beach
Tilnefningar til leikmanns ársins (uppfært)

Þá eru tilnefningar til leikmanns ársins komnar fram. Kemur nú lítið á óvart þar verð ég að segja. Það skal tekið fram hérna að þetta eru tilnefningar fyrir árið 2006. Frammistaða leikmanna núna á seinni helmingi þessa tímabils kemur ekki...... (Skoða færslu)
16 apríl, 2007
Framtíð Peter Crouch er tryggð

Einhverra hluta vegna fór þessi frétt framhjá okkur um helgina, en Rafa tjáði sig um Peter Crouch í viðtali við Sunday Mirror og staðfesti þar að hann muni ekki selja Crouch í sumar. Rafa sagði orðrétt um málið: “I am...... (Skoða færslu)
09 apríl, 2007
Luuuuuuis Garciiiia...

…he drinks sangriiiia… væri til í að vera á Park á laugardaginn að syngja þetta. Gaman að því hvað þetta var sungið mikið þegar við strákarnir vorum úti fyrir Barcelona leikin, þrátt fyrir að maðurinn sé meiddur. Það skýrirst auðvitað...... (Skoða færslu)
29 mars, 2007
Harry! Hver er það aftur?

Jæja, fregnir sem margir hafa beðið ansi lengi eftir. Harry Kewell er að nálgast endurkomu í liðið. Maður er eiginlega búinn að gleyma hversu góður sá leikmaður er, maður var hreinlega að verða búinn að gleyma því að hann væri...... (Skoða færslu)
23 mars, 2007
Sumarið framundan

Ég má til með að benda á nýjasta pistil Paul Tomkins á opinberu síðunni. Í pistlinum ræðir hann ýmislegt varðandi klúbbinn og fjölmiðlaumfjöllun um hann, en hann dettur niður á gullmola undir lok pistilsins þegar hann rýnir í framtíðina: “Manchester...... (Skoða færslu)
14 mars, 2007
Man U - vs. Evrópuúrval

Fyrir þá sem ekki vissu af því þá leikur Man U við Evrópuúrval í kvöld og er leikurinn sýndur beint á Sýn. Í Evrópuúrvalinu eru tveir Liverpool leikmenn, Jamie Carragher og Steven Gerrard. UPPFÆRT - HÞH: Ég bætti Bolo og...... (Skoða færslu)
13 mars, 2007
Reina vill framlengja samninginn

Þetta er svo sem engin stórfrétt, en gott mál engu að síður. Pepe Reina segist vilja framlengja samning sinn við Liverpool. Reina hefur verið orðaður við nokkur spænsk lið, enda er hann klárlega einn af bestu markvörðum í heimi um...... (Skoða færslu)
11 mars, 2007
Aukaleikarinn sem stelur senunni!

Þessi grein í The Guardian er skyldulesning og ég er ótrúlega sammála því sem þarna kemur fram. Is Jamie Carragher England’s best defender? Njótið!...... (Skoða færslu)
07 mars, 2007
Viðtal við Javier

Í tilefni þess að við fáum sennilega að sjá hinn magnaða Javier Mascherano í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool í dag, þá er hérna viðtal af Official síðunni við hann, en Mascherano er númer 20 hjá Liverpool. Það verður...... (Skoða færslu)
24 febrúar, 2007
Tveir leikmenn Liverpool í Evrópuúrvalinu.

Þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher hafa verið valdir af Marcello Lippi til að spila með Evrópuúrvalinu í næsta mánuði gegn Man U á Old Trafford. Leikur í háður í tilefni þess að það eru 50 ár liðinn frá því...... (Skoða færslu)
13 febrúar, 2007
Hvað á að gera við Momo?

Jæja, það hefur verið lítið um uppfærslur hérna á síðunni. Svo sem hefur lítið gerst, enda FA Cup helgi og Liverpool eru ekki með í þeirri keppni. Þó er leikur gegn West Ham á þriðjudaginn, sem gæti verið verulega spennandi....... (Skoða færslu)
28 janúar, 2007
Árið hans Crouchy

Blaðamenn á Guardian standa í að velja þá íþróttamenn, sem þeir dáðust mest að á árinu. Paul Wilson velur okkar mann, Peter Crouch og segir: This has not been a vintage year for English footballers, but one player has stood...... (Skoða færslu)
25 desember, 2006
Diao og Djib

Athyglisverður pistill um Salif Diao og hvernig honum gengur að láni hjá Stoke. Já, og svo var Djibril Cisse víst góður í sínum fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði í sumar....... (Skoða færslu)
11 desember, 2006
Sevilla ætla að halda í Alves

Ramon Rodriguez, yfirmaður knattspyrnumála hjá Sevilla, segir að Daniel Alves fari ekki fet frá félaginu: “In fact, we will make public his contract extension in the next few hours as we have reached an agreement with him.” Sko, ég ætla...... (Skoða færslu)
07 desember, 2006
Jerzy boðinn nýr samningur

Jerzy Dudek hefur verið boðinn nýr eins árs samningur við Liverpool, en samningur hans rennur út í lok þessa tímabils. Jerzy tjáir sig um þetta við Echo í dag: “Rafa Benitez was asking if I would be able to sign...... (Skoða færslu)
05 desember, 2006
Samningaviðræður við Reina

Eitt af því jákvæða við undanfarna leiki er einsog Kristján Atli benti á að Pepe Reina hefur haldið hreinu í fjórum leikjum í röð og í 6 af síðustu 7. Reina byrjaði tímabilið illa en hefur á síðustu vikum sannað...... (Skoða færslu)
30 nóvember, 2006
Bellamy saklaus!

Craig Bellamy hefur verið dæmdur saklaus af kærum um að hafa ráðist á tvær konur í Wales. Mér hefur ekki þótt við hæfi að kommenta á þetta mál, þar sem maður hefur enga hugmynd um hvað hefur gerst, en það...... (Skoða færslu)
29 nóvember, 2006
Speedy

Mark Gonzalez vill tala við okkur, bæði óþolinmóða stjórnendur og lesendur þessa bloggs: :-) “I need to settle more to English football. I knew it would be difficult and it’s going to take me more time to get used to...... (Skoða færslu)
21 nóvember, 2006
Kromkamp sýnir virðingu

Liverpool-goðsögnin Jan Kromkamp hefur tjáð sig fögrum orðum um Rafa Benítez og hina stórkostlegu leikaðferð Liverpool: “We know how to get at Liverpool. They have plenty of weaknesses. They often revert to kicking long ugly balls up to Peter Crouch....... (Skoða færslu)
19 nóvember, 2006
Carson að gera það gott hjá Charlton.

Scott Carson er í láni hjá Charlton fram til janúar en þá verður lánið endurskoðað. Carson hefur staðið sig fanta vel með Hermanni Hreiðars og félögum í vetur og er m.a. í liði vikunnar hjá BBC, SkySports og ESPNsoccernet fyrir...... (Skoða færslu)
05 nóvember, 2006
Ekkifréttir: Gerrard

Undanfarið, í kjölfar vonbrigða í Úrvalsdeildinni, hefur tal um að Steven Gerrard sé óánægður hjá Liverpool og/eða ósáttur við Rafael Benítez flogið fjöllum hærra í enskum fjölmiðlum (og víðar). Eftir tapið um síðustu helgi hefur þetta tal náð hámarki. Við...... (Skoða færslu)
26 október, 2006
Rafa ber fullt traust til Reina.

