30. nóvember, 2006
Eitt af því jákvæða við undanfarna leiki er einsog Kristján Atli benti á að Pepe Reina hefur haldið hreinu í fjórum leikjum í röð og í 6 af síðustu 7. Reina byrjaði tímabilið illa en hefur á síðustu vikum sannað sig aftur.
Benitez vill fyrir vikið láta Reina skrifa undir nýjan samning við Liverpool, jafnvel þótt samningur hans renni ekki út fyrr en 2009. Rafa segir um hann:
“He’s still very young but, for me, he’s one of the top three goalkeepers in England. In Spain now he’s No1. Whether he plays or not for his country depends on the manager but, while we have some good goalkeepers in Spain, he’s No1 as far as I’m concerned.”
Það er vonandi að þessar samningaviðræður gangi vel, en Reina var m.a. orðaður við Valencia nýverið.