beach
« Liðið gegn Everton | Aðalsíða | Sunnudagspælingar »

09. september, 2006
Everton 3 - Liverpool 0

_42068110_johnson416.jpg

Hvað getur maður sagt? Hvernig á maður að skrifa skýrslu um svona hörmung? Hvernig á maður að reyna að vera jákvæður? Er það hægt?

Liverpool tapaði 3-0 fyrir Everton á útivelli í dag. Leikurinn var hreinasta hörmung og ef að leikur liðsins batnar ekki frá þessum fyrstu þrem deildarleikjum, þá getum við gleymt því að Liverpool verði enskur meistari í vor. Einsog liðið spilaði í dag, þá á það ekki einu sinni skilið að vera í toppbaráttunni.

Til að byrja einhvers staðar, þá byrjaði Rafa með liðið svona:

Reina

Finnan - Hyypiä - Carragher - Aurelio

Gerrard - Alonso - Sissoko - Garcia

Crouch - Fowler

Bekkurinn: Dudek, Agger, Riise, Pennant, Kuyt.

Nú ætla ég ekki að mótmæla þessu liðsvali, þar sem mér þótti þetta sterk uppstilling. Valið á framherjium meikaði sense. Crouch hafði verið í banastuði og Fowler elskar að spila í derby leikum og þekkir þá inn og út, þannig að það var svo sem skiljanlegt að þeir hafi verið valdir umfram Kuyt og Bellamy.

Hins vegar verð ég að setja spurningarmerki við það að hafa Steven Gerrard á kantinum. Á þetta að vera okkar sterkasta lið? Erum við semsagt að sjá fram á það að í erfiðustu leikjunum verði okkar besti miðjumaður notaður á kantinum? Ég er ekki sáttur við það. Að mínu mati hefði mátt fórna annaðhvort Sissoko eða Alonso (sem var hryllilega lélegur í leiknum) til að koma Gerrard fyrir á miðjunni.


Allavegana, leikurinn byrjaði frekar illa hjá okkar mönnum. Fyrstu 2-3 mínúturnar voru reyndar ágætar þegar að Liverpool menn mættu ákveðnir til leiks og létu finna fyrir sér. En Everton menn tóku fljótt öll völd á vellinum og héldu þeim í heilar fimm mínutur þegar að Liverpool menn byrjuðu að spila vel og tóku völdin.

Það kom því einsog þruma úr heiðskýru loft þegar að Everton menn náðu að skora mark. Það kom sending inn frá hægri, Carsley skallaði boltann áfram og Osman hélt Steve Finnan, sem varð til þess að fokking fávitinn hann Tim Cahill var frír á markteignum og skoraði auðveldlega.

Eftir þetta réð Liverpool öllu á vellinum og þeir sköpuðu sér fín færi.

Eeeeeeen, á 35 mínútu skoruðu Everton menn aftur. Það kom sending inn fyrir vörn Liverpool, þar sem Hyypia hleypti manninum framhjá sér og Carragher kixaði svo þegar hann ætlaði að hreinsa og Andy Johnson skoraði auðveldlega framhjá Reina. Algjörlega ömurlegt mark og ótrúlegt að sjá Jamie Carragher gera svona aulamistök.

Það sem eftir lifði hálfleiks, þá var Liverpool sterkara liðið en náði ekki að skapa sér mörg færi. Luis Garcia átti gott skot, sem að Howard varði og Gerrard skaut í stöng.

Í seinni hálfleik var það sama uppá teningnum. Benitez skipti Riise inn fyrir Fowler og við það fór Garcia fram. Kuyt kom inn fyrir Crouch og Pennant inn fyrir Sissoko. Liðið hélt boltanum nánast allan tímann, Everton lá í vörn og Liverpool menn klúðruðu þeim færum, sem þeir fengu. Gerrard, Kuyt, Finnan, Garcia, Alonso og eflaust einhverjir fleiri hefðu getað skorað úr sínum færi og auk þess sleppti Graham Poll því að dæma augljósa vítaspyrnu þegar að Tony Hibbert varði boltann með hendi í stöðunni 2-0.

Til að bæta gráu ofaná svart þá skoraði Everton mark í lok leiksins. Það kemur skot á markið, sem Reina ver aftur fyrir sig. Hann reynar að grípa boltann þegar hann er á leið inní markið, fattar að hann fari yfir línuna með boltann, kastar honum þá aftur fyrir sig og beint á Andy Johnson, sem skallar auðveldlega í markið. Fimmta markið, sem Liverpool fær á sig í þremur deildadleikjum. Algjörlega ömurlegt og þetta er annað markið af þessum fimm, sem skrifast algjörlega á fávitaskap í Pepe Reina. Ég veit ekki almennilega hvað er að gerast í hausnum á honum þessa dagana. Við vitum hversu góður hann er, en eitthvað virðist sjálfstraustið vera að þjaka hann. En ég veit að Rafa mun standa við bakið á honum og vonandi fær hann sjálfstraustið aftur.


Ég nenni ekki að velja mann leiksins. Það á það enginn skilið. Þó hljóta Spánverjarnir þrír að fá einhvers konar skammarverðlaun fyrir að hafa allir verið algjörlega ömurlegir í þessum leik. Þvílíkir aumingjar.

Má ég bara benda á eina tölfræði: Liverpool átti í dag 22 skot, þar af rötuðu FIMM á fokking rammannn. Liverpool skutu SAUTJÁN SINNUM FRAMHJÁ EÐA YFIR MARK EVERTON!! Er eitthvað að sjóninni í þessum leikmönnum? Á móti átti Everton 8 skot og þar af fóru 6 á markið. Semsagt, 75% skota Everton fóru á markið, en 22% skota Liverpool fórum á markið. Þetta er djók tölfræði.