Rafa segist bera fullt traust til Reina og að hann sé einn af bestu markvörðum Spánar og Englands. Rafa segir m.a.: “I have never lost confidence in him and believe he is one of the top goalkeepers. I still think...... (Skoða færslu)
14 október, 2006
Diao gæti verið á leið í lán til Stoke.

Salif Diao er ennþá Liverpool leikmaður þrátt fyrir að allnokkuð sé síðan hann spilaði leik fyrir félagið. Hann hefur m.a. verið í láni hjá Birmingham og Portsmouth en aðallega verið meiddur. Skv. official síðunni þá gæti hann verið á leið...... (Skoða færslu)
09 október, 2006
Erfið byrjun hjá Reina.

Pepe Reina segir að hann sé ennþá sami markvörðurinn og áður en viðurkennir að hann hafi ekki byrjað tímabilið vel. Hann er hins vegar hvergi banginn og tilbúinn að berjast fyrir sætinu í byrjunarliðinu. “I know I don’t have a...... (Skoða færslu)
09 október, 2006
Crouch er stórkostlegur!

Hæ, ég heiti Kristján Atli og ég hef ekki skrifað á Liverpool Bloggið í heila átta daga. Á þeim tveimur og hálfu árum síðan ég og Einar Örn stofnuðum þessa síðu hefur það aldrei gerst! Svona er þetta þegar...... (Skoða færslu)
28 september, 2006
DAGGER

Góðan daginn, Rafael Benítez er sammála 99% Liverpool-aðdáenda sem vilja meina að Daniel Agger eigi að vera fyrsti kostur inn í miðja vörnina eins og hann er að spila þessa dagana. Hann segir meðal annars að Agger hafi verið “á...... (Skoða færslu)
13 september, 2006
Daniel Agger

Ég sé mig knúinn til að benda á þrjár fréttir um danska varnarmanninn okkar, Daniel Agger. Í fyrsta lagi er hérna Hin Hliðin á honum af heimasíðunni Fótbolti.net. Í öðru lagi er góð frétt hérna sem birtist í Fréttablaðinu í...... (Skoða færslu)
08 september, 2006
Söngvarinn Dirk Kuyt

Dirk Kuyt eftir að hann tók við verðlaununum sem besti leikmaðurinn í hollensku deildinni nú í vikunni. Stórkostlegt! via...... (Skoða færslu)
30 ágúst, 2006
Kuyt leikmaður ársins í Hollandi

Jæja, þetta virðist ætla að vera góð vika hjá Dirk Kuyt, því hann hefur verið útnefndur leikmaður ársins í Hollandi. Frábært fyrir hann....... (Skoða færslu)
29 ágúst, 2006
Lána, selja, gefa?

Þá er komið að því að setja saman fyrsta formlega pistilinn sinn á Liverpoolblogginu. Ég hef lengi haft áhuga á að setjast niður og skrifa pistil er varðar leikmenn okkar sem mikið hefur verið talað um að eigi litla sem...... (Skoða færslu)
17 ágúst, 2006
Enn einn leikmaður frá Houllier farinn.

Þá hefur Carl Medjani skipt formlega til franska liðsins Lorient en þar var hann á láni tímabilið 2004-05. Houllier keypti Medjani fyrir tímabilið 2003-04 og sagðist þá hafa haft betur í baráttu við Man U og fleiri lið um drenginn....... (Skoða færslu)
12 ágúst, 2006
Rafa: Crouch getur orðið betri!

Rafa Benítez hefur skorað á Peter Crouch að nota þetta tímabil til að festa sig enn frekar í sessi hjá Liverpool: “People were talking before he signed that he wasn’t good for us. But after a while he was in...... (Skoða færslu)
11 ágúst, 2006
Gonzalez ánægður með drauma byrjun.

Mark Gonzalez er búinn að bíða eftir sínum fyrsta alvöru leik með Liverpool í ár og hann getur ekki hafa beðið um betri byrjun (nema kannski að hafa byrjað inná). Gonzalez skoraði nokkrum mínútum eftir að hann kom inná sem...... (Skoða færslu)
10 ágúst, 2006
Fowler "mentor" fyrir nýju leikmennina.

Rafa segir á official síðunni að Fowler sé einskonar lærifaðir fyrir nýju drengina, Pennant og Bellamy. Þeir sögðu báðir að Fowler hefði verið einn af þeirra uppáhaldsleikmönnum þegar þeir skrifuðu undir samning við félagið. Ennfremur er Rafa ánægður með hvernig...... (Skoða færslu)
29 júlí, 2006
Warnock mun fá sín tækifæri.

Rafa hefur sagt við Stephen Warnock að hann sé í hugmyndum hans fyrir tímabilið og að hann sé að berjast við Riise um bakvarðarstöðuna. Aurelio sé aðallega fenginn sem miðjumaður vinstramegin og Traoré megi fara frá félaginu. Sem stendur er...... (Skoða færslu)
29 júlí, 2006
Benitez talar um Pennant.

Rafa segir það ávallt áhættu þegar samið er við nýja leikmenn og það á einnig við um Pennant. Hins vegar er hann ánægður með að hafa fengið sinn mann og ég líka. “It doesn’t matter who you sign, you must...... (Skoða færslu)
27 júlí, 2006
Speedy og Quickie kynntir í dag

Hinir tveir nýju leikmennirnir okkar voru kynntir til leiks í dag, þeir Mark ‘Speedy’ Gonzalez og Craig ‘Quickie’ Bellamy. Með tilkomu þeirra er óhætt að segja að meðalhraði Liverpool-liðsins hafi sennilega tvöfaldast, ef ekki meira, og ljóst er að...... (Skoða færslu)
14 júlí, 2006
Punktar um Aurelio og Paletta

Einsog flestir vita voru þeir Gabriel Paletta og Fabio Aurelio kynntir fyrir blaðamönnum í gær. Í Daily Mail talar Rafa Benitez um muninn á honum og Chelsea varðandi leikmannakaup. Ágætis lesning fyrir okkur, sem erum vanalega alltof óþolinmóð: “With...... (Skoða færslu)
13 júlí, 2006
Cissé til Marseille (staðfest)

Og þannig endaði sú saga. Fyrir tveimur árum skrifaði Djibril Cissé undir samning við Liverpool og varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins, kom á 14 milljónir punda. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það séu bara...... (Skoða færslu)
12 júlí, 2006
Zenden á miðjuna!

Rafa Benitez segist vera ánægður með Boudewijn Zenden, en hann er byrjaður að æfa á fullu með liðinu. Þar sem að Hamann er að fara til Man City (Rafa staðfestir að hann er að fara) þá gæti Zenden fengið aukin...... (Skoða færslu)
11 júlí, 2006
Rafa með yfirlýsingar

Rafael Benitez hefur ekki beinlínis verið þekktur fyrir miklar yfirlýsingar í tengslum við leikmannakaup. Það er einna helst að hann hafi verið að lofa Speedy Gonzalez en það var sennilega gert einna helst til að auka líkurnar á að...... (Skoða færslu)
07 júlí, 2006
Cisse vill fara til Marseille.

