29. nóvember, 2006
Craig Bellamy hefur verið dæmdur saklaus af kærum um að hafa ráðist á tvær konur í Wales.
Mér hefur ekki þótt við hæfi að kommenta á þetta mál, þar sem maður hefur enga hugmynd um hvað hefur gerst, en það er svo sannarlega ánægjulegt að Bellamy hafi verið dæmdur saklaus. Það er ekki nokkur einasti vafi í mínum huga að þessar kærur hafa haft áhrif á það hvernig Bellamy hefur spilað fyrir Liverpool hingað til.
Það er vonandi að vandamálum Bellamy utan vallar sé hér með lokið.