beach
« Le Tallec į leiš til Sochaux? og O“Donnell lįnašur til Crewe. | Aðalsíða | Chelsea slśšur »

10. ágúst, 2006
Fyrirliši Englands

Ķ dag tilkynnti Steve McClaren, nżbakašur žjįlfari enska landslišsins, aš John Terry fyrirliši Chelsea sé nżr fyrirliši landslišsins. Okkar mašur, Steven Gerrard, žótti koma sterklega til greina en hefur veriš geršur aš vara-fyrirliša landslišsins. Gerrard var fljótur aš óska Terry til hamingju.

Aš mķnu mati skipti eiginlega engu mįli hvor žeirra fékk “djobbiš” aš endingu. Breska pressan, eins og henni einni er lagiš, hefur gert fįrįnlega mikiš śr “kapphlaupinu um armbandiš” sķšustu vikurnar og žaš var oršiš hįlf hjįkįtlegt į žrišjudag aš lesa fyrirsögnina “Gerrard tekur forystu ķ fyrirlišakapphlaupinu” eftir aš McClaren hitti hann og ašra Pśllara į Melwood-ęfingasvęšinu um helgina.

John Terry er aš mķnu mati frįbęr fyrirliši; hann er žegar oršinn andlegur leištogi Chelsea-lišsins į vellinum og mašur sį žaš skżrt į HM ķ knattspyrnu ķ sumar aš žaš er hann en ekki Rio Ferdinand eša Gary Neville sem stjórna ensku vörninni. Žaš er hann sem gargar į menn og lętur menn hafa žaš óžvegiš žegar žaš er viš hęfi, ekki žeir hinir.

Ef žaš er einhver įstęša fyrir žvķ aš ég hefši viljaš sjį Gerrard vera geršan fyrirliša vęri žaš helst sś aš Terry er žegar oršinn leištogi ķ vörn lišsins, en mér finnst vanta skżra valdaskiptingu į mišjunni. Lampard og Gerrard hafa nśna ķ žrjś įr rembst hliš viš hliš sem jafningjar og einfaldlega nį ekki aš vinna saman. Žį hefur Eriksson einnig prófaš aš lįta Gerrard sitja fyrir aftan Lampard sem varnarsinnašan mišjumann, og žaš virkaši ekki heldur. Aš mķnu mati er ljóst aš žaš er kominn tķmi į aš Gerrard fįi žaš frelsi į ensku mišjunni sem hann į skiliš, og hefši fyrirlišabandiš getaš veriš fyrsti lišur ķ žvķ aš hann taki yfir spilamennsku lišsins į sama hįtt og hann gerir hjį Liverpool. Rétt eins og hjį Liverpool gęti ég ķmyndaš mér framtķšarmišju Englands žar sem Gerrard situr į toppi žriggja manna mišju, meš Lampard og Carrick fyrir aftan sig.

Žetta gęti enn gerst svo sem og žaš veršur vissulega athyglisvert aš sjį hvernig McClaren leysir žetta undarlega Gerrard/Lampard vandamįl, en į mešan finnst mér aušvelt aš jįta žaš aš John Terry er vissulega vel aš fyrirlišabandinu kominn. Hann er nżr fyrirliši og ég vona, Englendinga vegna, aš žeir geti fylkt liši aš baki sķnum nżju leištogum, McClaren og Terry. Engu aš sķšur er mér alveg ljóst aš žaš skiptir engu žótt Gvuš Almįttugur žjįlfi žetta liš og Jesś Kristur sé fyrirliši žess, ef menn finna ekki leiš til aš leyfa Steven Gerrard aš njóta sķn į mišjunni mun žetta liš halda įfram aš valda vonbrigšum.

.: Kristjįn Atli uppfęrši kl. 18:22 | 423 Orš | Flokkur: Landsliš
Ummæli (2)
Senda inn ummæli

Athugiš aš žaš tekur smį tķma aš hlaša sķšuna aftur eftir aš żtt hefur veriš į "Stašfesta".

Hęgt er aš nota HTML kóša ķ ummęlunum. Hęgt er aš nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Viš įskiljum okkur allan rétt til aš eyša śt ummęlum, sem eru į einhvern hįtt móšgandi, hvort sem žaš er gagnvart stjórnendum sķšunnar eša öšrum. Žetta į sérstaklega viš um nafnlaus ummęli.
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?
Flokkar

Almennt · Auglżsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmišlar · HM 2006 · HM Félagsliša · Kannanir · Landsliš · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskżrslur · Leikvangur · Liverpool · Meišsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slśšur · Topp10 · Um sķšuna · Upphitun · Vangaveltur · Vešmįl · Žjįlfaramįl ·

Um Sķšuna

Um Sķšuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristjįn Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Sķšustu Ummęli

Einar Örn: Žetta er aš mķnu mati arfavitlaus įkvörš ...[Skoša]
SSteinn: Ég er svo įnęgšur meš žetta aš žaš hįlfa ...[Skoša]

Síðustu færslur

· West Ham į morgun
· Lucas Neill į leišinni?
· Rišill C!
· Jöfn deild ķ byrjun ...
· Nżr haus
· Sissoko frį ķ 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristjįn Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborš

RAWK spjallborš

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Stašan ķ ensku

Tölfręši ķ ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog
Viš notum
Movable Type 3.2

Efni žessarar sķšu er birt undir skilmįlum frį Creative Commons.

Creative Commons License