beach
« Bolton á morgun | Aðalsíða | Joey er BARA SNILLINGUR »

30. september, 2006
Bolton 2 - L'pool 0

Ælan sem situr í hálsinum á mér hindrar mig í að skrifa almennilega leikskýrslu í dag. Þess í dag ætla ég að koma með tíu dagsannar fullyrðingar eftir að hafa horft á þennan leik:

  1. Aukaspyrnan sem dæmd er á Pepe Reina í fyrsta markinu er dómaraskandall ársins. Hann var ekki nærri vítateigslínunni, auk þess sem endursýningin sýndi hversu illa staðsettur aðstoðardómarinn var. Samt var hann handviss og flautaði á Reina, og þeir fengu aukaspyrnu á hættulegasta stað fyrir vikið.

  2. Pepe Reina, hins vegar, gleymdi gullnu reglu markvarða í öllum hamagangnum í kjölfarið: varnarveggurinn tekur annað hornið, markvörðurinn hitt. Hvar var Reina þegar Speed skoraði?

  3. Það er svo mikið kraftaverk að Faye skuli hafa fengið að klára þennan leik að það liggur við að ég fari að ákalla hann sem næsta frelsara mannkyns. Hvernig í ósköpunum gat dómarinn ekki gefið honum seinna gula spjaldið sitt þegar hann blóðgaði Kuyt með olnbogaskoti í fyrri hálfleik, eða þegar hann kom alla leið niður að miðju vallarins til að strauja Momo Sissoko aftan frá í þeim seinni? Hefði einhver dómari hlíft Momo við spjaldi fyrir slíka tæklingu?

  4. Kolrangir rangstöðudómar, heilir þrír talsins. Og tvær augljósar vítaspyrnur í fyrri hálfleik. Ég segi þetta ekki oft, enda ekki mikið fyrir að kalla “úlfur! úlfur!” þegar dómarar eiga í hlut … en … HVER MÚTAÐI ÞESSUM HÁLFVITUM?!?

  5. Við lendum 1-0 undir á útivelli í deildinni … og sækjum og sækjum … en þau fáu skotfæri sem við náum að skapa okkur enda nær undantekningarlaust uppi í stúku. Af hverju geta menn ekki (a) skilað almennilegum fyrirgjöfum inn í teiginn og (b) HALLAÐ SÉR YFIR HELVÍTIS BOLTANN ÞEGAR ÞEIR SKJÓTA!?! Þetta er ekki flókið, Alonso, ef þú ert búinn að þrykkja þrisvar upp á þakið á stúkunni hallarðu þér fram næst þegar þú skýtur. Andskotans dauði og djöfull.

  6. Steven Gerrard úti á vinstri kanti. Peter Crouch, sem skoraði tvennu í síðasta leik, á bekknum. Rafa, hvað ertu að spá?!?!?

  7. Hér kemur bomba, töluð beint frá hjartanu og byggt á boltanum almennt en ekki bara leiknum í dag: Það er ekki til leiðinlegra knattspyrnulið í heiminum en Bolton Wanderers!!!

  8. Everton. Chelsea. Bolton. Á útivelli. Þrjú töp. Getum við ekki alveg eins gefið leikinn á Old Trafford eftir hálfan mánuð? Við vinnum aldrei deildina ef við ekki getum drullast til að hanga allavega á 0-0 jafntefli á þessum völlum. Aldrei. Munurinn á okkur og Chelsea á síðasta tímabili var sá að þeir unnu Arsenal og manchester united á heimavelli og okkur í tveimur leikjum. Við hins vegar töpuðum á Highbury, Old Trafford og Stamford Bridge. Í ár, árið sem við ætluðum að bæta okkur enn frekar og vinna titilinn, getum við bætt Goodison Park og Reebok Stadium við þá tölfræði.