Skv. SkySports þá er Cisse búinn að gefa það út að hann vill fara til Marseille og að félögin séu núna að semja um kaupverð á kappanum. Það er ljóst að Cisse mun ekki spila fyrr en í nóv./des. á...... (Skoða færslu)
28 júní, 2006
Þáttur um Gerrard á Sky One.

Um daginn var þáttur um ár í lífi Stevie Gerrard á Sky One. Þetta er fínn þáttur þar sem hann ræðir um síðasta tímabil og ýmislegt fleira. Hægt er að nálgast þáttinn hérna: Steven Gerrard - A Year In My...... (Skoða færslu)
11 júní, 2006
PC

Fín grein um Peter Crouch...... (Skoða færslu)
07 júní, 2006
Flo ekki að fara neitt?

Rafa var í viðtali við opinberu heimasíðuna í gær þar sem hann sagði að það væri ekki öruggt að Florent Sinama-Pongolle væri að fara neitt. Það er þó alls ekkert víst að hann verði áfram en hann hefur staðið sig...... (Skoða færslu)
03 júní, 2006
Crouchy

Af því að það er ekkert að frétta:...... (Skoða færslu)
29 maí, 2006
Gonzalez, Gonzalez ...

Mark Gonzalez átti stóran dag í gær. Fyrst var það tilkynnt opinberlega að Liverpool hefðu sent inn nýja, formlega beiðni til yfirvalda á Englandi í þeirri von að hann fái atvinnuleyfi í þetta sinn, eftir að hafa verið neitað fyrir...... (Skoða færslu)
25 maí, 2006
Kuyt vill koma til Englands!

Ég flokka þetta undir leikmenn en ekki slúður af því að hér er um að ræða tilvitnanir í leikmanninn sjálfan, sem gerir málið öllu áhugaverðara. Málið er það að Dirk Kuyt, framherji Feyenoord í Hollandi, sagði í gær að Newcastle...... (Skoða færslu)
24 maí, 2006
Verður Daniel Agger Evrópumeistari í sumar?

Daniel Agger og félagar hans í U-21 landsliði Dana eru að gera sig klára fyrir lokamót Evrópukeppninnar U-21 árs sem fer fram í Portúgal frá 23. maí til 4. júní. Agger segir í viðtali við Berlingske í dag að...... (Skoða færslu)
22 maí, 2006
Ballack og Chelsea-miðjan "ógurlega" ...

Ath.: Já, þetta er enn eitt Chelsea-kvabbið. Og ég neita að biðjast afsökunar á því. ;) Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Chelsea kynntu nýjan miðjumann á blaðamannafundi í gær. Sá heitir Michael Ballack og er fyrirliði þýska...... (Skoða færslu)
16 maí, 2006
Reina og Bolo

Það er óvenju lítið um fréttir í dag, finnst mér. Ekki einu sinni slúður að hafa. Sem er kannski eðlilegt, á meðan það er einn leikur eftir. Ég myndi halda að slúðrið hefjist fyrir alvöru eftir helgina, þegar okkar menn...... (Skoða færslu)
12 maí, 2006
Speedy getur ekki beðið

Hann Speedy okkar Gonzalez útskýrði það vel á opinberu heimasíðunni hvernig málin hans standa. Liverpool sótti um atvinnuleyfi fyrir hann, en því var hafnað á þeim grundvelli að Chile væri ekki í einu af 70 efstu sætunum á heimslista FIFA....... (Skoða færslu)
04 maí, 2006
Gerrard útnefndur leikmaður ársins!!!

Opinbera Liverpool-síðan segir frá því að í kvöld hafi fyrirliðinn okkar, Steven Gerrard, verið útnefndur leikmaður ársins af öðrum leikmönnum ensku Úrvalsdeildarinnar!!! Ég verð að viðurkenna að þegar við ræddum útnefningarnar hér fyrir um tveimur vikum, þá sagði ég...... (Skoða færslu)
23 apríl, 2006
Morientes um framtíðina

Langt viðtal við Fernando Morientes á Official heimasíðunni í dag. Þar talar hann m.a. um hversu ósáttur hann sé við frammistöðu sína hjá Liverpool: During the fifteen months I’ve been here I expected to deliver more than I have done...... (Skoða færslu)
18 apríl, 2006
Gonzalez og atvinnuleyfið

Það er ansi mikið rætt um chíleska kantmanninn Mark ‘Speedy’ Gonzalez í breskum fjölmiðlum þessa dagana, ekki síst eftir að hann skoraði gegn Real Madríd fyrir Real Sociedad um helgina. Ég missti reyndar af þeim leik en mér skilst að...... (Skoða færslu)
11 apríl, 2006
...dream of a team of Carraghers...

Oliver Kay, sem skrifar um Liverpool fyrir The Times, fjallar um Carragher á Official síðunni í dag. Jamie Carragher er leikmaður sem ég held að allir stuðningsmenn LFC líti upp til og kunna að meta. Ekki minnkar þessi aðdáun...... (Skoða færslu)
03 apríl, 2006
Fowler hefur skorað meira en Dalglish.

Með markinu í gær gegn WBA hefur Robbie Fowler tekið framúr King Kenny Dalglish yfir markahæstu leikmenn Liverpool frá upphafi. Robbie hefur núna skorað 173 mörk en markahæsti leikmaður félagsins er að sjálfsögðu Ian Rush með 346 mörk (geri...... (Skoða færslu)
02 apríl, 2006
Hyypia telur framtíð Agger bjarta.

Sami Hyypia telur að Agger hafi nú þegar sýnt hvers hann er megnugur í Úrvalsdeildinni í þeim þremur leikjum sem hann hefur spilað og segir m.a.: “He looks a very talented player who has done really well. It is not...... (Skoða færslu)
30 mars, 2006
Morientes ætlar að sanna sig hjá LFC

Fernando Morientes hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit frá því hann kom til Liverpool en hann er staðráðinn að sýna stuðningsmönnum félagsins hinn rétt Morientes. Moro hefur spilað 36 deildarleiki og skorað í þeim 7 mörk sem er...... (Skoða færslu)
26 mars, 2006
Getur Sissoko orðið einn af þeim bestu?

Rafa er á þeirri skoðun að Sissoko hafi alla burði til að verða einn af bestu miðjumönnum heims og er ég hjartanlega sammála honum. Það var frábært að sjá drenginn gegn Birmingham, mættur með gleraugun og síðan þegar móðan var...... (Skoða færslu)
23 mars, 2006
Viðtal við Reina (uppfært!)

Langt og gott viðtal við Pepe Reina á Official vefnum, þar sem hann tjáir sig um líf sitt í Liverpool. Gegn Birmingham hélt Liverpool liðið hreinu í 30. skipti á tímabilinu (Reina á 28 skipti) - sem er besti árangur...... (Skoða færslu)
23 mars, 2006
Guess who's back!

