beach
« Kirkland seldur til Wigan. | Aðalsíða | Liðið gegn Villa komið! »

27. október, 2006
Ófyrirgefanlegt

Stærsta fréttin sem tengist Liverpool FC í dag er einnig einhver sú leiðinlegasta sem ég man eftir að hafa lesið. Þegar ég segi leiðinleg meina ég að mér þykir miður að þetta skuli hafa gerst, ekki að hún sé óspennandi. Í Mirror í morgun birtist grein þar sem rætt er við ‘nafnlausan’ meðlim yfirstjórnar klúbbsins þar sem hann gagnrýnir Rafael Benítez harðlega. Lesið greinina í heild sinni, svo að þið skiljið nákvæmlega um hvað málið snýst.

Í kjölfar greinarinnar varð allt vitlaust í netheimum og, geri ég ráð fyrir, á götum Liverpool-borgar. Margir hafa tjáð sig um þetta mál og ég tók sum af svörunum við þessum árásum stjórnarmeðlims klúbbsins í skjóli nafnleysis saman svo að þið getið nálgast þetta á einum stað:

Það er alveg ljóst að þetta mál er alvarlegt. Ég hef fylgst aðeins með spjallborðunum og menn virðast vera einróma sammála um það að hvort sem Rafa á skilið gagnrýni eða ekki er svona nafnlaus árás algjörlega ófyrirgefanleg. Ég er enginn sérfræðingur en mig minnir að stjórnin samanstandi af sex meðlimum auk stjórnarformannsins David Moores, sem á meirihlut í félaginu. Rick Parry vinnur svo sem framkvæmdarstjóri klúbbsins og er undirmaður stjórnarinnar, þannig að þeir sem hafa sagt hann eiga að gagnrýna stjórnina eru á villigötum.

Ég er eins og aðrir aðdáendur Liverpool. Ég hef alltaf verið stoltur af því að klúbburinn er svokallaður “fjölskylduklúbbur,” þ.e. að málin eru leyst innandyra en ekki viðruð í fjölmiðlum. Þegar starf Gérard Houllier fór algjörlega út um þúfur á vormánuðunum 2004 var hann aldrei gagnrýndur opinberlega af stjórnarmönnum Liverpool heldur þökkuðu þeir honum opinberlega fyrir frábær störf í gegnum tíðina og buðu honum svo sín á milli að segja af sér frekar en að vera rekinn. Hann fékk að kveðja félagið og samstarfsmenn sína á blaðamannafundi og rölta í síðasta sinn út á grasið á Anfield og taka í hönd Rick Parry og David Moores. Hlutirnir voru höndlaðir á réttan hátt - ekki í fjölmiðlum, eins og svo margir aðrir klúbbar með málglaða stjórnarmenn lenda reglulega í.

Ég hef alltaf talið það klúbbnum til tekna að hann býr yfir ákveðinni fágun. “The Liverpool way” er hugtak sem oft er notað fyrir slíka hegðun. Það er hægt að gera hlutina á óviðeigandi hátt, og svo er hægt að höndla þá á Liverpool-háttinn.

Hegðun ónefnda stjórnarformannsins er ekki aðeins honum sjálfum skammarleg og mikil smán, heldur einnig klúbbnum. Í greinunum sem ég vísa í hér að ofan eftir Tomkins, Usher og Bascombe segja þeir allir það sama: David Moores, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi, verður að komast til botns í málinu. Hann verður að heimta að sá sem lét þessi ummæli falla í skjóli nafnleysis gefi sig fram við meðstjórnendur sína og að sá hinn sami verði látinn segja af sér setu í stjórninni. Sumir vilja sjá þetta fara fram í fjölmiðlum, að Moores komi fram í viðtölum og taki á þessu opinberlega svo að við sem fyrir utan stöndum getum fylgst með refsiaðgerðunum í beinni. Ég segi á móti að það er ekki Liverpool-hátturinn að höndla hlutina svo.

Ég þykist þess viss að Moores er þegar byrjaður að taka á þessu máli. Ég trúi bara ekki öðru. Sjálfur myndi ég vilja sjá nafngreindan stjórnarmeðlim segja af sér í kyrrþey á næstu dögum/vikum - ég gæti getið í eyðurnar og vitað að þar væri kötturinn kominn úr sekknum. Ég þarf ekkert á því að halda að þetta sé í blöðunum næstu daga eða vikur, bara að vita að það sé tekið á málunum innan klúbbsins nægir mér.

