Aftur á forsíðu
« Liðið gegn Arsenal komið! | Aðalsíða | Crouchy og Arsenal »

31. mars, 2007
Liverpool 4 - arsenal 1!

crouch_arsenal_hattrick.jpg

Svona eftir á að hyggja þá lá þetta einfaldlega í loftinu. Eftir 3-0, 3-1 og 6-3 töp gegn Arsenal í vetur einfaldlega skulduðum við þeim ærlega flengingu. Þeir áttu þetta algjörlega inni hjá okkar mönnum og í dag varð það svo að Liverpool rústaði Arsenal, 4-1, á heimavelli í Úrvalsdeildinni ensku.

Rafa kom mönnum á óvart með liðsuppstillingunni í dag, en liðið var sem hér segir:

Reina

Arbeloa - Carragher - Agger - Aurelio

Pennant - Alonso - Mascherano - Gonzalez
Gerrard
Crouch

Bekkur: Dudek, Riise, Zenden, Kuyt, Fowler.

Leikurinn var varla byrjaður þegar besti framherji Englands, Peter Crouch, var búinn að koma okkar mönnum yfir. Jermaine Pennant byrjaði vel á hægri kantinum og var nærri því búinn að fífla Gael Clichy á annarri mínútu, en upp úr því fékk Liverpool aftur boltann og eftir að Arbeloa hafði gefið hælsendingu á Pennant svaraði hann með enn betri hælspyrnu innfyrir Clichy. Arbeloa tók boltann þar, kominn á auðan sjó, og sendi hann beint fyrir þar sem Crouch kom aðvífandi og renndi sér á boltann, setti hann beint í nærhornið, óverjandi fyrir Lehmann.

Það var einfaldlega hressandi eftir síðustu leiki að sjá liðið nýta fyrsta færi sitt í leik og sérstaklega að sjá framherja ráðast á bolta á markteignum, en það hefur skort tilfinningalega í leik þeirra Kuyt og Bellamy síðustu vikur.

Eftir þetta var tónninn gefinn og okkar menn börðust grimmilega um boltann út um allan völl við Arsenal-liðið sem virtist hálf slegið yfir grimmd okkar manna. Það er oft sagt að lið spili ekki betur en andstæðingurinn leyfi og í dag einfaldlega leyfðu okkar menn Arsenal-mönnum ekki að spila fótbolta í svona 80 af 90 mínútum.

Eftir mikla yfirburði út fyrri hálfleikinn kom annað markið á 34. mínútu. Þá gaf Alonso boltann út á Fabio Aurelio, sem átti sinn besta leik fyrir Liverpool í dag. Hann var óvaldaður úti á kanti og leit upp, miðaði og gaf svo fyrnafasta fyrirgjöf inná miðjan teig Arsenal þar sem meistari Crouch kom aðvífandi og negldi boltann með höfðinu efst í markhornið fjær. 2-0 fyrir Liverpool, og hver segir að Crouchinho kunni ekki að skalla! :-)

Í síðari hálfleik virtist það sama vera uppi á teningnum; okkar menn unnu alla bolta, lokuðu á allar tilraunir Arsenal til að sækja og það var aðeins Emanuel Adebayor sem virtist ná eitthvað að ráði að angra varnarmenn Liverpool. Hann átti eina færi þeirra í fyrri hálfleik með skalla sem fór naumlega yfir slána og í upphafi síðari hálfleiks var hann óheppinn að minnka ekki muninn þegar hann skaut í stöngina, en inn vildi boltinn ekki.

Þegar tæpur hálftími var svo til leiksloka kom þriðja markið. Enn var það Fabio Aurelio sem gaf fyrir, nú frá hægri úr aukaspyrnu, og það var miðvörðurinn Daniel Agger sem sneyddi boltann í fjærhornið með fínum skalla. 3-0 fyrir Liverpool og menn farnir að syngja!

Adam var þó ekki lengi í paradís; fljótlega eftir markið átti Pepe Reina eina bestu markvörslu tímabilsins þegar hann varði góðan skalla Adebayor í stöngina úr nær ómögulegri stöðu. Þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir náði óþarflega þung sókn Arsenal-manna svo hámarki þegar þeir minnkuðu muninn. Sofandaháttur í vítateignum varð til þess að William Gallasnáði að pota boltanum yfir línuna. Staðan orðin 3-1 og Gallas er þá búinn að skora þrjú mörk á síðustu tveimur tímabilum gegn Liverpool.

