beach
« Lið vikunnar útfrá tölfræði | Aðalsíða | Stór hindrun yfirstigin »

27. september, 2006
Liverpool - Galatasary 3-2

Við tókum á móti Galatasary á Anfield í kvöld í mjög fjörugum leik þar sem 5 mörk litu dagsins ljós. Leikur var mjög skemmtilegur á að horfa þótt maður hafi oft orðið æði pirraður á varnarleik okkar og stressaður síðustu 10 mínútur leiksins. En byrjum á byrjuninni eða byrjunarliði okkar í kvöld:

Reina

Finnan - Carragher- Agger - Aurelio

Pennant - Alonso -Gerrard - Garcia

Crouch - Kuyt

Bekkurinn: Dudek, Gonzalez, Bellamy, Sissoko, Riise, Zenden og Hyypia.

Leikurinn fór fjörlega af stað og eftir 15 mín. var Liverpool komið í 2-0 með mörkum frá Crouch og Garcia. Bæði mörkin komu eftir gott kantspil og góðar fyrirgjafir. Ég hélt á þessari stundu að við myndum einfaldlega rústa Galatasary í þar sem þeir virtust heillum horfnir en reyndin varð önnur. Galatasary náði að jafna sig á þessari byrjun og komstu betur inní leikinn. Við hefðum hæglega getað skorað fleiri í fyrri hálfleik en einnig Gala hefðu einnig getað sett eitt eða tvö. Við fórum inní búningsherbergin með 2-0 forystu í hálfleik.

Eric Gerets virðist hafa lesið vel yfir sínum mönnum sem og hann gerði mikilvægar breytingar þegar hann setti Hasan Sas og Umit Karan inná. Gestirnir komust strax í færi og lá mark hjá þeim í loftinu þegar Pennant stal boltanum vel af varnarmanni Gala og gaf fyrir markið. Þar var Peter Crouch sem tók boltann á lofti og klippti hann snyrtilega í netið (a la Van Basten), FRÁBÆRT MARK! Þetta gerðist á 52. mín leiksins og hélt ég jafnvel að Gala myndi kasta hvíta handklæðinu inná og gefast upp. En nei þeir fengu aukakraft og á 6 mín. kafla náðu þeir að setja tvö góð skalla mörk á okkur (frá Umit Karan) þar sem Aurelio var gjörsamlega út að aka varnarlega, 3-2 og 25 mín. eftir af leiknum. Leikurinn var áfram opinn og við gátum vel sett fleiri mörk en einnig Gala og þeir hefðu hæglega getað stolið stigi undir lok leiksins. Sissoko, Gonzalez og Bellamy komu inná á þessum 25 mín. en létu ekki mikið af sér kveða en klárt að Sissoko kom inná til að verja forystuna.

Þetta var þrælskemmtilegur leikur á að horfa og mikið um færi en mér fannst við ótrúlega opnir tilbaka og Gala náði að opna vörnina alltof oft á auðveldan hátt og fannst mér Aurelio í vinstri bakverðinum slakur varnarlega en sterkur sóknarlega. Hann verður að halda sér innan leikkerfisins og ef t.d. Riise hefði verið þarna þá er ég vissum að Gala hefðu fengið færri færi.

Crouch átti góða innkomu inní liðið og skoraði 2 góð mörk. Garcia heldur uppteknum hætti að vera hættulegur og átti prýðisgóðan leik. Varnarlega vorum við tæpir og þá títtnefndur Aurelio oft út á þekju. Miðjan er góð en tæp varnarlega þegar Sissoko er ekki að verja vörnina. Sóknarlega erum við öflugir og Crouch og Kuyt virðast ná vel saman. Við unnum þennan leik og skilst mér að þetta sér fyrsti sigur okkar í 5 leikjum í röð í meistaradeildinni, s.s. 3 stig en margt sem þarf að athuga fyrir næsta leik.

Maður leiksins: Peter Crouch. Skoraði tvö góð mörk, sérstaklega það síðara og sýndi klárlega í kvöld að hann er betri framherji en Bellamy og hlýtur hann að byrja inná í komandi leikjum.

.: Aggi uppfærði kl. 20:47 | 536 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (19)

Þetta var athyglisverður leikur svo ekki sé meira sagt!

