07. júlí, 2006
Rafael Benitez hefur ekki beinlínis verið þekktur fyrir miklar yfirlýsingar í tengslum við leikmannakaup. Það er einna helst að hann hafi verið að lofa Speedy Gonzalez en það var sennilega gert einna helst til að auka líkurnar á að hann fengi atvinnuleyfi.
En Rafa er byrjaður að tala um nýja vinstri bakvörðinn okkar, Fabio Aurelio. Rafa heldur því fram á official síðunni að Aurelio gefi betri sendingar en…..
…betri sendingar en hver? Luis Garcia? John-Arne Riise? Nei!
…XABI ALONSO!
Rafa segir um Aurelio:
“Aurelio is a left full back or a left winger with a lot of quality “He can cross the ball superbly and he is maybe a better passer of the ball than Xabi Alonso.
Já, er það? Í alvöru?
“People will say ‘oh really?’ But you will see the quality of his crosses and passes with his left foot. He is also fantastic at set pieces.”
Magnað. Það er allavegana nokkuð ljóst að Fabio Aurelio er ekki keyptur til Liverpool til að vera varaskeifa fyrir John-Arne Riise