beach
« Bordeaux á morgun! | Aðalsíða | Rafa um leikinn í gær og um helgina. »

18. október, 2006
Bordeaux - Liverpool 0-1

Jæja við unnum mikilvægan úti sigur gegn Bordeaux í kvöld og er ekki hægt að segja að þessi leikur hafi verið mikið fyrir augað en mikilvæg 3 stig í húsi.

Ég var spurður í dag hvernig þessi leikur færi og var ég eiginlega skíthræddur um við myndum tapa eða í besta falli yrði þetta steindautt 0-0 jafntefli. Þegar ég sá byrjunarliðið þá var ég ánægður með sókndjarfa uppstillingu en nú sem endra nær ekki spenntur fyrir því að sjá Zenden á miðri miðjunni. En já byrjunarliðið var svona:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

García - Zenden - Alonso - Gonzalez

Bellamy - Crouch

BEKKUR: Dudek, Paletta, Warnock, Pennant, Kuyt, Peltier og Sissoko.

Það var klárlega snemma ljóst að Bordeaux var mætt til leiks til að skora mark úr föstu leikatriði. Leikmenn liðsins hrundu niður við minnsta tilefni og reyndu ítrekað að blekkja dómara leiksins. Þeir fengu eitt gullið færi úr föstu leikatriði en boltinn strauk stöngina utanverða eftir að sóknarmaður Bordeaux náði ekki að stýra skallanum að marki. Crouch fékk okkar bestu færi í fyrri hálfeik en náði ekki að setja´ann og raunar var það frekar slappt honum í fyrra færinu en þá tók Bellamy stutta hornspyrnu og gaf síðan góða fyrirgjöf. Boltinn hrökk af leggnum á Crouch eins og borðtenniskúla og framhjá markinu. Annars var þetta frekar daufur fyrri hálfleikur og var ég aðallega að pirra mig á því hve stór munur er á Zenden og Hamann og það sást berlega í leiknum í dag. Af hverju fór ekki Zenden og við héldum Hamann? (djöfull)

Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik og hófst sá síðari með hörku færi Bordeaux-manna. Síðan róaðist leikurinn og gáfu okkar menn lítið færi á sér. Hyypia var grimmur í vörninni og Alonso duglegur á miðjunni en frammi gekk illa hjá Crouch og Bellamy að ná boltanum niður til að tengja betur saman sókn og miðju. En síðan kom vel uppbyggð sókn hjá okkur, Garcia var hægra megin í vítateignum með boltann, sólaði varnarmann Bordeaux og skaut góðu skotu að marki sem markvörður þeirra varði. Gonzalez náði boltanum á vinstri kantinum, gaf fyrir góða fyrirgjöf sem endaði með horni. Hornið tók hinn knái Bellamy og hitti hann beint á kollinn á Crouch sem stangið boltann á beint markið - beint inn! Annað markið í röð úr horni (hvað tókum við mörg áður?) 0-1.

Bordeaux tók á það ráð að skipta inn sínum varamönnum smátt og smátt og breyttu þeir gangi leiksins töluvert fyrir þá en einnig varamennirnir okkar þeir Kuyt, Sissoko og Warnock. Það sást vel hversu mikilvægir þeir Sissoko og Kuyt eru okkur því þeir komu með mikið jafnvægi inní leik liðsins og loksins var kominn framherji sem tók boltann niður, skýldi honum vel og gat snúið sér við. Reyndar var Warnock næstum búinn að gera út um leikinn með frábærum einleik en slakt skot hans beint í fætur markmansins kom í veg fyrir eftirminnilegt kvöld hjá honum.

