Aftur á forsíðu
« Liðið gegn PSV komið! | Aðalsíða | Okkar maður, Tomkins »

03. apríl, 2007
PSV 0 - Liverpool 3

Höddi Magg á Sýn kom glottandi inní stúdío eftir leikinn í kvöld og sagði við þá sem voru þar fyrir: “Ef það er eitthvað lið að spila betur í Meistaradeildinni en Liverpool, þá bara bjalliði í mig.”

_42762559_g416.jpg

Liverpool fóru í kvöld til Hollands og tóku þar hollensku meistarana í kennslustund í fótbolta. Þvílíka yfirburði man ég ekki eftir að hafa séð í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar lengi. PSV átti aldrei sjens og fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar var bara eitt lið á vellinum.

En allavegana, byrjum á byrjuninni. Rafa stillti þessu svona upp:

Reina

Finnan - Carragher - Agger - Aurelio

Gerrard - Alonso - Mascherano - Riise

Kuyt - Crouch

Semsagt, Aurelio í bakverðinum, Mascherano og Alonso á miðjunni líkt og gegn Arsenal og svo Kuyt og Crouch frammi.

Fyrstu mínúturnar þá var nokkuð jafnræði með liðunum en Liverpool þó sterkara liðið. Eftir korter átti Jamie Carragher góðan skalla eftir horn, sem að Gomes varði á ótrúlegan hátt. Stuttu síðar þá var Carra nálægt því að skora sjálfsmark og má í raun segja að það hafi verið besta færi PSV í leiknum.

Það var svo á 27 mínútu sem Liverpool komust yfir. Finnan gaf á Mascherano á miðjum vellinum, benti uppí hornið og fékk boltann frá Mascherano þar - gaf svo frábæra sendingu á Steven Gerrard, sem skallaði boltann örugglega í markið.

Fram að markinu höfðu PSV menn legið í vörn og ekki sett neina pressu á Liverpool. Það breyttist aðeins við markið og leikmenn PSV sóttu aðeins meira, en þó án mikils árangurs. Aðallega vegna þess að allar sendingar stoppuðu á miðjunni þar sem að Xabi Alonso og Javier Mascherano stjórnuðu öllu!


Í seinni hálfleik var þetta svo enn ójafnara, vörnin hjá PSV var í molum og bara spurning hversu fljótt Liverpool myndu bæta við marki. Það gerðist nánast strax því eftir mistök í vörninni hjá PSV fékk John Arne Riise boltann á lofti og þrumaði honum glæsilega uppí samskeytin. Algjörlega frábært mark.

Eftir þetta hélt einstefnan áfram og um korteri seinna skoraði Peter Crouch svo virkilega gott skallamark eftir frábæra stoðsendingu frá Steve Finnan. Það sem eftir lifði leiks virtust PSV menn algjörlega hafa gefið upp alla von og Liverpool menn kláruðu leikinn á hálfum hraða. Það eina, sem skemmdi fyrir var að Fabio Aurelio meiddist. Dirk Kuyt var meira að segja svo öruggur með sig að hann ákvað að ná sér í gult spjald, svo hann verður í banni í seinni leiknum, en hann var auðvitað farinn að hugsa strax til undanúrslitanna.


Maður leiksins: Það lék nánast allt Liverpool liðið ágætlega í kvöld. Það var samt alltaf einsog liðið ætti fullt inni. Í vörninni var það Steve Finnan sem stóð uppúr með sínar tvær stoðsendingar, en Reina, Carra og Agger höfðu nákvæmlega EKKERT að gera. Ástæðan fyrir því hversu lítið þeir höfðu að gera var að Liverpool rústaði hreinlega miðjubaráttunni. Frammi skoraði Crouch gott mark, og kantmennirnir báðir skoruðu fyrir okkur í kvöld, þrátt fyrir að Riise hafi nú ekki gert mikið meira en það af viti.

