13. júní, 2006
Smáríkið Tógó frá Afríku hefja leik á HM klukkan 13 í dag gegn Suður-Kóreu, og eru einnig með Frökkum og Svisslendingum í riðli en þau lið mætast síðar í dag. Ég hef tekið þá ákvörðun að halda ekki með Tógó í þessari keppni, þvert á móti ætla ég að vona að þeir tapi öllum leikjum stórt og hundskist aftur heim til sín sem fyrst.
ÞETTA ER ÁSTÆÐAN!
“Players have pressed their demands for 155,000 euros (£105,900) each to play in the World Cup plus 30,000 euros (£20,500) each per win and 15,000 euros (£10,000) per draw.
Officials from a country with an average per-capita income well below £500 have said the demands are too high and negotiations are still underway.”
Þjálfari liðsins hætti sl. föstudag eftir að leikmennirnir höfðu skrópað á þremur æfingum í röð, í mótmælaskyni við það að knattspyrnusamband þjóðarinnar hafði ekki fallist á að borga þeim þessa bónusa sem þeir heimta fyrir að spila fyrir land sitt og þjóð á HM í knattspyrnu.
Lesist: ÞEIR FÓRU Í VERKFALL!!! VIKU FYRIR HM!!!
Ef Eyjólfur Sverris hringdi í mig í dag og segðist þurfa fá mig til Þýskalands til að spila með Íslandi á morgun, en hann gæti ekki borgað mér neitt fyrir, þá myndi ég fara í frá vinnunni minni, versla mér miða til Þýskalands á kredit og gera það sem ég gæti til að hjálpa landsliðinu mínu.
Ég myndi ekki fara í verkfall og heimta sem nemur 211 sinnum hærri upphæð en meðal-samlandi minn þénar á mánuði fyrir þann heiður að fá að spila fyrir mitt landslið á HM í knattspyrnu.
Fyrir þessa græðgi ætla ég að hvetja Suður-Kóreumenn ákaft til dáða á eftir. Og svo Sviss og svo Frakkland. Ef það er eitthvað lið sem á ekkert betra skilið en að tapa þremur leikjum sínum 5-0 og vera svo látnir labba heim til sín berfættir frá Þýskalandi, þá eru það þessir aumingjar. Allir sem einn.
e.s.
Jú, ég geri mér grein fyrir því að Tógó eru ekki eina landsliðið þar sem leikmenn fá bónusa fyrir að spila með landsliði sínu og aukabónusa fyrir hvert stig/sigur. Ég er ekki fæddur í gær. Enda eru það ekki launagreiðslurnar per se sem fara í taugarnar á mér. Þessir gæjar eru með vonir og bænir heillar þjóðar á bakinu, þjóðar sem hefur aldrei áður fengið að vera hluti af HM í knattspyrnu, og þeir fara í verkfall vegna þess að þeir fá ekki peningana sína. Peninga sem knattspyrnusambandið þeirra á augljóslega ekki til, og er í engu samræmi við efnahag þjóðarinnar.