Momo’s Back! Momo Sissoko verður (hugsanlega) í hópnum gegn Birmingham í kvöld!! Í viðtali við Official vefinn tjáir Momo sig um meiðslin og hræðsluna við að spila aldrei aftur fótbolta: “It was an awful time. There were lots of...... (Skoða færslu)
21 mars, 2006
Gonzalez í beinni á SÝN!

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er Mark ‘Speedy’ Gonzalez í byrjunarliði Real Sociedad, sem mæta Barcelona í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn núna kl. 19:00. Ég hvet alla áhuga sama um kappann til að horfa á þennan leik, mun...... (Skoða færslu)
18 mars, 2006
Xabi fer í eins leiks bann.

Skv. FIFA er ekki hægt að mótmæla banni þegar leikmaður fær 2 gul spjöld líkt og ef leikmaður fær beint rautt spjald. Þetta þýðir að Xabi fer beint í eins leiks bann og verður þ.a.l. ekki með gegn Fulham á...... (Skoða færslu)
13 mars, 2006
Momo æfir, Carson lánaður & annað ...

Jæja, nokkrar fréttir af liðinu okkar í dag og tvær greinar sem er vert að líta á: Momo Sissoko er byrjaður að æfa á Melwood á nýjan leik og Rafa segist jafnvel vonast til að hann geti spilað aftur áður...... (Skoða færslu)
10 mars, 2006
Fullt af góðum fréttum

Jæja, það eru þrír dagar í hinn gríðarlega mikilvæga seinni leik gegn Benfica í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, og góðar fréttir eru akkúrat það sem læknirinn ráðlagði okkur í dag: Sami Hyypiä er heill heilsu og mun því verða í fremstuöftustu...... (Skoða færslu)
05 mars, 2006
Gerrard sá besti.

Carragher segir í viðtali við íþróttablaðið Shoot að fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, sé sá besti í heimi og að hann myndi ekki skipta honum út fyrir neinn þ.m.t. Ronaldhino. “As far as I’m concerned, Steven Gerrard is the best player...... (Skoða færslu)
03 mars, 2006
Rafa svara Van Basten.

Van Basten gagnrýndi liðsval Komkamp um daginn í fjölmiðlum og hefur Rafa núna tekið upp hanskan fyrir Jan og lætur Van Basten heyra það. “I have seen the comments. If you want to say something like this you should talk...... (Skoða færslu)
03 mars, 2006
Viðtal við Crouch

Fínt viðtal á official síðunni við Peter Crouch....... (Skoða færslu)
28 febrúar, 2006
Pongolle vill vera í Liverpool.

Florent Simana-Pongolle segir við official síðuna að hann hafi farið á lán til Blackburn til að spila fleiri leiki og bæta sig sem knattspyrnumaður. Honum hafi staðið til boða að fara m.a. til Frakklands en Rafa vildi frekar hafa hann...... (Skoða færslu)
08 febrúar, 2006
Momo... slaka slaka.

Rafa hefur sagt við Momo að slaka aðeins á og að það geti verið afar dýrkeypt að fá 2 gul spjöld gegn Chelsea á morgun. Sjálfur er Momo hinn rólegasti yfir þessu umtali um að hann sé full ákafur og...... (Skoða færslu)
04 febrúar, 2006
Cisse færðu til yfirheyrslu.

Cisse var í dag færðu til yfirheyrslu fyrir að hafa slegið til konu sinnar sem er ófrísk. Skv. BBC Sport þá var Cisse aðvaraður eftir að hafa viðurkennt ódæðið. Spurning hvort þetta mál muni hafa eftirmála? Annars held ég að...... (Skoða færslu)
27 janúar, 2006
Morientes ætlar að sanna sig hjá Liverpool.

Fernando Morientes talar við SkySports um að hann sé ekki á förum frá Liverpool og að hann eigi ennþá eftir að sýna sitt rétta andlit með félaginu. Hann segir m.a. : “I want to stay at Liverpool for a long...... (Skoða færslu)
24 janúar, 2006
Riise framlengir til 2009

Vinur minn John Arne Riise hefur framlengt samning sinn til ársins 2009. Ég er ekkert ýkja hrifinn af þessum tíðindum enda lýsti ég því statt og stöðugt í pistlinum mínum um daginn að ég vildi nýjan vinstri bakvörð fyrir Riise....... (Skoða færslu)
20 janúar, 2006
Sami Hyypia með 350 leikinn gegn Man Utd

Ef Sami spilar leikinn á sunnudaginn (sem hann gerir) þá er það 350 leikur hans fyrir félagið en hann kom til Liverpool árið 1999 frá Willem II fyrir heilar 2.5 millj. punda. Houllier rétti Hyypia formlega fyrirliðabandið þegar Redknapp...... (Skoða færslu)
19 janúar, 2006
Finnan fær hólið sem hann á skilið.

Mikið hefur verið skrifa og rætt um Gerrard undanfarið og síðan Carragher í framhaldinu af því. En núna virðist almenningur byrjaður að taka eftir því hversu vel hann hefur spilað undanfarið ár og Rafa talar um hversu stöðugur Finnan sé...... (Skoða færslu)
16 janúar, 2006
Dudek slær á sögusagnirnar

Jerzy Dudek var bálreiður þegar hann las sögurnar um hann í blöðunum í dag en þar var því haldið fram að hann væri brjálaður út í Rafa og vildi fara frá félaginu og það helst í gær. Þetta er allskostar...... (Skoða færslu)
13 janúar, 2006
Rafa segir Sissoko að slaka á.

Sá leikmaður sem hefur komið mér hvað mest á óvart í vetur er klárlega Momo Sissoko en hann hefur átt það til að fá ódýrt gul spjöld vegna þess hversu ákafur hann er á stundu. Rafa hefur sjálfur rætt um...... (Skoða færslu)
13 janúar, 2006
Jerzy bálreiður út í Rafa

Jæja, nú virðist sem Jerzy Dudek, hetjan okkar frá því í Istanbúl í maí í fyrra, sé endanlega búinn að gera út um framtíð sína hjá Liverpool. Það var svo sem löngu orðið ljóst að hann ætti ekki mikla framtíð...... (Skoða færslu)
13 janúar, 2006
Agger í skýjunum

Nýjasti liðsmaður okkar, Daniel Agger var að vonum í skýjunum þegar opinbera heimasíðan tók fyrsta viðtalið við hann í dag. Eins og við greindum frá í morgun stóðst Agger læknisskoðun og skrifaði í kjölfarið undir samninginn sem er til fjögra...... (Skoða færslu)
12 janúar, 2006
Bolanos fær ekki samning

Liverpool hafa tilkynnt að þeir hafi ákveðið að bjóða Cristian Bolanos ekki samning. Þessi rúmlega tvítugi hægri kantmaður frá Deportivo Saprissa var búinn að vera til reynslu hjá félaginu í rúma viku, og miðað við það sem sagt var um...... (Skoða færslu)
10 janúar, 2006
Jan Kromkamp hlakkar til að kljást við Rooney.

