beach
« Byrjunarliðið gegn PSV! | Aðalsíða | Argentískur unglingur á leiðinni? »

22. nóvember, 2006
L'pool 2 - PSV 0

Okkar menn unnu í kvöld góðan og öruggan 2-0 sigur á PSV Eindhoven í mjög einhliða leik á Anfield. Fyrir vikið erum við búnir að tryggja okkur sigur í riðlinum, þrátt fyrir að einn leikur sé til góða og það verður áhugavert að sjá hverjir fá að spila útileikinn gegn Galatasaray í síðustu umferðinni.

Rafa stillti upp nær óbreyttu liði í kvöld, eina breytingin var sú að Bellamy vék fyrir Crouch. Sú breyting átti eftir að borga sig. Liðið var sem hér segir:

Reina

Finnan - Carragher - Agger - Riise

Pennant - Gerrard - Alonso - Gonzalez

Kuyt - Crouch

BEKKUR: Dudek, Hyypiä, Paletta, Zenden, Luis García, Fowler, Bellamy.

Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill, knattspyrnulega séð, en einkenndist fremur af meiðslavandræðum okkar manna. Eftir um fimmtán mínútna leik lenti Xabi Alonso í samstuði við leikmann PSV og fékk högg á lærið. Hann þurfti að fara útaf fjórum mínútum síðar og Bolo Zenden kom inná í hans stað. Fimmtán mínútum síðar spratt Speedy Gonzalez upp vinstri kantinn og gaf hættulegan bolta fyrir sem PSV-menn björguðu í horn, en það kostaði sitt því að Gonzalez tognaði aftan á læri og þurfti einnig að fara útaf. Inná fyrir hann kom Luis García. Að öðru leyti var Liverpool með öll völdin á vellinum í 45 mínútur en gekk illa að opna vörn PSV-manna, sem lágu með alla ellefu leikmenn sína aftarlega á eigin vallarhelmingi í allt kvöld og reyndu að halda hreinu.

Í síðari háfleik gekk ekki mikið betur að opna vörn Hollendinganna og á tímabili var maður farinn að óttast að þetta myndi enda í öðru markalausa jafnteflinu í röð. Það átti þó ekki að verða. Á 66. mínútu gaf Reina boltann upp völlinn á Finnan sem framlengdi hann upp að vítateig PSV á Kuyt. Kuyt sneri manninn sinn af sér með flottri snertingu og lagði boltann innfyrir vörnina þar sem Steven Gerrard stakk sér inn og lagði boltann í nærhornið. Staðan orðin 1-0 fyrir Liverpool og leikurinn meira og minna innsiglaður, svo slappir voru Hollendingarnir í kvöld.

Nú, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum rann Jermaine Pennant úti við hægri kantinn og kveinkaði sér einnig aftan í læri, að því eð virtist með svipuð meiðsli og Gonzalez. Hann þurfti einnig að fara útaf og Craig Bellamy tók stöðu hans á hægri kantinum.

Á 89. mínútu kom svo góð sókn. Bolo Zenden braut sér leið upp völlinn og sendi góðan bolta á Luis García inní vítateig PSV. Sá bolti var aðeins of langur og García þurfti að elta hann niður að endamörkum, þaðan sem hann gaf hann strax fyrir á fjærstöngina. Þar mætti Kuyt honum en í stað þess að skalla að marki skallaði hann til baka á nærstöngina þar sem Peter Crouch var óvaldaður og setti boltann í netið. 2-0 fyrir okkar mönnum og sigur í riðlinum gulltryggður!

MAÐUR LEIKSINS: Dirk Kuyt á hrós skilið fyrir kvöldið, þrátt fyrir að hafa ekki leikið neitt sérstaklega vel á heildina litið. Hann vann ötullega allan leikinn en lítið gekk upp hjá honum fyrr en hann lagði upp markið fyrir Gerrard. Hann skilaði þó af sér tveimur stoðsendingum í kvöld og fær fyrir það prik í kladdann.

En menn leiksins voru tveir, þeir Peter Crouch og Steven Gerrard. Saman sáu þeir um að stjórna sóknarleik Liverpool og voru allt í öllu á vellinum. Ég held að Crouch hafi skilað hverjum einasta bolta af sér á samherja í kvöld á meðan Gerrard minnti okkur á það hversu dóminerandi hann getur verið á miðjunni þegar hann nennir því. Það var engin tilviljum að þeir skoruðu mörk liðsins í kvöld og eru vel að því komnir að vera valdir menn leiksins.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 21:36 | 605 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (30)

Mér finnst nú samt ansi margt til í því sem Arnar var að segja. Okkar menn voru ekki góðir í kvöld og hafa, eins og væntanlega allir þeir sem lesa þessa síðu vita, ekki verið góðir að undanförnu. Ég er þeim Arnari og Loga hjartanlega sammála með að Liverpool liðið vantar sárlega betri bakverði og ég vil líka meina að það vanti betri vængmenn.

