16. apríl, 2007
Þá eru tilnefningar til leikmanns ársins komnar fram. Kemur nú lítið á óvart þar verð ég að segja. Það skal tekið fram hérna að þetta eru tilnefningar fyrir árið 2006. Frammistaða leikmanna núna á seinni helmingi þessa tímabils kemur ekki þarna inní. Það allavega á ekki að gera það, en ég er nú á því að reyndin sé önnur. Allavega, þessir eru tilnefndir:
Steven Gerrard
Didier Drogba
Cesc Fabregas
Paul Scholes
Ryan Giggs
Cristiano Ronaldo
Wayne Rooney
Ef við værum bara að horfa á síðasta ár, þá myndi ég klárlega segja að hvorki Ryan Giggs né Paul Scholes ættu heima á listanum. Þeir hafa verið hrikalega góðir á þessu tímabili, en að mínu mati ekki á því síðasta. Wayne Rooney finnst mér hreinlega ekki eiga heima á þessum lista yfir höfuð, hann er þarna bara út af því að hann heitir Rooney.
Ef við værum svo að tala bara um þetta tímabil, þá ætti Steven okkar Gerrard alls ekki heima þarna. Það eru mjög margir sem hafa átt betra tímabil en hann, og meira að segja nokkrir innan okkar liðs. Ætli hann sé ekki þarna út af nafninu eins og Rooney, og kannski kemur úrslitaleikurinn síðasta vor þarna inn líka.
Annars er þetta alltaf jafn fyndið með svona tilnefningar. Hvað eru margir varnarmenn þarna tilnefndir? Akkúrat, nefninlega enginn. Spila þeir allir svona illa? Hvar er Terry? Hvar er Finnan? Hvar eru markverðirnir? Cech? Reina? Nei, þú virðist lítið “breik” eiga ef þú ert varnarmaður, alveg sama hversu frábærlega þú spilar og hversu stöðugur þú ert. En svona er þetta bara. Giska á að Ronaldo vinni þetta, þó sjálfur myndi ég kjósa Drogba. Mjótt á mununum, en mér finnst Drogba einfaldlega vera búinn að vera stöðugri og draga lið sitt hreinlega áfram á erfiðum stundum á tímabilinu í ár og í fyrra.
Uppfært (EÖE): Kannski að bæta við þeim, sem voru tilnefndir í flokki ungra leikmanna:
Kevin Doyle
Cesc Fabregas
Aaron Lennon
Micah Richards
Cristiano Ronaldo
Shrek
Má ég bara spyrja: HVAR í fjandanum er Daniel Agger?