beach
« Kewell frá í 6 vikur | Aðalsíða | Leikur Áratugarins (Frakkland) »

07. júlí, 2006
Leikur Áratugarins (Ítalía)

“Við höfum safnað upp mikilli reiði á síðustu tveimur stórmótum. Í þessari keppni höfum við beislað þessa reiði og það hefur sýnt sig bersýnilega - við höfum nýtt þessa reiði okkar og gert úr henni eitthvað jákvætt”
-Fabio Cannavaro, fyrirliði Ítala

teamazzuri.jpg

Tólf ár. Það er sá tími sem það tekur ítalska landsliðið að hlaða upp í alvöru atlögu að heimsmeistaratigninni í knattspyrnu. Árið 1970 voru þeir gjörsigraðir í úrslitaleik HM af liði Brasilíumanna sem sumir vilja meina að sé það besta í sögu knattspyrnunnar. Árið 1982 unnu þeir HM á Spáni með sigri á Vestur-Þýskalandi, en það ár var öll ítalska knattspyrnan í uppnámi vegna hneykslismála í sambandi við mútuþægni og spillingu. Hljómar það kunnuglega? Árið 1994 töpuðu þeir í úrslitum, aftur fyrir Brasilíumönnum, í vítaspyrnukeppni. Og nú, tólf árum síðar, eru þeir aftur komnir í úrslit.

1970: tap fyrir Brasilíu.
1982: mútuhneyksli, og svo sigur gegn Evrópuþjóð.
1994: tap fyrir Brasilíu.
2006: mútuhneyksli, og svo _ gegn Evrópuþjóð?

Fyrir keppnina hefði ég sagt fólki að Frakkland og Ítalía væru tvö af minna spennandi Evrópuþjóðunum í keppninni. Ítalir hafa undanfarin ár getið sér góðs orðs fyrir að vera allt of varnarsinnaðir, varkárir og hreinlega leiðinlegir sem landslið, auk þess að vera með mikinn leikaraskap inná vellinum. Í þessari keppni hafa Portúgalir fyllilega tekið við Óskarsverðlaununum sem Ítalir hömpuðu áður, og svo hefur komið á daginn að þeir bláklæddu hafa verið með skemmtilegri, öflugri og betri liðum keppninnar. Leikir þeirra hingað til í keppninni hafa farið svo:

Ghana: 2-0 sigur.
USA: 1-1 jafntefli.
Tékkland: 2-0 sigur.
Ástralía: 1-0 sigur.
Úkraína: 3-0 sigur.
Þýskaland: 2-0 sigur.

Sex leikir; fimm sigrar og eitt jafntefli, og það í leik þar sem þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós. Aðeins eitt mark fengið á sig í allri keppninni, og það kom gegn Bandaríkjunum þegar varnarmaðurinn Zaccardo ætlaði að hreinsa frá eigin marki en hitti boltann ekki og setti hann framhjá Buffon í staðinn. Zaccardo hefur spilað lítið í mótinu síðan hann skoraði sjálfsmark, og vörnin hefur fyrir utan þetta eina atvik verið gallalaus í þessari keppni. Markatala Ítala er 11-1 fyrir úrslitaleikinn.

Maður spyr sig hvort það geti eitthvað lið stöðvað þá. Auk þess að vera með besta markvörð í heimi og frábæra vörn skarta þeir geggjaðri miðju; ef Totti á góðan dag er hann lykilmaður þeirra og þeir Pirlo og Gattuso munu láta Zidane hafa meira fyrir hlutunum en nokkur önnur miðja sem hann hefur mætt til þessa. Simone Perrotta og Mauro Camoranesi hafa komið sterkir inn á vængjunum í keppninni, auk þess sem bakverðirnir Fabio Grosso og Gianluca Zambrotta hafa tekið við krúnu Roberto Carlos og Cafú sem kóngar sóknarbakvarðanna. Frammi hefur þjálfarinn Marcelo Lippi svo úr þeim Luca Toni, Alberto Gilardino, Vicenzo Iaquinta og Alessandro Del Piero að velja. Ekkert smá öflugur mannskapur það.

Svo er það bara spurning hvort örlögin eru ekki með Ítölum í þessari keppni? Sagan segir okkur allavega að þeir vinni Úrslitaleiki á HM, ef þeir eru að mæta Evrópuþjóðum og ef það eru hneykslismál heima fyrir. Þeir eru líka með vörn sem ég á erfitt með að sjá Frakkana brjóta á bak aftur, miðju sem gæti mögulega eyðilagt örlagadag Zinedine Zidane og sóknarmenn sem eru nógu grimmir til að nýta sér öll þau mistök sem Frakkar kunna að gera.

Það er allavega ljóst í mínum huga að ef Ítalir verða heimsmeistarar á sunnudaginn verða þeir vel að titlinum komnir; þeir hafa verið sterkasta liðið í þessari keppni frá fyrstu til síðustu leikja og virðast vera með besta landslið í heiminum akkúrrat núna, sem er það sem gildir í svona keppni.

Spurningin er bara: getur eitthvað lið stöðvað Ítali? Spáum í Frakkland á morgun.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 19:47 | 607 Orð | Flokkur: HM 2006
Ummæli (8)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Páló: ég er sammála Dodda. Spái 3:1 fyrir Ítal ...[Skoða]
Kristján Atli: Jájá ókei, þið hafið komið ykkar pointi ...[Skoða]
Gummi H: Reyndar voru Ítalir ekki níu undir lok l ...[Skoða]
Páló: kannski smámunasemi en í Ítalíu - Bandar ...[Skoða]
Kristján Atli: Doddi, það er ekki glæta í helvíti að De ...[Skoða]
Doddi: Tek undir orð Kristjáns Atla - mér finns ...[Skoða]
Kristján Atli: Jú, mikið rétt. Smá faux pas. Hefur veri ...[Skoða]
Gummi: Var ekki Hm 82 á Spáni? ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License