Þeir Finnan og Riise eru eflaust ágætir til síns brúks en alls ekki meira en það. Finnan er góður varnarmaður og myndi nýtast vel í liði sem liggur til baka og verst heilu og hálfu leikina, en í liði eins og Liverpool þar sem maður vill sjá meiri sóknarbolta spilaðan og þá sérstaklega meiri þátttöku frá bakvörðunum, þá er Finnan langt frá því að vera nógu öflugar fyrir Liverpool. Riise er náttúrulega bara eitt stórt spurningamerki í mínum huga. Hann getur átt fína leiki þar sem hann kemur vel fram og á góðar sendingar fyrir markið, en þeir eru of fáir. Alltof oft finnst mér að hann sé að spila leiki eins og í kvöld þar sem hann gerði alltof margar skissur, átti lélegar sendingar og fyrirgjafir og það sem mér finnst kannski vera hans helsti galli er að í mínum huga er hann afleitur varnarmaður. Honum tókst meira að segja að gera gloríur í kvöld á móti þessu arfa máttlausa PSV-liði, t.d. í lokin þegar hann missti boltann yfir sig og PSV gaurinn komst í dauðafæri sem Reina varði. Riise er eiginlega svona "hvorki né" leikmaður í mínum huga, hvorki nógu góður varnarlega né nógu "solid" og stöðugur sóknarlega.

Pennant og Gonsalez eru að mínu viti ekki nærri nógu góðir leikmenn til að bera uppi vængspil Liverpool. Í rauninni finnst mér þeir ekki nógu góðir leikmenn fyrir Liverpool yfir höfuð. Ég er þó til í að sýna Gonsalez smá þolinmæði vegna þess að hann er enn ungur og er að spila sína fyrstu leiki í ensku deildinni, en samt finnst mér hann ekki hafa sýnt nokkurn skapaðan hlut til þessa í búningi Liverpool. Ég minnist þess ekki að hann hafi komið boltanum fyrir markið og hvað þá átt sæmilega fyrirgjöf sem skapaði einhverja hættu. En enn pirraðari er ég útí Pennant og kaupin á honum. Mér finnst hann bara ekki skila nokkrum sköpuðum hlut til þessa liðs. Hann á aldrei þátt í neinni uppbyggingu sem á sér stað í liðinu (þá sjaldan sem það er eitthvað í gangi!!!!) og þegar hann er að reyna að taka menn á eða að koma boltanum fyrir markið þá finnst mér alltaf eins og meðalmennskan sé í fyrirrúmi. Mér finnst það liggja í augum uppi að með þessa menn í stórum hlutverkum þá verður Liverpool aldrei í neinni toppbaráttu á neinum vígstöðum. Mér fannst líka augljóst í kvöld þegar Luis Garcia kom inná þá bara einhvern veginn breyttist allt. Ég er ekkert sérstakur stuðningsmaður hans en í fyrsta sinn í kvöld gerði ég mér ljóst hversu rosalega mikilvægur hann er fyrir þetta lið. Ég held að hann sé einn af mjög fáum í þessu liði sem spilar með höfðinu, þ.e. hann þefar uppi möguleika og glufur á vörnum andstæðinganna og er alltaf tilbúinn að taka smá áhættu. Spilar ekki eins og vélmenni sem gerir bara það sem því er sagt að gera og þorir ekki að gera neitt óvænt af ótta við að gera mistök. Með tilkomu hans í kvöld færðist miklu meiri ró yfir aðra leikmenn liðsins og hann er líka þannig leikmaður sem vill alltaf fá boltann og er alltaf tilbúinn að reyna eitthvað óvænt. Mér er í rauninni sama hvort hann er að spila hægra eða vinstra megin á vellinum, mér finnst að hann verði að vera í liðinu þegar hinir vængmennirnir eru ekki betri en raun ber vitni.

