beach
« Liðið gegn Chelsea - Gerrard & Alonso á bekknum | Aðalsíða | Rafa neitar óvinskap við Mourinho. »

13. ágúst, 2006
Liverpool - Chelsea 2-1

Samfélagsskjaldarmeistarar!
skjoldurinn.bmp

Jæja við unnum fyrstu rimmuna af vonandi mörgum við Chelsea í dag og erum því Samfélagsskjaldarmeistarar 2006, til hamingju með það. Ég hef nú séð liðið fagna oft meira en í dag en maður sá að nýju leikmennirnir voru afar ánægðir sbr. Gonzalez.

Svona var byrjunarliðið í dag:

Reina

Finnan - Carra - Agger - Riise

Pennant - Sissoko - Zenden - Gonzalez

Garcia - Crouch

Á bekknum: Dudek, Sinama Pongolle, Gerrard, Aurelio, Alonso, Bellamy, Hyypia.

Þetta byrjunarlið kom mér töluvert á óvart og sagði Rafa eftir leikinn að hann vildi láta þá byrja sem voru í besta líkamlega forminu og síðan skipta mönnum smátt og smátt inná. Það gekk eftir hjá honum þótt þetta passi ekki alveg þar sem t.d. Agger hafði ekki spilað mínútu fyrir þennan leik.

Bæði liðin byrjuðu rólega og voru Chelsea hættulegri til að byrja með. Síðan var það á 9. mín sem Riise vann boltann eftir hornspyrnu Chelsea á vítateig okkar. Riise brunaði af stað ásamt Pennant sem dró Essien frá Riise og á vinstra meginn var Crouch að bjóða sig. riise.bmp Riise hélt áfram að bruna upp hægra megin á miðjunni á fullri ferð, færð sig eilítið meira inná miðjuna og leit upp. Sá engann frían og ákvað að skjóta að marki Chelsea þar sem Cudicini var í rammanum vegna meiðsla Cech. Terry gat ekki farið fyrir fast skor Riise sem sigldi einnig framhjá Ítalanum reynda í markinu og þandi netmöskvann. Glæsilegt mark hjá Riise og frábært einstaklingsframtak hjá norska Beckham. Hins vegar verður að segjast að Cudicini hefði átt að gera betur (minnsti mig mikið á mark sem Chris Kirkland fékk reglulega á sig). 1-0 eftir 9 mínútna leik.

Við sköpuðum okkur ekki mörg færi fyrir utan markið sem var í raun ekkert færi. Chelsea átti heldur enginn opinn færi í leiknum og leikurinn fór mest fram á miðjusvæðinu. Þar var Sissoko hreint frábært og hefur greinilega verið duglegur í viðstöðulausum í sumar þar sem hann skilar boltanum mun betur frá sér en á síðasta tímabili. Luis Garcia minnti á sig reyndar með að búa til gott færi með góðu spili með Gonzalez en Cudicini varði vel. Síðan kom jöfnunarmarkið stuttu fyrir hálfleik. Essien gaf á Lampard sem á miðjunni, hann gaf góða sendingu á Shevchenko sem tók knöttinn snyrtilega niður á bringuna og lagði boltann framhjá Reina í markinu. Mjög gott mark en einnig mistök í vörninni þar sem bæði Drogba og Shevchenko lágu á Carragher á meðan Agger var mannlaus. Markið kom á 43 mínútu og þannig stóð í hálfleik, 1-1.

Ballack hafði farið útaf meiddur eftir 20 mín. leik og hafði þá Sissoko virkilega boðið hann velkominn í Ensku Úrvalsdeildina með vel útfærðum tæklingum.

Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik en Chelsea virtist vera betur tilbúið í upphafi seinni hálfleiks og náði undirtökunum á miðjunni þar sem Zenden var ásamt Sissoko. Zenden er fínt back up en á ekki að vera byrjunarliðsmaður, hvorki á miðju né kantinum. Er frábær í Middlesboro eða West Ham en ekki í Liverpool.

Rafa skipti varamönnunum smátt og smátt inná og með því að fá Gerrard og Alonso náðum við góðum tökum á miðjusvæðinu. Eftir það voru við ávallt líklegir að setja mark þrátt fyrir að Chelsea hafi haft boltann mun meira en við í þeim síðari. Aurelio, sem átti fína innkomu á vinstri kantinum, sendi góða sendingu á Bellamy sem var upp við endamörkin vinstra megin. Bellamy náði stjórn á knettinum, gaf sér tíma til að horfa í kringum sig og gaf síðan frábæra sendingu á kollinn á Crouch sem skoraði örugglega fram hjá Cudicin frá stuttu færi. Mjög gott mark þar sem Bellamy og Crouch fóru illa með Terry og co. Í endursýningunni sjást 4 bláir varnarmenn inní vítateignum og einn rauður sláni, þar sem Terry einbeitti sér frekar að knettinum en Crouch og eftirleikurinn var auðveldur hjá Crouch. 2-1 eftir 80. mínútna leik.

Eftir markið var gerði fátt markvert og var ég aldrei í hættu að við myndum ekki vinna þetta, virkuðum sjálfstraustir og sigurvissir.

