21. júní, 2006
Jæja, í dag voru 4 leikir á HM. Snemma í dag unnu Portúgalar Mexíkó á meðan að Angóla og Íran gerðu jafntefli. Þar með komust Mexíkóar og Portúgalar áfram úr D riðli.
Í kvöld gerðu Argentína og Holland jafntefli á meðan að Fílabeinsströndin vann Serbíu. Einsog vitað var fyrir leikinn þá komast Holland og Argentína áfram, en Argentína vann riðilinn. Enginn Liverpool maður var að spila í dag (Kromkamp var á bekknum allan tímann), en Dirk Kuyt sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool lék allan leikinn fyrir Holland auk þess sem Gabriel Milito lék allan leikinn fyirr Argentínu í vörninni.
Aaaaaallavegana, mér þykir vænt um 3 af þessum liðum sem spiluðu í dag. Mínir menn Mexíkóar töpuðu fyrir Portúgal og voru að mínu mati nokkuð óheppnir að gera það. Brenndu m.a. af vítaspyrnu í leiknum. Enn finnst mér Mexíkó ekki hafa náð að smella saman og ef þeir spila ekki betur í næsta leik, þá eiga Argentínumenn eftir að klára þá auðveldlega.
Leikur Argentínu og Hollands var frekar daufur. Argentínumenn voru þó heldur sterkari. Dirk Kuyt lék allan leikinn fyrir Holland, fyrst vinstra megin frammi og síðan sem fremsti maður. Mér þótti hann spila sæmilegaog var einna skásturí annars frekar slöppu liði Hollendinga. Argentínumenn virtust taka þessu létt og ég hef á tilfinningunni að ef þeir hefðu verið undir pressu þá hefðu þeir einfaldlega klárað leikinn.
En núna mætast semsagt Argentína - Mexíkó - og held ég að Argentína klári þann leik. Í hinum leiknum mætast Holland og Portúgal í leik, sem verður einn af stórleikjum 16 liða úrslitanna. Það verður verulega spennandi leikur þar sem Hollendingar ná vonandi að senda Portúgala heim til sín. Núna fer þetta að verða spennandi.