Í viðtali við The Independent Online segist Kromkamp m.a. hlakka til þess að mæta Rooney og að hann hafi fulla trú á því að hann geti staðið sig vel hjá Liverpool. “Rooney’s a very good player but I didn’t encounter...... (Skoða færslu)
06 janúar, 2006
Jan Kromkamp

Einhvern veginn hafa þessar fréttir af skiptunum á Josemi og Jan Kromkamp verið hálf súrealískar. Ég var að velta því fyrir mér síðasta fimmtudag hvort við myndum fá eitthvað fyrir Josemi fyrir utan kannski stóran poka af notuðum fótboltum og...... (Skoða færslu)
06 janúar, 2006
Góð grein um Sissoko

Hérna er góð grein í Echo um það hvernig Rafa breytti fyrir tilviljun Momo Sissoko úr framherja (!) í miðjumann: Anfield’s new engine ready to run the derby gauntlet. Svo er auðvitað gaman að rifja það upp að Momo valdi...... (Skoða færslu)
28 desember, 2005
Hamann framlengir samninginn

Didi Hamann hefur framlengt samninginn sinn við Liverpool um eitt ár, en hann var bara með samning fram á næsta sumar. Þetta eru frábærar fréttir og ánægjulegt að Didi skuli vera sáttur, þrátt fyrir að tækifæri hans fyrir liðið hafi...... (Skoða færslu)
22 desember, 2005
Okkar maður!

990 mínútur! Þarf maður að segja eitthvað meira. Jose Reina hefur ekki fengið á sig mark síðan 22. október!!! Hann hefur leikið í 990 mínútur án þess að hirða boltann úr netinu. Það eru 16,5 klukkustundir. Og hann er...... (Skoða færslu)
16 desember, 2005
Crouch, Crouch og aftur Crouch.

Er Crouch ástæðan fyrir góðu gengi okkar undanfarnar vikunar? Rafa er alla vega á því og segir m.a.: He is a very important player for us and he keeps the ball and gives his team-mates great support. He has given...... (Skoða færslu)
29 nóvember, 2005
BBC: Ronaldinho mun vinna gullboltann

Samkvæmt BBC þá mun Ronaldinho í dag vinna Ballon D’Or fyrir besta knattspyrnumann í Evrópu, sömu verðlaun og Michael Owen vann árið 2001. Ég ætla þá að leyfa mér að spá því að Steven Gerrard lendi í öðru sæti. Hafði...... (Skoða færslu)
28 nóvember, 2005
Módelið Luis Garcia

Athugasemd (EÖE): Nota bene, ég skrifaði þetta í síðasta landsleikjahlé, en vegna mistaka birtist þetta aldei. Er það ekki til marks um fréttadeyfð í landsleikjahléum þegar að ég sest niður við skriftir fyrir þessa síðu og ætla mér að...... (Skoða færslu)
27 nóvember, 2005
Djibril ó só happí

Skapið á Djibril Cisse virðist hafa breyst gríðarlega undanfarnar vikur og nú ræður hann sér vart af kæti yfir gengi sínu og Liverpool. “I am happy to play on the right, particularly when I score like that. But I will...... (Skoða færslu)
23 nóvember, 2005
Crouch jákvæður þrátt fyrir markaleysið.

Peter Crouch segist hafa verið ákveðinn að taka vítið gegn Portsmouth á laugardaginn og þrátt fyrir klikkið þá er hann tilbúinn að taka víti strax aftur. Mjög mismunandi skoðanir eru stóra drengnum bæði hérna á síðunni og annarsstaðar. Gamla kempan...... (Skoða færslu)
21 nóvember, 2005
Benitez um Harry Kewell

Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að Rafa hafi oft verið pirraður útí Harry Kewell, þá er hann greinilega aðdáandi hans sem knattspyrnumanns. Það sást kannski einna best þegar hann byrjaði inná gegn AC Milan í Meistaradeildinni. Ég held...... (Skoða færslu)
18 október, 2005
Getur Calliste eitthvað?

Ég verð að viðurkenna að ég er farinn að hlakka alveg ógurlega til að sjá okkar menn spila í Deildarbikarnum enska, en við eigum fyrsta leik þar eftir nákvæmlega tvær vikur við Crystal Palace. Ég hef nefnilega mjög sérstaka ástæðu...... (Skoða færslu)
13 október, 2005
Cisse aðeins minna fúll í dag

Jæja, Djibril dregur aðeins úr ummælunum sínum í Echo í dag. Þar segir hann: “I want to emphasise that I love being in England and at Liverpool - and I want to stay and fight for my place.” “But if...... (Skoða færslu)
07 október, 2005
Cisse hundöskufúll

Jæja, einsog við vissum þá tjáir Cisse sig frekar um ástandið sitt hjá Liverpool á blaðamannfundi hjá franska landsliðinu. Vegna meiðsla Trezeguet og Henry verður Cisse framherji númer 1 hjá franska landsliðinu, þótt hann hafi lítið sem ekkert spilað með...... (Skoða færslu)
06 október, 2005
Næsta stjarna Liverpool?

Mohamed Sissoko er í góðu viðtali í dag í The Independent Online þar sem hann ræðir um uppvaxtar ár sín (á 15 systkini), hvers vegna hann spilar með Malí en ekki Frakklandi, af hverju hann valdi Liverpool frekar en...... (Skoða færslu)
01 október, 2005
Mark f***ing Lawrenson

Ef þið hafið ekki tekið eftir því áður, þá er Mark Lawrenson asni! Hef oft ætlað að fjalla aðeins um hann hér en sjaldnast haft geð í mér til að gera það. Mér finnst hreinlega ótrúlegt að þessi gaur hafi...... (Skoða færslu)
27 september, 2005
Tumi Þumall

Þið verðið að afsaka fjarveru mína síðustu tvo daga, það er einfaldlega búið að vera brjálað að gera hjá mér í vinnu, skóla og persónulega lífinu. Aggi hefur verið duglegur að halda síðunni á floti, og það eru bara...... (Skoða færslu)
20 september, 2005
Momo vinnur sér inn virðingu og fyrir Crouch er LFC númer eitt.

Jamie Carragher segir að Momo hafi spilað það vel undanfarið að hann geri Rafa það ómögulegt að hafa hann EKKI í byrjnarliðinu, sammála því. Ennfremur þegar ítrekað sé verið að líkja Momo við Viera þá segir Carra að það sé...... (Skoða færslu)
15 september, 2005
Momo Sissoko.... magnaður!

Sá leikmaður sem hefur komið mér mest á óvart núna í upphafi er Momo Sissoko. Hann kom t.d. inná í hálfleik í gær og stóð sig massa vel. Hann hefur burði til að vera lykilmaður í liðinu og er aðeins...... (Skoða færslu)
11 september, 2005
Crouch klár í slaginn (uppfært)

Peter Crouch er klár í slaginn gegn Spurs á morgun og ef hann fær sénsinn þá verður þetta fyrsti leikurinn hans í deildinni fyrir Liverpool. Þetta er góður fréttir í ljósi þess að Morientes er frá vegna meiðsla og verður...... (Skoða færslu)
09 september, 2005
Rafa tjáir sig um leikmenn (uppfært)

Ég varð að setja inn mynd af okkar manni, Rafael Benítez, þar sem mér fannst ekki við hæfi að hafa mynd af stjóra annars liðs á toppnum of lengi. ;) En allavega, Rafa tjáði sig í dag um leikmannakaup og...... (Skoða færslu)
08 september, 2005
Ramon Calliste: frá Man U til Liverpool

Í öllum Owen/Sabrosa/Bonera hamagangnum í síðustu viku má segja að ein athyglisverðasta fréttin hjá okkar mönnum hafi hreinlega orðið undir og gleymst. Það gerðist nefnilega, í fyrsta sinn í talsvert langan tíma, að leikmaður sem lék fyrir Man U gekk...... (Skoða færslu)
06 september, 2005
Fowler er, var og verður ávallt hetja í Liverpool.

