beach
« Jólatörn og næstu leikir | Aðalsíða | Watford á morgun »

21. desember, 2006
Lucas Neill á leiðinni?

Blaðið The Guardian fullyrðir að Lucas Neill muni koma til Liverpool í janúar. Blackburn eru að kaupa úkraínskan varnamann og telja menn að hann sé hugsaður sem staðgengill fyrir Neill.

Enda er öllum ljóst að Neill mun fara frá Blackburn, spurningin var bara hvort að hann myndi fara í janúar eða í sumar. Neill hefur reyndar einnig verið orðaður við Chelsea. Hinn 14 milljón punda Paulo Ferrera hefur alls ekki notið trausts Mourinho og Geremi hefur spilað í hægri bakverðinum, sem er varla óskastaða. En talið er að Neill vilji fara til Liverpool, enda hefur verið staðfest að hann hefur lengi verið Liverpool aðdáandi.

Neill, who is out of contract at Ewood Park at the end of the season, will complete his move to Anfield having almost joined on deadline day in August only for the clubs to fail to agree a fee at the last minute. Blackburn had explored the possibility of taking the Liverpool full-back Stephen Warnock in part-exchange, but they are close to signing a replacement with the Dynamo Kiev defender Andriy Nesmachnyi in Lancashire and due to take a medical last night. Rovers will hope to raise around £1.5m from the sale of Neill.

Einsog ég sagði í sumar, þá tel ég að Neill gæti verið góður kostur. Það að fá hann fyrir 1,5 milljón punda væri náttúrulega frábært.


Sinama-Pongolle er að slá í gegn á Spáni en hann skoraði gegn Real Madrid í gærkvöldi glæsilegt mark. Það eru ánægjulegar fréttir.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 19:35 | 246 Orð | Flokkur: Leikmannakaup
Ummæli (7)

Síðustu tvö árin hafa verið mér lærdómsrík hvað varðar leikmenn Liverpool. Peter Crouch var sá leikmaður í deildinni sem mér þótti leiðinlegastur þegar Rafa keypti hann, og ég var á móti því þá. Ég gaf honum séns og hann hefur unnið mig á sitt band. Pennant og Bellamy, eins og SSteinn bendir á, eru annálaðir vandræðagemsar en ég treysti því að Rafa sé góður mannaþekkjari og fari ekki að eyða einhverjum milljónum punda í leikmenn sem munu bara valda vandræðum. Því tók ég þann pólinn í hæðina að ef Bellamy og Pennant væru nógu góðir fyrir Rafa væru þeir nógu góðir fyrir mig.

Lucas Neill fótbraut Jamie Carragher á viðbjóðslegan hátt og hegðaði sér frekar illa í kjölfarið, með skæting og neitaði allri sök þegar hver sem er gat séð hið gagnstæða. En það er nú einu sinni svo að ef hann kemur til Liverpool þarf hann að spila við hlið Carra og þið skulið ekki halda að Rafa hafi ekki spurt Carra hvort þetta væri í lagi hans vegna. Carra er varafyrirliði og ein aðalsprauta liðsins og þótt einstakir leikmenn eigi ekki að hafa úrslitavald yfir því hvaða leikmenn stjórinn kaupir er alveg ljóst að Rafa hefur viljað vita hvort Carra gæti fyrirgefið Neill og horft fram á veginn áður en hann færi að eyða pening í þann ástralska.

Þannig að ef af þessu verður getum við ímyndað okkur að það sé bæði vegna þess að Carra er sáttur við það og af því að Rafa telur það góðan kost fyrir klúbbinn. Það nægir mér. Velkominn til Liverpool, Lucas Neill. :-)

Kristján Atli sendi inn - 22.12.06 10:49 - (Ummæli #6)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Charlton 0-3 Liverpool
·L'pool 4 - Fulham 0
·Galatasaray 3 - L'pool 2
·Wigan 0-4 Liverpool
·L'pool 0 - P'mouth 0

Leit:

Síðustu Ummæli

BigGun: Ég er mjög ánægður fyrir hönd Pongolle - ...[Skoða]
Kristján Atli: Síðustu tvö árin hafa verið mér lærdómsr ...[Skoða]
SSteinn: Eins og ég hef áður sagt hérna, þá er bl ...[Skoða]
LP: Held að það væri mjög gott að fá Neil á ...[Skoða]
Gummi: Ég vil ekki einu sinni sjá Lucas Neill á ...[Skoða]
peppi: ég vill fá Sinama aftur hann á bara efti ...[Skoða]
Palli G: Vá hvað besti knattspyrnumaður heims var ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Watford á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Jólatörn og næstu leikir
· Leiknum frestað
· Benitez og æskan
· Peningar í janúar?

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License