11. mars, 2007
Þetta er svo sem engin stórfrétt, en gott mál engu að síður. Pepe Reina segist vilja framlengja samning sinn við Liverpool.
Reina hefur verið orðaður við nokkur spænsk lið, enda er hann klárlega einn af bestu markvörðum í heimi um þessar mundir þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall. Reina segir:
“I am happy here and want to stay. We will talk about a new deal in the summer.
“I have two years left but I want to look beyond that. My wife and I have just had our first child and she’s a Scouser. Maybe next time I’ll have a son and he can play for Spain or England!”
Fínt mál. Einsog ég hef oft minnst á þá fylgir því verulega góð öryggistilfinning að sjá nafnið hans Reina í liðsuppstillingunni. Eftir smá hikst í byrjun tímabilsins þá hefur hann verið algjörlega frábær. Reina væri náttúrulega byrjunarmaður í landsliði í nær öllum löndum heims (fyrir utan hugsanlega Ítalíu, Tékkland og Spán), en hann hefur enn ekki náð að slá út hinn frábæra Casillas í spænska liðinu.