beach
« Byrjunarliðið gegn Birmingham | Aðalsíða | Momo frá í allavegana mánuð (uppfært) »

08. nóvember, 2006
Birmingham 0 - Liverpool 1

Liverpool eru komnir í 8 liða úrslit í ensku deildarbikarkeppninni eftir ágætis 0-1 sigur á Birmingham.

Einsog búast mátti við, þá gerði Rafa fjölmaragar breytingar á liðinu. Fowler og Bellamy byrjuðu frammi og Fowler var fyrirliði í kvöld þangað til hann fór útaf þegar að Dudek tók við.

Allvegana, liðið byrjaði svona:

Dudek

Peltier - Agger - Paletta - Warnock

Pennant - Zenden - Sissoko - Mark Gonzalez

Fowler - Bellamy

Liverpool byrjaði betur og var í raun betra liðið mestallan tímann. Liðið náði að skapa sér nokkur ágæt færi en án þess að skorast. Um miðjan fyrri hálfleikinn datt Momo Sissoko svo illa og fór úr axlarliðnum. Ekki er enn ljóst hversu alvarleg meiðslin eru og hversu lengi Momo verður frá, en leikurinn var stoppaður í heilar 7 mínútur á meðan læknar hjálpuðu honum.

Inná fyrir Momo kom svo Xabi Alonso.

Stuttu fyrir hálfleik kom svo eina mark leiksins. Liverpool áttu hornspyrnu, sem að Pennant tók. Boltinn skoppaði á milli manna inní teig og datt svo fyrir fætur *Daniel Agger sem dúndraði boltanum af um meters-færi í þaknetið. Annað mark Danans fyrir Liverpool.

Í seinni hálfleik voru Liverpool áfram betri. Zenden og Alonso stjórnuðu spilinu á miðjunni og Mark Gonzalez var sífelld ógnun upp vinstri kantinn. Hann átti m.a. ótrúlegan sprett upp kantinn, sem endaði með því að hann var felldur og dæmd vítaspyrna. Craig Bellamy tók vítaspyrnuna, plataði markvörðinn til að leggjast niður of fljótt, en samt tókst honum á ótrúlegan hátt að skjóta beint á hann. Jafnvel þrátt fyrir að Bellamy hefði séð markvörðinn liggja niðri.

Stuttu seinna klúðraði Bellamy svo dauðafæri. Þetta var sannarlega ekki hans dagur og að sama skapi var Robbie Fowler líka mjög slappur. Fowler var á endanum skipt útaf fyrir Dirk Kuyt, sem gerði lítið - og svo fór Bellamy útaf fyrir Danny Guthrie.

Að lokum tókst Liverpool að halda þetta út þrátt fyrir að Birmingham menn hafi fengið nokkur færi, sem að Dudek sá við.


Maður leiksins: Það eiga nokkrir leikmenn hrós. Fyrir það fyrsta, þá varði Dudek þrisvar úr algjörum dauðafærum frá Birmingham mönnum. Peltier og Paletta stóðu sig ágætlega, en þeir voru báðir að spila sinn annan leik fyrir félagið. Agger fær hrós fyrir að vera öruggur í vörninni og að hafa skorað mark.

Fram á vellinum þá átti Mark Gonzalez góða spretti. Hann er alveg lygilega fljótur þegar hann tekur sig til. En samt þá fannst mér Bolo Zenden eiga skilið að vera valinn maður leiksins. Hann stjórnaði miðjunni og var oft maðurinn á bakvið bestu sóknir Liverpool. Verulega góður leikur hjá honum - og ánægjulegt að sjá svona frammistöðu - sérstaklega þar sem hann gæti komið meira inní liðið ef að Momo verður lengi frá.

En allavegana, við erum núna komnir í 8 liða úrslit ásamt stórliðum einsog Arsenal (sem unnu Everton), Chelsea (sem unnu Aston Villa og Southend (sem unnu Manchester United) :-)

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 22:14 | 478 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (20)

Það sást eiginlega í þessum leik af hverju Fowler hefur fengið svona fáa sénsa á þessu tímabili, virkaði voða þungur og var stundum eiginlega bara fyrir t.d. í skotinu sem Gonzalez átti í seinni hálfleik...

