08. nóvember, 2006
Liverpool eru komnir í 8 liða úrslit í ensku deildarbikarkeppninni eftir ágætis 0-1 sigur á Birmingham.
Einsog búast mátti við, þá gerði Rafa fjölmaragar breytingar á liðinu. Fowler og Bellamy byrjuðu frammi og Fowler var fyrirliði í kvöld þangað til hann fór útaf þegar að Dudek tók við.
Allvegana, liðið byrjaði svona:
Dudek
Peltier - Agger - Paletta - Warnock
Pennant - Zenden - Sissoko - Mark Gonzalez
Fowler - Bellamy
Liverpool byrjaði betur og var í raun betra liðið mestallan tímann. Liðið náði að skapa sér nokkur ágæt færi en án þess að skorast. Um miðjan fyrri hálfleikinn datt Momo Sissoko svo illa og fór úr axlarliðnum. Ekki er enn ljóst hversu alvarleg meiðslin eru og hversu lengi Momo verður frá, en leikurinn var stoppaður í heilar 7 mínútur á meðan læknar hjálpuðu honum.
Inná fyrir Momo kom svo Xabi Alonso.
Stuttu fyrir hálfleik kom svo eina mark leiksins. Liverpool áttu hornspyrnu, sem að Pennant tók. Boltinn skoppaði á milli manna inní teig og datt svo fyrir fætur *Daniel Agger sem dúndraði boltanum af um meters-færi í þaknetið. Annað mark Danans fyrir Liverpool.
Í seinni hálfleik voru Liverpool áfram betri. Zenden og Alonso stjórnuðu spilinu á miðjunni og Mark Gonzalez var sífelld ógnun upp vinstri kantinn. Hann átti m.a. ótrúlegan sprett upp kantinn, sem endaði með því að hann var felldur og dæmd vítaspyrna. Craig Bellamy tók vítaspyrnuna, plataði markvörðinn til að leggjast niður of fljótt, en samt tókst honum á ótrúlegan hátt að skjóta beint á hann. Jafnvel þrátt fyrir að Bellamy hefði séð markvörðinn liggja niðri.
Stuttu seinna klúðraði Bellamy svo dauðafæri. Þetta var sannarlega ekki hans dagur og að sama skapi var Robbie Fowler líka mjög slappur. Fowler var á endanum skipt útaf fyrir Dirk Kuyt, sem gerði lítið - og svo fór Bellamy útaf fyrir Danny Guthrie.
Að lokum tókst Liverpool að halda þetta út þrátt fyrir að Birmingham menn hafi fengið nokkur færi, sem að Dudek sá við.
Maður leiksins: Það eiga nokkrir leikmenn hrós. Fyrir það fyrsta, þá varði Dudek þrisvar úr algjörum dauðafærum frá Birmingham mönnum. Peltier og Paletta stóðu sig ágætlega, en þeir voru báðir að spila sinn annan leik fyrir félagið. Agger fær hrós fyrir að vera öruggur í vörninni og að hafa skorað mark.
Fram á vellinum þá átti Mark Gonzalez góða spretti. Hann er alveg lygilega fljótur þegar hann tekur sig til. En samt þá fannst mér Bolo Zenden eiga skilið að vera valinn maður leiksins. Hann stjórnaði miðjunni og var oft maðurinn á bakvið bestu sóknir Liverpool. Verulega góður leikur hjá honum - og ánægjulegt að sjá svona frammistöðu - sérstaklega þar sem hann gæti komið meira inní liðið ef að Momo verður lengi frá.
En allavegana, við erum núna komnir í 8 liða úrslit ásamt stórliðum einsog Arsenal (sem unnu Everton), Chelsea (sem unnu Aston Villa og Southend (sem unnu Manchester United)