25. maí, 2006
Gonzalez, Gonzalez ...
Mark Gonzalez átti stóran dag í gær. Fyrst var það tilkynnt opinberlega að Liverpool hefðu sent inn nýja, formlega beiðni til yfirvalda á Englandi í þeirri von að hann fái atvinnuleyfi í þetta sinn, eftir að hafa verið neitað fyrir tíu mánuðum síðan.
Margt hefur breyst síðan þá. Gonzalez er heill og að spila fantafótbolta á Spáni, en þá var hann meiddur. Við erum að semja um hann á þriggja ára samning, en í fyrra vorum við bara að tala um lán. Chile voru ekki í topp 70 á heimslista FIFA fyrir ári síðan, en eru nú í 64. sæti. Og síðast en ekki síst, þá eru allir og ömmur þeirra líka búnir að tjá sig í fjölmiðlum um það hversu mikilvægur leikmaður Gonzalez er fyrir Liverpool og Rafa Benítez. En nú er þetta endanlega úr höndum okkar manna, nú veltur þetta bara á jakkafötunum í London að taka rétta ákvörðun. Vonandi verða fréttirnar þaðan jákvæðar á næstunni.
Nú, og í gærkvöldi spilaði ‘Speedy’ Gonzalez síðan landsleik fyrir Chile gegn Írlandi, á heimaslóðum síðarnefnda landsins. Þessi leikur var í beinni á Sky í gær og eflaust hafa maaargir Liverpool-aðdáendur fylgst spenntir með, verið að berja drenginn augum í fyrsta sinn. Og miðað við þessa leikskýrslu fór Speedy á kostum í fyrri hálfleik, lagði upp sigurmark Chile-búa og slakaði síðan aðeins á í þeim síðari þegar sigurinn var í höfn. Vonandi hafa jakkafötin í Lundúnaborg líka verið að horfa.
Eftir leikinn sagðist Speedy bara vilja spila fyrir Liverpool. Hann getur víst ekki beðið eftir að fá að spila í Úrvalsdeildinni. Við getum ekki heldur beðið, Speedy ….
.: Kristján Atli uppfærði kl.
11:57
|
266 Orð
|
Flokkur:
$count = 0; $i = 1; ?>
$count++; ?>
Leikmenn
if ($i != $count) {
echo " & ";
}
$i++; ?>
Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".
Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote
Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.
echo `perl K:/Inetpub/danolroot/wwwroot/cgi-bin/backlink/backlink.pl "$HTTP_HOST" "2006-05-25-11-57-32.txt" "$HTTP_REFERER"`; ?>