21. desember, 2006
Blaðið The Guardian fullyrðir að Lucas Neill muni koma til Liverpool í janúar. Blackburn eru að kaupa úkraínskan varnamann og telja menn að hann sé hugsaður sem staðgengill fyrir Neill.
Enda er öllum ljóst að Neill mun fara frá Blackburn, spurningin var bara hvort að hann myndi fara í janúar eða í sumar. Neill hefur reyndar einnig verið orðaður við Chelsea. Hinn 14 milljón punda Paulo Ferrera hefur alls ekki notið trausts Mourinho og Geremi hefur spilað í hægri bakverðinum, sem er varla óskastaða. En talið er að Neill vilji fara til Liverpool, enda hefur verið staðfest að hann hefur lengi verið Liverpool aðdáandi.
Neill, who is out of contract at Ewood Park at the end of the season, will complete his move to Anfield having almost joined on deadline day in August only for the clubs to fail to agree a fee at the last minute. Blackburn had explored the possibility of taking the Liverpool full-back Stephen Warnock in part-exchange, but they are close to signing a replacement with the Dynamo Kiev defender Andriy Nesmachnyi in Lancashire and due to take a medical last night. Rovers will hope to raise around £1.5m from the sale of Neill.
Einsog ég sagði í sumar, þá tel ég að Neill gæti verið góður kostur. Það að fá hann fyrir 1,5 milljón punda væri náttúrulega frábært.
Sinama-Pongolle er að slá í gegn á Spáni en hann skoraði gegn Real Madrid í gærkvöldi glæsilegt mark. Það eru ánægjulegar fréttir.