18. júní, 2006
Samkvæmt fréttum mun SNILLINGURINN Sven Göran Eriksson setja Steven Gerrard og Peter Crouch á varamannabekkinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Þetta kemur til af því að Gerrard, Crouch og Frank Lampard eru allir á gulu spjaldi og SGE vill ekki þurfa að vera án þeirra í 16-liða úrslitunum. Þannig að hann mun ekki spila Lampard allan leikinn og Gerrard og Crouch byrja á bekknum, og verða bara notaðir í ítrustu neyð.
Yfirleitt þætti manni það slæmt að sjá tvo Púllara setta á bekkinn en í þessu tilfelli telst þetta sennilega jákvætt. Mjög jákvætt, hvað Peter Crouch varðar. Við vitum að Gerrard er lykilmaður í þessu liði en ef SGE er reiðubúinn að hvíla Crouch til að hafa hann með í 16-liða úrslitunum. Það er jákvætt fyrir hann.
Wayne Rooney og Owen Hargreaves koma væntanlega inn í liðið fyrir þá, og ef Gary Neville er orðinn heill verður Jamie Carragher “að sjálfsögðu” tekinn út úr liðinu. Þannig að við gætum verið að horfa upp á Liverpool-frítt enskt landslið spila á þriðjudaginn.
Ég hugsa að ég haldi með Spánverjum í næstu umferð.