beach
« Chelsea slúður | Aðalsíða | Beckham »

11. ágúst, 2006
Rafa: Crouch getur orðið betri!

Rafa Benítez hefur skorað á Peter Crouch að nota þetta tímabil til að festa sig enn frekar í sessi hjá Liverpool:

“People were talking before he signed that he wasn’t good for us. But after a while he was in the squad with the national team and now people know how good he is. But he cannot think that is enough. He now needs to continue improving as he has a lot of potential and possibilities.”

Nákvæmlega. Eins og frægt varð á þessari síðu var ég talsvert mikið á móti því að Crouch yrði keyptur, en á fyrsta tímabili sínu með Liverpool sannfærði hann mig algjörlega og nú ver ég tilverurétt hans fram í rauðan dauðann. Það er augljóst af hverju Rafa leggur svona mikið traust á stóra manninn; á fyrsta tímabili sínu með Liverpool, toppliði í Englandi og Evrópu, skoraði hann 13 mörk og bjó til 18 mörk í viðbót með stoðsendingum. Það er frábær tölfræði, en í ár getur hann skorað ennþá meira. Eins og Rafa segir, og ég tek heilshugar undir, þá stóð hann af sér hið erfiða fyrsta tímabil hjá toppliði og náði að festa sig í sessi bæði hjá Liverpool og enska landsliðinu. Hann var eini framherji landsliðsins sem skoraði á HM í sumar, pæliði í því. Nú, í vetur, vill ég sjá hann skora meira og halda áfram að skapa fyrir mennina í kringum sig eins og hann hefur gert.

Ég er einfaldlega sannfærður um að Crouch á eftir að reynast lykilmaður á næstu árum fyrir okkur. Ef hann getur bætt skorið hjá sér, segjum að hann nái 10+ mörkum í deildinni og á bilinu 15-20 í heildina, og haldið áfram að búa til 15-20 mörk í viðbót með stoðsendingum, þá held ég að ég muni endanlega taka ástfóstri við stóra manninn.

Crouch, vonandi ertu að lesa þetta: 10+ mörk í deildinni í vetur og 15-20 í heildina, plús 15-20 stoðsendingar, og þá er ég sáttur. :-)


Viðbót (Aggi): Rafa segir nýverið að Peter Crouch verði að halda áfram að bæta sig sem leikmaður. Hann hafi tekið framförum frá því hann gekk til liðs við félagið sem og sýnt mikinn andlega styrk þegar sem verst gekk hjá drengnum en hann verði að halda áfram. Rafa ætlar sér að bæta við fjórða framherjanum og talið er líklegt að sá aðili gæti verið Hollendingurinn Dirk Kuyt en það mun skýrast innan tíðar. Frá því Crouch gekk til liðs við Liverpool hefur hann verið valinn í landsliðið og m.a. skoraði eitt af 6 mörkum Englands á HM í sumar.

Ennfremur talar Bellamy um mikilvægi þess að við komumst áfram í riðlakeppni meistaradeildarinnar en hann lenti í því með Newcastle að komast ekki áfram úr undankeppninni, það hafði mikil áhrif á allt tímabilið hjá liðinu.

“It’s amazing how much a season can go off if you don’t get through this.”
.: Kristján Atli uppfærði kl. 09:10 | 472 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (14)

Vonanid hafa vandræði ríka og fræga fólksins ekki áhrif á leikinn um helgina.

Siggi sendi inn - 11.08.06 18:26 - (Ummæli #8)

Krizzi - ég vísaði þarna í grein eftir Paul Tomkins, sem var að enda við að gefa út bókina The Red Review, þar sem hann og Oliver Anderson rýndu í tölfræði síðasta tímabils hjá liðinu.

Tomkins talaði um að Crouch hefði átt stóran þátt í alls 18 mörkum hjá liðinu sl. vetur. Stundum þýðir það stoðsendingar, þar sem hann á síðustu sendinguna á markaskorarann og fær því hið opinbera kredit fyrir stoðsendinguna, og stundum er það fyrir að hafa verið sá sem bjó færið til eða lagði upp á manninn sem gaf stoðsendinguna.

Gott dæmi væri mark Steven Gerrard gegn Newcastle í marsmánuði. Þar keyrir Daniel Agger með boltann upp úr vörninni og inná hættusvæði Newcastle-manna og á frábæra sendingu útá kant á Djibril Cissé sem á svo frábæra fyrirgjöf á Peter Crouch. Crouch skallar hann niður fyrir fætur Steven Gerrard sem skorar markið.

