Aftur á forsíðu
« Liðið gegn Boro | Aðalsíða | Markið hans Messi »

18. apríl, 2007
L'pool 2 - M'boro 0

Okkar menn unnu í kvöld ágætan sigur á Middlesbrough í frekar daufum leik. Á endanum var það besti leikmaður vallarins sem réði úrslitum í 2-0 sigri.

Rafa Benítez gerði nokkrar breytingar á liði sínu í kvöld og gaf m.a. Xabi Alonso og Steve Finnan algjört frí, auk þess sem Dirk Kuyt og Mark Gonzalez voru á bekknum. Liðið í kvöld var sem hér segir:

Reina

Arbeloa - Carragher - Agger - Riise

Pennant - Sissoko - Mascherano - Zenden

Gerrard

Bekkur: Dudek, Hyypiä, Gonzalez, Fowler, Kuyt.

Fyrri hálfleikurinn var leiðinlegur. Liverpool voru með boltann, Boro-menn héngu í vörn en okkar menn náðu ekkert að lyfta leik sínum og þau tvö eða þrjú hálffæri sem fengust féllu til lélegasta skotmanns deildarinnar, Sissoko. Þannig að staðan var markalaus í hálfleik.

Glöggir menn halda kannski að ég hafi gleymt að nefna Peter Crouch í byrjunarliði kvöldsins. Ég gerði það viljandi, því hann var kannski í byrjunarliðinu en engu að síður ekki með í fyrri hálfleiknum. En eins og Einar Örn sagði mér í SMS-i um miðjan seinni hálfleik ákvað Crouch greinilega að skipta sjálfum sér inná í hálfleik og það var allt annað að sjá til hans.

Fyrstu fimm mínútur síðari hálfleiks voru alveg jafn daufar og leiðinlegar og allur fyrri hálfleikurinn og maður óttaðist að þetta stefndi í sömu taumlausu leiðindin og gegn City um helgina. En þá gerði Rafa taktíska breytingu sem breytti öllu. Hann tók Sissoko, sem hafði barist vel og verið ágætur á miðjunni en gjörsamlega vonlaus sóknarlega, útaf á 50. mínútu og setti Dirk Kuyt inn í staðinn. Í leiðinni breytti hann kerfinu úr 4-5-1 í 4-4-2 og færði Gerrard aftar á völlinn, en hann hafði ekki fundið sig fyrir aftan Crouch fram að því.

Rúmu kortéri síðan var staðan orðin 2-0. Fyrst fékk Gerrard boltann á miðjum vallarhelmingi Boro, lék aðeins að teig þeirra og lét svo vaða á fjærhornið. Mark Schwarzer, ágætur markvörður Boro í kvöld, átti ekki séns og boltinn söng í horninu - enn eitt glæsimarkið frá fyrirliðanum.

Fimm mínútum eða svo síðar var svo brotið á Peter Crouch inní teig er hann reyndi að skalla fyrirgjöf Jermaine Pennant, sem var okkar mest ógnandi maður í kvöld. Dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu og úr henni skoraði Gerrard örugglega. Staðan orðin 2-0, game over Middlesbrough.

Eftir þetta datt leikurinn aftur aðeins niður, enda sigurinn unninn, og þetta fjaraði svona nokkurn veginn út. Okkar menn hefðu þó getað bætt við mörkum en þeir Zenden og Kuyt voru ekki á skotskónum, auk þess sem Mascherano átti góðan skalla í slána. Þannig að leik lauk 2-0 og var sá sigur meira en lítið sanngjarn, þrátt fyrir hálf andlausan leik Liverpool.

Fyrir leikinn hafði Rafa eiginlega varað suma af sínum minni spámönnum að leikirnir sem eftir eru í deildinni myndu vera notaðir til að dæma mannskapinn fyrir sumarið. Það að leikmenn eins og Zenden og Pennant skyldu vera í liðinu kom því ekki á óvart, og það verður að segjast um þá tvo að niðurstöðurnar voru skýrar.

Jermaine Pennant er að mínu mati búinn að sanna það eftir áramót að hann á erindi í hóp Liverpool. Hvort hann verður fastamaður í liðinu eða kantmaður á heimsmælikvarða mun tíminn einn leiða í ljós, en hann er búinn að vera okkar mest ógnandi maður í mörgum leikjum undanfarið og hefur átt margar stoðsendingar. Berið hann saman við landsliðskantmanninn Stewart Downing hjá Boro í kvöld og þá sjáið þið augljóslega hvor þeirra á meira tilkall til sætis í landsliðshópi hins staurblinda Steve McClaren.

