11. ágúst, 2006
Rafa Benítez hefur skorað á Peter Crouch að nota þetta tímabil til að festa sig enn frekar í sessi hjá Liverpool:
“People were talking before he signed that he wasn’t good for us. But after a while he was in the squad with the national team and now people know how good he is. But he cannot think that is enough. He now needs to continue improving as he has a lot of potential and possibilities.”
Nákvæmlega. Eins og frægt varð á þessari síðu var ég talsvert mikið á móti því að Crouch yrði keyptur, en á fyrsta tímabili sínu með Liverpool sannfærði hann mig algjörlega og nú ver ég tilverurétt hans fram í rauðan dauðann. Það er augljóst af hverju Rafa leggur svona mikið traust á stóra manninn; á fyrsta tímabili sínu með Liverpool, toppliði í Englandi og Evrópu, skoraði hann 13 mörk og bjó til 18 mörk í viðbót með stoðsendingum. Það er frábær tölfræði, en í ár getur hann skorað ennþá meira. Eins og Rafa segir, og ég tek heilshugar undir, þá stóð hann af sér hið erfiða fyrsta tímabil hjá toppliði og náði að festa sig í sessi bæði hjá Liverpool og enska landsliðinu. Hann var eini framherji landsliðsins sem skoraði á HM í sumar, pæliði í því. Nú, í vetur, vill ég sjá hann skora meira og halda áfram að skapa fyrir mennina í kringum sig eins og hann hefur gert.
Ég er einfaldlega sannfærður um að Crouch á eftir að reynast lykilmaður á næstu árum fyrir okkur. Ef hann getur bætt skorið hjá sér, segjum að hann nái 10+ mörkum í deildinni og á bilinu 15-20 í heildina, og haldið áfram að búa til 15-20 mörk í viðbót með stoðsendingum, þá held ég að ég muni endanlega taka ástfóstri við stóra manninn.
Crouch, vonandi ertu að lesa þetta: 10+ mörk í deildinni í vetur og 15-20 í heildina, plús 15-20 stoðsendingar, og þá er ég sáttur.
Viðbót (Aggi):
Rafa segir nýverið að Peter Crouch verði að halda áfram að bæta sig sem leikmaður. Hann hafi tekið framförum frá því hann gekk til liðs við félagið sem og sýnt mikinn andlega styrk þegar sem verst gekk hjá drengnum en hann verði að halda áfram. Rafa ætlar sér að bæta við fjórða framherjanum og talið er líklegt að sá aðili gæti verið Hollendingurinn Dirk Kuyt en það mun skýrast innan tíðar. Frá því Crouch gekk til liðs við Liverpool hefur hann verið valinn í landsliðið og m.a. skoraði eitt af 6 mörkum Englands á HM í sumar.
Ennfremur talar Bellamy um mikilvægi þess að við komumst áfram í riðlakeppni meistaradeildarinnar en hann lenti í því með Newcastle að komast ekki áfram úr undankeppninni, það hafði mikil áhrif á allt tímabilið hjá liðinu.
“It’s amazing how much a season can go off if you don’t get through this.”