beach
« Byrjunarliðin kominn! | Aðalsíða | Hvað er framundan? »

06. mars, 2007
Liverpool - Barcelona 0-1

agger.jpgÞetta var rosalegt taugastríð í kvöld. Ég gat varla hreyft mig yfir leiknum þar sem ég var svo stressaður… maður getur aldrei verið rólegur gegn Barcelona. ÚFF

Lítum aðeins yfir þetta, við byrjuðum leikinn hreint út sagt frábærlega og áttum án sekju að hafa sett í það minnsta eitt ef ekki tvö mörk í fyrri hálfleik. Riise átti frábæran fyrri hálfleik og var óheppinn að setja´ann ekki en hann átti meðal annars skot í slána. Sissoko átti einnig skot í slána eftir vont spark frá markinu en þar gerði Valdes sig sekan um klaufaleg mistök.

Við komum Barcelona greinilega á óvart og pressuðum þá hátt frá fyrstu mínútu og voru klárt betra liðið inná vellinum. Á tímabili var tölfræðin 10 skot á markið frá Liverpool gegn einu frá núverandi evrópumeisturunum. Ótrúlegt. En ég var samt aldrei rólegur því ef við virðumst ekki geta skorað sem stendur og ég hefði ekki getað hugsað það til enda ef svipaður endir og gegn manchester united myndi endurtaka sig. Því þótt þú sért betri í leiknum þá ÞARF AÐ SKORA til að vinna. Mér var einnig órótt yfir því að Arbeloa og Sissoko fengu gult spjald snemma því Arbeloa var að spila gegn Messi og var hann besti maður Barcelona í fyrri hálfeik. Sissoko er náttúrulega gríðarlega aggresívur leikmaður og því oft tæpur ef hann spilar með spjald á bakinu. Það dregur úr honum vígtennurnar sem og hann er stundum ekki sá klókasti.

Alla vega þá vorum við ótrúlega óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik.

Það var ljóst að Barca myndi henda í stórsókn frá fyrstu mínútu í þeim síðar en einhvern vegin gerðist það ekki og er klárt að Eto´o er engan veginn klár til að spila ennþá. Hann var skugginn af sjálfum sér í þessum leik og aldrei til vandræða fyrir þá Carragher og Agger.

En smátt og smátt þá komst Barcelona betur inní leikinn og það lá í loftinu að þeir myndu setja eitt mark. Eiður Smári kom inná fyrir Thuram og áður hafði Guily komið inná fyrir Eto´o. Barca var byrjað að spila 2-5-3 og var allt sett í gang til að ná marki. Það gerðist síðan stuttu eftir að Eiður kom inná en hann lék á rangstöðuvörn okkar, fór auðveldlega framhjá Reina og setti boltann í netið. Vel gert hjá honum og raun óskiljanlegt af hverju hann kom ekki fyrr inná (en ég var afar ánægður með það).

Uppúr markin hófst mikil pressa sem stóð næstum alveg til leiksloka en í raun síðustu mínútur leiksins var eins og Barcelona hefði gefist upp og var bæði Gerrard og Crouch nálægt því að skora.

Eftir stendur er að við erum búnir að slá út núverandi Evrópumeistarana og komnir áfram í 8-liða úrslitin.

Sådan der!!!

Maður leiksins: Fyrir mér er það Jamie Carragher (já en og aftur) en hann var frábær í leiknum. Hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi drengur er góður varnarmaður.

Svona í lokinn er vert að minnast þess að drengirnir voru í kvöld á Anfield og heyrði ég í KAR í hálfleik og var erfitt að skilja hann, bæði vegna hávaðar sem og hann var gríðarlega hás. Skiljanlega! Drenigr njótið kvöldsins í Liverpoool… Yndislegt!

Góðar stundir

.: Aggi uppfærði kl. 21:46 | 528 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (32)

Úff hvað þetta tók á taugarnar. Eftir magnaðan fyrri hálfleik hélt ég að þetta yrði one of those nights þar sem tuðran er á bullandi mótþróaskeiði og neitar að fara inn en fá svo algjört sucker punch í lokin. En sem betur fer héldu okkar menn þetta út.

Þetta jákvæða: Carragher brillerar í vörninni. Bellamy stórhættulegur en óheppinn. Finnan sterkur. Gerrard skyggði gjörsamlega á Ronaldinho. Ef ég hefði verið dómarinn hefði ég ekki þorað að koma við boltann af ótta við að verða plægður niður af Sissoko, enda tæklaði maðurinn sem vindurinn. Reina þræltraustur. Riise sýndi flotta sóknartakta. Vörn og miðja almennt átu allt upp sem nálgaðist lengst framan af leiknum. Rafa - taktíkin þrælvirkaði, breytti engu sem virkaði svo vel í fyrri leiknum. Ljóskan skoraði (fyrst einhver Börsunga þurfti endilega að skora).

