beach
« Gott að hafa stóran hóp? | Aðalsíða | Sissoko frá í 2 vikur »

22. ágúst, 2006
Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1

_42003572_crouchgol_pa.jpg

Eitthvað er það við þetta Liverpool lið og leiki í Evrópu. Stundum held ég að leikmennirnir séu hreinlega bara skepnur, sem elski að vita til þess að aðdáendur liðsins þjáist heima hjá sér, á vellinum og á börum um allan heim.

Allavegana, virðist það gerast á hverju ári að undankeppni Meistaradeildarinnar reynist Liverpool gríðarlega erfið. Liðið virðist alltaf haltra inní sjálfa riðlakeppnina. Árið í ár var engin undantekning.

En allavegana, Liverpool gerðu í kvöld jafntefli við Macabi Haifa og það var nóg til að tryggja liðinu sess í Meistaradeildinni.

Rafa stillti liðinu svona upp í byrjun.

Reina

Finnan - Hyypiä - Agger - Warnock

Pennant - Alonso - Sissoko - Gonzalez

Crouch - Luis García

Í fyrri hálfleik héldu svo varnarmenn Liverpool áfram að meiðast því Stephen Warnock þurfti að fara af velli og Fabio Aurelio kom inná.

Leikurinn byrjaði hægt, en smám saman byrjaði Liverpool að setja mark sitt á leikinn og Luis Garcia hefði getað skorað þrennu í fyrri hálfleik, en markvörður Haifa varði frá honum öll skiptin. Xabi Alonso átti svo nokkur góð skot á markið.

Haifa menn skoruðu svo mark, en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Í seinni hálfleik hélt Liverpool áfram að sækja. En liðið varð fyrir áfalli þegar að Momo Sissoko fór meiddur af velli og Gerrard kom inná. Það var svo loksins Peter Crouch, sem náði að skora eftir frábæran undirbúning frá Jermaine Pennant. Fínt mark og gríðarlegur léttir fyrir Liverpool menn.

En til að gera hlutina aðeins flóknari, þá skoruðu Haifa menn virkielga flott mark. Þeir spóluðu sig í gegnum vörnina og Colautti skoraði fallegt mark. Eftir þetta átti Haifa menn nokkrar hættulegar sóknir og varði Reina m.a. glæsilega, en Liverpool menn héldu þetta út.


Maður leiksins: Það er svo sem ekki auðvelt að velja þetta. Gonzalez var ágætur á kantinum og ógnaði vel. Vörnin var ágæt, en var þó á stundum óörugg. Ætli ég velji ekki bara Xabi Alonso, því hann var sterkur - sérstaklega í fyrri hálfleik og hann varðist vel í þeim seinni.

En allavegana, núna eru Liverpool menn komnir í Meistaradeildina og við getum þá hlakkað til miðvikudagskvölda í vetur. Liðið er með í keppni þeirra bestu, þar sem það á heima. Það er það sem skiptir máli í kvöld.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 21:00 | 374 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (15)

Mæli með þessu og þá sérstaklega Reina save.avi þvílík varsla hjá drengnum.

Annars Júlli þá er Alonso náttúrulega bara meistari, allt annað lið þegar hann spilar. Gífurlega sáttur við Agger, Aurelio er töff, Brazzi sem lætur finna fyrir sér, var virkilega góður í kvöld. Speeedy öflugur, hef trú á honum og svo þegar Kúíjt verður með þá erum við óárennilegir.

Andri Fannar sendi inn - 22.08.06 22:25 - (Ummæli #4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Ari: "er þá ekki komin TÍMI á nýjan...." :bl ...[Skoða]
Ari: Ef að við erum að lenda í miklum meiðslu ...[Skoða]
Svavar: Ég trúi því ekki að við séum að sigla in ...[Skoða]
andri fannar: Andri Fannar, smá hint hérna ...[Skoða]
Benni Jón: Andri Fannar, smá hint hérna. Kuyt er ek ...[Skoða]
Hafliði: Vel gert hjá okkar mönnum þó að þetta ha ...[Skoða]
Arnar Ó: Maður leiksins var án efa Nir Davidovitc ...[Skoða]
Gunnar: Af ThisIsAnfield: Current Affairs: Late ...[Skoða]
Kristján Atli: Jú við erum með 'country protection' og ...[Skoða]
LP: Mér fannst Agger mjög sterkur í vörninni ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License