beach
« Liðið gegn Haifa komið | Aðalsíða | Gonzalez ánægður með drauma byrjun. »

09. ágúst, 2006
Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1

bellamy-speedy-1.jpgJæja, þetta byrjaði ekki alveg einsog við höfðum vonast eftir, en þökk sé Mark “Speedy” Gonzalez þá fór Liverpool með sigur af hólmi gegn hinu sterka liði Maccabi Haifa í kvöld.

Þetta var ekki jafn stór og margir höfðu búist við og það var ekki nógu gott að liðið skyldi fá á sig mark á heimavelli. En seinni leikurinn verður háður á hlutlausum velli og Liverpool ætti núna að vita betur hvernig þeir eiga að spila gegn þessu ísraelska liði.

Liverpool á að klára þetta eftir tvær vikur.

Jæja, byrjum á byrjuninni. Í þessum fyrsta alvöruleik á tímabilinu 2006-2007 þá stillti Rafa þessu svona upp í byrjun:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

Pennant - Gerrard - Sissoko - Alonso - Zenden

Bellamy

Fyrri hálfleikurinn byrjaði frekar rólega. Liverpool var meira með boltann, en þeir náðu aldrei almennilega undirtökunum á vellinum. Haifa menn áttu svo hættulegar skyndisóknir. Þegar um hálftími var búinn missti Xabi Alonso boltann klaufalega á miðjunni og Haifa menn spiluðu sig í gegnum vörn Liverpool og Boccoli skoraði framhjá Reina í markinu.

Við þetta vöknuðu Liverpool menn loks til lífsins og byrjuðu að sækja almennilega. Einsog ávallt fóru sóknirnar í gegnum Pennant á hægri kantinum. Hann spilaði sig glæsilega í gegnum vörnina, gaf á Gerrard sem lagði hann útá Sissoko, sem skaut á markið (ótrúlegt!!!) - skotið var varið, en Craig Bellamy var mættur einsog gammur og skoraði fínt mark.

Eftir þetta sótti Liverpool nokkuð mikið fram að hálfleik án almennilegra færa.

Í seinni hálfleik var þetta svo áfram pressa hjá Liverpool án mikils árangurs. Það breyttist þó þegar að Luis Garcia kom inn fyrir Zenden (sem hafði verið slappur á vinstri kantinum). Garcia var stöðug ógnun og prjónaði sig nokkrum sinnum listilega í gegnum Haifa menn. En ekki kom markið. Rafa breytti þá áfram, setti Crouch inn fyrir Bellamy og að lokum Mark Gonzalez inn fyrir Gerrard. Þá hélt maður að þetta væri búið, en þessi skipting reyndist breyta öllu.

Stuttu fyrir leikslok gaf Xabi Alonso glæsilega sendingu á Mark Gonzalez, sem virtist gleyma boltanum en hann náði honum aftur, náði að snúa sér og setti boltann efst í markhornið. Glæsileg byrjun hjá Speedy!!! Og 2-1 sigur hjá Liverpool


Maður leiksins: Í raun eiga allir nýju mennirnir hrós skilið. Craig Bellamy skoraði gott mark, sem oeg Mark Gonzales. En Jermaine Pennant var einfaldlega bestu maður Liverpool í dag. Nánast allar sóknir Liverpool komu upp kantinn. Hann át vinstri bakvörðinn hjá Haifa og dældi svo góðum boltum inná teig. Ef að þetta er ávísun á framtíðina, þá Jermaine Pennant eftir að eiga glæsilegan feril hjá Liverpool.

En allavegana, 2-1 er svo sem ekki slæm úrslit. Liverpool menn eru heppnir að seinni leikurinn er á hlutlausum velli. Ég er þess fullviss um að liðið klárar þann leik og kemst þannig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 20:58 | 467 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (32)

Jæja, þetta hafðist að lokum en naumt var það. Fyrir þá sem sjá hálffullt glas geta menn fagnað því að hafa þó náð að sigra þetta á lokamínútunum, en þeir sem sjá hálftómt glas eru örugglega fúlir yfir að hafa ekki rústað þessum leik. Sjálfur er ég einhvers staðar þarna á milli, í senn feginn en um leið skíthræddur við seinni leikinn.

Það er hálf skrýtið til þess að hugsa að Gerrard og Alonso voru slöppustu menn vallarins í dag. Það gerist varla nema einu sinni á ári, í mesta lagi. Mikið af því sem vantaði uppá hjá liðinu í dag var undirbúningstímabilinu að kenna, og þegar við mætum þessu liði eftir tvær vikur verða okkar menn búnir að spila tvo alvöruleiki í viðbót og einnig landsleiki í næstu viku, þannig að við ættum að sjá liðið í betra leikformi eftir 13 daga.

Annars tek ég undir það að þeir Jermaine Pennant og Momo Sissoko voru í allt öðrum klassa en allir aðrir á vellinum. Hvað átti Pennant, 25 fyrirgjafir? Ótrúlega hressandi og frískandi að sjá svona öflugan hægri kantmann. Ef hann spilar svona næstu vikurnar verður hann fljótlega orðinn fastamaður í byrjunarliðinu. Momo var síðan í súperformi ... djöfull sem ég hef saknað hans í sumar!

Annars bara jákvætt að Bellamy og Gonzalez hafi skorað og Pennant brillerað í fyrsta leiknum hjá þeim öllum. Mjög jákvætt.

Feginn, en það er sko eins gott að menn hysji upp um sig brækur eftir tvær vikur og klári þetta. Ég sat þarna í kvöld, þangað til Speedy skoraði, og íhugaði veturinn framundan ef svo illa færi að við kæmumst ekki inní riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það var ekki góð tilhugsun.

