beach
« Stór hindrun yfirstigin | Aðalsíða | Bolton á morgun »

28. september, 2006
Crouch er stórkostlegur!

crouch_gala1.jpg

Hæ, ég heiti Kristján Atli og ég hef ekki skrifað á Liverpool Bloggið í heila átta daga. Á þeim tveimur og hálfu árum síðan ég og Einar Örn stofnuðum þessa síðu hefur það aldrei gerst! Svona er þetta þegar tölvan manns tekur upp á því að eyðileggjast í sömu viku og maður (a) skellir sér til Kaupmannahafnar í frí, (b) þarf að skila tveimur ritgerðum í Háskóla og (c) er á kafi í vinnu. Skiljanlegt. En allavega, þrátt fyrir mikið annríki náði ég rétt svo að horfa á leikinn í gærkvöldi eftir að hafa misst af sigrinum gegn Tottenham um helgina. Og ég bara verð að tjá mig aðeins um mann leiksins, sjálfan PETER CROUCH:

  • Átta menn sig á því að Crouch er búinn að skora 18 mörk í 57 leikjum fyrir Liverpool? Það er eitt mark í rúmlega hverjum þremur leikjum, sem er nokkuð góð tölfræði verður að viðurkennast. En bætið við það þeirri staðreynd að hann skoraði ekki mark í einhverjum fyrstu 20 leikjum sínum fyrir liðið, og þá sjáið þið hversu heitur hann hefur verið síðan hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir okkur gegn Wigan fyrir um tíu mánuðum síðan.

  • Átta menn sig á því að Crouch er búinn að skora heil ellefu landsliðsmörk í fjórtán landsleikjum fyrir England? Og að hann skoraði ekkert í fyrstu fjórum landsleikjum sínum? Þannig að það sama er uppi á teningnum þar, að síðan hann byrjaði að skora hefur hann ekki hætt?

  • Átta menn sig á því að Crouch er markahæsti enski leikmaður þessa tímabils í öllum keppnum? Aðeins Didier Drogba er búinn að skora fleiri mörk á tímabilinu en hann.

  • Átta menn sig á því að Crouch er fyrsti landsliðsmaðurinn í sögu Englands sem skorar tíu mörk eða meira á sama árinu? Þetta afrekaði hann árið 2006 og getur enn bætt við þetta met sitt.

Þessi grein á sér svosum enga aðra ástæðu en þá að hylla stóra manninn sem við erum farnir að geta treyst á að skori mörkin fyrir okkur. Jú, menn eru spenntir yfir Bellamy og Kuyt þar sem þeir eru nýir og það er gaman að hafa Fowler þarna líka … en Crouch er einfaldlega aðalmaðurinn á Merseyside þessa dagana og verður það þangað til annað kemur í ljós!

He’s big
he’s red
his feet stick out the bed
he’s Peter Crouch … Peter Crouch … :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 16:58 | 395 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (6)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Charlton 0-3 Liverpool
·L'pool 4 - Fulham 0
·Galatasaray 3 - L'pool 2
·Wigan 0-4 Liverpool
·L'pool 0 - P'mouth 0

Leit:

Síðustu Ummæli

Kiddi Geir: fallegur maður, hávaxinn, góður í fótbol ...[Skoða]
gisli: mjög rétt ! mjög rétt Crouch er einfaldl ...[Skoða]
einare: Well, álit mitt á Crouch hefur nú ekki m ...[Skoða]
Óli: Það er skemmtilegt að lesa svona ...[Skoða]
eikifr: "Sjálfstraust" er mitt orð í þessa umræð ...[Skoða]
Birgir: Svo sannarlega. Mér fannst líka stórunda ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Watford á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Jólatörn og næstu leikir
· Leiknum frestað
· Benitez og æskan
· Peningar í janúar?

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License