  9. Eltingarleikur. Ég veit að liðinu okkar finnst gaman að mála sig út í horn og bjarga sér svo á ævintýralegan hátt, en það gengur einfaldlega ekki í deildarkeppni að ætla alltaf að gefa keppinautunum í toppbaráttunni 5-10 stig í forgjöf. Það er ljóst í mínum huga, þótt það sé langt því frá að vera tölfræðilega ómögulegt, að við munum ekki vinna titilinn í ár. Á næsta hausti þarf eitt að breytast, við þurfum að vinna okkar fyrstu leiki! Þetta er svo leiðinlegt að láta sig hlakka til allt sumarið og mæta svo bara vonbrigðum í ágúst og september að það hálfa væri nóg. Ég er búinn að fá nóg af þessu!

  10. Í dag léku fjórtán leikmenn fyrir Liverpool. Í dag léku fjórtán leikmenn illa fyrir Liverpool. Enginn maður leiksins í dag, og ekki heldur neinn skúrkur. Rafa og leikmennirnir fá falleinkunn í dag og verða að taka sig á í næstu útileikjum til að þetta tímabil fari ekki bara í vitleysu. Dómarinn og aðstoðarmenn hans, hins vegar, ættu að skammast sín.

Hef ekki meira um þetta að segja. Mun ekki horfa meira á knattspyrnu þessa helgina, og er því eiginlega fegnastur að við skulum fá tveggja vikna frí eftir þennan hroðalega, andstyggilega, hryllilega, ömurlega, fáránlega, gufusoðna, dragúldna, illa lyktandi og mölétna viðbjóð sem okkur var boðið upp á í dag.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 13:54 | 681 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (40)

:-) Hvílík hörmung. Vera 60 – 70% með boltann og skapa sér varla færi í leiknum. Eina sem sást voru skot utan af vellinum og helmingur þeirra framhjá. Reina virðist öllum þeim heillum horfinn sem afbragðsmarkmenn hafa með sér og er ekki að sýna neina heimsklassamarkvörslu sem þarf að vera til staðar ef lið á að vinna leiki þegar það er að spila illa. Andleysi liðs og þjálfara var algjört og ömurlegt að horfa uppá þetta. Þar skildi ekki á milli manna, enginn öðrum betri. Gerrard, Pennant, Bellamy allir að spila undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar og svo náttúrúlega Reina sem ég vil setja á tréverkið. Það er orðið ansi hart þegar maður er farinn að væla um Dudek inná. En á þessu tímabili er ekki neinn vafi í mínum huga lengur. Reina er ekki nema meðalskussi og er ekki í neinu stuði og inná með Dudek. Við höfum verið að gagnrýna lið eins og Chelsea en það er ekki sanngjarnt lengur. Okkar mönnum væri nær að taka lið Chelsea sér til fyrirmyndar. Þeir vinna sýna leiki nánast undantekningartlaust þó þeir séu ekki að spila vel. Þar er alltaf einhver sem stígur upp og leiðir liðið til sigurs og markmaður þeirra gerir það þá ef aðriir gera það ekki. Fyrir svo utan að vörn þeirra er amk. klassa betri en okkar þar sem mistök á mistök ofan raðast upp leik eftir leik. Það þýðir heldur ekki að vera að væla yfir mistökum í dómgæslu, þau eru einfaldlega hluti af leiknum og jafnvel þó aðstoðardómarinn sé engan veginn starfi sínu vaxinn þá bitnar það oftast á báðum liðum. Með sömu spilamennsku getum við þakkað fyrir að vera um miðja deild þegar upr staðið. :-) :-) :-) :-)

Sigtryggur Karlsson sendi inn - 30.09.06 14:29 - (
Ummæli #3)

Strákar, strákar, er ekki allt í lagi með suma hér á þessu spjalli?

Að halda því fram að Reina eigi að fara á bekkinn er eitt mesta bull sem ég hef heyrt lengi. Það er ekkert honum að kenna frekar en þeim sem stóðu í veggnum að Speed skoraði. Menn eru fljótir að gleyma hversu óöruggur Dudek er í markinu.

