Aftur á forsíðu
« Chelsea - Liverpool pælingar | Aðalsíða | Hicks um Rafa »

16. apríl, 2007
Tilnefningar til leikmanns ársins (uppfært)

Þá eru tilnefningar til leikmanns ársins komnar fram. Kemur nú lítið á óvart þar verð ég að segja. Það skal tekið fram hérna að þetta eru tilnefningar fyrir árið 2006. Frammistaða leikmanna núna á seinni helmingi þessa tímabils kemur ekki þarna inní. Það allavega á ekki að gera það, en ég er nú á því að reyndin sé önnur. Allavega, þessir eru tilnefndir:

Steven Gerrard

Didier Drogba
Cesc Fabregas
Paul Scholes
Ryan Giggs
Cristiano Ronaldo
Wayne Rooney

Ef við værum bara að horfa á síðasta ár, þá myndi ég klárlega segja að hvorki Ryan Giggs né Paul Scholes ættu heima á listanum. Þeir hafa verið hrikalega góðir á þessu tímabili, en að mínu mati ekki á því síðasta. Wayne Rooney finnst mér hreinlega ekki eiga heima á þessum lista yfir höfuð, hann er þarna bara út af því að hann heitir Rooney.

Ef við værum svo að tala bara um þetta tímabil, þá ætti Steven okkar Gerrard alls ekki heima þarna. Það eru mjög margir sem hafa átt betra tímabil en hann, og meira að segja nokkrir innan okkar liðs. Ætli hann sé ekki þarna út af nafninu eins og Rooney, og kannski kemur úrslitaleikurinn síðasta vor þarna inn líka.

Annars er þetta alltaf jafn fyndið með svona tilnefningar. Hvað eru margir varnarmenn þarna tilnefndir? Akkúrat, nefninlega enginn. Spila þeir allir svona illa? Hvar er Terry? Hvar er Finnan? Hvar eru markverðirnir? Cech? Reina? Nei, þú virðist lítið “breik” eiga ef þú ert varnarmaður, alveg sama hversu frábærlega þú spilar og hversu stöðugur þú ert. En svona er þetta bara. Giska á að Ronaldo vinni þetta, þó sjálfur myndi ég kjósa Drogba. Mjótt á mununum, en mér finnst Drogba einfaldlega vera búinn að vera stöðugri og draga lið sitt hreinlega áfram á erfiðum stundum á tímabilinu í ár og í fyrra.


Uppfært (EÖE): Kannski að bæta við þeim, sem voru tilnefndir í flokki ungra leikmanna:

Kevin Doyle
Cesc Fabregas
Aaron Lennon
Micah Richards
Cristiano Ronaldo
Shrek

Má ég bara spyrja: HVAR í fjandanum er Daniel Agger?

.: SSteinn uppfærði kl. 12:24 | 337 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (14)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Man City 0-0 Liverpool
·Liverpool 1 - PSV 0
·Reading 1 - Liverpool 2
·PSV 0 - Liverpool 3
·Liverpool 4 - arsenal 1!

Leit:

Síðustu Ummæli

Andri Fannar: Agger er ekki einu sinni góð ...[Skoða]
Doddi: Já ókei, þið s.s. takið til greina þá ré ...[Skoða]
Björn Friðgeir: Líst vel á þessa hugmynd Einars! :-) ...[Skoða]
Einar Örn: >SS ef menn sjá ekki að C. Ronaldo hefur ...[Skoða]
Bjarni: SS ef menn sjá ekki að C. Ronaldo hefur ...[Skoða]
Kristján Atli: Ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum Agg ...[Skoða]
Andri Fannar: Agger er ekki einu sinni góður né efnile ...[Skoða]
Einar Örn: Það er ekki talað um *efnilega* leikmenn ...[Skoða]
Kristján R: hehe samt magnað að rooney er bara enþá ...[Skoða]
eikifr: Ég er sammála Brúsa með að ÞEGAR Ronaldo ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Middlesbrough á morgun
· Hicks um Rafa
· Tilnefningar til leikmanns ársins (uppfært)
· Chelsea - Liverpool pælingar
· 18 ár liðin frá Hillsborough slysinu
· Man City 0-0 Liverpool

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeildin · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License