beach
« Hamann hugsanlega til Bolton | Aðalsíða | Tógó? »

12. júní, 2006
HM dagur 4: Socceroooooooooos!

cahill_socceroos_brace.jpg Jæja, þá er leikdagur fjögur á HM búinn og þremur frábærum leikjum lokið. Þetta hefur svo sannarlega verið stórskemmtilegur leikdagur.

Flugeldasýningin hófst snemma þegar Ástralir unnu Japana, 3-1, í sínum fyrsta leik í úrslitum HM. Þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa; Japanirnir voru vel skipulagðir í vörninni og sóttu mjög hratt fram þegar færi gafst, á meðan Ástralir tóku að sér að spila pressuboltann og reyna að komast yfir. Liverpool-maðurinn Harry Kewell var frammi hjá Áströlum ásamt Mark Viduka, en þeir félagar fóru á kostum í leiknum og voru að öðrum ólöstuðum bestu menn vallarins … þangað til svona tíu mínútur voru eftir.

Það var þó gegn gangi leiksins sem Japanir komust yfir eftir mistök Mark Schwarzer í marki Ástrala, undir lok fyrri hálfleiksins. Í síðari hálfleik sóttu Ástralir síðan djarft og Guus Hiddink þjálfari þeirra henti öllum tiltækum stjörnum inná völlinn en allt virðist ætla að vera fyrir bí þangað til sex mínútur voru eftir af leiknum. Þá tók Everton-maðurinn Tim Cahill upp á því að skora tvö mörk á þremur mínútum og Ástralir voru allt í einu komnir yfir. Varamaðurinn John Aloisi skoraði svo þriðja mark Ástrala í uppbótartíma sem fögnuðu aldeilis frábærum og merkum sigri í dag og eru því í góðri stöðu í sínum riðli, en Brasilíumenn mæta Króatíu í sama riðli á morgun.

Í öðrum leik dagsins tóku Tékkar svo Bandaríkjamenn í kennslustund í knattspyrnu og unnu frekar auðveldan 3-0 sigur. Ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum með Bandaríkjamennina í dag, en þeir komust í 8-liða úrslitin fyrir fjórum árum og ég bjóst við þeim sterkari í dag. Það varð þó ekki úr og Tékkarnir unnu auðveldlega. Risinn Jan Koller skoraði fyrsta markið með skalla í upphafi leiks en fór svo meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Fregnir herma að hann sé úr leik á mótinu eftir að hafa meiðst í læri, en það eru verulega slæmar fréttir fyrir Tékkana. Vladimir Smicer er þegar farinn heim til Tékklands með meiðsli og ef Koller er frá líka, og Milan Baros tæpur (spilaði ekki í dag), þá gæti það haft alvarleg áhrif á frammistöðu Tékka síðar í keppninni. En þeir voru frábærir í dag og nýr leikmaður Arsenal, Tomas Rosicky, kórónaði frábæra frammistöðu sína í dag með tveimur frábærum mörkum í sitt hvorum hálfleiknum.

Í þriðja leik dagsins unnu Ítalir svo góðan sigur á Ghana, 2-0, í stórskemmtilegum leik. Ítalir voru mjög skipulagðir og agaðir í þessum leik og sigur þeirra var að mínu mati fyrst og fremst góðri taktík Marcello Lippi að þakka. Þeir voru í sjálfu sér vel að þessum sigri komnir, Pirlo og Iaquinta skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum, en þessi leikur hefði samt hæglega getað fallið Ghana-mönnum í skaut. Þeir spiluðu mjög vel í þessum leik, sennilega best af þeim Afríkuþjóðum sem hafa spilað í keppninni til þessa. Þeir voru vel skipulagðir, mjög agaðir og vel spilandi en virtist skorta lokaáherslurnar upp við vítateig Ítala. Kannski skorturinn á góðum framherja sé of stórt vandamál fyrir þá í þessari keppni, en annars voru þeir góðir og gátu í raun bara kennt sjálfum sér um tapið. Mark Pirlo í fyrri hálfleik kom upp úr hornspyrnu, en boltinn var sendur út á Pirlo sem var algjörlega óvaldaður við vítateig Ghana-manna og setti hann snyrtilega í markhornið. Í síðari hálfleik gaf Samuel Kuffour, aftasti maður varnar Ghana, boltann svo á Iaquinta sem þakkaði fyrir sig, sólaði markvörðinn og skoraði. Sem sagt, tvö klaufamörk skildu að annars tvö mjög jöfn lið í þessum leik.

Og þar með er leikdagur 4 búinn og ég lýsi því hér með yfir að Harry Kewell og félagar í Ástralíu eru lið dagsins! Á morgun eru svo ekki amalegir leikir en þá hefja bæði stórlið Brasilíumanna og Frakka þátttöku í keppninni. Góðar stundir!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 20:42 | 622 Orð | Flokkur: HM 2006
Ummæli (7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Sindri: Tékkar eru nr. 2 á heimslistanum en það ...[Skoða]
Olli: Ég bý einmitt í Ástralíu og hef verið hé ...[Skoða]
Brúsi: Jújú, Bandaríkjamenn voru slakir og ollu ...[Skoða]
jóhann: Stærsta vandamál ghana manna er skipulag ...[Skoða]
Kristján Atli: Camoranesi kom inná fyrir Totti á 56. mí ...[Skoða]
Doddi: Fínn dagur, sammála með vonbrigðin yfir ...[Skoða]
Hafliði: Hvernig kom Camoranesi út úr þessum leik ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License