Ákvörðun línuvarðarnins réði úrslitum í þessum leik. Bolton fær sjaldan mörk á sig á heimavelli og að gefa þeim eitt mark í forskot með rangri dómgæslu réði úrslitum í þessum leik.

Liverpool yfirspilaði Bolton lengstan hluta leiksins. Í hálfleik hafði Bolton náð tveimur skotum á markið (annað þeirra var úr aukaspyrnu Speed sem þeir fengu gefins) og í síðari halfleik náðu þeir líka tveimur á sínum eigin heimavelli. Við verðum að hafa í huga að heimavöllur Bolton er einn allra erfiðasti útivöllur á Englandi.

Það eina sem hægt er að kvarta yfir er færa nýting liðsins. Að ná 8 skotum á rammann en engu marki er ekki nógu gott. En gleymum því ekki að lukkudísirnar þurfa líka að vera á okkar bandi til að þessir boltar detti inn. Sem dæmi stangarskot Alonso nokkrir sentimetrar til hægri og við hefðum komist í 1-0. Það er stutt á milli hláturs og gráturs í boltanum.

Það er fullt eftir af mótinu og ennþá möguleiki að ná efstu sætum. Við eigum ekki að detta í þá grifju að afskrifa liðið eftir 7 leiki í deild það sem 38 leikir eru spilaðir.

Og fyrir þá sem búnir eru að gleyma því þá náði Liverpool sínum besta árangri á síðasta tímabili með Gerrard á hægri kanti (ath frjást hlutverk sóknarlega líka) og hann náði sínum besta árangri í skorun 23 mörk.

Áfram Liverpool

Krizzi sendi inn - 01.10.06 00:01 - (
Ummæli #22)

Ég verð nú að viðurkenna að þetta á margan hátt undarleg umræða hérna á spjallinu.

Ég skil ekki þá sem vilja Reina úr markinu. Hann er svo margfallt betri en Dudek að það hálfa væri nóg. Hann átti ekki sök á mörkunum tveimur. Ef það á að kenna einhverjum um þá er það maðurinn sem var að dekka Campo þegar hann skoraði. Þetta er í annað sinn í tveim leikjum sem Finnan lætur jarða sig inn í teig og hitt liðið skorar. Ég verð að viðurkenna að stundum finnst mér eins og þessi vinsæli hægri bakvörður gæti komist gagnrýnislaust í gegnum heilt tímabil. Að kenna Reina um markið í stað Finnan er besta dæmi þess.

Svo skil ég ekki þessa Crouch umræðu. Jú hann skoraði vissulega tvö mörk í síðasta leik. Vel gert. En hann gat ekkert á móti Bolton. Hann fékk heilan hálfleik og maðaur spurði sig allan tíman - af hverju í andsk. var Kyut tekinn út af. Klárlega miklu betri leikmaður en Crouch.

Og enn skil ég ekki þessa - inn á miðjuna með Gerrard umræðu. Hann hefur marg sagt sjálfur að honum líki vel að spila úti á hægri kannti. Hvort spila eigi Sissoko eða Pennant er engin spurning í mínum huga. Pennant er langt frá því að vera heimsklassa á meðan Sissoko hefur byrjað tímabilið af fítons krafti. Einhver hérna sagði að Gerrard væri ekki svipur hjá sjón. Ég get vel tekið undir það en það er þá þessur endalausu róteringum að kenna frekar en fílu yfir að fá ekki að spila miðjunni. Ég sá dapran Gerrard í sumar með enska landsliðinu og þá var hann á miðjunni. Aftur á móti sá ég einn besta leikmann í heimi sem skilaði 23 mörkum síðasta vetur eins og Krizzi bendir á hér að ofan.