En maður leiksins er að mínu mati Javier Mascherano. Hann hefur verið að vaxa með hverjum Liverpool leiknum og í kvöld var ekki erfitt að skilja af hverju Rafa vildi fá þennan strák til liðsins. Hann vann boltann ótal sinnum af PSV mönnum og skilaði honum (ég leyfi mér að fullyrða alltaf) til samherja. Hann var kannski ekki mest áberandi leikmaðurinn á vellinum, en hann vann sitt hlutverk fullkomlega. Hann og Xabi Alonso hafa verið frábærir í síðustu leikjum.


En semsagt, 3-0 sigur á útivelli og seinni leikurinn hlýtur því að vera nánast formsatriði. Liverpool tapar einfaldlega ekki niður 3-0 forystu á Anfield. Við getum því verið ansi bjartsýn á að við fáum að sjá Liverpool spila gegn annaðhvort Chelsea eða Valencia í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Frábært mál. :-)

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 20:47 | 632 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (39)

Ég er í skýjunum, hreint út sagt. Það er alltaf dodgy að vera að spila á móti svokölluðum "underdogs" og mér fannst frábært þegar þeir á Sýn (utan Hödda) ÞURFTU að reyna að hrósa liðinu. Þeir reyndu hvað þeir gátu að spila þetta niður, en það var varla hægt.

Palli, í andskotans helvítis djöfulsins bænum reyndu nú að draga einhverja jákvæða punkta fram ef þú þarft að frussa á lyklaborðið. Ef það er eitthvað persónulegt á milli þín og Momo, haltu því þá þannig og það fyrir þig. Í kvöld erum við stoltir af liðinu okkar og erum að hylla Javier nokkurn. Hvernig í ósköpunum þú nærð því að koma fram eftir afar jákvæðar frammistöður með liðinu og nýta það tækifæri til að drulla yfir Momo er ofar mínum skilningi. Gerðu það frekar þegar hann á slæman dag. Ekki hef ég allavega séð þig hrósa honum þegar hann hefur svo sannarlega átt það skilið. Skil ekki svona lagað.

Allavega, það nær mér ekkert úr sigurvímunni núna, og fyrir mér stimplaði Finnan sig endanlega inn hjá mér sem einn besti hægri bakvörður sem við höfum átt í seinni tíð. Og talandi um miðju. Það er alltaf hægt að segja að einn einstaklingur sé betri en annar, fer bara eftir hver segir frá. Eeeeeen, getur einhver sagt mér frá betra úrvali miðjumanna í dag en Liverpool hefur á að skipa? Momo, Stevie, Xabi og Javier! Come on. Hvernig í ósköpunum fengum við að snappa þeim síðast nefnda upp án truflunar? 22 ára og engin samkeppni? Frábært, maðurinn er algjör klassi.

SSteinn sendi inn - 03.04.07 23:41 - (
Ummæli #19)

Frábær leikur þó að PSV hafi svo sem ekki sýnt mikla tilburði í þá átt að vinna hann. Gamla klisjan segir þó að enginn spili betur en andstæðingurinn leyfi og Liverpool hreinlega dómineraði þennan leik frá A til Ö og gáfu PSV engan frið til að gera eitt né neitt. Mascherano er stórkostlegur leikmaður og gjörsamlega óskiljanlegt að west ham skuli ekki hafa geta notað hann. Ég kaupi ekki þessa kenningu með að þeir hafi ekki viljað nota hann vegna einhverrar pay per game klausu því ekki hafa þeir nú beint virst gjaldþrota eftir að Eggert og félagar tóku við. Ég skelli skuldinni alfarið á dómgreindarleysi Pardew og Curbishley. Peter Crouch hefði svo mátt nefbrotna mikið mikið fyrr, það er eins og nefið hafi bara verið fyrir honum því í síðustu tveim leikjum er hann búinn að eiga 2 frábæra skalla sem er mikil tilbreyting frá því sem áður var þegar hann virtist einhvern veginn alltaf bara fá boltann í hausinn og tilviljun ráðið stefnu hans í staðinn fyrir að skalla hann með þeim krafti og þeirri nákvæmni sem síðustu tvö skallamörk hafa svo sannarlega sýnt að hann geti.