Ég gæti eflaust setið í klukkutími í viðbót og látið reiði mína og pirring bitna á lyklaborðinu. Ég gæti líka talað um margt annað í leik liðsins sem hefur farið í taugarnar á mér að undanförnu, en það sem ég er búinn að segja hérna er í rauninni það sem mér finnst standa liðinu helst fyrir þrifum. Þetta er alveg burtséð frá því hvernig lykilmenn í öðrum stöðum hafa verið að spila að undanförnu, því mér finnst alveg ljóst að liðið er nógu vel mannað á miðjunni, í miðvörðunum og í sókninni til að það geti náð langt og orðið að "alvöru fótboltaliði" þó svo að það megi lengi gott bæta.

Ég er hins vegar ekkert búinn að gleyma því að Liverpool vann í kvöld, og mér finnst frábært að þeir séu búnir að vinna riðilinn en ég er samt ekki sáttur!!!!

Góðar stundir

Atli sendi inn - 22.11.06 23:31 - (
Ummæli #11)

Rólegur Atli. Ég er sjálfur búinn að gagnrýna Liverpool mikið undanfarið en finnst þessi pirringur þinn vægast sagt ekki koma á réttum tíma.

Liverpool vann í kvöld og vertu ánægður með það. Við unnum riðilinn og megum vera sæmilega ánægðir með árangurinn í Champions League það sem af er í ár, ég er síðan viss um að Liverpool verður komið á fullt flug þegar keppnin byrjar aftur í febrúar og allir verða komnir úr meiðslum. Það að vera voða neikvæður eftir leikinn í kvöld er bara ekki réttlátt - við vorum vængbrotnir að spila gegn liði sem er með mikla reynslu í Meistaradeildinni, eru klókir og kunna að verjast. Það voru PSV en ekki Liverpool sem pökkuðu í vörn.

Gerrard loksins að spila eins og fyrirliði :-) ,frábært að sjá þessar tæklingar hjá honum og skoraði gott mark eftir glæsilegt touch frá Dirk Kuyt. Svona samvinna og skilningur þeirra á milli er vísir að einhverju mjög góðu.

Gonzalez er sko góður leikmaður, það hef ég séð og er viss um að hann spili mun betur þegar hann er kominn inní enska boltann og liðið. Hann hefur mikinn hraða og skotkraft, ákveðinn x-factor svipað og Garcia. Þú segist ekki muna eftir því en hann átti allavega eina mjög fasta og stórhættulega lága sendingu inní teig í fyrri hálfleik sem skapaði næstum mark. Sjáum hinsvegar til með Pennant, ekki jafn viss um hann nái sér á strik með Liverpool en það er samt kannski ekki rétt að afskrifa hann alveg strax.

Að lokum spáði ég hárrétt um að Agger, Crouch og Gonzalez myndu byrja inná, Garcia myndi hafa úrslitaáhrif kæmi hann inná og spáði einnig 2-1 fyrir annaðhvort liðið, (líklega)Liverpool. Sá auðvitað fyrir að PSV myndu fá dauðafæri í lokin þegar okkar menn myndu missa einbeitinguna 2-0 yfir eins og Riise gerði en hélt að PSV myndu nú drullast til að skora! :-)

Áfram Liverpool!

Arnar sendi inn - 23.11.06 00:19 - (
Ummæli #14)

Til hamingju með sigurinn poolarar...

Jæja núna fengum við Gerrard á miðjuna og hvernig leik átti nú fyrirliðinn okkar í kvöld? Jú fyrri hálfleikur brilliant, góð hreyfing á honum með og án bolta stjórnaði spilinu og var sannur fyrirliði. En hvað gerðist þá í seinni hálfleik?? Eins góður og hann var í fyrri hálfleik þá var seinni hálfleikurinn frekar daufur. Hann týndist algjörlega, enginn bolti fór í gegnum hann og á tímabili var hann kominn svo djúpt á völlinn að það lá við að við værum með fimm manna vörn. Svo kom markið og það verður ekki tekið af honum hlaupið var eðal hjá honum. Reyndar var þetta mark snilld frá byrjun... Reina með langa sendingu á Finnan sem sendir á Kyut sem snýr af sér varnarmann og inn á Gerrard sem klárar mjög vel. En það sem verra var Gerrard týndist aftur!!!

Hvað veldur því að Gerrard týndist svona?? Hugsanlega af því að Zenden var þarna með honum og Gerrard hafi þá þurft að taka að sér hlutverk varnarmiðjumannsins. En sem slíkur hefði hann átt að geta fengið boltann djúpt á vellinum og komið með sendingar út á kantana.

Heilt á litið var þetta fínn leikur hjá okkar mönnum, slæmt að missa þrjá leikmenn í meiðsli. Mér hefur fundist Alonso vera að koma til, nú Gonzalez er skruggu fljótur og þegar hann venst enska boltanum held ég að hann eigi eftir að eiga vinstri kantinn, Pennant þarf að læra það að boltinn er fljótari í förum en hann sjálfur...

