beach
« AJ líklega til Wigan | Aðalsíða | Morientes farinn til Valencia (uppfært)! »

25. maí, 2006
Gonzalez, Gonzalez ...

Mark Gonzalez átti stóran dag í gær. Fyrst var það tilkynnt opinberlega að Liverpool hefðu sent inn nýja, formlega beiðni til yfirvalda á Englandi í þeirri von að hann fái atvinnuleyfi í þetta sinn, eftir að hafa verið neitað fyrir tíu mánuðum síðan.

Margt hefur breyst síðan þá. Gonzalez er heill og að spila fantafótbolta á Spáni, en þá var hann meiddur. Við erum að semja um hann á þriggja ára samning, en í fyrra vorum við bara að tala um lán. Chile voru ekki í topp 70 á heimslista FIFA fyrir ári síðan, en eru nú í 64. sæti. Og síðast en ekki síst, þá eru allir og ömmur þeirra líka búnir að tjá sig í fjölmiðlum um það hversu mikilvægur leikmaður Gonzalez er fyrir Liverpool og Rafa Benítez. En nú er þetta endanlega úr höndum okkar manna, nú veltur þetta bara á jakkafötunum í London að taka rétta ákvörðun. Vonandi verða fréttirnar þaðan jákvæðar á næstunni.

Nú, og í gærkvöldi spilaði ‘Speedy’ Gonzalez síðan landsleik fyrir Chile gegn Írlandi, á heimaslóðum síðarnefnda landsins. Þessi leikur var í beinni á Sky í gær og eflaust hafa maaargir Liverpool-aðdáendur fylgst spenntir með, verið að berja drenginn augum í fyrsta sinn. Og miðað við þessa leikskýrslu fór Speedy á kostum í fyrri hálfleik, lagði upp sigurmark Chile-búa og slakaði síðan aðeins á í þeim síðari þegar sigurinn var í höfn. Vonandi hafa jakkafötin í Lundúnaborg líka verið að horfa.

Eftir leikinn sagðist Speedy bara vilja spila fyrir Liverpool. Hann getur víst ekki beðið eftir að fá að spila í Úrvalsdeildinni. Við getum ekki heldur beðið, Speedy ….

.: Kristján Atli uppfærði kl. 11:57 | 266 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (4)

Já hann er farinn, staðfest á Liverpoolfc.tv

Siggi sendi inn - 25.05.06 19:06 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·Maccabi Haifa 1 - Liverpool 1
·Sheffield United 1-1 Liverpool
·Liverpool - Chelsea 2-1
·Liverpool 2 - Maccabi Haifa 1
·Mainz 5 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Villi M: er þetta enn eitt vandræðabarnið? ...[Skoða]
Einar Örn: Úff, maður er ekki nógu vakand - var net ...[Skoða]
Siggi: Já hann er farinn, staðfest á <a href="h ...[Skoða]
Gunnar: Morientes farinn til Valencia???!!! ...[Skoða]

Síðustu færslur

· West Ham á morgun
· Lucas Neill á leiðinni?
· Riðill C!
· Jöfn deild í byrjun ...
· Nýr haus
· Sissoko frá í 2 vikur

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License