beach
« Barca | Aðalsíða | West Ham á morgun! »

28. janúar, 2007
Hvað á að gera við Momo?

sissoko.jpgJæja, það hefur verið lítið um uppfærslur hérna á síðunni. Svo sem hefur lítið gerst, enda FA Cup helgi og Liverpool eru ekki með í þeirri keppni. Þó er leikur gegn West Ham á þriðjudaginn, sem gæti verið verulega spennandi.

En allavegana, svona þegar ég var að leita að einhverju efni þá rakst ég á þessa ágætu grein, sem fjallar um það hvað eigi að gera þegar að Momo Sissoko kemur aftur eftir meiðsli.

Það er alveg ljóst að í einhverjum leikjum mun Momo koma inn sem mikilvægur hlekkur, til að mynda gegn Barcelona á Camp Nou. En í deildinni hefur gengið afar vel að undanförnu með Gerrard og Alonso á miðjunni og Pennant / Garcia á kantinum. Það er því vafasamt að fara að breyta þeirri stöðu með því að færa Gerrard á kantinn. Hugsanlega mun Rafa nýta Momo í að einfaldlega hvíla annaðhvort Gerrard eða Xabi í einhverjum leikjum. Það gæti reynst mjög gagnlegt sérstaklega ef að Liverpool vinnur Barca því það er ljóst að Gerrard getur ekki leikið hvern einasta leik einsog hann hefur gert hingað til.

En allavegana, Momo kemur væntanlega aftur 3. febrúar á móti Everton. Og það er ljóst að hann mun skapa Rafa ákveðin vandamál. En það eru allavegana góð vandamál.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:15 | 208 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (25)

Rétt URl á síðuna er: http://www.chelseafcmoney.com/mymoneypal/

Á víst að hjálpa aðdáendum (og hverjum sem vill nýta sér þessa þjónustu) að halda betur utan um fjármálin sín, og jafnvel bæta þau). Rætt um þetta hér: http://uk.news.yahoo.com/29042006/344/chelsea-fc-launch-money-website.html

Halldór sendi inn - 28.01.07 20:07 - (Ummæli #8)

já ég hef einmitt verið að hafa smá áhyggjur af endurkomu Momo, ekki vegna þess að líkar ekki við hann sem leikmann heldur vegna þess að ég hræðist uppstillinguna hjá Rafa. Ég er á því að Momo sé mjög góður afturliggjandi miðjumaður en hann er líka mjög slakur sem framliggjandi miðjumaður. Hann er ekki að senda góðar sendingar, gefur nánast engar stoðsendingar þar sem hann tekur ekki eftir hlaupum framherjanna og er vonlaus skotmaður. En maðurinn er líka svakalegt baráttuljón og góður í tæklingum. Vandamálið er bara að í flestum tilfellum sem hann spilar, þá spilar hann með Alonso og þá spilar hann framar en Alonso og er þá kominn í stöðu framliggjandi miðjumanns og í þeirri stöðu vill ég ekki sjá hann. Momo og Alonso eiga einfaldlega að berjast um sömu stöðuna eða spila báðir þegar breyta á til í leikkerfum (vill samt helst sjá 4-4-2).

Fyrir nokkrum mánuðum síðan, yfir einum skelfilegum leik sagði ég við vin minn að ég vonaðist til að Momo myndi meiðast í smá tíma til að þvinga Benitez til að stilla Gerrard og Alonso inn á miðjuna (veit að þetta var ljót ósk, líkar ekki illa við Momo). Mér varð að ósk minni og spil liðsins hefur batnað til muna. En nú er spurning hvað Benitez geri þegar Momo kemur aftur, fer okkar spil aftur í sama farið??? Vona ekki, en það verður að nota Momo rétt, ekki bara troða honum og Alonso inn í 4-4-2 kerfi bara svo þeir geti báðir verið inná, þá vantar allt sóknarbit frá miðjunni (plís, ekki koma með tugguna um að Gerrard sé með frjálst hlutverk á kantinum, hann er búinn að sanna hvar hann spilar best).