Ég datt inná mjög gott viðtal við Fowler á netinu í tilefni þess að ævisaga hans er að koma út(must buy). Þar kemur margt athyglisvert í ljós m.a. að Houllier þvingaði Fowler til að fara frá félaginu og að...... (Skoða færslu)
06 september, 2005
Warnock hefur komið á óvart.

Ég verð að segja eins og er að ég átti aldrei von á því að Stephen Warnock myndi spila með aðalliðinu og hvað þá vera valinn í landsliðið. Hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á sínum ferli m.a. fótbrotnað...... (Skoða færslu)
06 september, 2005
Djibril Cissé er hundfúll!

BBC Sport segja frá því í dag að Djibril Cissé sé hundfúll yfir því hvernig Liverpool höguðu sér áður en lokað var fyrir félagaskipti. Hann segist vita að þeir hafi verið að semja við lið um kaupverð á honum...... (Skoða færslu)
04 september, 2005
Vilja sanna sig, gefum þeim tíma.

Ég missti ekkert andann þegar Liverpool keypti Josemi í fyrra og á síðasta tímabili fannst mér hann ekkert sérstakur. Hann meiddist reyndar tvisvar sinnum og segir sjálfur að hann hafi átt í erfiðleikum með að aðlagast enska boltanum. Ég...... (Skoða færslu)
02 september, 2005
Rafa: Josemi er GÓÐUR leikmaður!

Rafa Benítez segir í dag að Josemi sé mikilvægur leikmaður sem hafi spilað vel í síðustu viku. Þá segir Rafa einnig að Josemi muni spila miklu meira með aðalliðinu í ár heldur en í fyrra. Erum við ekki sammála um...... (Skoða færslu)
29 ágúst, 2005
Rafa ánægður með Reina og Cisse vekur áhuga.

Rafa segir að Reina hafi burði til að vera jafn áhrifamikill hjá Liverpool eins og Schmeichel var hjá Man U. Mér hefur fundist Reina hafa staðið sig vel í fyrstu 2 leikjunum í deildinni. Virkar öruggur, er með sjálfstraustið í...... (Skoða færslu)
21 ágúst, 2005
Leikmannahópurinn í vetur - Kostir og gallar. (frh) - Æfingahópurinn, leikmenn í láni og aðrir starfsmenn!

Þá er komið að lokum á þessari yfirferð minni um liðið okkar, hvaða kosti og ókosti leikmennirnir hafa sem og væntingar til þeirra í vetur. Í þessari röð hef ég farið yfir leikmennina: markverðir, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn. Núna ætla...... (Skoða færslu)
21 ágúst, 2005
Leikmannahópurinn í vetur - Kostir og gallar. (frh) - Sóknarmenn!

Jæja þá er ég búinn að skoða markverðina, varnarmennina og miðjumennina. Þá er komið að sóknarmönnum okkar en ég taldi til 6 leikmenn sem eru í aðalliðinu. Þeir koma frá 4 mismunandi löndum og er meðalaldur þeirra allra 24,2...... (Skoða færslu)
20 ágúst, 2005
Leikmannahópurinn í vetur - Kostir og gallar. (frh) - Miðjumenn!

Síðustu tvo daga hef ég farið yfir markverðina okkar og varnarmennina. Því næst förum við yfir miðjumennina og hvaða kosti þeir hafa til brunns að bera. Við höfum 10 leikmenn sem ég tel til miðjumanna hjá okkur í aðalliðinu. Þessi...... (Skoða færslu)
19 ágúst, 2005
Leikmannahópurinn í vetur - Kostir og gallar. (frh) - Varnarmenn!

Eftir að hafa farið yfir markverðina liggur beinast við að ræða um varnarmennina í liðinu okkar ástkæra. Það eru 10 varnarmenn í aðalliðinu og koma þeir frá 7 löndum. Meðalaldur þeirra er 24,7 ár en hjá þeim fjórum leikmönnum sem...... (Skoða færslu)
18 ágúst, 2005
Leikmannahópurinn í vetur - Kostir og gallar - Markverðir!

Ég hef ákveðið setja smá umfjöllun og hvern og einn leikmann Liverpool og mun birta það í nokkrum greinum hérna næstu dagana. Ræði um kosti og galla leikmannsins sem og hvaða væntingar ég hef til hans í vetur. Ég vona...... (Skoða færslu)
17 ágúst, 2005
Hvers vegna fékk Mark Gonzalez ekki atvinnuleyfi?

David “super sub” Fairclough fjallar um af hverju Gonzalez fékk ekki beint atvinnuleyfi og að hvernig LFC gekk að áfrýja þeirri ákvörðun. David hefur undanfarin ár verið í áfrýjunarnefndinni ásamt m.a. Frank Clark og John Aldridge. Hins tekur hann ekki...... (Skoða færslu)
16 ágúst, 2005
Pistill um Le Tallec

Rakst á þennan fína pistil um Anthony Le Tallec. Pistillinn segir í raun allt, sem mig hefur langað til að skrifa um Le Tallec. Eftir allar yfirlýsingarnar hjá Houllier, þá átti maður von á að Le Tallec yrði ein skærasta...... (Skoða færslu)
11 ágúst, 2005
Hyypia skrifar undir

Sami Hyypia hefur skrifað undir nýjan samning, sem bindur hann hjá Liverpool til 2008. Gott mál! Sami er búinn að vera það stöðugur í gegnum árin að við gleymum oft þeim hörmungarvarnarmönnum, sem við þurftum að þola áður en hann...... (Skoða færslu)
10 ágúst, 2005
Gonzalez neitað um atvinnuleyfi!

Hvað í fjandanum er í gangi hérna? Atvinnu- og menntamálaráð Breta neitaði Mark Gonzalez í dag um atvinnuleyfi í Englandi, vegna þess að (a) þjóð hans er utan 70 efstu liða á styrkleikalista FIFA í knattspyrnu og (b) vegna...... (Skoða færslu)
05 ágúst, 2005
Framherjamálin.

Úff, þrátt fyrir að það viti allir Púllarar fullvel að þær stöður sem Rafa á eftir að styrkja séu varnarmaður og hægri vængmaður, virðist samt sem fréttir síðustu daga hafi snúist nær eingöngu um vangaveltur varðandi framherjana okkar. Bara svona...... (Skoða færslu)
01 ágúst, 2005
Josemi fer ekki neitt

Vinur okkar, Josemi hefur lýst því yfir að hann sé ekki að fara neitt og að hann hyggist sanna sig í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili: “I am not leaving Liverpool. Last year injuries prevented me from being a success...... (Skoða færslu)
29 júlí, 2005
Cissé: "Carra, taktu þig taki!!!"

