Það þarf varla að taka fram hver næsti leikur liðsins er. Roma í síðari leik liðanna í undanúrslitum CL! Þrátt fyrir að þessi tvö mörk Rómverja hafi skyggt örlítið á annars frábæra frammistöðu liðsins síðasta þriðjudag þá er ég samt á því að það væri algjört klúður ef að við klárum ekki verkefnið á miðvikudaginn! Það verður þó ekki auðvelt.

Koma svo!

YNWA