Þetta er ekki aðeins ömurleg aðferð við að gagnrýna stjórann af hálfu nafnlausu bleyðunnar sem situr í stjórn félagsins heldur kemur hún einnig á ömurlegum tíma. Liðið er í mikilli lægð og einmitt þegar allir frá stuðningsmönnunum upp í leikmannahópinn ættu að reyna að þjappa sér saman utan um liðið og hjálpa því á beinu brautina þá er einn úr innsta hring að reyna að auka á óánægjuna og gefa gagnrýnisröddunum meðbyr. Gleymum því ekki að stjórnin fundar mánaðarlega með Rafael Benítez og þar gefst mönnum jafnan færi á að tala tæpitungulaust, í skjóli lokaðra dyra, um allt sem þeim finnt gagnrýnisvert við störf stjórans. Að bíða ekki fram að næsta slíka fundi, sem getur ekki verið meira en 2-3 vikur í burtu miðað við tímasetningu, heldur hlaupa í blöðin er að mínu mati algjörlega ófyrirgefanlegt. Annað hvort ertu að starfa í þágu félagsins eða ekki, og ef hið síðara er satt hefur viðkomandi ekkert erindi í stjórn félagsins.

Rafa á þetta ekki skilið og ég vona að það verði tekið á þessu. Það sem klúbburinn þarf á að halda núna er magnað andrúmsloft á Anfield á morgun (mér skilst að stuðningssöngvar fyrir Rafa og föður Dirk Kuyt, sem hefur barist undanfarið við krabbamein, séu sérstaklega á dagskrá á morgun), sannfærandi sigur og svo snögg og hörð viðbrögð við þessum svikum í innsta hring okkar virðingarfyllsta félags.

Leikurinn á morgun getur ekki komið nógu snemma.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 17:49 | 865 Orð | Flokkur: Liverpool
Ummæli (8)

Æji, ég skil ekki þetta óveður sem myndast hefur út af einu gamalmenni sem augljóslega hefur alzheimer á háu stigi og er alveg 8 árum á eftir með þessa gagnrýni. Það er ljóst að nú þurfa Parry og Moores að finna þessa rottu (þeas ef þeir standa þá ekki að baki þessara yfirlýsinga...sem er mjög ótrúlegt og heimskuleg getgáta). Samt tel ég að þessi rotta hafi alveg rétt fyrir sér þegar hún nefnir hluti eins og að LFC sé að borga útblásin laun og borga útblásin verð fyrir leikmenn sem síðan er ekki hægt að losa sig við þegar breytinga er þörf. Viðkomandi verður samt að hugsa þegar hann segir þetta því hann er EKKI að tala um Rafael Benitez heldur Houllier og hans fokdýru kaup og laun (Diao gott dæmi) sem ógerlegt hefur reynst að losa okkur við.

Svo vildi ég bæta við að það þarf klárlega að bæta við einhverjum krafti í þessa stjórn því þeir virðast alls hafa samningavit. Arsenal, Scums og meira að segja Chelsea eru öll að fá miklu betri samninga en við nokkurn tímann getum dreymt um. Afhverju?!?! Jú, Arsenal og Scums hafa stóra leikvanga sem eru mun stærri en okkar og þeir í framhaldinu hafa þar sterkt samningavopn....en Chelsea ekki! Þeir hafa stjörnur jú og milljarðana á bak við sig sem hjálpar en hvað höfum við? Jú, höfum þekktasta lið Englands frá upphafi sem hefur stjörnur og nýlega vann stærstu dollu sem félagslið getur unnið í evrópu...en það virðist ekki duga. En þetta var svona smá útúrdúr frá efninu en tengist því smá samt.

eikifr sendi inn - 27.10.06 22:18 - (
Ummæli #6)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Man Utd 2 - L'pool 0 (uppfært)
·Bordeaux - Liverpool 0-1
·L'pool 1 - Blackburn 1
·Bolton 2 - L'pool 0
·Liverpool - Galatasary 3-2

Síðustu Ummæli

Gez: Það voru einhverjir orðrómar um að þessi ...[Skoða]
Bjöggi: Ok ég svosem skil hvert þið eruð að fara ...[Skoða]
eikifr: Æji, ég skil ekki þetta óveður sem mynda ...[Skoða]
arnaroe: Andskotans bleyðuháttur getur þetta veri ...[Skoða]
Siggi: Bjöggi: Orð þín dæma sig nú sjálf. Lestu ...[Skoða]
Kristján Atli: Bjöggi, ég held að Siggi hafi verið að b ...[Skoða]
Bjöggi: Siggi: Blablabla, djöfull geturu verið b ...[Skoða]
Siggi: Einn magnaður punktur í greinni hjá Basc ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Liðið gegn Villa komið!
· Ófyrirgefanlegt
· Kirkland seldur til Wigan.
· Aston Villa á morgun!
· Ekkifréttir: Gerrard
· Hinn danski Sørensen smeykur við Crouch.

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License