Við elskum Jamie Carragher, ekki satt? Okkur finnst hann ekki geta stigið feilspor, ekki satt? Hvert orð sem kemur út úr munni hans verður samstundis að gulli, ekki satt? Hann er okkar maður, ekki satt? Ekki alveg satt. Mér finnst...... (Skoða færslu)
26 júlí, 2005
Liðsmynd 2005-2006

Ég fékk þetta sent í pósti og fannst þetta algjör snilld: Liðsmyndin 2005-2006 :-)...... (Skoða færslu)
21 júlí, 2005
Crouch og Baros

Þannig að í dag klárar Peter Crouch læknisskoðun og skrifar undir fjögurra ára samning við Liverpool FC. Það rifjast upp fyrir manni sú spenna sem ríkti þegar við keyptum framherja á borð við Heskey, Litmanen, Diouf, Anelka (lán), Cissé, Morientes...... (Skoða færslu)
20 júlí, 2005
Reina & Momo kynntir + aðrar fréttir

Það er margt, margt, margt og mikið í gangi á Melwood þessa dagana. Það er ekki eins og Rafa Benítez sé hættur að hamast á markaðnum, þrátt fyrir að hafa keypt fimm leikmenn í síðustu viku. Hann er búinn að...... (Skoða færslu)
12 júlí, 2005
LOKSINS:

Allir saman svo: WHOOP! THERE IT IS ! WHOOP! THERE IT IS ! WHOOP! THERE IT IS ! :D :D :D...... (Skoða færslu)
08 júlí, 2005
Jerzy ætti að fara (segir umbinn hans)

Vissu þið að það eru fleiri leikmenn, sem spila fyrir Liverpool heldur en Steven Gerrard? Magnað, ekki satt? Umboðsmaður eins þeirra, Jerzy Dudek telur að Jerzy eigi að skipta um lið. Ég er sammála honum og ég held að Benitez...... (Skoða færslu)
06 júlí, 2005
Gerrard talar

Jæja, Gerrard hefur talað. Í samtali við Sky segir hann: “The last six weeks have been the toughest of my life. The decision I have come to has been the hardest decision I have ever had to make. “I fully...... (Skoða færslu)
05 júlí, 2005
Nýr framherji LFC á mynd:

Viljið þið vita af hverju Jerzy Dudek ætlar ekki að fara frá Liverpool, þrátt fyrir að við séum að kaupa José Reina? Af því að hann er nýji framherjinn okkar!!! Tekið héðan: Austur-Evrópskar fótboltastjörnur í stjörnuleik. Gaman að sjá Milan...... (Skoða færslu)
29 júní, 2005
Jerzy vill vera áfram

Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni hefur sennilega gefið Jerzy Dudek aukið sjálfstraust, því þrátt fyrir að Liverpool séu að kaupa Jose Reina (menn segja að það klárist 1.júlí), þá heldur hann því óhræddur fram að hann muni verða áfram hjá liðinu til...... (Skoða færslu)
20 júní, 2005
Verður Baros áfram? (uppfært)

Ja hérna! Við Kristján vorum farnir að tala um það sem gefinn hlut að uppáhaldsframherjinn minn, Mila Baros, væri á leið frá Liverpool í sumar. Aðallega virtist þetta vera spurning um hvaða liðs hann færi til. En Baros á málglaðan...... (Skoða færslu)
16 júní, 2005
HAMANN SKRIFAR UNDIR (STAÐFEST!)

Jæja, þá er það komið á hreint. Didi Hamann hefur skrifað undir eins árs samning við Liverpool. Hann segir: “Once Liverpool made me an offer, there was only one place I wanted to play my football.” “I always said the...... (Skoða færslu)
09 júní, 2005
Xabi og Stevie?

Ég veit ekki með ykkur, en ég frussaði af hlátri þegar ég sá þessa mynd… Í fyrsta lagi: hvað er Xabi Alonso að gera við Steven Gerrard á myndinni til vinstri? Í öðru lagi: er virkilega svooooo gaman að...... (Skoða færslu)
03 júní, 2005
Fjórir leystir undan samningi

Í kjölfar fréttana af Vladimir Smicer, þá hefur Liverpool tilkynnt að eftirfarandi ungir leikmenn hafi verið leystir undan samningi: Paul Harrison, Mark Smyth, Richie Partridge og Jon Otsemobor Þetta þarf nú ekki að koma mönnum á óvart. Partridge spilaði sinn...... (Skoða færslu)
13 maí, 2005
Smicer mun fara

Jæja, þá hefur Vladimir Smicer staðfest það, sem við vissum öll, að hann mun fara frá Liverpool í sumar. Samningurinn hans er útrunninn og Benitez hefur sagt honum að hann ætli ekki að bjóða honum nýjan samning Vladi virðist...... (Skoða færslu)
13 maí, 2005
Rafa ver Fernando

Rafa Benitez hefur í kjölfar laugardagsins varið Fernando Morientes. Ég er nokkuð sammála orðum Rafa en það er greinilegt að Rafa hefur tekið eftir því hversu illa Fernando hefur gengið með Liverpool, einsog ég benti á í síðust leikskýrslu “He...... (Skoða færslu)
18 apríl, 2005
Gerrard meðal 6 bestu

Okkar ástkæri fyrirliði er meðal þeirra 6 leikmanna, sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann er þar í fínum félagsskap: Petr Cech, Chelsea Steven Gerrard, Liverpool Thierry Henry, Arsenal Andrew Johnson, C Palace Frank Lampard, Chelsea John...... (Skoða færslu)
15 apríl, 2005
Viðtal við Cisse

Mjög gott viðtal við Djibril Cisse í The Mirror, þar sem hann talar um meiðslin, leikinn á móti Juventus og hvernig fótbrotið hefur breytt viðhorfi hans gagnvart fótbolta. Einhvern veginn hef ég þann grun að Djibril Cisse muni snúa...... (Skoða færslu)
13 apríl, 2005
Benitez skammar Valencia útaf Milan

Athyglisverðir hlutir eru að gerast varðandi áhuga Valencia á Milan Baros. Rafa Benitez kom í dag fram í fjölmiðlum og hélt því fram að Valencia væru á ólöglegan hátt að reyna að ná í Milan. Juan Soler, forseti Valencia sagði...... (Skoða færslu)
08 apríl, 2005
Carson um Juventust leikinn

Ágætis viðtal í Echo við Scott Carson, þar sem hann talar um leikinn á móti Juventus....... (Skoða færslu)
07 apríl, 2005
Igor Biscan fær nýjan samning!

Yes!!! Skv. Echo í dag ætlar Rafa að bjóða Igor Biscan nýjan samning. Ég veit ekki með ykkur en ég er himinlifandi yfir þessum fréttum! Rafa segir meðal annars: “I have talked with Igor in the last week about my...... (Skoða færslu)
04 apríl, 2005
Carra

Það er orðin hefð hjá okkur að benda á pistla frá Paul Tomkins og ætlum við ekki að breyta útaf því. Hér er sá nýjasti: King Carra: Jamie Of All Trades, Master of One. Þarna fjallar Tomkins um það hvernig...... (Skoða færslu)
28 mars, 2005
Gerrard ætlar ekki að fara neitt!