Hið sama verður ekki sagt um Bolo Zenden. Við hér á Liverpool Blogginu höfum oft varið hann og gerum enn. Við höfum sagt (réttilega) að hann er mjög góður kostur af fjórða miðjumanni að vera (fimmta, nú þegar Mascherano er kominn) en í leikjum eins og þessum, þar sem menn á borð við Riise og Gonzalez eru heilir til að manna vænginn, á hann ekki að fá að spila. Hann gerði einfaldlega ekki neitt rétt í leiknum, nema kannski það að honum tókst að renna boltanum þrjá metra til hliðar á Gerrard í fyrra markinu.

Ég skil ekki alveg hvers vegna Zenden fékk að spila allan leikinn í kvöld en Gonzalez aðeins tíu mínútur, þegar annar þeirra á sér augljóslega enga framtíð hjá Liverpool eftir vorið en hinn þarf hverja mínútu til að hjálpa sér að aðlagast fyrir framtíðina.

Annars voru menn á heildina góðir. Carra var góður fyrir utan eitt glappaskot í fyrri hálfleik þar sem hann gaf Fabio Rochemback næstum því mark, og Riise og Sissoko börðust vel og unnu mikið af boltum en voru báðir steingeldir fram á við í kvöld. Ég hef ekki áhyggjur af Carra en Riise og Momo veitir sennilega ekki af fríinu sem kemur eftir mánuð.

Annars voru menn eins og Agger, Arbeloa, Mascherano, Kuyt og Crouch (í seinni hálfleik) mjög góðir, auk þess sem Reina var öryggið uppmálað í markinu og “sópaði” vel fyrir aftan vörnina allar stungusendingar og slíkt.

MAÐUR LEIKSINS: Eins og ég hef áður sagt var Jermaine Pennant okkar mest ógnandi leikmaður í kvöld en hann missir af nafnbótinni. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Steven Gerrard var maður leiksins, enda vann hann leikinn og var í raun það sem skildi liðin að í kvöld. Við vanmetum oft hversu mikilvæg nærvera hans í liðinu er en erum þó minnt á það reglulega og það gerðist í kvöld. Án hans hefði þetta orðið enn eitt steindautt jafnteflið. How hard? Gerr-ard!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 20:50 | 904 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (16)

einsi kaldi - lestu skýrsluna, þá sérðu af hverju ég nefndi bara tíu byrjunarliðsmenn.

Arnór - ég er ekki sammála því að þetta tímabil verði flokkað sem "mistök" og "stöðnun" þótt Chelsea slái okkur út. Jú, menn vilja vinna titil á hverju ári en það hefur margt vatn runnið til sjávar í vetur og jafnvel þótt við förum ekki lengra í CL en undanúrslit (sem er nú andskoti góður árangur fyrir) getum við horft á ákveðna hluti sem framför og þróun hjá Liverpool, til dæmis:

  • Þetta er árið sem nýir eigendur komu inn.
  • Rafa keypti nokkuð marga nýja leikmenn sl. sumar og þeir hafa nú flestir fengið ár til að aðlagast, auk þess sem menn eins og Pennant, Bellamy, Aurelio, Agger, Mascherano og Arbeloa hafa fundið fjölina og geta því hafið næsta tímabil af krafti frá byrjun. Ef Bellamy er hér enn, þ.e.a.s.
  • Við duttum út í 16-liða úrslitum í Meistaradeild í fyrra en förum í undanúrslit í ár. Þannig að þótt við endum með nokkrum stigum minna í deildinni og vinnum ekki FA bikarinn eins og í fyrra verður þetta, tölfræðilega séð, aldrei algjör stöðnun.

Þannig að jafnvel þótt titill vinnist ekki og liðið sé að sækja færri stig en í fyrra hefur þetta tímabil bæði verið lærdómsríkt fyrir Rafa og leikmennina og mikilvægt fyrir nýju eigendurna. Burtséð frá því hvort við vinnum CL eða ekki er ég mjög bjartsýnn á að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á leikmannahópnum í sumar (þ.e. Fowler, Dudek og Zenden út og þrír heimsklassamenn inn í staðinn) til að árangurinn komi í hrönnum á næsta tímabili.

Gleymum því ekki hvar manchester united voru fyrir ári síðan. Þeir enduðu neðstir í riðli sínum í CL, áttu aldrei séns í Chelsea í deildinni (frekar en við hinir) og fóru skammt í FA bikarnum. Sumir stuðningsmenn vildu jafnvel losna við Ferguson en hann var sniðugur og áttaði sig á að hann var með flest til staðar til að liðið gæti staðið sig betur frá byrjun næsta tímabil. Hann bætti Carrick við yfir sumarið og græddi bæði Vidic og Evra fullklára um haustið, eftir að þeir höfðu valdið vonbrigðum upphaflega á vormánuðunum (keyptir í janúar).

