06. mars, 2007
Þetta var rosalegt taugastríð í kvöld. Ég gat varla hreyft mig yfir leiknum þar sem ég var svo stressaður… maður getur aldrei verið rólegur gegn Barcelona. ÚFF
Lítum aðeins yfir þetta, við byrjuðum leikinn hreint út sagt frábærlega og áttum án sekju að hafa sett í það minnsta eitt ef ekki tvö mörk í fyrri hálfleik. Riise átti frábæran fyrri hálfleik og var óheppinn að setja´ann ekki en hann átti meðal annars skot í slána. Sissoko átti einnig skot í slána eftir vont spark frá markinu en þar gerði Valdes sig sekan um klaufaleg mistök.
Við komum Barcelona greinilega á óvart og pressuðum þá hátt frá fyrstu mínútu og voru klárt betra liðið inná vellinum. Á tímabili var tölfræðin 10 skot á markið frá Liverpool gegn einu frá núverandi evrópumeisturunum. Ótrúlegt. En ég var samt aldrei rólegur því ef við virðumst ekki geta skorað sem stendur og ég hefði ekki getað hugsað það til enda ef svipaður endir og gegn manchester united
myndi endurtaka sig. Því þótt þú sért betri í leiknum þá ÞARF AÐ SKORA til að vinna. Mér var einnig órótt yfir því að Arbeloa og Sissoko fengu gult spjald snemma því Arbeloa var að spila gegn Messi og var hann besti maður Barcelona í fyrri hálfeik. Sissoko er náttúrulega gríðarlega aggresívur leikmaður og því oft tæpur ef hann spilar með spjald á bakinu. Það dregur úr honum vígtennurnar sem og hann er stundum ekki sá klókasti.
Alla vega þá vorum við ótrúlega óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik.
Það var ljóst að Barca myndi henda í stórsókn frá fyrstu mínútu í þeim síðar en einhvern vegin gerðist það ekki og er klárt að Eto´o er engan veginn klár til að spila ennþá. Hann var skugginn af sjálfum sér í þessum leik og aldrei til vandræða fyrir þá Carragher og Agger.
En smátt og smátt þá komst Barcelona betur inní leikinn og það lá í loftinu að þeir myndu setja eitt mark. Eiður Smári kom inná fyrir Thuram og áður hafði Guily komið inná fyrir Eto´o. Barca var byrjað að spila 2-5-3 og var allt sett í gang til að ná marki. Það gerðist síðan stuttu eftir að Eiður kom inná en hann lék á rangstöðuvörn okkar, fór auðveldlega framhjá Reina og setti boltann í netið. Vel gert hjá honum og raun óskiljanlegt af hverju hann kom ekki fyrr inná (en ég var afar ánægður með það).
Uppúr markin hófst mikil pressa sem stóð næstum alveg til leiksloka en í raun síðustu mínútur leiksins var eins og Barcelona hefði gefist upp og var bæði Gerrard og Crouch nálægt því að skora.
Eftir stendur er að við erum búnir að slá út núverandi Evrópumeistarana og komnir áfram í 8-liða úrslitin.
Sådan der!!!
Maður leiksins: Fyrir mér er það Jamie Carragher (já en og aftur) en hann var frábær í leiknum. Hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi drengur er góður varnarmaður.
Svona í lokinn er vert að minnast þess að drengirnir voru í kvöld á Anfield og heyrði ég í KAR í hálfleik og var erfitt að skilja hann, bæði vegna hávaðar sem og hann var gríðarlega hás. Skiljanlega! Drenigr njótið kvöldsins í Liverpoool… Yndislegt!
Góðar stundir