beach
« Nýr haus | Aðalsíða | Riðill C! »

24. ágúst, 2006
Jöfn deild í byrjun ...

Þeir sem örvæntu eftir jafnteflið okkar í fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar um helgina geta andað léttar. Liðin sem unnu sína leiki á fyrsta leikdegi töpuðu nærri því öll stigum í gær og í dag. Í gær gerðu West Ham-menn jafntefli við Watford og eiga okkur í næsta leik, á meðan Tottenham unnu sinn leik eftir að hafa tapað á laugardag. Í kvöld töpuðu svo lið eins og Reading, Bolton, Portsmouth og Everton öll stigum eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn. Og til að leggja áherslu á það að deildin verði jafnari í byrjun móts í ár þá töpuðu Englandsmeistarar Chelsea óvænt á útivelli gegn Middlesbrough, sem höfðu sjálfir tapað fyrir Reading í fyrstu umferð.

Aðeins manchester united eru með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar, en þeir unnu Charlton 3-0 á útivelli í kvöld og virðast byrja þetta vel. En ég hef takmarkaðar áhyggjur af þeim. Fyrir utan rauðu djöflana eru flest liðin fyrir ofan okkur með 3-4 stig eftir tvo leiki, á meðan við, Arsenal, Newcastle og Wigan eigum leik inni vegna þess að tvö þessara liða þurftu að spila í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og í kvöld.

Við eigum leik við West Ham á laugardag á Anfield og ef við vinnum þar erum við með tölfræðilega betri árangur en Chelsea eftir fyrstu tvo leiki okkar í mótinu. Þannig að menn geta kannski andað aðeins léttar yfir þessu öllu saman, þó ekki sé nema fram á laugardag?

Er það ekki?

.: Kristján Atli uppfærði kl. 01:10 | 241 Orð | Flokkur: Enski Boltinn
Ummæli (20)

Það er samt arfaslakt að hafa ekki unnið fyrsta leikinn þar fyrirsjáanlegt var að annar leikurinn myndi frestast vegna forkeppninnar. Þetta var akkúrat það sem fór forgörðum í fyrra. Í hvert skipti sem Chelsea gaf færi á sér klúðraði Liverpool að notfæra sér það. Sagan er því að endurtaka sig, við byrjum eins og við enduðum, á því að klúðra tækifærinu þegar það býðst.

Nei, ég bjóst við liðinu miklu sterkara og ákveðnara í byrjun móts í ljósi þess að við hefðum unnið deildina í fyrra hefðum við byrjað betur. Held að þessi prúttstefna og endalausar tafir í leikmannakaupum gætu reynst okkur dýrkeypt. Það má sjálfsagt spara einhverjar upphæðir með því að bíða frammá síðustu stundu með að kaupa leikmenn en það eyðileggur undirbúningstímabilið (sem var hörmung í ár). Hvað ef liðið hefði ekki komist í Meistaradeildina? Hvað ef það skiptir lykilmáli að Liverpool mun ekki setja pressu á hin liðin strax í upphafi á það hvernig deildin fer að lokum?

Það er ekki hægt að svara þessu á fullkomin hátt en ef liðið verður orðið að þeirri mulningsvél sem þeir voru í fyrra að nokkrum vikum liðnum þá er það ansi sterk vísbending um að innkaupastefnunni og þar af leiðandi vannýttu undirbúningstímabili sé um að kenna. Og hver ber ábyrgð á því - Benitez/Parry/Moore? Ef svo reynist (sem ég vona svo sannarlega ekki) þá verður eitthvað að breytast í þessum málum.

