17. ágúst, 2006
Opinbera vefsíðan hefur staðfest að Liverpool og Feyenoord hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á Kuyt!!! Hann fer í læknisskoðun í dag áður en hann skrifar undir samninginn! Fyrir mér eru þetta frábær tíðindi og loksins loksins er liðið okkar tilbúið í slaginn fyrir tímabilið.
Fyrir mér er Liverpool draumaklúbburinn sem ég hef verið að leita eftir. Það höfðu fleir lið áhuga á mér en ekkert var á sama kaliberi og Liverpool, stórkostlegur klúbbur með gríðarlegt orðspor, magnaða stuðningsmenn og stórkostlega sögu á bakvið sig. Það er heiður að fá að spila fyrir svona félag.
Sagði nýji framherjinn okkar… Verður gaman að sjá hann búningnum en hann gæti þessvegna komið við sögu í fyrsta leiknum um helgina. Ólíklegt en samt…. Forseti Feyenoord var ekki par sáttur að missa sinn helsta markahrók.
Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að halda Dirk hjá Feyenoord. Við vorum ekki langt frá því og Dirk var opinn fyrir því en við vissum að hann gæti farið ef draumaklúbburinn hans vildi fá hann. Liverpool er draumaklúbburinn hans. Mörg lið hafa sett sig í samband við Dirk að undanförnu en ekkert þeirra heillaði hann þrátt fyrir að mörg þeirra væru stórlið. Það segir meira en mörg orð um karakterinn hjá Dirk, það var annaðhvort Feyenoord eða Draumaklúbburinn.
og auðvitað segir maður ekkert nei við Liverpool
Smá tölfræði yfir síðustu tímabil Kuyt (Takk Gunnar):
* 98-99 - FC Utrecht 28 leikir, 5 mörk
* 99-00 - FC Utrecht 33 leikir, 6 mörk
* 00-01 - FC Utrecht 32 leikir, 13 mörk
* 01-02 - FC Utrecht 34 leikir, 7 mörk
* 02-03 - FC Utrecht 34 leikir, 20 mörk
* 03-04 - Feyenoord 34 leikir, 20 mörk
* 04-05 - Feyenoord 34 leikir, 29 mörk
* 05-06 - Feyenoord 33 leikir, 22 mörk