Að lokum legg ég til að Chelsea verði lagðir í rúst á sunnudag!

Kristján Atli sendi inn - 09.08.06 21:40 - (Ummæli #3)

Þetta hafðist að lokum hjá okkar mönnum, þökk sé Speedy. Mér finnst þetta leikkerfi aftur á móti farið að verða okkar akkilesar hæll, ég vil sjá 4-4-2 með þessa kantara, fleiri menn inn í teiginn.

Í fyrri hálfleik fannst mér ekki skorta bolta inní teiginn en það bara vantaði menn til að ráðast á þá, miðjan var ekki nógu dugleg að koma og kantararnir ekki heldur, 4-5-1 er ágætt kerfi ef að framherjinn fær góðann stuðning. Með 4-4-2 með Gerrard og Alonso á miðjunni, já ég vil hafa þá tvo á miðjunni á kostnað Sissoko einfaldlega vegna þess að þeir eru sterkari en hann. Mér fannst við líta betur út í kvöld í seinni hálfleik eftir að Garcia kom inná í framherjann og Gerrard fór á vinstri kantinn og við fengum tvo menn inní teig í alla bolta, það sást best þá hvað það er mikilvægt að hafa liðsafla þar.

Ég vil fara að breyta þessu hugarfari hjá liðinu sem kom með Rafa að mínu viti: Ekki tapa leiknum. Meistarar hugsa: Við vinnum leikinn. Þetta er munurinn á okkur og Arsenal, manchester united og Chelsea finnst mér, þar hugsa menn um að vinna leiki á meðan að við erum alltaf einhvern veginn á bremsunni.

Ég verð líka að setja spurningarmerki við Hyypia kallinn í þessum leik, hann er orðinn dálítið seinn og það er spurning um hvort að ekki sé kominn tími á kallinn í vetur, hleypa þeim Agger og Paletta inn í liðið.

Einn punktur í lokinn, lýsandinn í kvöld skipti um markvörð hjá okkur síðustu mínúturnar og var Finnan kominn í markið í stað Reyna, guði sé lof fyrir ensku þulina á Skjá einum eða hvað sem sú rás er kölluð núna.

Stjáni sendi inn - 09.08.06 21:54 - (
Ummæli #4)

Xavi, xabi,ssabi,Tsjavi.............. Sammála Einari að Sissoko og Pennant hafi skarað fram úr í kvöld. Sissoko hefur brúkað sumarið í viðstöðulausann og getur orðið skilað boltanum frá sér og verður gaman að fylgjast með hvernig hann þroskast. Ánægjulegt að sjá þróunn leiksins milli Finnan og Pennant en Finnan er ekki vanur að spila með “kantmanni” og sjá hvernig þeir fundu útúr samstarfi sínu í gegnum leikinn. Til að að byrja með stal Finnan alltaf plássi frá Pennant og var það mikið til staðar að hann lokaði fyrir hlaup, overlap og að Pennant tæki menn á og skilaði honum í boxið. En í seinni hálfleik komst skilningur þar á. pínlegt var hvað Zenden var aldrei í stöðunni sinni. Leitaði endalaust inn á miðju og eins og félagi minn sagði rétt er við horfðum á leikinn, þá var hann ósjaldan að gefan á sjálfan sig, þ.e.a.s. út á vinstri kant(grínlaust). Þessi áttavitleysa kostaði okkur ekki bara sóknarlega heldur komst mikið rót á varnarleikinn og er Riise eins og hann hefur einhverja kosti,ekki besti varnarmaður í heimi. Svæðisvörn má ekki við svona rugli. Crouch er eins og hann er og ekki búast við stóðhesti er þú hefur jálk. Jálkurinn fékk tvo í sig (plægði)og því gat Speedy gróðursett.Uppskera. Það er bara Real sem hugsanlega reynir að spila með 7 strikera. Hyypia gamall og ekki nógu og góður og seinn er gömul tugga og varla svara vert en nýliðun eða back up er vandamál. Já ef menn skilja ekki þa' og tap okkar af Hamann , þá skilja þeir ekki fótbolta og geta haft vit á því að halda kjafti og geta snúið sér að tupperver kynningum

http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/08/03/17.04.45/#34383 linkur á skoðun mína á vandamálum í miðverði

En annars varkárt og vel að verki staðið hjá Rafa og strákunum hans sem hafa ekki verið að ríða feitum hesti á undirbbúningstímabilinu. Það vantar aðeins bolta í menn en nógu og helvíti sprikluðu þeir..... Góðar stundir

Gamall maður á veraldarvefnum sendi inn - 10.08.06 01:00 - (Ummæli #15)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Hafliði: Ég gerði þetta allt áðan en ...nada ! Ee ...[Skoða]
Krizzi: Tek undir með Kristjáni, það gaman að sj ...[Skoða]
Andri Fannar: Hægrismella og Save Link As og opna með ...[Skoða]
Hafliði: Tja......ég kemst inná síðuna og sé hvað ...[Skoða]
Hafliði: Tja......ég kemst inná síðuna og sé hvað ...[Skoða]
Gamall maður á veraldarvefnum: ég var nú alls ekki að agnúast út í Crou ...[Skoða]
Andri Fannar: Hafliði núnún, hvað gerist? :-) ...[Skoða]
Hafliði: Ég er að lenda í veseni þegar að ég reyn ...[Skoða]
Andri Fannar: <a href="http://fotbolti.fallegur.com/Li ...[Skoða]
Benni Jón: Gaml maður. Hvað heldur þú að félagið ha ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License