08. febrúar, 2007
Ég vissi að það yrði ekki langt í að slúðurbullið myndi byrja eftir eigendaskiptin. Á NewsNow eru meðal vinsælustu frétta:
Liverpool vill kaupa Cristiano Ronaldo
og
Liverpool vilja kaupa Fernando Torres.
Jæja, þetta tók allavegana ekki mikinn tíma.
Auðvitað báðir frábær leikmenn, en það myndi aldrei nokkurn tímann gerast að manchester united
myndi selja byrjunarliðsleikmann til Liverpool. Hvað þá sinn besta mann. Aldrei! Jafnvel þótt að eigendur manchester united
væru hungurmorða og það eitt gæti bjargað liðinu að selja manninn til Liverpool. Svona lygabull skrifa menn bara til að fá fleiri heimsóknir.
Og Torres málið er svo sem ekki mikið líklegra. Samt þó smá möguleiki, en samt bara smá.
En það væri annars gaman að heyra í fólki hversu miklar væntingar menn hafa. Segjum að við hefðum 20 milljónir til að kaupa einn leikmann í sumar, hvern mynduð þið vilja sjá hjá Liverpool?
Þetta þarf að vera raunhæft.