Grunnurinn er til staðar hjá Liverpool. Ef breytingarnar á leikmannahópnum verða í lágmarki í sumar, en þó gerðar lykilbreytingar, er ég mjög bjartsýnn á næsta tímabil. Og þá munum við verða þakklát fyrir þetta lærdómstímabil, ekki síst af því að menn eins og Mascherano, Arbeloa og Pennant geta komið sterkir strax inn í fyrsta leik í haust.

Þannig sé ég það allavega. :-)

Kristján Atli sendi inn - 19.04.07 08:17 - (Ummæli #12)

Heyr heyr heyr, Kristján! :-)

Doddi sendi inn - 19.04.07 09:27 - (Ummæli #13)

Kristján ég er bara svo kröfuharður á Liverpool og Rafa að ég lít á öll tímabil sem enda án titla sem alger reginmistök!

Rafa talaði um í fyrra að með viðbótum yrði hann líklega með nógu gott til að berjast um sigur í deildinni í ár. Samt gerði liðið sömu mistök í byrjun leiktímabilsins og alltaf og hafa verið algerlega clueless og hrútleiðinlegir stundum á útivöllum í vetur.

Rafa er lengur að ná tökum á ensku deildinni en hann hélt. Við duttum úr bikarkeppnunum á skammarlegan hátt gegn ekki betra liði en Arsenal þar sem skortur á alvöru breidd kom í ljós, sérstaklega í seinni leiknum. Enn og aftur kemur í ljós sumir leikmenn í hópnum eru líklega ekki nógu sterkir og við þurfum að endurnýja leikmannahópinn og fá inn nýja menn sem þurfa þennan fræga 1-2 árs aðlögunartíma.

Við rétt vinnum Middlesboro á heimavelli þar sem liðið er einbeitingarlaust með hugann við CL. Erum aldrei að vinna leiki stórt og rétt lullum ennþá í gegnum miðlungsliðin á einstaklingsframtökum manna eins og Gerrard.

Jú ég kalla þetta stöðnun ef við vinnum ekki CL í ár. Þá verðum við á nákvæmlega sama stað og í fyrra fyrir utan yfirtökuna, bara mun lægri stigatölu í deildinni og þeir leikmenn sem eru ekki nógu góðir fyrir Liverpool búnir að skipta um nafn. :-)

Ég er þó mjög bjartsýnn! Held að Rafa fái núna loksins þá leikmenn sem eru 1.kostur í hans huga og slíkt myndi styrkja liðið mjög á Englandi því við þurfum alvöru sóknarhættu úr öllum áttum gegn liðum sem pakka í vörn gegn okkur. Alvöru vinstri kantmaður myndi t.d. lyfta sóknarleik Liverpool uppá mun hærra plan.

Samt er þessi vafi í mínum huga með hvort Rafa sé of varkár fyrir ensku deildina og þetta Liverpool lið, hugsandi full mikið um að verjast fyrst en sækja svo. Við erum með menn eins og Gerrard, Pennant, Riise o.fl. sem hentar ekki vel að spila taktískan varnarleik heldur þurfa að vera á stöðugri hreyfingu til að spila vel. Rafa nær vonandi réttu jafnvægi í þetta.

Arnór sendi inn - 19.04.07 12:06 - (
Ummæli #14)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·L'pool 2 - M'boro 0
·Man City 0-0 Liverpool
·Liverpool 1 - PSV 0
·Reading 1 - Liverpool 2
·PSV 0 - Liverpool 3

Leit:

Síðustu Ummæli

Bjarni: Horfði á leikinn og fyrstu 45 mín voru h ...[Skoða]
einsi kaldi: en af hverju crouch hann var með en fékk ...[Skoða]
Arnór: Kristján ég er bara svo kröfuharður á Li ...[Skoða]
Doddi: Heyr heyr heyr, Kristján! :-) ...[Skoða]
Kristján Atli: einsi kaldi - lestu skýrsluna, þá sérðu ...[Skoða]
einsi kaldi: af hverju ertu með 10 í liðinu ? ...[Skoða]
Ómar: Fín leikskýrsla Kristján Atli sammála fl ...[Skoða]
Arnar: Ég er sammála SSteini um það að eitt got ...[Skoða]
Arnór: Ætli þessir leikir undanfarið ásamt Wiga ...[Skoða]
Stefán: Skrítið að spilamennska LFC fram á við h ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Markið hans Messi
· L'pool 2 - M'boro 0
· Liðið gegn Boro
· Middlesbrough á morgun
· Hicks um Rafa
· Tilnefningar til leikmanns ársins (uppfært)

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeildin · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License