beach
« Leikmennirnir hafa brugðist þjálfaranum og stuðningsmönnum. | Aðalsíða | Liðið gegn Reading komið »

03. nóvember, 2006
Reading á morgun

Okkar menn mæta Reading á morgun en þessi sömu lið mættust fyrir rúmri viku síðan, þá í enska deildabikarnum. Liverpool fór þar með 4-3 sigur af hólmi í leik sem varð alltof spennandi þegar uppi var staðið.

Rafa breytti EKKI liðinu í síðasta leik en hann mun væntanlega breyta liðinu á morgun. Á BBC segir að Luis Garcia verði ekki með, en Rafa segir á opinberu síðunni að það komi ekki í ljós fyrr en á morgun. Þar er aftur á móti staðfest að Xabi verður með, öfugt við það sem sagt er á BBC. Bellamy er ekki kominn í form og spilar ekki en Mark Gonzalez er til í slaginn. Hann gæti því komið inn í liðið fyrir Garcia…

Ég sé ekki fyrir mér neitt annað en öruggan sigur í þessum leik. Eftir góða sigra gegn Aston Villa og Bordeaux er liðið komið í gang og er hægt og sígangi að hefja sig til flugs. Vonandi heldur það áfram á morgun…

Eitt lykilatriði þarf að komast í lag ef við ætlum okkur á verulegt skrið, við verðum að fara að halda markinu hreinu. Það eru svosem ekkert ný fræði, ekki frekar en að það sé mikilvægt að skora mörk, en ég held að við þyrftum að taka eins og fimm leiki í röð þar sem við höldum markinu hreinu.

Við þurfum að ná okkur á almennilegt flug og passa okkur að detta ekki niður í meðalmennskuna á ný. Það er ekkert sjálfgefið að komast inn í Meistaradeildina, en ég held að titillinn sé ansi fjarlægur draumur eins og staðan er í dag.

Ég held líka, að eins og Aggi benti á í færslunni hér fyrir neðan, að Steven Gerrard sé að komast í sitt gamla góða form. Hann var “settur” út á hægri kantinn gegn Bordeaux en hann færði sig mikið inn á miðjuna, þar sem hann á auðvitað heima, þar er hann bestur (já ég veit að hann spilaði mikið á kantinum á síðasta tímabili og var frábær), og vonandi heldur hann áfram að sanna það að hann er besti miðjumaðurinn á Englandi í dag.

Með Gerrard í formi, trausta vörn og Reina fullan af sjálfstrausti held ég að við séum að fara inn í góða hrinu af sigurleikjum. Kannski draumórar í mér en ég er sannfærður um að Gerrard rífi liðið upp og Liverpool sýni að þeir eru stórveldi sem á heima með hinum stóru liðunum við topp deildarinnar. Meðal liða fyrir ofan okkur í töflunni eru Bolton, Portsmouth, Aston Villa og jú, Everton. Þannig á það að sjálfsögðu ekki að vera, með fullri virðingu fyrir hinum liðunum. Eða flestum hinum liðunum.

Byrjunarliðið á morgun… Hmmmm… nú er Rafa endanlega orðinn óútreiknanlegur eftir að hafa beytt liðinu 99 sinnum í röð, og svo beytir hann allt í einu bara ekki neinu! Hvað á maður að halda? Jæja, en ég held að Garcia verði semsagt ekki með og ég spái því að Momo verði hvíldur. Ég tippa á þetta byrjunarlið, en auðvitað er erfitt að spá eins og venjulega:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

Pennant - Alonso - Gerrard - Mark Gonzalez

Kuyt - Crouch

Bekkur: Dudek, Agger, Aurelio, Zenden, Fowler.

Mín spá: Ég er að velta því fyri mér hvort ég eigi að koma með stór orð, og stóra tölu, en ég ætla að láta 3-0 sigur á Anfield duga. Lið eins og Reading á ekki að taka neitt stig af okkur þar og þeir eiga heldur ekkert að ná að skora. Crouch skorar eitt, Kuyt annað og Fowler úr víti á lokamínútunum eftir að hafa komið inn af bekknum :-)

YNWA

.: Hjalti uppfærði kl. 15:19 | 598 Orð | Flokkur: Upphitun
Ummæli (10)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·L'pool 3 - Bordeaux 0
·L'pool 3 - Aston Villa 1
·Man Utd 2 - L'pool 0 (uppfært)
·Bordeaux - Liverpool 0-1
·L'pool 1 - Blackburn 1

Síðustu Ummæli

Sigtryggur Karlssons: :-) Sælir félagar. Gott er ef framb ...[Skoða]
Einar Örn: >Kristján Atli... "Kát"... mig rámar í a ...[Skoða]
SSteinn: Er einmitt staddur í Rotterdam núna og h ...[Skoða]
einsi kaldi: Eg held að þessar breytingar hjá Rafa á ...[Skoða]
Pétur: Hann var “settur” út á hægri ...[Skoða]
Jón H: Bjartsýniskvarðinn er að hækka hjá púllu ...[Skoða]
Birgir: Ég hef lesið að Alonso sé tæpur, en ekke ...[Skoða]
Kristján Atli: Fyrr í vikunni var ég viss um að Fowler ...[Skoða]
Garon: Mikið er mér skítsama hvort að við höldu ...[Skoða]
Liverbird: Ég er nokkuð sammála byrjunarliðinu en é ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Liðið gegn Reading komið
· Reading á morgun
· Leikmennirnir hafa brugðist þjálfaranum og stuðningsmönnum.
· Þegar Man U tapaði fyrir FCK!
· L'pool 3 - Bordeaux 0
· Óbreytt byrjunarlið!!!

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License