Það að stilla Aurelio í bakverði og með Garcia og Pennant á köntunum gefur til kynna að Benitez hefur búist við því að Galatasaray myndi gjörsamlega pakka í vörn. Við vorum því ekki búnir undir það varnarlega þegar Tyrkirnir fóru í all-out attack og fóru að dæla inn boltum af köntunum.

Sumar staðsetningarnar hjá Aurelio hefðu þótt hlægilegar hjá íslensku utandeildarliði hvað þá í Meistaradeildinni með Liverpool :-) Það var eins og hann hefði ruglast á íþrótt og talið sig vera spila sem hornamaður í handbolta sem reynir að stelast stöðugt fram í hraðaupphlaup. Þetta var algjört rugl á tímabili.

Sé maður með svona sóknarsinnað lið inná gengur ekki að hætta bara að pressa andstæðingana eins og við gerðum fyrst eftir markið hans Garcia og síðan glæsimark Crouch. Við hleyptum Gala aftur inní leikinn, misstum boltann of oft og leyfðum þeim að stjórna hraða leiksins og réðum ekkert við Hasan Sas. Mér finnst líka að menn verði að róa sig í að dásama Agger og leyfa honum að þroskast betur sem varnarmanni. Hann virðist eiga í pínu vandræðum með háar sendingar innfyrir vörnina. Hann gaf klaufamark gegn Sheffield United og í kvöld hefði reynslubolti eins og Hyppia getað komið í veg fyrir þessi mörk með meiri hæð og betri staðsetningum.

Ég hefði viljað sjá Benitez taka annanhvorn kantmanninn útaf strax í stöðunni 3-0 enda var vel hægt að sjá í hvað stefndi. Ég hefði viljað sjá Pennant útaf, Garcia yfir á hægri, Riise í bakvörðinn og Aurelio þá á vinstri kant fyrst hann var svona ægilega graður eitthvað...

Við komumst þó upp með þetta, Crouch vex áfram í áliti - Þetta var ekki Rivaldo eða Ronaldinho sem tók þessa hjólhestaspyrnu þarna, þetta var baunapíran okkar frábæra sem allir hafa hlegið að! Held að þeir séu hættir því í dag....gaurinn skorar og skorar þegar hann spilar og sýnir stöðugt nýjar hliðar á sér sem knattspyrnumanni.

Það er reyndar kannski bara fínt uppá framtíðina að Liverpool spili af og til svona brjálað - við verðum ófyrirsjáanlegri og erfiðara að lesa okkar leik. Frábær leikur fyrir þá hlutlausu en nailbiting og frústrerandi stuff fyrir okkur Liverpool aðdáendur, eins og venjulega! :-) Maður er orðinn gamall fyrir aldur fram að halda með þessu frábæra liði!

Arnar sendi inn - 27.09.06 23:48 - (
Ummæli #12)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Liverpool - Galatasary 3-2
·Liverpool 3-0 Tottenham
·L'pool 2 - N'castle 0
·Chelsea 1 - L'pool 0
·PSV 0 - Liverpool 0

Síðustu Ummæli

Arnar: Mér finnst Hyppia ekki betri leikmaður e ...[Skoða]
Aron Elí: Þetta var fínn leikur síðan skoruðu Gala ...[Skoða]
Mgh: Við skulum nú ekki gleyma okkur núna! Æt ...[Skoða]
Hössi: Mér fannst þetta algjörleg frábær leikur ...[Skoða]
Arnar Ó: Mér finnst nú bara rugl að vera eitthvað ...[Skoða]
Eiríkur Ólafsson: Ég verð að segja eitt. Það er sú staðre ...[Skoða]
Doddi: Frábær skemmtun, frábær mörk, sanngjarn ...[Skoða]
Arnar: Þetta var athyglisverður leikur svo ekki ...[Skoða]
Egill: Mér fannst Gerrard mun skemmtilegri en í ...[Skoða]
Stefano: sælir Hef nú ekki skrifað hérna áður en ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Stór hindrun yfirstigin
· Liverpool - Galatasary 3-2
· Lið vikunnar útfrá tölfræði
· Galatasaray á morgun
· Liverpool 3-0 Tottenham
· Henry elskar okkur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License