Einnig var Pennant ægilega slappur, það var einhver vara hægri kantmaður inná hjá Birmingham og hann ógnaði svei mér þá meira heldur enn okkar maður :-) , tók t.d. Warnock 2-3 sinnum frekar illa í leiknum.

Liverool reyndar sönnuðu í þessum leik að þeir hafa mjög góða breidd, miklu meiri en Man USA allavega! Gonzalez sýndi fína takta af og til, vonandi að hann sé aðeins farinn að læra á enska boltann og hvenær hann á að nota hraðann og hvenær ekki. Getur orðið virkilega góður leikmaður fyrir okkur ef hann lærir betur á taktík Rafa og enska boltann. Fínt að sjá Peltier fá séns og hann kom ágætlega út. Hefði líka verið gaman að sjá Paul Anderson fyrst Pennant gerði ekki meira en þetta til að sanna sig gegn sínum gömlu félögum. Paletta verður hörkunagli í framtíðinni en hann var þó heppinn að fá ekki víti dæmt á sig í lok fyrri hálfleiks. Agger er klassi. Zenden kom ágætlega út þó mótstaðan hafi ekki verið í heimsklassa þá vekur þessi leikur von um að hann vakni kannski til lífsins. Bellamy sýndi hraðann sem hann hefur af og til en gat heilt yfir örugglega gert betur gegn svona hálfhægri vörn, sérstaklega súrt að geta ekki nýtt vítaspyrnu og svona dauðafæri. Síðast en ekki síst er það Dudek! Það sýnir ákveðinn klassa að hafa verið settur útí kuldann svona lengi og hálf niðurlægður en geta samt verið til staðar fyrir liðið og svarað kallinu svona glæsilega og varið þessi dauðafæri. Þetta gætu ekki allir. Góður!

Heilt yfir finnst mér þessi leikur hafa átt að enda með stærri sigri Liverpool gegn hálfgerðu varaliði Birmingham en samt styrkleikamerki að klára þetta svona á útivelli með mjög breyttum mannskap frá síðasta leik. Sigur er samt sigur, förum til Arsenal næstu helgi með 5 sigurleiki á bakinu. Fínt veganesti. Nú er að duga eða drepast. Þessi leikur er stríð sem Liverool verður að vinna...

Arnar sendi inn - 09.11.06 05:38 - (
Ummæli #12)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Birmingham 0 - Liverpool 1
·L'pool 2 - Reading 0
·L'pool 3 - Bordeaux 0
·L'pool 3 - Aston Villa 1
·Man Utd 2 - L'pool 0 (uppfært)

Síðustu Ummæli

einsi kaldi: Já Fowler var ekki góður en hann er ný s ...[Skoða]
Sigtryggur Karlsson: :-) Sælir félagar. Skyldusigur þar ...[Skoða]
SSteinn: Bolo maður þessa leiks, akkúrat engin sp ...[Skoða]
Einar Örn: Vá, Owen klúðraði **TÍU** vítaspyrnum og ...[Skoða]
Aggi: Þetta var fínn sigur og í rauninni síst ...[Skoða]
Mummi: Nafni, vítadæmið er auðvitað allt saman ...[Skoða]
Biggun: Tek fram að ég sá bara seinni hálfleik. ...[Skoða]
Þröstur: Varðandi brotið hjá Paletta í lok fyrri ...[Skoða]
Arnar: Það sást eiginlega í þessum leik af hver ...[Skoða]
trausti: Vonandi fáum við rækjurnar í Southend í ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Uppfærslur
· Momo frá í allavegana mánuð (uppfært)
· Birmingham 0 - Liverpool 1
· Byrjunarliðið gegn Birmingham
· Birmingham á morgun.
· Rafa mun rótera á morgun

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License