Þetta rótation system hans Rafa er að fara verulega í taugarnar á mér. Er ekki bara málið að stilla upp sterkasta liðinu og reyna að vinna alla leiki strax. Rafa sagði sjálfur þegar hann var að verja kerfið að hann vildi frekar eiga ferska fætur í vor og vinna titla. Ég er ósammála þessu. Keppnirnar eru þegar byrjaðar og þar er ekkert mál að tapa þeim strax á haustin ef maður setur ekki á fullt gas í upphafi. Það er eins og undirbúningstímabilið sé enn í gangi.

Ég vona svo að ég særi ekki heittrúaða en mér finnst Carrager ekki vera búinn að finna sig í haust. Hyypia kallinn sýndi það á móti Bolton að hann á fullt inni og lang sterkasti skallamaðurinn í liðinu. Ég held að Hyypia - Agger sé ekki svo vitlaus hugmynd en þá set ég líka inn í formúluna að Carrager sé Færeyingur en ekki Englendingur sem á fast sæti í línu bara út af þjóðerninu.

Ég vil svo taka það fram að þrátt fyrir gagnrýnina hér að ofan finnst mér margt jákvætt í leik liðsins og er viss um að meiri samheldni og sigurvilji myndi skila okkur fleiri sigrum. Afnám rotation systemsins tel ég myndi hjálpa mikið í þeim efnum.

Áfram Liverpool!

Hössi sendi inn - 01.10.06 11:38 - (
Ummæli #30)

Sælir félagar

Mér finnst ótrúlegt að lesa þessa umræðu. Eftir leikinn á móti GALA þá var bjart yfir öllum og eini svarti sauðurinn var Aurelio. Eftir þennan leik er bókstaflega allt að. Fljótt skiptast veður...Eins og bent var á hér að ofan er það liðið sem skiptir máli ekki einstaka leikmenn og Gerrard er þar ekki undanskilinn. Hann er marg oft búinn að segja sjálfur að hann sé sáttur við að spila þar sem Rafa segir honum að spila. Gerrard skoraði 23 mörk í fyrra og hann spilaði fæsta leiki þá sem miðjumaður. Hann er ekki bundinn á kantinum heldur fær hann frjálst hlutverk til að sækja án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verjast. Það kom vel í ljós í leiknum á móti GALA hversu mikilvægt það er að hafa mann eins og Sissoko. Um leið og það kom pressa á LFC þá lak allt í gegnum miðjuna og Gerrard hvarf sóknarlega. Gerrard á það til að vera dapur og hann lenti á einum svoleiðis degi í gær. Hann var áhugalaus og gerði ekkert til að koma sér inn í leikinn. Ég get alveg verið sammála því að Sissoko er ekki sá besti á boltann en málið er að Alonso á að sjá um að dreifa spilinu og hann var eins og Gerrard í gær: dapur. Leikurinn í gær tapaðist ekki af því að Rafa breytti liðinu heldur af því að menn voru ekki tilbúnir í að berjast og mæta Bolton af fullri hörku. Menn nýttu ekki færin þegar þau gáfust og svo má náttúrulega ekki gleyma hinum ágæta línuverði. Ég vorkenndi Rafa í gær að þurfa að horfa á steindautt Liverpool lið í 90mín. Ef menn eru áhugalausir og hreint út sagt lélegir þá getur þjálfarinn lítið gert. Þetta var bara einn af þeim leikjum sem LFC dettur niður á þetta plan og þá þurfa menn að hafa karakter til að rífa sig upp. Leikmannahópur Liverpool er svo mörgum klössum fyrir ofan Bolton að þá á ekki að skipta máli hverjir spila en þeir sem spila þurfa allir að sýna sitt rétta andlit og því miður voru alltof margir farþegar í gær. Menn mega ekki alveg gleyma sér í gagnrýninni á Rafa, hann er ekki þarna af ástæðulausu og veit eflaust hvað hann er að gera.

