10. ágúst, 2006
Chelsea eru ekki hættir að kaupa inn leikmenn fyrir tímabilið. Í dag byrjaði svo athyglisvert slúður á netinu. Chelsea er nefnilega sagt undirbúa tilboð í Liverpool leikmann.
Hvaða leikmann öskra einhverjir? Xabi? Stevie? Carra? Kewell?
Nei….
Þeir eru orðaðir við norska stálið John Arne Riise. Þetta er allavegana með skrýtnari slúðursögum, sem ég hef heyrt.
En það væri athyglisvert að sjá hvað myndi gerast ef að Chelsea myndu bjóða í hann. Kannski sér Rafa Aurelio sem mann númer 1 og er tilbúinn til að selja hann á svona 10 Chelsea milljónir (ef að Arsenal metur Ashley Cole á 25 milljónir, þá hlýtur Riise að kosta allavegna 10).
En þetta er ábyggilega bull. Slúður með stórum staf.