04. apríl, 2007
Enn ein snilldarlesningin frá Paul Tomkins. Snilldarpistill að mínu mati sem inniheldur marga góða punkta.
Mæli með honum
Já og það er einnig athyglisvert að sjá ummæli eftir leikinn í gær, það má finna þetta allt á opinberu síðunni. PSV búnir að gefast upp enda ekkert hlaupið að því að skora á Anfield, hvað þá þrjú mörk, og hvað þá á Evrópukvöldum!
Auk þess bætti Gerrard markametið hans Rushie í Meistaradeildinni/Evrópukeppni Meistaraliða. Nokkur mörk í Evrópumarkametið sem hann mun pottþétt slá, vonandi á næsta tímabili
UPPFÆRT - HÞH:
Já og Aurelio verður frá í þrjá til fjóra mánuði. Þetta kom í ljós í dag en hann ku vera á leið í aðgerð. Ekki gott mál, alls ekki.