Áfram Liverpool, Momo og Alonso en látum þá berjast um stöðu afturliggjandi miðjumanns :o)

Gusti sendi inn - 28.01.07 21:40 - (
Ummæli #9)

Það eru frábær tíðindi fyrir Liverpool að Momo sé að koma aftur, þetta eykur samkeppnina á miðjunni og bætir um leið breiddina til muna. Ég er persónulega nokkuð viss um að Gerrard fari fljótlega út á hægri kantinn og Momo inn á miðjuna, enda eins og Hössi bendir á þá er liðið mun sterkara þannig.

Páló, hverjir voru að spila vel í byrjun tímabilsins, eins og Einar bendir á þá eru 11 menn sem skipa liðið. Og að nota tölfræði liðsins í byrjun tímabilsins er mjög barnalegt.

Hvað með Reyna sem gerði nokkur mistök í fyrstu leikjum tímabilsins og þótti óöruggur, sumir vildu meira að segja sjá Dudek í markinu í stað Reyna. Carra byrjaði tímabilið skelfilega eins og Riise, Hyypia. Aurelio var og er að aðlagast og því ekki að sýna neinn stórleik. Eini varnarmaður Liverpool sem stóð fyrir sínu í fyrstu leikjum liðsins var Finnan. Auk þess var djúpi miðjumaður liðsins Alonso ekki að finna sitt besta form og var lengi að ná því (HM timburmenn).

Sóknarlega var Gerrard ekki að finna sig, sennilega timburmenn frá HM (eins og hjá Alonso), Pennant gat ekkert og var mjög lengi í gang. Garcia var jójó eins og oft áður, Gonzalez var slakur, en í aðlögun. Og sóknarmönnum Liverpool gekk erfiðlega að nýta færin.

Því spyr ég hvernig getur þú sagt að slakt gengi Liverpool í byrjun tímabilsins sé Momo að kenna en ekki öðrum leikmönnum.

Hvað með gott gengi liðsins á síðasta tímabili þar var Momo algjör lykilmaður á miðjunni. Ég er harður á því að Liverpool hefði unnið Benfica ef Momo hefði ekki meiðst. Að vísu byrjaði liðið ílla á síðasta tímabili eins og nú, eflaust var það Sissoko að kenna ekki rétt Páló.

Krizzi

Krizzi sendi inn - 29.01.07 12:54 - (
Ummæli #20)

:-) :-) :-) :-) :-) :-) laugh

nii sendi inn - 30.01.07 19:54 - (Ummæli #24)

:-) :-) :-) :-) :-) :-) laugh

nii sendi inn - 30.01.07 19:54 - (Ummæli #25)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Liverpool - Chelsea 2-0
·Watford 0 - Liverpool 3
·Liverpool 3 - Arsenal 6
·Liverpool 1 - Arsenal 3
·L'pool 3 - Bolton 0

Leit:

Síðustu Ummæli

nii: :-) :-) :-) :-) : ...[Skoða]
nii: :-) :-) :-) :-) : ...[Skoða]
Sveinn: Frábært að fá Momo til baka. Nauðsynlegu ...[Skoða]
David: Krizzi ég er sammála þér að það er gott ...[Skoða]
Hannes: Hössi og Krizzi, hann heitir Reina en ek ...[Skoða]
Krizzi: Það eru frábær tíðindi fyrir Liverpool a ...[Skoða]
David: Gott að fá Momo inn aftur. Hann er mjög ...[Skoða]
Hössi: Momo er frábær leikmaður og liðið mun be ...[Skoða]
Hannes: Ekki þetta rugl! Momo er ungur snillingu ...[Skoða]
Einar Örn: Páló, það er vægast sagt mjög ósanngjarn ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Liðið gegn West Ham
· Liverpool búið að kaupa spænskan bakvörð?
· Mascherano..... (uppfært)
· Sissoko og Zenden með gegn Everton?
· West Ham á morgun!
· Hvað á að gera við Momo?

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License