beach
« Bellamy kom til Melwood í dag. | Aðalsíða | Liverpool byrja úti gegn Sheffield United »

21. júní, 2006
HM: C og D riðlar klárir

Jæja, í dag voru 4 leikir á HM. Snemma í dag unnu Portúgalar Mexíkó á meðan að Angóla og Íran gerðu jafntefli. Þar með komust Mexíkóar og Portúgalar áfram úr D riðli.

Í kvöld gerðu Argentína og Holland jafntefli á meðan að Fílabeinsströndin vann Serbíu. Einsog vitað var fyrir leikinn þá komast Holland og Argentína áfram, en Argentína vann riðilinn. Enginn Liverpool maður var að spila í dag (Kromkamp var á bekknum allan tímann), en Dirk Kuyt sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool lék allan leikinn fyrir Holland auk þess sem Gabriel Milito lék allan leikinn fyirr Argentínu í vörninni.


Aaaaaallavegana, mér þykir vænt um 3 af þessum liðum sem spiluðu í dag. Mínir menn Mexíkóar töpuðu fyrir Portúgal og voru að mínu mati nokkuð óheppnir að gera það. Brenndu m.a. af vítaspyrnu í leiknum. Enn finnst mér Mexíkó ekki hafa náð að smella saman og ef þeir spila ekki betur í næsta leik, þá eiga Argentínumenn eftir að klára þá auðveldlega.

Leikur Argentínu og Hollands var frekar daufur. Argentínumenn voru þó heldur sterkari. Dirk Kuyt lék allan leikinn fyrir Holland, fyrst vinstra megin frammi og síðan sem fremsti maður. Mér þótti hann spila sæmilegaog var einna skásturí annars frekar slöppu liði Hollendinga. Argentínumenn virtust taka þessu létt og ég hef á tilfinningunni að ef þeir hefðu verið undir pressu þá hefðu þeir einfaldlega klárað leikinn.

En núna mætast semsagt Argentína - Mexíkó - og held ég að Argentína klári þann leik. Í hinum leiknum mætast Holland og Portúgal í leik, sem verður einn af stórleikjum 16 liða úrslitanna. Það verður verulega spennandi leikur þar sem Hollendingar ná vonandi að senda Portúgala heim til sín. Núna fer þetta að verða spennandi.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 21:06 | 282 Orð | Flokkur: HM 2006
Ummæli (7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Þröstur: Verð nú að segja að mér fannst miðverðir ...[Skoða]
Gez: Ég er á leiðinni til Nürnberg þann 25. j ...[Skoða]
Jón Frímann: Ég var ekki að vitna í pistilinn þinn sé ...[Skoða]
Gummi H: Ég vona að Portúgalir vinni Hollendinga, ...[Skoða]
Einar Örn: Sko, það mætti halda að ég hefði verið a ...[Skoða]
Jón Frímann: Ég sá allan leikinn og mér fannst ekkert ...[Skoða]
Davíð Már: Ég sá nú bara reyndar seinni hálfleikinn ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License