Þá er það þannig, dömur og herrar að Liverpool hefur fengið 4 stig af 9 mögulegum úr þrem fyrstu leikjunum gegn Everton, West Ham og Sheffield United. Það er einfaldlega ALLS EKKI NÓGU GOTT. Það virðist vera svo að enn eitt árið ætli menn að tapa titlinum strax á haustin. Það er algjörlega óþolandi. Við vitum að þetta lið getur svo miklu, miklu meira - en með þessum hálfvitavarnarleik þá er alveg ljóst að Liverpool er ekki með lið til að verða enskur meistari.

Ég ætla að gerast svo grófur að spá því að ef við töpum fyrir Chelsea á Stamford Bridge þá getum við gleymt fyrsta sætinu. Við gætum í lok dagsins í dag verið 8 stigum á eftir Manchester United. Ég er að reyna að finna eitthvað jákvætt við þennan leik, en það er bara ekki fokking hægt. Þetta var svo ömurlega hræðilegt að ég er brjálaður. Friðrik vinur minn og heitur Liverpool stuðningsmaður er að fara að gifta sig á eftir, svo ég ætla að fara í sturtu og reyna einhvern veginn að gleyma þessum hryllingi. Hann sendi mér sms og spurði um stöðuna og ég var alvarlega að spá í að ljúga að honum, til að skemma ekki fyrir.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 13:42 | 956 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (29)

Rafa Benitez verður bara hreinlega að fara að finna rétta byrjunarliðið og reyna að halda sig við það. Ná upp einhverju jafnvægi sem augljóslega fæst ekki með þeim hrókeringum sem átt hafa sér stað í byrjun tímabils. Afhverju að kaupa kantmenn (gonzales og pennant) og nota þá svo ekki? Jarí jarí... Við þurfum að fá þessa menn inní þetta núna, ekki hægt og rólega.. Skítt með að hvíla menn fyrstu mánuðina, allavega sér maður Chelsea og ManU ekki standa í þessum stöðugu hrókeringum alla tíð og tíma, þá sérstaklega svona snemma á tímabili. (ég veit ég veit að meiðsl hafa sett þar strik í reikninginn hjá okkur). Finnst mér við eiga að keyra þetta áfram af sterkasta liðinu og rotera svo þegar líða tekur á vetur og fá þá inn ferskt blóð jafnvel þegar þetta ákveðna jafnvægi er komið á spilamennsku liðsins. Tel ég það ekki bitna svona rosalega á frammistöðu heildarinnar þegar reynt er að keyra á ákveðnum hóp en þegar svissað er svona um byrjunarlið sí og æ.

Veit eg það mætavel að þessi Everton-leikur er ekki besta dæmið um þetta, uppstillingarnar í leikjunum á undan hafa verið mun furðulegri svo ég er ekki að kenna þessu endilega um niðurstöðuna í dag - einstaklingsmisstök geta alltaf átt sér stað, en t.a.m finnst mér furðulegt að Agger hafi verið látinn víkja fyrir Hyypia sem er að mínu áliti kominn á síðustu bensíndropana á þessu leveli en topp 3 hafsent ásamt Paletta (vonandi). Svona ákvarðanir höfum við þurft að blæða fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Allavega sé ég hlutina svona - án þess að ég sé að hrauna yfir ákvarðanatöku Rafa sem slíka, síður en svo. Hann á traust mitt allt, ég finn bara ekki að liðið sé að smella þegar byrjunarliðin eru stórbreytt viku til viku. Sbr það að þið hér á þessari síðu náið sjaldnast að spá rétt um liðið (ekkert bögg, bara svo óútreiknanlegt hefur þetta verið að mér finnst).

Jæja, nóg af grenji :-) Þýðir ekki að grenja, vonandi þjöppum við okkur bara saman og gerum betur næst! (efa það ekki..) Taka það góða í dag yfir í næsta leik og smyrja uppí holurnar í vörninni. Go Liverpool!

Sæbbi sendi inn - 10.09.06 04:34 - (
Ummæli #23)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Man Utd 2 - L'pool 0 (uppfært)
·Bordeaux - Liverpool 0-1
·L'pool 1 - Blackburn 1
·Bolton 2 - L'pool 0
·Liverpool - Galatasary 3-2

Síðustu Ummæli

Arnar Ó: Stjáni sagði: Mér finnst Car ...[Skoða]
Stjáni: Arnar ó skrifar: Carragher átti skelfile ...[Skoða]
Einar Örn: Ég er sammála þér, Gummi H. Ef Carraghe ...[Skoða]
Gummi H: Hræðileg frammistaða. Ég hef engu við þa ...[Skoða]
Arnar Ó: Carragher átti skelfilegan dag og gerði ...[Skoða]
Aggi: Ég missti af leiknum í gær en fékk að vi ...[Skoða]
Sæbbi: Rafa Benitez verður bara hreinlega að fa ...[Skoða]
Júlli: Mér fannst Momo vera bestur í dag en han ...[Skoða]
Bjössi: Er Man.Utd maður en verð að hrósa fyrir ...[Skoða]
LP: Góð leikskýrsla. Alveg rétt að vera ekke ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Man Utd 2 - L'pool 0 (uppfært)
· Liðið komið - Crouch á bekknum!
· Man U á morgun!
· Föstudagsmolar
· Agger klár um helgina og Garcia vill framlengja dvölina hjá Liverpool.
· Rafa um leikinn í gær og um helgina.

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License