beach
« HM: Ekvador! | Aðalsíða | Cisse til Marseille? »

15. júní, 2006
HM: "Liverpool" 2 - T&T 0

crouch_worldcup_ttgoal.jpg

Peter Crouch, má ég kynna þig fyrir heiminum. Heimur, þetta er Peter Crouch:-)

Ég var kominn á fremsta hlunn með að skrifa aðra kvabbfærslu um England og slappan leik þeirra þegar Beckham þrykkti einum sveittum fyrir og Peter Crouch negldi hann inn með enninu, Jan Koller-style. Nokkrum mínútum síðar var Super Stevie G búinn að tryggja sigurinn með þrumuskoti með vinstri (þá sjaldan að hann fær að fara fram fyrir Lampard á vellinum - Sven, hvað ertu að hugsa?!?) og þá ákvað ég að njóta þess frekar að LIVERPOOL REDDUÐU ENGLENDINGUM í dag.

Komnir í 16-liða úrslit. Ræðst kannski á eftir hvort þeir vinna riðilinn, en það eru allavega Þýskaland eða Ekvador framundan hjá Tjöllum. Tilhugsunin um England - Þýskaland er slefvaldandi … :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 18:02 | 126 Orð | Flokkur: HM 2006
Ummæli (19)

Það má segja að það sé það sama með Rooney hjá Englendingum og Ribery hjá Frökkum..... Þetta eru mennirnir sem eiga að bjarga þessum þjóðum í þessari keppni...... :-) Allir vilja fá þá í liðið og sem betur fer fyrir Englendinganna þá skoruðu okkar menn í leiknum... hefði ekki viljað sjá ensku pressuna ef leikurinn hefði farið 0-0.

Annars fannst mér Lampard afskaplega slakkur í þessum leik.... hann fékk ótrúleg færi sem hann hefði nú einhvern tímann klárað. Veit ekki hvað Steve hefði gert í þessari stöðu allan þennan tíma en hann spilaði aðra stöðu og skoraði sem segir manni það að sennilega hefði hann getað gert betur !

Og að lokum........ Ouch er ótrúlega lélegur að nýta færin sín... Já LÉLEGUR, fyrirgjöfin sem hann tók á móti og skaut ....ja, ég veit ekki hvað... alla vega ekki á markið eða rammann, var eitt besta færi sem menn komast hreinlega í. Hvað er eiginlega með manninn ...! (jájá, rétt er það) hann gerði gott ÞEGAR hann skoraði en rosalega er hann LÉLEGUR að nýta SÍN færi. Hef svo sem lítið að setja út á manninn hvað samspil varðar og kemur mér það alltaf á óvart hvað hann er í raun teknískur miðað við hæð og að hann lítur út fyrir að vera detta í sundur. ENN það virðist vera honum nær ómögulegt að klára góð og (sem sýnist) auðveld færi......!

Og að ENDAlokum.... Þá væri gott að sjá Carra spila fleiri leiki... virtist á tímabili að hann væri kominn í staðinn fyrir Beckham á kantinum...... en fyrir ENSKA landsliðið þá finnst mér einhvern veginn Neville-systirin vera betri en Carra í HÆGRI bakverði þar sem hann er eilítið sókndjarfari..... Það verður þó aldrei tekið af honum Carra okkar að hann getur hreinlega spilað allar stöður á vellinum sem gerir hann svo miklu veigameiri en Neville-systurina.... :-)

Vargurinn sendi inn - 16.06.06 11:09 - (
Ummæli #11)

Tek undir með Einari.... hvernig nenna menn að vera að bölsóttast út í Crouch?? Vargurinn talar um að það komi honum á óvart hversu teknískur Crouchinn er en talar um hversu lélegur hann er að klára færin sín - ég man eftir þremur færum: Hislop varði vel út við stöng í horn í fyrsta, klúðrið með númer 2 og svo markið. Að öðru leyti var hann ógnun finnst mér og getur spilað vel. Eins og einhverjir sögðu hér á vefnum fyrr í vetur, þá má ekki bara sakast við framherjana yfir markaleysinu, heldur vantaði okkur góða hægri kantmenn og sendingar á framherjana.

Ég er á því að Lennon hafi gert mesta gæfumuninn. Jú, það var móralskt sterkt að fá Rooney inn örugglega en Lennon breytti ógnuninni úr mjög lítilli yfir í heilmikla með komu sinni á hægri kantinn og ég tel móttöku hans og sendingu á Beckham í fyrsta markinu hafa verið frábæra!

Downing inn fyrir Cole?? Það fannst mér fáránlegt.

Mér finnst það líka gaman að sjá að England vinnur þessa leiki án þess að hafa spilað sitt besta. Svía-leikurinn verður rosalegur!

En aðalpunkturinn hjá mér er sá að Crouch liggur undir ótrúlegri gagnrýni stundum. Já, það mun koma fyrir að framherjar klúðra en þeir skora stundum líka! Getur einhver hér kannski minnst á framherja sem er reglulega með betri nýtingu á færum heldur en Crouch í gær (ef við gefum okkur 1/3 af færum hans hafi fengið - 33%)?

Doddi sendi inn - 16.06.06 11:32 - (Ummæli #14)

Þó svo að ég fagni ekki þessum punkti hjá JóniH, þá virði ég hans skoðanir. Ég sá aldrei þetta hártog en það er ekki óalgengt að einhver snerting sé í svona atriðum - Crouch er alla vega ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti sem aðeins kemur við varnarmanninn í svona boltum.

