beach
« HM molar | Aðalsíða | HM: England og Portúgal í 8-liða úrslit! »

24. júní, 2006
HM: Argentína og Þýskaland í 8-liða úrslit!

Jæja, 16-liða úrslitin hófust með háværum hvelli í dag þar sem heimamenn Þjóðverjar og Argentínumenn tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitunum, en þessar tvær þjóðir munu mætast á föstudaginn kemur.

Þjóðverjar unnu stórgóðan 2-0 sigur á Svíþjóð í leik sem var einhver mesta einstefna mótsins hingað til. Á pappírnum átti þetta að verða hörkuleikur en eftir ellefu mínútna leik var Lukas Podolski búinn að skora tvisvar, eftir þrjátíu og fimm mínútur voru Svíar orðnir einum færri og áttu aldrei séns í þessum leik. Henrik Larsson skaut yfir úr vítaspyrnu (sem var rugl dómur) í seinni hálfleik en að öðru leyti var sigur heimamanna aldrei í hættu og ef þeir geta spilað svona gegn Argentínumönnum eru þeir til alls líklegir.

Í seinni leik dagsins unnu Argentínumenn svo 2-1 sigur á Mexíkó í stórskemmtilegum leik, þar sem Maxi Rodriguez skoraði sigurmarkið í fyrri hluta framlengingar með sannkölluðu draumaskoti, eftir að Rafael Marquez hafði komið Mexíkóum yfir og Hernan Crespo jafnað á fyrstu tíu mínútum leiksins. Mexíkóar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en í þeim seinni jafnaðist þetta aðeins út og einkenndist leikurinn yfir heildina af mikilli stöðubaráttu, mikilli refskák. En á endanum voru Argentínumenn vel að þessum sigri komnir, og Maxi Rodriguez er hetja þeirra í dag.

Sem sagt, fyrsti leikur 8-liða úrslitanna verður viðureign ÞÝSKALANDS og ARGENTÍNU. Það verður klárlega rosalegur slagur, tvær af stærstu knattspyrnuþjóðum allra tíma berjast um sæti í undanúrslitum keppninnar. Ég hélt ég myndi aldrei segja eftirfarandi orð, en Þjóðverjar eru með eitt skemmtilegasta liðið í þessari keppni og Argentínumenn hafa verið að spila frábærlega og virðast með ofursterkt lið sem er líklegt til að fara alla leið. Það verður flugeldasýning á föstudaginn!

Á morgun mæta Englendingar svo Ekvador í fyrri leik dagsins og svo mætast Hollendingar og Portúgalir í leik sem er algjörlega ómögulegt að spá fyrir um. Mótið verður meira spennandi með hverjum deginum, enda er það yndislegt að horfa á HM! :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 21:21 | 319 Orð | Flokkur: HM 2006
Ummæli (4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Gez: Smá spá Undanúrslitin: Þýskaland - Ást ...[Skoða]
Gummi H: Ég vonast eftir sigri Englendinga og Por ...[Skoða]
Doddi: Um leið og Argentínumenn voru jú heppnir ...[Skoða]
Páló: átti Heinze ekki að fá rauða í lok fyrri ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License