09. ágúst, 2006
Jæja, þetta byrjaði ekki alveg einsog við höfðum vonast eftir, en þökk sé Mark “Speedy” Gonzalez þá fór Liverpool með sigur af hólmi gegn hinu sterka liði Maccabi Haifa í kvöld.
Þetta var ekki jafn stór og margir höfðu búist við og það var ekki nógu gott að liðið skyldi fá á sig mark á heimavelli. En seinni leikurinn verður háður á hlutlausum velli og Liverpool ætti núna að vita betur hvernig þeir eiga að spila gegn þessu ísraelska liði.
Liverpool á að klára þetta eftir tvær vikur.
Jæja, byrjum á byrjuninni. Í þessum fyrsta alvöruleik á tímabilinu 2006-2007 þá stillti Rafa þessu svona upp í byrjun:
Reina
Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise
Pennant - Gerrard - Sissoko - Alonso - Zenden
Bellamy
Fyrri hálfleikurinn byrjaði frekar rólega. Liverpool var meira með boltann, en þeir náðu aldrei almennilega undirtökunum á vellinum. Haifa menn áttu svo hættulegar skyndisóknir. Þegar um hálftími var búinn missti Xabi Alonso boltann klaufalega á miðjunni og Haifa menn spiluðu sig í gegnum vörn Liverpool og Boccoli skoraði framhjá Reina í markinu.
Við þetta vöknuðu Liverpool menn loks til lífsins og byrjuðu að sækja almennilega. Einsog ávallt fóru sóknirnar í gegnum Pennant á hægri kantinum. Hann spilaði sig glæsilega í gegnum vörnina, gaf á Gerrard sem lagði hann útá Sissoko, sem skaut á markið (ótrúlegt!!!) - skotið var varið, en Craig Bellamy var mættur einsog gammur og skoraði fínt mark.
Eftir þetta sótti Liverpool nokkuð mikið fram að hálfleik án almennilegra færa.
Í seinni hálfleik var þetta svo áfram pressa hjá Liverpool án mikils árangurs. Það breyttist þó þegar að Luis Garcia kom inn fyrir Zenden (sem hafði verið slappur á vinstri kantinum). Garcia var stöðug ógnun og prjónaði sig nokkrum sinnum listilega í gegnum Haifa menn. En ekki kom markið. Rafa breytti þá áfram, setti Crouch inn fyrir Bellamy og að lokum Mark Gonzalez inn fyrir Gerrard. Þá hélt maður að þetta væri búið, en þessi skipting reyndist breyta öllu.
Stuttu fyrir leikslok gaf Xabi Alonso glæsilega sendingu á Mark Gonzalez, sem virtist gleyma boltanum en hann náði honum aftur, náði að snúa sér og setti boltann efst í markhornið. Glæsileg byrjun hjá Speedy!!! Og 2-1 sigur hjá Liverpool
Maður leiksins: Í raun eiga allir nýju mennirnir hrós skilið. Craig Bellamy skoraði gott mark, sem oeg Mark Gonzales. En Jermaine Pennant var einfaldlega bestu maður Liverpool í dag. Nánast allar sóknir Liverpool komu upp kantinn. Hann át vinstri bakvörðinn hjá Haifa og dældi svo góðum boltum inná teig. Ef að þetta er ávísun á framtíðina, þá Jermaine Pennant eftir að eiga glæsilegan feril hjá Liverpool.
En allavegana, 2-1 er svo sem ekki slæm úrslit. Liverpool menn eru heppnir að seinni leikurinn er á hlutlausum velli. Ég er þess fullviss um að liðið klárar þann leik og kemst þannig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.