Ókei, er verið að gefa manni páskaegg eða hvað? Ég vaknaði í morgun, fór þennan venjulega bloggrúnt á netinu og endaði svo á því að kíkja á LFC.TV-síðuna. Og hvað var það fyrsta sem ég sá? STEVEN GERRARD: I AM...... (Skoða færslu)
26 mars, 2005
Igor fer + miklar breytingar framundan...

Fyrst: það er liðin vika síðan ég skrifaði síðast pistil hér inn, en það er í fyrsta sinn síðan þessi síða fór í loftið sem það gerist. Biðst forláts en við þetta var ekki ráðið, þar sem skóli + vinna...... (Skoða færslu)
24 mars, 2005
Vignal mun fara frá okkur

Gregory Vignal, sem skoraði gott mark fyrir Rangers á móti Celtic í gær, hefur staðfest það að Benitez hafi leyft honum að fara í sumar. Vignal hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá Rangers, svo það er...... (Skoða færslu)
21 febrúar, 2005
Henchoz til Celtic (staðfest) + Tony LeT

Einu farsælasta miðvarðapari í sögu Liverpool FC hefur verið skipt upp. Reyndar var það löngu orðin staðreynd að þeir Hyypiä og Henchoz ættu sér ekki frekari framtíð saman í rauðu treyjunni, en það varð opinbert í dag þegar Henchoz gekk...... (Skoða færslu)
28 janúar, 2005
Carson búinn að skrifa undir

Jæja, þá er Rafa búinn að kaupa til sín fyrsta Englendinginn, hinn 19 ára markvörð Scott Carson. Á Official heimasíðunni er viðtal við Carson, þar sem hann lýsir því yfir hversu spenntur hann sé að koma til Liverpool og segir...... (Skoða færslu)
21 janúar, 2005
Carson kemur til okkar!!!

STAÐFEST!!: Leeds hafa samþykkt tilboð Liverpool í Scott Carson og hann VILL koma til Liverpool. Hann er á leiðinni í læknisskoðun í dag. Blaðafulltrúi Liverpool segir: “We have agreed terms with Leeds for Scott Carson. He will come to...... (Skoða færslu)
20 janúar, 2005
Rafa: Carson ætti að velja Liverpool!

Hmmm, þetta eru frekar skrýtnar fréttir. Nú birtist skyndilega á forsíðu LiverpoolFC.tv - opinberu síðunnar - að Rafa Benítez vill að Scott Carson velji Liverpool fram yfir Chelsea. Það er svo sem ekkert skrýtið að hann vilji það. Við erum...... (Skoða færslu)
18 janúar, 2005
Morientes skrifar undir 3,5 ár

STAÐFEST: Morientes búinn að skrifa undir til þriggja og hálfs árs. Hann verður kynntur á blaðamannafundi klukkan 1 á föstudag....... (Skoða færslu)
13 janúar, 2005
Liverpool og Real BÚIN AÐ SEMJA! (uppfært)

STAÐFEST: Liverpool og Real Madrid hafa samið um verð á Fernando Morientes. Núna þarf bara að klára samning við leikmanninn sjálfan og hann þarf svo að klára læknisskoðun. Uppfært (Einar Örn): Morientes tjáði sig á blaðamannafundi í Madrid í morgun...... (Skoða færslu)
12 janúar, 2005
Rafa staðfestir komu Morientes!!!

Jáááááá! Það er ekkert annað! Á meðan á leiknum við Watford stóð í kvöld sögðu Sky News að Real Madríd hefðu loksins tekið tilboði Liverpool upp á 6 milljónir punda fyrir Fernando Morientes. Maður kippti sér ekkert upp við...... (Skoða færslu)
11 janúar, 2005
Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum (uppfært)

Samkvæmt Rick Parry eru Real og Liverpool enn að þræta um kaupin á Fernando Morientes. Parry segir við Echo: “We remain hopeful of bringing the deal to a conclusion. Further talks took place over the weekend but we are still...... (Skoða færslu)
10 janúar, 2005
Liverpool hækkar tilboðið í Morientes og varamarkvörð Real! (uppfært! x2)

Marca halda því fram í dag að Liverpool sé búið að hækka tilboð sitt í Morientes uppí 7 milljónir punda. Sky Sports staðfesta þetta og segja nú aðeins tímaspursmál hvenær þessum viðræðum líkur. Það, sem kemur á óvart í þessu...... (Skoða færslu)
08 janúar, 2005
Morientes kemur líklega ekki... Anelka?

Ókei, skv. Sky Sports mun Morientes, sem spilaði einmitt allar sjö mínúturnar með Real í gær, ekki fá að fara frá félaginu þar sem Luxemburgo þjálfari þeirra vilji hafa hann, telji hann vera mikilvægan hlekk í þessu liði. Maður...... (Skoða færslu)
06 janúar, 2005
Pellegrino orðinn Liverpool leikmaður

Staðfest: Mauricio Pellegrino hefur skrifað undir samning við Liverpool út tímabilið Pellegrino verður fyrsti Argentínumaðurinn, sem leikur fyrir Liverpool og mun eflaust styrkja vörnina til skamms tíma. Official heimasíðan tekur hér saman nokkra fróðleiksmola um Pellegrino. Hann hefur m.a. leikið...... (Skoða færslu)
05 janúar, 2005
Pellegrino á leiðinni (uppfært)

Jæja, það virðist vera staðfest að Mauricio Pellegrino er á leið til Liverpool. Valencia hafa gefið Liverpool leyfi til að tala við hann og hafa sagt að hann geti farið á frjálsri sölu, en samningur hans rennur út í sumar....... (Skoða færslu)
04 janúar, 2005


Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

Leit:

Síðustu Ummæli

Andri Fannar: Agger er ekki einu sinni góð ...[Skoða]
Doddi: Já ókei, þið s.s. takið til greina þá ré ...[Skoða]
Björn Friðgeir: Líst vel á þessa hugmynd Einars! :-) ...[Skoða]
Einar Örn: >SS ef menn sjá ekki að C. Ronaldo hefur ...[Skoða]
Bjarni: SS ef menn sjá ekki að C. Ronaldo hefur ...[Skoða]
Kristján Atli: Ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum Agg ...[Skoða]
Andri Fannar: Agger er ekki einu sinni góður né efnile ...[Skoða]
Einar Örn: Það er ekki talað um *efnilega* leikmenn ...[Skoða]
Kristján R: hehe samt magnað að rooney er bara enþá ...[Skoða]
eikifr: Ég er sammála Brúsa með að ÞEGAR Ronaldo ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Tilnefningar til leikmanns ársins (uppfært)
· Framtíð Peter Crouch er tryggð
· Luuuuuuis Garciiiia...
· Harry! Hver er það aftur?
· Sumarið framundan
· Man U - vs. Evrópuúrval

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeildin · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33