Á þessum tímapunkti óttaðist maður að okkar menn ætluðu að gera óþarfa spennu úr unnum leik, en þeir höfðu hreinlega hætt að spila eftir þriðja markið og leyft Arsenal að komast inní þetta aftur, en eftir mark Gallas vöknuðu okkar menn og náðu aftur yfirburðum á vellinum. Arsenal-sóknin varði aðeins í svona tíu mínútur, restin af leiknum tilheyrði Liverpool.

Á 83. mínútu kom svo það sem allir höfðu beðið eftir. Eftir fína sókn upp hægri kantinn gaf Jermaine Pennant boltann fyrir, Dirk Kuyt - sem hafði komið inn fyrir Gerrard - lét hann fara og kóngurinn Crouch tók við honum, lék á Kolo Touré eins og hann væri smástelpa og negldi boltanum svo með vinstri upp í þaknetið. 4-1 var staðan orðin og Crouch fyrsti maðurinn til að skora þrennu gegn Arsenal síðan Robbie nokkur Fowler afrekaði það um miðjan síðasta áratug!

Þar með var leikurinn úti og menn Arsene Wenger hafa sennilega verið því fegnastir þegar dómarinn, Steve Bennett, flautaði til leiksloka. Lokatölur 4-1 fyrir Liverpool og við því komnir tveimur stigum upp fyrir Arsenal í deildinni, en þeir eiga þó enn leik til góða.

MAÐUR LEIKSINS: Þetta er ekki erfitt val. Vörnin eins og hún lagði sig var frábær í dag en uppúr stóð Fabio Aurelio, á miðjunni börðust menn eins og ljón en Jermaine Pennant var okkar helsta ógn og Pepe Reina hélt forskotinu á mikilvægu augnabliki með flottustu markvörslu sem ég hef séð í langan tíma.

En maður leiksins er að sjálfsögðu markakóngurinn PETER CROUCH. Eftir markaþurrð bæði Liverpool og enska landsliðsins í síðustu leikjum gat þessi þrenna hans ekki komið á betri tíma og ég vona að þeir sem efist enn um gildi slánans fyrir liðið (eða landsliðið) hafi endanlega sannfærst í dag. Það var ekki bara það að hann væri stór; í dag skoraði hann potaramark með hægri, skallamark utan úr teig og einleiksmark með vinstri - sannarlega hin fullkomna þrenna!

Lengi lifi Peter Crouch! Lengi lifi Liverpool! Ég get ekki beðið þangað til á þriðjudag! :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 13:40 | 889 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (28)

Maggi, orðið sem Fréttablaðið notaði var "rótburst" fyrir 3 marka sigur. Held að Kristján hafi alveg munað eftir þeim kommentum mínum. :-)

Verður fróðlegt að sjá hvað Frbl kallar þennan sigur. Ekki það að mér sé ekki nákvæmlega sama. Ekki einu sinni þetta bjána komment frá Agga varðandi veðrið mun koma mér úr góða skapinu. :-)

Einar Örn sendi inn - 31.03.07 14:35 - (Ummæli #9)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Liverpool 4 - arsenal 1!
·A Villa 0 - L'pool 0
·Liverpool - Barcelona 0-1
·Liverpool - Man U 0-1
·Liverpool 4-0 Sheffield United

Leit:

Síðustu Ummæli

Hössi: Var á leiknum og tek heilshugar undir me ...[Skoða]
Helgi: Var á leiknum og stemmningin var ekkert ...[Skoða]
Krizzi: Sælir ÉG og félagarnir vorum á vellinum ...[Skoða]
Einar Örn: Sorrí, ég var að skemma þetta fyrir þér, ...[Skoða]
Doddi: Mikið rosalega er þetta skemmtileg topp- ...[Skoða]
Kristinn J: :-) Ja hérna hér. Hvað getur mað ...[Skoða]
Einar Örn: Þetta myndband, Árni Jón er SNILLD! Sér ...[Skoða]
Árni Jón: Hér er svo þrennan með "spönsku" ívafi : ...[Skoða]
Grellirinn: já ég væri sko alveg til í að sjá Tevez ...[Skoða]
Grellirinn: ég hef trú á tevez, held að hann og crou ...[Skoða]

Síðustu færslur

· PSV Eindhoven á morgun
· Crouchy og Arsenal
· Liverpool 4 - arsenal 1!
· Liðið gegn Arsenal komið!
· Arsenal á morgun
· Luuuuuuis Garciiiia...

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License