Seðill sendi inn - 24.08.06 13:40 - (
Ummæli #5)

Mig langar að fara aðeins út fyrir efnið. Eru menn búnir að sjá brotið hjá Ben Tatcher frá leik Man C og Portsmouth, http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=38663, ef að þetta brot verðskuldar ekki langt bann og það mjög langt að þá veit ég ekki hvað gerir það og svo var ekki að sjá brot af eftirsjá hjá gaurnum. Þetta var bara bein og klár líkamsárás og engin furða að enska löggan sé farin að rannsaka atvikið. Stuart Pearce getur nú varla varið sinn mann þó að hann hafi nú verið nagli á sínum tíma að þá er þetta það versta sem maður hefur séð í langan tíma og svo fékk hann bara gula spjaldið, maður hefur nú heyrt að það sé leyft meira í ensku deildinni en ég bara trúi því ekki að dómarinn hafi séð þetta almennilega.

Stjáni sendi inn - 24.08.06 14:06 - (Ummæli #7)

Ég er að sjálfsögðu ekkert að panikera eða að henda inn handklæðinu. Held að Chelsea standi sálfræðilega höllum fæti núna og að það væri mjög gott að notfæra sér það með því að vera fyrir ofan þá í töflunni. Hvað varðar MU þá tjáði mig ekkert um þeirra byrjun enda hef ég minnstu áhyggjurnar af þeim.

En töpuðum við ekki deildinni í upphafi móts í fyrra sökum slakrar byrjunar? Erum við ekki að byrja mjög slakt núna? Töpum fyrir Kaiserlautern, töpum fyrir Grasshoppers, skíttöpum fyrir Mainz, merjum Haifa heima, vinnum Chelsea, gerum jafntefli við Sheffield og Haifa á hlutlausum velli! Það eru bara tvö stig "töpuð" enn sem komið er en ég hef áhyggjur af þessu og er að ræða þær.

Afhverju gerist þetta? Benitez er þekktur fyrir að vera með ofurskipulagðan leikstíl á sínum liðum og þarf hugsanlega meiri undirbúning heldur en aðrir stjórar (Mourinho svipaður með þetta og þeim gengur líka illa). Sáum hvað svæðisvörnin var lengi að fullkomnast í fyrra. Gæti verið að það "kosti" okkar lið meira að klára ekki leikmannakaup tímanlega? Gæti verið að sá kostnaður sé meiri en sparnaður af öllu prúttinu? Yrði það ekki til að styrkja mitt mál ef Liverpool liðið verður orðið að sömu ósigrandi vélinni og í fyrra eftir nokkrar vikur? Væri þá ekki líklegt að eitthvað klúður sé að eiga sér stað?

Og að sjálfsögðu munum við ekki geta nýtt okkur að Chelsea tapaði í annarri umferð fyrr en við spilum sjálfir okkar leik í annarri umferð - sálfræðipressan af því að eiga leik til góða er ekki sú sama og að vera með þrjú stig í húsi (vitum hvernig það fór í fyrra). Þess vegna var fyrsti leikurinn enn mikilvægari og þess vegna er ég svo svekktur.

Seðill sendi inn - 24.08.06 16:31 - (
Ummæli #13)

Þú kemur eiginlega sjálfur inn á lykilatriðið þarna að mínu mati. Þú talaðir um að slípa menn saman er varða föst leikatriði, en ef við horfum til þessara tveggja síðustu leikja okkar, þá hafa 6 af 9 varnarmönnum okkar verið meiddir eða farið meiddir af leikvelli. Held að það hafi meiri áhrif en það hvort 4 sóknarmaðurinn var keyptur í júlí eða ágúst.

Varðandi upptalningu á þessum leikjum öllum, þá eru engin stig í húfi í æfingaleikjum, þeir eru fyrst og fremst til að koma mönnum í form. Ætlunarverkið tókst er varðar CL, þar erum við komnir áfram, þannig að það eina sem eftir stendur eru þessi tvö töpuðu stig. Ef við sigrum West Ham sannfærandi um helgina, þá erum við bara komnir í annað sætið (miðað við núverandi stöðu) og því komnir í ágætis mál. Hvað ef nú Man.Utd og Chelsea taka upp á því að tapa stigum um helgina?