Þetta neikvæða (sorrí): Kuyt dapur í sókninni. Of hægur og tekst einhvern veginn ekki að klára sitt (var samt duglegur að hjálpa vörninni). Sissoko ætti bara að dúndra boltanum sem lengst fram þegar hann fær boltann, betra en að gefa andstæðingunum endalaust boltann á miðjum vellinum. Hann bara kann ekki að senda. Enn vantar almennilegan slúttara í sóknina. Það vantar eitthvað drápseðli í þessa sóknarmenn. Þeir heiðursmenn sem halda úti þessari síðu fengu ekki að sjá Liverpool mark í ferðinni, þó kvöldið fari þeim seint úr minni.

Þetta óskiljanlega: Hvers vegna Rafa tekur Bellamy út af þegar Kuyt hefur sýnt sóknartilburði á við dauðan hamstur í leiknum? Reyndar vann Kuyt vel aftur á völlinn en var aldrei líklegur til að skora, ekki frekar en í fyrri leiknum. Ég hefði talið skynsamlegra að halda Bellamy inná enda líklegri til að geta nýtt sér hraðann eftir því sem leið á og Börsungar sóttu af meiri þunga. Kuyt vantar tilfinnanlega hraða eins og sást oft í leiknum. Rafa gerði þetta líka í fyrri leiknum og var ég þá jafn hissa. En hei, Liverpool komst áfram, svo hvað veit ég?

Nóg af þessu. Liverpool komst áfram, yfirspilaði meint besta lið í heimi á lengst af leiknum og gaf manni í kvöld svipaða tilfinningu og fór sífellt vaxandi á vormánuðum 2005. Deja-vu all over again, anyone?

Ævar sendi inn - 06.03.07 23:25 - (
Ummæli #14)

Þetta var algerlega meiriháttar.

Gott að það var Eiður sem skoraði en ekki einhver annar. Svakalega er hann góður leikmaður.

Carrager maður. Hvernig er maðurinn hægt. Í báðum leikjunum sýndi hann hver er besti varnarmaðurinn í heiminum í dag. Stundum var eins og við þyrftum ekki aðra í vörn.

Já og Jon Arne. Ég ætla að skipta persónunni Jon Arne Riise upp í tvær persónur. Jon Arne sem er massívur leikmaður sem skorar stundum glæsileg mörk og getur spilað á hæsta leveli - og svo Riise sem getur farið óstjórnlega í taugarnar á mér og er langt frá því að vera nógu góður fyrir Liverpool. Jon Arne spilaði í gær.

Sissoko, hvað sem sendingagetu og öðru viðvíkur þá er hann besti varnartengiliður í heiminum í dag. Þvílíkur munur að vera með svona harðduglegan tæklara í liðinu. Í báðum leikjunum hafði ég á tilfinningunni að Alonso hefði lítið sem ekkert að gera v.þ. að Sissoko var alltaf búinn að vinna boltann áður en menn komust nálægt svæðinu hans Alonso.

Allir aðrir eiga hrós skilið fyrir frábæran leik. Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst vera mikill munur á liðinu um leið og einhverjar skiptingar verða. Breiddin langt frá því að vera nógu góð og við söknum mikið þeirra Garcia og Kewell.

Rotation systemið hans Rafa er mesta bull sem nokkur þjálfari hefur komið á. Til marks um það voru þeir leikmenn sem spilað hafa nánast alla leikina í vetur bestu menn liðsins á móti Barca. Vonandi fær þetta lið að klára mótið með sem minnstum breytingum.

Frábær þáttur hjá Valtý í gær.

Áfram Liverpool!

Hössi sendi inn - 07.03.07 09:42 - (
Ummæli #25)

http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/03/07/isjamiecarragherenglandsbe.html

Finnan var ekkert slakur heldur. Liverpool græddi þó á að þetta Barcelona er ekkert í líkingu við það sem það var í fyrra og hitteðfyrra.

Kjartan sendi inn - 07.03.07 12:55 - (Ummæli #27)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Liverpool - Barcelona 0-1
·Liverpool - Man U 0-1
·Liverpool 4-0 Sheffield United
·Barcelona 1 - Liverpool 2
·Nýliðar með sinn fyrsta leik fyrir Liverpool

Leit:

Síðustu Ummæli

Einar Örn: Bara for the record, þá hefði ég valið F ...[Skoða]
Aggi: Kjartan, ég er búinn að linka fréttina. ...[Skoða]
Hössi: Matti - upp á síðkastið hafa sömu leikme ...[Skoða]
Matti: Aðrir leikmenn sem töluvert hafa róterað ...[Skoða]
Hössi: Matti - Rafa er frábær þjálfari sem ég v ...[Skoða]
Kjartan: <a href="http://blogs.guardian.co.uk/spo ...[Skoða]
Matti: Rotation systemið hans Rafa ...[Skoða]
Hössi: Þetta var algerlega meiriháttar. Gott ...[Skoða]
Fannar Már: Pennant er alltof linur, sérstaklega í s ...[Skoða]
SOS: Fyrsta skipti sem ég skrifa á síðuna - e ...[Skoða]

Síðustu færslur

· CSS vandamál
· Ööö ... ferðasaga?
· Aukaleikarinn sem stelur senunni!
· Tveir ungir strákar á leiðinni?
· Hvað er framundan?
· Liverpool - Barcelona 0-1

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License