Bordeaux sótti töluvert í lokinn og áttu eitt hættulegt færi úr föstu leikatriði (ekki ósvipað því í fyrri hálfeik) en heilt yfir stóð vörnin sig vel í kvöld með Hyypia í toppformi. Við loksins skoruðum og unnum á útivelli! Ég fer samt ekki kokhraustur á Old Trafford á sunnudaginn kemur heldur vona að allt gangi upp og við stelum sigri…

Maður leiksins er ekkert sjálgefið. Varamennirnir Kuyt og Sissoko kom vel inní leikinn en Hyypia sýndi í kvöld að hann er gæða leikmaður sem á ennþá 1-2 ár eftir hjá Liverpool. Hann er minn maður leiksins.

Núna er bara að vona að Sissoko, Kuyt og Gerrard séu 110% klárir í leikinn gegn manchester united á sunnudaginn… djöfullinn verið verðum að spila betur en í kvöld til að vinna þar!

.: Aggi uppfærði kl. 22:58 | 618 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (17)

Jæja, þá er maður loksins búinn að horfa á þennan leik. Betra er seint en aldrei ...

Þetta var baráttusigur, rétt eins og ég spáði í upphituninni í gær. Þar sagði ég að Rafa myndi leggja kapp á að halda hreinu og ná svo að lauma inn einu eða tveimur til að sigra leikinn og það gekk eftir.

Okkar menn léku í raun ekkert vel í þessum leik en höfðu þó yfirhöndina allan tímann, sem sýnir vel getumuninn á þessum liðum. Ef okkar menn ná að leika þó ekki sé nema sæmilega á Anfield eftir hálfan mánuð munu þeir vinna stærri sigur en í kvöld.

En allavega, þetta var fyrsti útisigurinn í öllum keppnum á þessu tímabili og það var mikilvægt, auk þess sem Reina náði að halda hreinu sem er gott fyrir sjálfstraustið. Þetta var langt því frá klassísk frammistaða en á þessu má byggja til framtíðar og nú er það undir okkar mönnum komið að tímabilið lendi ekki í öðru neyðarstoppi á sunnudaginn.

Hyypiä var góður í kvöld, okkar besti maður ásamt Carra og Finnan, auk þess sem Sissoko og Kuyt áttu góðar innkomur. Gonzalez og García voru góðir framan af, sem og Bellamy, en þeir týndust í seinni hálfleik á meðan Crouch óx ásmegin eftir því sem leið á. Alonso og Zenden voru ekkert spes í kvöld en höfðu þó stjórn á miðjunni allan leikinn. Riise hefur átt betri leiki. En eins og ég sagði, lengi má á góðum grunni byggja og þetta er gott veganesti inn í leikinn á Old Trafford.

Kristján Atli sendi inn - 19.10.06 01:17 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Bordeaux - Liverpool 0-1
·L'pool 1 - Blackburn 1
·Bolton 2 - L'pool 0
·Liverpool - Galatasary 3-2
·Liverpool 3-0 Tottenham

Síðustu Ummæli

Aggi: Fridrik: ég er ekkert ósanngjarn þegar é ...[Skoða]
Þröstur: Sammála þessu með svæðisvörnina. Óþoland ...[Skoða]
Fridrik: Ég er sammála allflestu sem komið hefur ...[Skoða]
Svavar: Áfengisauglýsingar bannaðar á íþróttabún ...[Skoða]
Hannes: Sammála ykkur með Warnock. Mér hefur ald ...[Skoða]
Kiddi: Sammála Johnny H. með svæðisvörn. Heyrði ...[Skoða]
Aggi: Seðill: Ég styð þetta... Warnock er upph ...[Skoða]
Seðill: Að gefnu tilefni; hver var þessi númer 2 ...[Skoða]
Johnny H: Nú verð ég að minnast aðeins á þulina í ...[Skoða]
Birgir: Verð að tuða aðeins yfir dómara leiksins ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Föstudagsmolar
· Agger klár um helgina og Garcia vill framlengja dvölina hjá Liverpool.
· Rafa um leikinn í gær og um helgina.
· Bordeaux - Liverpool 0-1
· Bordeaux á morgun!
· Gerrard meiddur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License