Maður veit aldrei, en mér finnst svo langur vegur í það að við eigum að vera að detta ofaní eitthvað svartsýniskast eftir einn leik í deild og hvað þá að vera að kenna því um að leikmenn séu keyptir of seint (einn meira að segja keyptur fyrir ári síðan :-) ). Það er nefninlega aðeins Dirk Kuyt sem hefur ekki verið með liðinu frá byrjun (Pennant flaug beint í fyrstu æfingabúðirnar, þannig að hann missti ekki af mörgum æfingum). Ég er því ekki að ná þessum pælingum hjá þér með leikmannakaup og þrætur um verð á þeim.

SSteinn sendi inn - 24.08.06 17:07 - (
Ummæli #16)

SSteinn það er líka enginn ástæða til að detta í eitthvað bjartsýniskast, annað sætið næst ekkert um helgina þar sem hin liðin fá víst að spila líka.

Liðið var ógnvekjandi í fyrra, við sigrum svo Chelsea í Góðgerðaskjöldinum og með því að byrja leiktímabilið með yfirburðum þá gætum við slegið vindinn úr segli andstæðinganna. Er einhver ósammála því?

Því miður hef ég nú áhyggjur af því að þetta muni ekki takast. Tvö ósannfærandi jafntefli bætast ofaná hversu illa undirbúningstímabilið gekk. Þetta er sálfræðistríð og ekkert annað. Mourinho veit það og Benitez veit það. Koma Chelsea risanum úr jafnvægi og hann riðar til falls innan frá. Það er ekki eins og ég sé sá eini sem hafi talað um mikilvægi góðrar byrjunar á tímabilinu.

En það er langt frá því að þetta sé búið. Og vonandi tekst ætlunarverkið. Liðið þarf bara að hysja upp um sig og taka gott run núna. Ég var bara miklu sannfærðari áður (og kannski alltof bjartsýnn). Nú er forkeppnin frá og hægt að einbeita sér að verkefninu - ná yfirtökum á Mourinho og hans mönnum!

Hvað varðar vangaveltur um undirbúningstímabilið þá legg ég bara til að ef liðið dettur jafn seint í gang og í fyrra þá verði eitthvað að skoða þessi mál. Hvert vandamálið er (ef það er þá eitthvað vandamál) veit ég ekki en ég lagði til skýringu sem mér finnst sennileg. Hvort aðalstrikerinn okkar verði Kuyt eða Crouch skiptir auðvitað máli en kannski skiptir öllu meira máli sá tími stjórnenda sem fer í þetta prútt frekar en skipulag og undirbúning. En treystu því að ég er afar ánægður og stoltur af því að Liverpool hendir ekki peningum í allt sem hreyfist eins og Chelsea og finnst Benitez frábær í sinni nálgun. En kannski gerir hann þetta sjálfum sér einum of erfitt eða þá einhver annar Parry/Moore, kemur kannski í ljós seinna.

Seðill sendi inn - 24.08.06 20:58 - (
Ummæli #20)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Seðill: SSteinn það er líka enginn ástæða til að ...[Skoða]
Hannes: Ok, maður verður semsagt að skrifa það í ...[Skoða]
Hannes: Prufa: Vinsamlegast afsakið það að ég s ...[Skoða]
Hannes: Sammála SSteini, óþarfi að vera að missa ...[Skoða]
SSteinn: Þú kemur eiginlega sjálfur inn á lykilat ...[Skoða]
Helgi: Jæja, hvernig líst mönnum á dráttinn? Li ...[Skoða]
eikifr: Þessar takmörkuðu áhyggjur eiga eflaust ...[Skoða]
Seðill: Ég er að sjálfsögðu ekkert að panikera e ...[Skoða]
Doddi: Ég tek undir með SStein, ... það þarf ek ...[Skoða]
Pétur ingi: Vá hvað United eru sterkir. 3-0 á útivel ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License