Tölfræðilega séð var það Crouch sem fékk kredit fyrir stoðsendinguna, þar sem hann á síðustu sendinguna á markaskorarann, en það ætti öllum að vera ljóst að Daniel Agger og Djibril Cissé áttu alveg jafn mikið, ef ekki meira, í því marki en Crouch.

Þannig "stoð-stoðsendingar" tínir Tomkins til og þegar það er talið með eru þetta hátt í 20 mörk sem Crouch annað hvort býr til tækifærið fyrir liðið að skora eða á sendinguna á markaskorarann. Það er alveg sama hvernig þú lítur á það, þetta telur og þetta er tölfræði sem sýnir okkur það svart á hvítu að Crouch er að skila feykimiklu af sér til liðsins, bæði með mörkum og með því að skapa fyrir mennina í kringum sig.

Hvað varðar það að hafa aðeins átt sjö stoðsendingar sl. vetur, og þar af tvö gegn Kosta Ríka-liðinu í HM félagsliða, þá er ég reiðubúinn hér með að hrinda þeirri tölfræði á bak aftur:

  1. FC Kaunas á útivelli, Cissé skoraði.
  2. Real Betís á útivelli, Pongolle skoraði. Bjó líka til annað markið, gaf á Zenden sem gaf á Luis García sem skoraði.
  3. Birmingham á útivelli, Crouch á skalla sem stefnir inn en varnarmaður ver á línu og fær rautt. Cissé skorar úr vítinu.
  4. Heima gegn Portsmouth. Lætur markvörð P'm reyndar verja frá sér víti en Zenden skorar úr frákastinu. Átti svo þátt í þriðja markinu þann daginn líka.
  5. Wigan heima. Crouch skorar fyrstu tvö mörkin sín fyrir LFC og leggur upp það þriðja fyrir Gerrard.
  6. Newcastle heima, Crouch gefur á Gerrard sem skorar. Crouch skorar svo annað markið sjálfur.
  7. Everton úti, Crouch skorar fyrsta markið og leggur svo upp annað markið fyrir Steve Gerrard.
  8. Newcastle úti, Crouch skallar á Gerrard sem skorar.
  9. Everton heima, Crouch skallar innfyrir vörnina á Luis García sem skorar.
  10. Bolton heima, fyrsta mark Fowler eftir endurkomuna. Crouch gefur á hann.
  11. Chelsea á Old Trafford í FA bikarnum. John Terry brýtur á Crouch og Riise skorar úr aukaspyrnunni. Stoðsending, þótt það hafi ekki verið í opnum leik.
  12. Portsmouth úti, Crouch með stungusendingu á Cissé sem skorar.
  13. West Ham í úrslitaleik bikarsins. Crouch skallar niður á Gerrard sem skorar annað mark okkar.

Ég renndi í fljótu bragði yfir leikskýrslurnar á þessari síðu og tíndi til þessar þrettán stoðsendingar hans. Þar taldi ég ekki með stoðsendingarnar tvær sem hann átti gegn Deportivo Saprissa í HM Félagsliða, sem þér Krizzi fannst vera ómerkilegar.

En bara svo þetta sé opinbert, þá eru þetta alls FIMMTÁN STOÐSENDINGAR ef við teljum þær tvær með. Ef við bætum við nokkrum þar sem hann átti lykilhlutverk í sköpun marktækifæris sem skilaði marki - svo sem þegar hann gaf á Zenden sem gaf á García sem skoraði gegn Betís á útivelli - þá er hann sennilega kominn með meira en 18 "stoðsendingar" á síðasta tímabili.

Þurfum við eitthvað að ræða þetta frekar? Peter Crouch er einfaldlega lykilmaður í þessu liði Rafa Benítez. Sættið ykkur við það. :-)

Kristján Atli sendi inn - 13.08.06 00:45 - (Ummæli #11)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Kristján Atli: Og ég var að sýna fram á að tölfræði Soc ...[Skoða]
Krizzi: Kristján Atli ég talaði aldrei um það að ...[Skoða]
Kristján Atli: Já, var einnig að taka eftir öðru. Fyrir ...[Skoða]
Kristján Atli: Krizzi - ég vísaði þarna í grein eftir < ...[Skoða]
Krizzi: Þetta áttu að vera 7 stoðsendingar á síð ...[Skoða]
Krizzi: Kristján hvernig færðu það út að Crouch ...[Skoða]
Siggi: Vonanid hafa <a href="http://news.sky.co ...[Skoða]
Kiddi: Sammála Kristjáni Atla - það er ómöguleg ...[Skoða]
Kristján Atli: Hössi, hvernig í ósköpunum geta þér þótt ...[Skoða]
Hössi: Mér finnst þið nú gera frekar litlar krö ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License