YNWA

Bjarki sendi inn - 01.10.06 11:55 - (
Ummæli #31)

Einfalt mál, ég er gjörsamlega sturlaður úr bræði ennþá og er samt tæpur sólarhringur liðinn frá leiknum. Ég hef bara sjaldan orðið jafn brjálaður yfir einum leik eins og í gær. Nokkrir punktar hérna í svipuðum dúr og skrif Kristjáns, sem btw kom með frábæra leikskýrslu.

  1. Af hverju í fjáranum er ekki hægt að stilla upp sama liðinu annað slagið. Þetta Rotation dæmi er farið að fara all svaðalega í pirrurnar á mér.

  2. Hættið þessu andsk. væli með Stevie G og hvar hann er skráður á vellinum. Hann er bara off form, simple as that. Hann er að spila á sömu slóðum og í fyrra, þannig að kött ðe krapp og hættið að væla um "Stevie á miðja miðjuna".

  3. Peter Crouch!!!! Af hverju í andskotanum er ekki hægt að spila þeim sem eru "heitir" tvisvar í röð. Ég bara er ekki að ná Rafa með þetta.

  4. Þessi vesalingur sem heldur að hann sé línuvörður í fremstu röð er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Hvað var eiginlega í gangi? Vann þessi maður einhverja samkeppni úr Kornflex pakka og fékk að hanga á línunni í leik? Hvar grafa menn upp svona grasasna?

  5. Aurelio ekki með! Hverjum á þá að kenna um tapið? Kenni honum bara samt um það, helv.. brassinn alltaf jafn slæm áhrif á liðið. Nei, þeir sem eru að klikka eru menn eins og fyrirliðinn okkar. Það er akkúrat í svona leikjum sem hann þarf að stíga upp og rífa sig upp úr meðalmennskunni.

  6. Það er eftir svona leiki sem má rótera liðinu, eða öllu heldur þá á að henda þeim öllum með tölu út úr hópnum. Það á ekki að henda mönnum út eftir að góður sigur vinnst, heldur þegar menn eru með illa lyktandi rönd upp á bak og alveg upp á hnakka.

  7. Djöfull er þetta Bolton lið alveg ömurlega leiðinlegt og það eru bara fáir sem fara jafn hörmulega í taugarnar á mér eins og þessi sjálfumglaði auli hann Sam A. Hann er nákvæmlega eins og gaurinn í myndinni forðum daga, sem stýrði enska landsliðinu. Man ekki hvað hún heitir, en þeir eru eins. Munurinn er að annar var leikari í hálgerðri gamanmynd, en hinn tekur sig alvarlega. Sorry, bara þoli ekki manninn og langaði hreinlega að ráðast á skjávarpann í gær þegar ég sá hann rauðann og þrútinn í framan og nánast búinn að kafna í eigin tyggjói.

  8. Þoli heldur ekki svila minn sem situr hjá mér og er fokking Man.Utd maður og er að nudda mér upp úr öllum hlutum núna og meira að segja hefur náð að pirra mig á FORMÚLUNNI, og ég sem hef engan áhuga á henni.

  9. Joey Barton er SNILLINGUR.

SSteinn sendi inn - 01.10.06 13:28 - (
Ummæli #33)

Mér sýnist að við söknum Harry Kewell hrikalega mikið ótrúlegt nokk, jafnvægi liðsins er alveg farið þegar hann vantar á vinstri enda gat hann bæði sótt og varist af krafti ásamt því að halda breidd og góðum staðsetningum. Gerrard veit ekkert hvernig á að spila þarna og Gonzalez er enn of villtur fyrir smekk Rafa greinilega. Nú þurfum við að draga menn úr stöðum og breyta okkar leik lítillega til að koma mönnum fyrir, leikaðferðir Rafa eru bara svo nákvæmar og taktískar að leikmenn eru ekki enn að skilja sín hlutverk enn.

