Duncan Oldham, forsprakki KopTalk-síðnanna, er fáviti sem hefur notað sér nafn Liverpool til eigin gróða. Hann segist búa yfir einhverri vitneskju sem hann gerir ekki, lýgur því m.a. að hann fái sér stundum öllara með sumum leikmönnunum og fái send SMS frá þeim sjálfum um leið og þeir séu í einhverjum málum. Eins og Gerrard myndi senda honum þetta: "Hey Duncan, vildi bara láta þig vita að ég er búinn að ákveða að fara til Chelsea. Þá geturðu sett það á síðuna þína löngu áður en allir aðrir, en rukkað fólk fyrir að fá að lesa það. Ókei bæ."
Yeah right.
Fyrir ári síðan skrifaði ég pistil um viðskipti okkar Einars við KopTalk. Þegar við stofnuðum þessa síðu fyrir tveimur árum, og vissum ekki betur, keyptum við okkur 'Insider' aðgang að KopTalk-síðunni. Ég borgaði 3.700kr fyrir þennan spes aðgang en fékk aldrei sent lykilorð eða neitt sem gæti hjálpað mér að komast inná síðuna. Reyndi að senda mail á öll netföng sem gefin voru upp á síðunni en fékk aldrei svar, þrátt fyrir að vera búinn að borga fyrir þjónustuna.
Sem sagt, ég var svikinn af því að borga mig þarna inn og þegar ég nefndi þessi svik við Sigurstein Brynjólfsson, formann Liverpoolklúbbsins á Íslandi sem er öllu fróðari um Duncan Oldham en ég, fékk ég alla sólarsöguna af því hvers vegna þetta er óvinsælasti Liverpool-aðdáandi í heiminum.
Lesið bara leiðarana á síðunni hans. Maðurinn er fáviti sem heldur að hann sé yfir aðra Liverpool-aðdáendur hafna. Svo skrifar hann alltaf "við" í álitspistlum, jafnvel þótt maður viti vel að þetta er bara hans persónulega álit.
"Við teljum að Peter Crouch ætti að fara inn í liðið á kostnað Fernando Morientes."
Við hvað. Fokking bull. Fokking draslvefsíða. Fokking hálfviti. Og já, ef ég hitti hann útá götu næst þegar ég er í Liverpool-borg ætla ég að sparka í magann á honum og heimta peninginn minn aftur. Vona eiginlega að ég rekist á hann einhvers staðar. Vona það innilega.