Og hvaða endemis vitleysa er þetta hjá Páló að nota tvo frábæra leiki í röð til að dissa momo? Ekkert verið að hrósa liðinu fyrir fína leiki eða hrósa þeim leikmönnum sem spila vel heldur bara bent á fjarveru momo. Hann spyr "hvar eru momo aðdáendur núna" og ég spyr á móti, hvar varst þú eftir barcelona leikina. Ég fullyrði það að án Sissoko hefðum við ekkert verið að spila þennan leik við PSV í gær. Mascherano er vissulega betri fram á við og betri alhliða leikmaður en momo (að mínu mati) en momo er einfaldlega í sérflokki hvað varðar að trufla miðjuspil ansdstæðinganna og í leikjum þar sem við virkilega þurfum á því að halda er hann ómetanlegur.

Og Aggi, smá smáatriði varðandi aldurinn á liðunum að þá sýndi aldurstölfræði þeirra kumpána á TV3 bæði ár og daga og Liverpool liðið var með meðalaldur upp á 25 ár og 355 daga sem í mínum bókum telst nú svona næstum því 26 ár :-) Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Liverpool er með yngsta liðið í 8 liða úrslitum keppninnar og er það bara jákvætt upp á næstu ár að gera.

Svenni sendi inn - 04.04.07 09:49 - (Ummæli #27)

Vá eruði búin að sjá hvað Kromkamp segir í viðtali eftir leikinn. http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N155493070404-1035.htm (sorrý kann ekki að gera link).

En djöfull er ég feginn að vera ekki með svona aumingja í Liverpool. Maðurinn er bara búinn að gefast upp. Feginn að við losuðum okkur við hann.

Haukur sendi inn - 04.04.07 09:50 - (Ummæli #28)

Hvað hafa menn um þetta að segja:

Doddi sendi inn - 04.04.07 11:55 - (Ummæli #31)

Glæsilegur sigur og ekkert nema gott um hann að segja, þó að spekúlantarnir á Sýn í gær vildu meina að 3-0 sigurinn væri til kominn vegna þess að PSV væri svo lélegt lið.

Enn og aftur er Momo-umræðan komin í gang, orðið frekar þreytt umræða og orðinn hálfgerður sandkassaleikur. Samt er ég dottinn ofan í sankassann núna og farinn að taka þátt í umræðunni einu sinni enn :-) Menn tala alltaf um Momo sem svo góðann stoppara og svo yndislegann varnarmiðjumann. Ég er hjartanlega sammála. Ég gef honum 9 í einkunn fyrir þessa hluti.

EN, ER ÉG SÁ EINI SEM VILL SJÁ HANN SPILA SEM AFTURLIGGJANDI MIÐJUMANN?? ALLAVEGA 2-3 LEIKI.

Ég hef trú á því að hann sé góður í þeirri stöðu þar sem kostir hans nýtast mun betur og ókostir hans eru ekki jafn afdrifaríkir á þessum stað á vellinum.

Rafa notar hann alltaf sem framliggjandi miðjumann. Mitt mat er að framliggjandi miðjumaður á hafa sömu kosti og hlutverk og Lampard hefur hjá Chelski, Gerrard hafði/hefur hjá Liverpool og Ballack hafði hjá Bayern M. Semsagt menn sem eru hættulegir fram á við, og ekki er verra að þeir verjist vel eins og mér þykir Gerrard oftast gera þegar hann spilar á miðjunni.

Momo fær hjá mér 1 í einkunn fyrir sóknartilburði sína.

Semsagt 9 fyrir varnartilburði og 1 fyrir sóknartilburði sem gerir 5 í meðaleinkunn (af 10 mögulegum) = meðalmaður sem framliggjandi miðjumaður.

Ég vill sjá góða stoppara/tæklara og baráttuhunda eins og Momo sem afturliggjandi miðjumenn og mér finnst ekki annað boðlegt fyrir lið eins og Liverpool en að hafa framliggjandi miðjumann sem getur ógnað marki andstæðinganna með skotum og stoðsendingum.

Svo eru til menn (eins og sumir sem skrifa hérna á síðunni) sem vilja láta Liverpool spila varnarsinnað með tvo varnarsinnaða miðjumenn inni á vellinum.

kær kveðja og til hamingju með 2 síðustu glæsilegu sigra.

