18. október, 2006
Jæja við unnum mikilvægan úti sigur gegn Bordeaux í kvöld og er ekki hægt að segja að þessi leikur hafi verið mikið fyrir augað en mikilvæg 3 stig í húsi.
Ég var spurður í dag hvernig þessi leikur færi og var ég eiginlega skíthræddur um við myndum tapa eða í besta falli yrði þetta steindautt 0-0 jafntefli. Þegar ég sá byrjunarliðið þá var ég ánægður með sókndjarfa uppstillingu en nú sem endra nær ekki spenntur fyrir því að sjá Zenden á miðri miðjunni. En já byrjunarliðið var svona:
Reina
Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise
García - Zenden - Alonso - Gonzalez
Bellamy - Crouch
BEKKUR: Dudek, Paletta, Warnock, Pennant, Kuyt, Peltier og Sissoko.
Það var klárlega snemma ljóst að Bordeaux var mætt til leiks til að skora mark úr föstu leikatriði. Leikmenn liðsins hrundu niður við minnsta tilefni og reyndu ítrekað að blekkja dómara leiksins. Þeir fengu eitt gullið færi úr föstu leikatriði en boltinn strauk stöngina utanverða eftir að sóknarmaður Bordeaux náði ekki að stýra skallanum að marki. Crouch fékk okkar bestu færi í fyrri hálfeik en náði ekki að setja´ann og raunar var það frekar slappt honum í fyrra færinu en þá tók Bellamy stutta hornspyrnu og gaf síðan góða fyrirgjöf. Boltinn hrökk af leggnum á Crouch eins og borðtenniskúla og framhjá markinu. Annars var þetta frekar daufur fyrri hálfleikur og var ég aðallega að pirra mig á því hve stór munur er á Zenden og Hamann og það sást berlega í leiknum í dag. Af hverju fór ekki Zenden og við héldum Hamann? (djöfull)
Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik og hófst sá síðari með hörku færi Bordeaux-manna. Síðan róaðist leikurinn og gáfu okkar menn lítið færi á sér. Hyypia var grimmur í vörninni og Alonso duglegur á miðjunni en frammi gekk illa hjá Crouch og Bellamy að ná boltanum niður til að tengja betur saman sókn og miðju. En síðan kom vel uppbyggð sókn hjá okkur, Garcia var hægra megin í vítateignum með boltann, sólaði varnarmann Bordeaux og skaut góðu skotu að marki sem markvörður þeirra varði. Gonzalez náði boltanum á vinstri kantinum, gaf fyrir góða fyrirgjöf sem endaði með horni. Hornið tók hinn knái Bellamy og hitti hann beint á kollinn á Crouch sem stangið boltann á beint markið - beint inn! Annað markið í röð úr horni (hvað tókum við mörg áður?) 0-1.
Bordeaux tók á það ráð að skipta inn sínum varamönnum smátt og smátt og breyttu þeir gangi leiksins töluvert fyrir þá en einnig varamennirnir okkar þeir Kuyt, Sissoko og Warnock. Það sást vel hversu mikilvægir þeir Sissoko og Kuyt eru okkur því þeir komu með mikið jafnvægi inní leik liðsins og loksins var kominn framherji sem tók boltann niður, skýldi honum vel og gat snúið sér við. Reyndar var Warnock næstum búinn að gera út um leikinn með frábærum einleik en slakt skot hans beint í fætur markmansins kom í veg fyrir eftirminnilegt kvöld hjá honum.
Bordeaux sótti töluvert í lokinn og áttu eitt hættulegt færi úr föstu leikatriði (ekki ósvipað því í fyrri hálfeik) en heilt yfir stóð vörnin sig vel í kvöld með Hyypia í toppformi. Við loksins skoruðum og unnum á útivelli! Ég fer samt ekki kokhraustur á Old Trafford á sunnudaginn kemur heldur vona að allt gangi upp og við stelum sigri…
Maður leiksins er ekkert sjálgefið. Varamennirnir Kuyt og Sissoko kom vel inní leikinn en Hyypia sýndi í kvöld að hann er gæða leikmaður sem á ennþá 1-2 ár eftir hjá Liverpool. Hann er minn maður leiksins.
Núna er bara að vona að Sissoko, Kuyt og Gerrard séu 110% klárir í leikinn gegn manchester united
á sunnudaginn… djöfullinn verið verðum að spila betur en í kvöld til að vinna þar!