Enn eru einnig nýjir leikmenn að koma inn og það er mikill munur á Liverpool eftir því hvort við höfum átt leik í Evrópu nokkrum dögum áður. Flestöll þessi útileikjatöp hafa komið eftir leiki í Evrópu.

Svipað eins og þegar Wenger hvíldi Lehmann (kom mun sterkari tilbaka) þá held ég að Reina hafi gott að því að fá smá hvíld sem þýðir þó ekki að Dudek sé jafngóður markmaður, alls alls ekki. Eitt af því sem gerði vörnina svo frábæra í fyrra var hvernig Reina stjórnaði henni. Ég tók eftir því í leiknum gegn Galatasaray að Reina lenti í miklum misskilningi við fyrst Agger og síðan Finnan um hver ætti að taka bolta sem kom innfyrir vörnina...ekki beint traustvekjandi. Það er eins og hann skorti sjálfstraust og siguráruna sem hann hafði yfir sér í fyrra. Nú þarf Rafa að sýna að ENGINN er öruggur með byrjunarliðssæti og prófa Dudek í 1-2 leiki finnst mér.

Ég var froðufellandi fokking pirraður eftir leikinn í gær enda ömurlegt að tapa gegn svona anti-fótbolta idiotum eins og þessu Bolton skítaliði. Það sorglegasta er að nú heldur fíflið hann Sam Allardyce að hann sé að gera eitthvað rétt og heldur áfram að eyðileggja fótbolta sem íþrótt. :-)

Það er ljóst að það sem Rafa er að gera núna mun nýtast okkur í framtíðinni - bæði verða menn sprækari seinna á tímabilinu og einnig mun það að láta menn eins og Gerrard o.fl. fá meiri skilning á liðinu og taktík að prófa ný hlutverk. En who fokking cares, við viljum árangur strax. Við erum búin að bíða svo lengi eftir Englandsmeistaratitlinum og Rafa virðist ekki skilja það. Deildarkeppnin er vissulega langhlaup en ekki sprettur en samt er þessi rotation policy Rafa komin út í algera öfgar - 94 leikir í röð. Maður hefði haldið að gáfulegra væri að rótera mikið seinna á tímabilinu t.d. í kringum jólaleikina. Ef við viljum gera önnur lið hrædd við okkur VERÐUM VIÐ AÐ GERA ALLT TIL AÐ BYRJA TÍMABILIÐ VEL. Rafa frekar en aðrir stjórar okkar virðist ekki vera að skilja hvað þarf enn eitt árið....... :-)

Arnar sendi inn - 01.10.06 15:41 - (
Ummæli #36)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 0
·Liverpool - Galatasary 3-2
·Liverpool 3-0 Tottenham
·L'pool 2 - N'castle 0
·Chelsea 1 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Jónas: Tad var bara tímaspursmál hvenær yrdi dæ ...[Skoða]
SSteinn: Í fyrsta lagi þá er aldrei um svona háar ...[Skoða]
Magginn!: Hélt ég myndi aldrei segja þetta en Bení ...[Skoða]
Stjáni: Ég held að við getum verið sammála því a ...[Skoða]
Arnar: Mér sýnist að við söknum Harry Kewell hr ...[Skoða]
Jón H: Ég get nú ekki annað en hlegið...meðan é ...[Skoða]
Jón H: Jæja...mesta reiðin yfir tapi gærdagsins ...[Skoða]
SSteinn: Einfalt mál, ég er gjörsamlega sturlaður ...[Skoða]
Gunnar: Ég ætla að hafa þetta stutt: Það er mín ...[Skoða]
Bjarki: Sælir félagar Mér finnst ótrúlegt að le ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Joey er BARA SNILLINGUR
· Bolton 2 - L'pool 0
· Bolton á morgun
· Crouch er stórkostlegur!
· Stór hindrun yfirstigin
· Liverpool - Galatasary 3-2

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License