15. júní, 2006

Peter Crouch, má ég kynna þig fyrir heiminum. Heimur, þetta er Peter Crouch …
Ég var kominn á fremsta hlunn með að skrifa aðra kvabbfærslu um England og slappan leik þeirra þegar Beckham þrykkti einum sveittum fyrir og Peter Crouch negldi hann inn með enninu, Jan Koller-style. Nokkrum mínútum síðar var Super Stevie G búinn að tryggja sigurinn með þrumuskoti með vinstri (þá sjaldan að hann fær að fara fram fyrir Lampard á vellinum - Sven, hvað ertu að hugsa?!?) og þá ákvað ég að njóta þess frekar að LIVERPOOL REDDUÐU ENGLENDINGUM í dag.
Komnir í 16-liða úrslit. Ræðst kannski á eftir hvort þeir vinna riðilinn, en það eru allavega Þýskaland eða Ekvador framundan hjá Tjöllum. Tilhugsunin um England - Þýskaland er slefvaldandi …