Gústi sendi inn - 04.04.07 13:00 - (
Ummæli #35)

Þessi Momo umræða er bara heimskuleg. Það að Barcelona er að spá í að kaupa strákinn ætti að segja Páló allt um gæði hans. Auk þess er hann aðeins 22 ára svo hann á bara eftir að bæta sig sem fótboltamaður.

Mascherano er allt öðruvísi týpa. Á meðan Momo er nánast fullkominn í að vinna bolta og pirra andstæðinginn með djöfulgangi og lappalengd sinni er Argentínumaðurinn með fullkomnar staðsetningar, ótrúlega yfirvegun og dreifir spilinu vel. Ég er ekki frá því að í honum sé Liverpool fyrst komið með afburðaleikmann sem getur fyllt uppí holurnar sem Gerrard myndar þegar hann hleypur útúr sinni stöðu og tekur þátt í sókninni. Benitez hefur verið gjarn á að setja Gerrard útá hægri kant útaf þessu, hann þarf sitt frelsi frá miðjuskyldunum til að spila vel vegna skorts á stöðuskilningi. Eins og sást í gær er hann alltaf líklegur til að skora þegar hann kemur á ferðinni inní teig. Sjálfur er ég á því að Liverpool verður líklega aldrei Englandsmeistari með Gerrard sem fyrirliða á miðjunni í 4-4-2 leikkerfi.

Annars var leikurinn í gær sigur liðsheildarinnar. Stórfínn reitabolta á köflum í bland við langar sendingar sem skiluðu sér upp kantana. Reyndar finnst mér Kuyt farinn að detta of mikið aftur í undanförnum leikjum, vonandi að Morientes-syndromið(reyna að sanna sig fyrir aðdáendum með því að vinna vel aftur en vera aldrei inní teig) sé ekki að hrjá hann. Finnan var algjörlega frábær og maður leiksins að mínu mati ásamt Mascherano. Það er síðan auðvitað þvæla að Lverpool hefi eingöngu unnið svona stórt vegna þess hve meiðslum hrjáð lið PSV var. PSV eru alltaf sterkir á heimavelli og litu ágætlega út fyrstu 20 mín en Liverpool hafði styrk til að núlla þá út þann tíma. Það er einmitt þetta sem gerir Liverpool svona gott í CL, við höfum varnar og miðjustyrk til að verjast því þegar lið setja allt á fullt og ætla skora gegn okkur. Síðan þegar þau missa kraft og einbeitingu finnum við það á okkur og setjum allt á fullt. Liverpool er þökk sé Benitez lið sem spilar fótbolta með heilanum. Slíkt er eitthvað sem "fótboltaspekúlantarnir" á Sýn munu líklega seint fatta.

Arnór sendi inn - 04.04.07 15:49 - (
Ummæli #36)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·PSV 0 - Liverpool 3
·Liverpool 4 - arsenal 1!
·A Villa 0 - L'pool 0
·Liverpool - Barcelona 0-1
·Liverpool - Man U 0-1

Leit:

Síðustu Ummæli

einsi kaldi: eg segi bara chelsea og m u eru dottin ú ...[Skoða]
Bjarki Breiðfjörð: Í guðanna bænum ekki byrja á því að kall ...[Skoða]
Aggi: Svenni: Varðandi daganna þá er það rétt ...[Skoða]
Arnór: Þessi Momo umræða er bara heimskuleg. Þa ...[Skoða]
Gústi: Glæsilegur sigur og ekkert nema gott um ...[Skoða]
Doddi: Þetta er farið að vera of spooky ... að ...[Skoða]
Gummi: Engin samkeppni um Javier Mascherano SSt ...[Skoða]
Palli G: Dásamlegur sigur í gær, miðjan sannarleg ...[Skoða]
Doddi: Hvað hafa menn um [þetta](http://soccern ...[Skoða]
Arnar Ó: Ég elska Momo. Það að hann sé ekki sá b ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Okkar maður, Tomkins
· PSV 0 - Liverpool 3
· Liðið gegn PSV komið!
· 40 milljónir fyrir Rafa
· PSV Eindhoven á morgun
· Crouchy og Arsenal

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License