Það spiluðu allir vel hjá okkur í dag og var liðsheildin öflug. Það var gaman að sjá Gonzalez, Aurelio, Bellamy, Pennant og Agger spila í dag og standa sig vel. Sérstaklega fannst mér gott að sjá Agger spila heilar 90 mínútur og mun það skipta sköpum í vetur að hafa gott cover fyrir Hyypia og Carragher. Aurelio sýndi að hann er góður knattspyrnumaður sem getur spilað sem kantmaður sem og bakvörður. Riise skoraði frábært mark og er hrikalega vinnusamur leikmaður. Pennant er óhræddur að taka mótherjan á og getur gefið góðar sendingar fyrir markið. Crouch gerði kannski ekki mikið í þessum leik en hann skoraði og það er fyrst og fremst verkefni framherjans. Bellamy kom með góða innkomu og lítur út fyrir að hann sé frábær kaup hjá Rafa.

sissoko.bmp En maður leiksins fyrir mér er án efa Mohamed Sissoko. Hann var hreint út sagt frábær á miðjunni í dag og heldur áfram þar sem hann hætti í vor. Núna er hann ekki bara að vinna boltann heldur einnig að fara framhjá mótherjanum sem og skila boltanum vel frá sér. Ef heldur sem horfir þá verður hann einn mikilvægasti leikmaður okkar. Frábær frammistaða.

Rafa sagði eftir leikinn að hann væri ánægður með sigurinn og allir hefðu staðið sig vel.

“It is difficult to play against one of the best teams in the world and we have done a good job today and for the rest of the season we will have more confidence. The team worked really hard against a very good team with lots of good players and in the last minutes we were working, running and trying to defend and I am really pleased with the team.”

Ég nenni ekki að fara neitt sérstaklega yfir andstæðinginn nema hvað að Carvahlo sýndi mér enn og aftur hversu óþolandi leikmaður hann er, Shevchenko kemur til með að vera öflugur og að þetta Chelsea lið er alls ekki ósigrandi. Ég hef einhverja tilfinningu að þeir séu ekki eins massívir og undanfarin ár. Ef þeir missa Gallas þá vantar þá mikið og það sást í dag.

Leikskýrsla SkySports.
Leikskýrsla BBC Sport

.: Aggi uppfærði kl. 17:10 | 1014 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (16)

Talandi um Haifa, þessi mynd var tekin þar í dag:

http://www.mbl.is/frimg/4/7/407288A.jpg

Ætli Maccabi menn haldi áfram að reyna að fá að spila leikinn þar? :-)

Hannes sendi inn - 13.08.06 19:59 - (Ummæli #9)

Fín leikskýrsla, hef í raun ekki miklu við hana að bæta. En samt nokkrir punktar:

  1. Aggi, ég er algjörlega ósammála þér með Zenden. Hann er kannski ekki í sama gæðaflokki og Xabi, Momo og SG en það að segja að hann sé ekki nógu góður fyrir topplið er rugl. Hann var mjög góður í dag, það má ekki bara hrósa Momo fyrir að hafa unnið miðjubaráttuna gegn þremur Chelsea-miðjumönnum í dag heldur stóð Zenden sig vel við hlið hans. Hann hefði átt að nýta færið sitt betur (er vanur að taka svona færi og klára þau) en hann hefur að mínu mati sýnt það að hann er fjölhæfur og góður leikmaður sem mun leika stórt hlutverk hjá okkur í vetur, þótt hann verði ekki alltaf í byrjunarliðinu.

  2. Við byrjuðum leikinn með Gerrard, Alonso, Bellamy, Fowler, Aurelio, Hyypiä, Paletta, Dudek, Carson, Kromkamp, Warnock, Kewell, Pongolle, Le Tallec, Anderson og Diao utan vallar. Þeir voru án Makelele, Gallas, Joe Cole og Petr Cech, annars með sitt sterkasta lið. Látið bullið í José Mourinho næstu daga ekki trufla ykkur, við vorum veikari aðilinn fyrirfram í dag.

  3. Við byrjuðum leikinn með Gerrard, Alonso, Bellamy, Fowler, Aurelio, Hyypiä, Paletta, Dudek, Carson, Kromkamp, Warnock, Kewell, Pongolle, Le Tallec, Anderson og Diao utan vallar. Það er heilt lið sem gæti komist í Meistaradeildina upp á eigin spýtur! VIÐ ERUM MEÐ BREIDDINA, LOKSINS!!!

  4. Guten Tag, Herr Ballack. Wielkommen aus der Englischen Premierligaen. Wirklich Hilsen, Momo Sissoko. :-)

Kristján Atli sendi inn - 14.08.06 00:38 - (Ummæli #14)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

DaðiS: "Eftir markið var gerði fátt markvert .. ...[Skoða]
Óli: Frábær leikur og góð úrslit. Hugsiði yk ...[Skoða]
Kristján Atli: Fín leikskýrsla, hef í raun ekki miklu v ...[Skoða]
Krizzi: Frábær sigur á mjög góðu liði. Gaman að ...[Skoða]
Aggi: Ég vil árétta það að ég sagði ekki að Ze ...[Skoða]
Einar Örn: Ég held nú að Gaupi sé Liverpool maður. ...[Skoða]
Gollum: Sissoko var frábær, tvímælalaust maður l ...[Skoða]
Hannes: Talandi um Haifa, þessi mynd var tekin þ ...[Skoða]
Svavar: Sissoko er maðurinn!! Og hann er bara ré ...[Skoða]
FDM: Ef að Zenden spilar jafnvel og hann gerð ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License