En nú ætla ég að fá að pirrast smá :-) Hvað er málið með það að menn sem eru að fá 20þ+ pund á viku geti ekki tekið á móti bolta??? Það er sendur einfaldur jarðarbolti á menn og þeir eru að missa hann tvo til þrjá metra frá sér eða að missa boltann upp í loftið. Það eru kannski tveir menn sem geta tekið á móti bolta og það eru Garcia og Alonso. Allir aðrir þurfa 2-3 snertingar áður en þeir eru komnir með boltann undir control og geta farið að hugsa um hvað þeir ætli að gera næst við boltann.

Á meðan þetta er í ólagi þá fáum við aldrei fljótandi og hraðan leik hjá Liverpool. Sjáið lið eins og arsenal, united, barcelona þar geta allir tekið á móti boltanum og komið honum í spil með einni snertingu, fyrir utan nokkra varnarmenn og einn boxara kannski :-)

Fyrra markið okkar er dæmi um hvað gerist ef menn geta tekið á móti bolta og komið honum strax frá sér... Reina sendir langan á Finnan sem tók hann niður í fyrsta, dripplar honum tvisvar sendir á Kyut sem snýr og í næsta skrefi sendir hann á Gerrard sem skorar með fyrstu snertingu. Í það heila kannski 7 snertingar á bolta.

Annars var þetta góður sigur og vonandi að sjálfstrausið aukist við þetta og að meistari Benitez fari að æfa tæknina hjá okkar liði :-)

Áfram Liverpool

Sigurgeir sendi inn - 23.11.06 01:02 - (
Ummæli #16)

Ég get nú bara tekið undir gagnrýnina af mörgu leiti. Mér fannst við spila virkilega illa í gær. Sóknarleikurinn hjá okkur er eins og sýndur hægt(vantar bara "R" merkið efst í hornið), ég man bara aldrei eftir að hafa séð jafn hægan og tilviljunarkendan sóknarleik hjá Liverpool í mörg mörg ár...þetta er verra en undir stjórn GH, í það minnsta ekki mikið betra. Í ofanálag þá bökkuðum við alveg eftir fyrra markið og gáfum eftir öll svæði á miðjunni sem mér finnst óásættanlegt á heimavelli gegn liði eins og PSV, með fullri virðingu fyrir þeim.

Rafa þarf að fara skoða sóknarleik liðsins alvarlega, þetta er bara ekki mönnum bjóðandi. Vissulega skoruðum við tvö góð mörk í gær og auðvitað gleðst maður yfir sigrinum, að vera búnir að vinna riðilinn og allt það, en það breytir því ekki að spilamennskan í gær var langt undir því sem viðunnandi er...til allrar hamingju léku PSV enn verr en við.

Ég hef nú hingað til varið Rafa og hef svo sem fulla trú á honum ennþá, en hann verður að fara gera eitthvað. Þegar maður horfir á hin stórliðin þá virðist sem þau geti alltaf sett í einhvern túrbógír og sett allt á fullt, legið á andstæðingunum og þjarmað vel að þeim. Hjá okkur er þetta svona "hægt en(vonandi)örugglega".

Bottom line: Góð þrjú stig og frábært að sigra riðilinn, en spilamennskan þarf að batna ef vel á að vera.

PS: Aggi, okkar spilamennska var alveg jafn slæm þó þessi lið sem þú nefndir séu ekki örugg áfram :-)

Benni Jón sendi inn - 23.11.06 10:41 - (
Ummæli #23)

Ég ætla að leyfa mér að taka undir með Atla hér að ofan. Vel orðaður pistill og ég er sammála honum um hvaða stöður eigi fyrst að bæta til að styrkja liðið.

Ég skil svo sem pirring spjallstjórnenda á því að menn skuli gagnrýna þegar góður sigur vinnst en vil samt benda á að eins og Logi Ólafs benti á í lýsingunni í gær þá vantar ýmislegt í leik liðsins. Ég tek sérstaklega undir með honum þegar hann sagði að bakverðir liðsins væru ekki nógu góðir fyrir Liverpool.

Varðandi Crouch þá get ég bara ekki tekið undir með þeim sem vilja tilnefna hann mann leiksins. Ég held að það sé einna helst tilkomið vegna þess að Arnar tók það allt í einu upp hjá sjálfum sér að dásama manninni í lok leiksins.