Það sem pirrar mig meira er heilagleiki markvarða og sú hættulega staða, þegar þeir hoppa upp í boltann með hnéð beint út - ágætis vörn fyrir sig en eflaust stórhættulegt fyrir sóknarmann að fá hnéð í bakið eða annars staðar.

Hvernig getur eineltis-kenningin á Crouch í Paragvæ leiknum breyst, eftir að hafa séð Crouch "rífa" í hár andstæðingsins eða klifra upp á hann?? (by the way, ég sé þetta ekki svona rosalega greinilega!!) Þulir töluðu um það eftir Paragvæ leikinn ... Crouch mátti bara ekki neitt, og ef það fer svona rosalega í pirrurnar á þér að sjá að Crouch (sem ekkert virðist mega gera) koma við andstæðinginn í stökkinu, af hverju fer það ekki jafnmikið í pirrurnar á þér að sjá allt eineltið sem dómarinn sá um í Paragvæ leiknum?

Mér finnst Crouch ekki besti framherji sem Liverpool hefur haft, en mér finnst stöðug ógn af honum. Mér finnst ótrúlegt að hafa orðið vitni að púi og bauli á hann eftir að hann kom inn á í landsleik, þegar sá landsleikur var haldinn í Manchester (ef ég man rétt)? Og mér finnst Crouch vera gagnrýndur mun meira en hann á skilið. Ég skil bara ekki hvernig álit á Crouch getur lækkað eftir markið hans á móti Trinidad og Tobago... ég bara skil það ekki - sorry.

Ég er ekki í flogi, ég er bara örlítið gáttaður enn á þessu næfurþunna svelli sem Crouch stendur á. Hann má varla gera neinn einasta hlut rangt, þá brotnar allt undan honum!

Ég er bara stoltur af því sem Púlari að það eru Liverpool menn sem sjá um markaskorun Englands núna ...

Doddi sendi inn - 17.06.06 12:49 - (Ummæli #16)

Takk fyrir málefnalegt og greinagott svar Doddi.. :-) ....

Ég er stoltur af Crouch sem Liverpool leikmanni...believe you me...

Ég kom þessu kannski ekki alveg nógu vel frá mér með Paraquy leikinn. Sko..þegar ég horfi á mína menn þá á ég oftast mjög erfitt með að vera óhlutdrægur, einfaldlega vegna þess að ég er eldheitur Púllari og elska sennilega ekkert meira en Liverpool nema ef vera skyldi konan mín og börnin mín.... :-)

Þess vegna blótaði ég þessum dómara í Paraquy leiknum í sand og ösku...setti upp vúdúdúkku á staðnum og reyndi að koma kvikindinu í skilning um að það væru fleiri menn á leikvellinum sem þyrftu á dómgæslu að halda en Peter Crouch...

Svo líður og bíður og það kemur að næsta leik...ég sé þetta litla atriði þar sem Crouchy togar í taglið á áðurnefndum varnarmanni við áðurnefndan skalla..

Dómarinn sá það ekki en það sést greinilega í endursýningu og Crouch heppinn að dómarinn sá þetta ekki(og England btw). Og ég fór að spyrja mig....er möguleiki að Crouch noti hendurnar meira en góðu hófu gegnir í átökum sínum við varnarmenn..???? og ég sá meira segja viðtal við Crouch eftir Paraquy leikinn þar sem hann talaði um að hann þyrfti að aðlaga sig að HM..það er ekki leyft eins mikið þar og á Englandi..!!!!

Þrátt fyrir þessar pælingar mínar þá stendur eftir að ég er ennþá eldheitur stuðningsmaður Crouch..Hann er ekki bara Tágrannur risi sem er aðeins nothæfur í skallabolta. In fact þá er hann kannski ekki þessi heimsklassa skallamaður og maður hefði getað haldið. Nei..hann hefur bara svo margt annað.. Hann hefur tækni.. hann er stöðugt ógnandi nálægt vítateig andstæðingana og hann tekur mikið til sín. Hann spilar uppi samherja sína... Hann hefur bara svo mikið over all quality. En vegna þess að hann hefur ekki útlitið með sér og er renglulegur risi þá dæmir fólk hann út frá því.

Lokaorð....ég er og verð Peter Crouch maður...en p.s. ég veit að Crouch veit hvað ég hef verið að tala um og hann er örugglega að vinna í því að passa hendurnar á sér meira...... :-)

JónH sendi inn - 18.06.06 11:14 - (
Ummæli #17)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Doddi: Gott að lesa þetta JónH :-) - ég h ...[Skoða]
JónH: Ég er að horfa á myndina sem fylgir þess ...[Skoða]
JónH: Takk fyrir málefnalegt og greinagott sva ...[Skoða]
Doddi: Þó svo að ég fagni ekki þessum punkti hj ...[Skoða]
JónH: Ég hef varið Crouch með kjafti og klóm s ...[Skoða]
Doddi: Tek undir með Einari.... hvernig nenna m ...[Skoða]
Einar Örn: Hvernig í andskotanum nenniði að vera að ...[Skoða]
Hrafnkell: Þetta voru fín mörk hjá þeim félögum. En ...[Skoða]
Vargurinn: Það má segja að það sé það sama með Roon ...[Skoða]
Einar Örn: Já, hann var tekinn útaf til að blása lí ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License