03. júní, 2006
Rafa var í viðtali við opinberu heimasíðuna í gær þar sem hann sagði að það væri ekki öruggt að Florent Sinama-Pongolle væri að fara neitt. Það er þó alls ekkert víst að hann verði áfram en hann hefur staðið sig mjög vel með U21 árs liði Frakka sem er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Hollandi. Hann var auðvitað lánaður til Blackburn í janúar og flestir bjuggust við því að hann yrði seldur í sumar.
Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með Sinama og við erum ekkert að drífa okkur að því. Ég mun tala við hann þegar undirbúningstímabilið hefst um framtíðina enda er hann mjög efnilegur leikmaður sem hefur alltaf staðið sig mjög vel. Hann hefur verið lykilmaður fyrir ungmennalandslið Frakka. Útsendarar okkar hafa verið á staðnum og sagt okkur mjög góða hluti um hann. Ég veit að önnur lið hafa verið að skoða hann en þau þurfa að bíða þar sem við erum ekki að reyna að selja Sinama,” segir Rafa.
Ég vonast til þess að Flo fari ekki strax, ég held að hann eigi enn eftir að sýna sitt rétta andlit… en eins og Rafa segir, þá er ekkert öruggt í þessu. Hann gæti alveg eins farið í sumar og það er ljóst að við gætum selt hann ef svo færi…