Crouch átti góðan leik ef við berum hann saman við þær væntingar sem gerðar eru til hans sem leikmanns. Þær eru bara of litlar að mínu viti. Mér fannst tvö atvik í leiknum í gær besta dæmið. Það fyrsta var þegar hann fékk sendingu fram, missti boltann of langt frá sér, en náði að koma honum (með skriðtæklingu) á Pennant á kantinum. Þetta fansta Arnar frábærlega vel gert en mér fannst hann hefði einfaldlega ekki átt að missa boltann svona langt frá sér.

Annað var þegar Crouch náði að sóla vinstri bakvörðinn og komst einn upp að endamörkum. Síðan skaut hann í varnarmann og fékk horn í stað þess að koma boltanum inn í. Í fyrsta lagi hljótum við að gera þær kröfur til leikmanna að þeir geti a.m.k. sólað einn leikmann í leik og í öðru lagi hefðum við gert þær kröfur til allra annarra leikmanna að þeir komi boltanum fyrir markið.

Svo skil ég bara ekki af hverju menn hrósa honum þegar hann dettur langt til baka fær boltanum og sendir hann til baka á vörnina. Auðvitað fylgir hafsent honum ekki svona langt til baka. Maður sér t.d. Drogba og Nistelrooy aldrei gera þetta og svo myndu þeir aldrei frá kredit fyrir það.

Ég vil samt taka fram að Crouch er fínn leikmaður og á meðan hann skorar mörk er í sjálfu sér ekkert út á hann að setja. Þá finnst mér hann vissulega eiga sæti í 11 manna byrjunarliði Liverpool.

Ég vil svo taka fram að ég var mjög ánægður með leik liðsins í gær. Sérstaklega mörkin sem komu bæði eftir einstaklingsframtak. Fyrst hjá Kuyt og svo hjá Zenden.

Svo var Gerrard frábær á miðjunni. Mér finnst þessu umræða um hvar hann eigi að spila oft undarlega. Gerrard getur spilað hvar sem er á vellinum og er einn fárra leikmanna í heiminum sem getur það. Ef allir eru heilir finnst mér betra að vera með hann á hægri kanti því Alonso og Sissoko eru einfaldlega betri leikmenn og liðið sterkara með þá innanborðs en Pennant og Gonzales. Reyndar væri best ef Kewell væri heill en þá myndi ég spila Garcia á hægri og láta annað hvort Sissoko eða Alonso víkja fyrir Gerrard eins og menn hafa verið að spila í vetur. Annars væri Garcia á vinstri.

ér finnst umræðan því miður oftast snúast um það hvar Gerrard eigi að spila þegar hún á að snúast um hvar henti besta að láta hann spila fyrir liðið.

Ég endurtek að það var frábært að vinna þennan riðil sem fyrirfram átti að vera mjög erfiður. Það sem stendur upp úr er reyndar hvað Bordoux var með ömurlegt lið manna sem hentu sér í gríð og erg í jörðina. Ég man bara ekki eftir að hafa séð jafn ömurlegt lið á velli áður. Þá finnst mér mjög mikilvægt að hafa unnið riðilinn. Mér finnst alltaf takmarkið að ná í 8 lið úrslit því eftir það getur allt gerst.

Áfram Liverpool!

Hössi sendi inn - 23.11.06 12:22 - (
Ummæli #24)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·L'pool 2 - PSV 0
·Middlesboro 0 - Samansafn af aumingjum í gulum búningum 0
·Arsenal 3 - Liverpool 0
·Birmingham 0 - Liverpool 1
·L'pool 2 - Reading 0

Síðustu Ummæli

MRsmile ALGLISH: allt annað að horfa á Liverpool tvo síðu ...[Skoða]
Ingi: Kannski ekki besti fótbolti í heimi en t ...[Skoða]
villi sveins: Æi ég er svo einfaldur eitthvað. Horfði ...[Skoða]
Seðill: Liverpool er með 13 stig eftir fimm leik ...[Skoða]
Teddi þjálfi: Jæja Góður sigur, er það ekki ? Þið v ...[Skoða]
Einar Örn: >Ég held að það sé einna helst tilkomið ...[Skoða]
Hössi: Ég ætla að leyfa mér að taka undir með A ...[Skoða]
Benni Jón: Ég get nú bara tekið undir gagnrýnina af ...[Skoða]
Palli G: Góður leikur, Crouch besti maður vallari ...[Skoða]
Hjalti: Arsenal heldur ekki öruggt áfram... Verð ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Brokkolí
· Argentískur unglingur á leiðinni?
· L'pool 2 - PSV 0
· Byrjunarliðið gegn PSV!
· PSV á morgun
· Speedy

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License