beach
« Arselóna í kvöld! | Aðalsíða | Evrópumeistarar! »

17. maí, 2006
Fer Morientes í sumar?

Fernando Morientes er ekki viss um framtíð sína hjá félaginu eftir dapurt tímabil. Hann hefur aldrei náð að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans enda hafði hann spilað fantavel með bæði Real Madrid og Monaco. Morientes hefur skorað 12 mörk í 61 leik í það heila fyrir Liverpool og þar af í deildinni 8 mörk í 41 leik. Það er einfaldlega ekki nógu gott.

.: Aggi uppfærði kl. 08:57 | 67 Orð | Flokkur: Vangaveltur
Ummæli (7)

Sammála þér Aggi þetta er einfaldlega ekki nógu góður árangur hjá Morientes. Ég hef oft áður á þessu spjalli sett út á Morientes og ekki hefur það verið af ástæðulausu. Hann meira að segja viðurkennir að hafa verið slakur síðasta eitt og hálft ár hjá Liverpool.

Annars var ég að skoða tölfræði sóknarmanna okkar í deildinni í vetur. Hér er hún (mörk skoruð og fjöldi leikja)

Crouch 8 mörk í 32 leikjum, þar sem hann byrjaði inná í 27 leikjum en kom inn sem varamaður í 5 leikjum.

Cisse 9 mörk í 33 leikjum, byrjaði inná í 19 leikjum og kom inn sem varamaður í 14 leikjum.

Morientes 5 mörk í 28 leikjum, byrjaði inná í 20 leikjum og kom inn sem varamaður í 8 leikjum.

Fowler 5 mörk í 14 leikjum, byrjaði inná í 9 leikjum og kom inn sem varamaður í 5 leikjum.

það er ótrúlegt að horfa uppá þetta. Fowler í lélegu formi er líklegri til að skora heldur en allir hinir sóknarmenn okkar.

Árangur sóknarmanna okkar er hræðilegur miðað við að Liverpool var að skapa sér 15-20 færi í mjög mörgum leikjum. Það er ekki nóg að skora í 4 til 5 hverjum leik.

Tökum nokkur dæmi um sókarmenn hjá liðum sem sköpuðu sér ekki helming þeirra færa sem við sköpuðum. Þá sést það áþreyfanlega hversu slakir sóknamenn Liverpool eru (fyrir utan Fowler).

Byrjum á tveimur gamlingjum Andy Cole 9 mörk í 22 leikjum, Sheringham 6 mörk í 26 leikjum.

Skoðum svo nokkar kraft framherja: Kevin Davies 7 mörk í 37 leikjum, Shefki Kuqi 7 mörk í 33 leikjum, Beattie 10 mörk í 32 leikjum. Hugsið ykkur Beattie skoraði meira en allir okkar sóknar menn.

Skoðum svo í lokinn tvo gamla Liverpool menn: Baros 8 mörk í 25 leikjum, Owen 7 mörk í 11 leikjum. Miða við tölfræði Owen er ekki skýtið að menn horfi á hann sem lausn við vandamálum okkar í sókninni.

Meira að segja Heiðar Helguson skoraði 8 mörk í 28 leikjum fyrir Fulham þar af byrjaði hann inná í 16 leikjum. Allir nema Cisse náðu ekki að skora meira en Heiðar, þetta er ekki í lagi.

Og ef við höldum að endurkoma Le Tallec og Pongolle úr láni munu leysa markaþurfð sóknarmanna okkar, þá hafið þið rangt fyrir ykkur. Tallec spilaði 27 leiki í vetur fyrir Sunderland og skoraði í þeim heil 3 mörk. Hann skorar því í 9 hverjum leik. Pongolle spilaði 10 leiki fyrir Blackburn og skoraði í þeim 1 stykki mark, vá þvílíkur markaskorari þar á ferð.

Persónulega væri ég til í að skipta út Crouch, Cisse og Morientes fyrir tvo heimsklassa sóknarmenn.

Þá er ég ekki að tala um Defoe, hann er ekki 20 marka maður. 9 mörk í 36 leikjum í vetur er ástæða þess að hann sat á bekknum á kostnað Keane (16 mörk) og Mido (11 mörk).

Og ef við missum Garcia þá er þörf sem aldrei fyrr á markheppnum sóknarmanni/mönnum, því þrátt fyrir jójó tímabil setti hann samt 7 mörk í 31 leikjum.

Afhverju reyndu Liverpool til dæmis ekki að kaupa Berbatov sem var að semja við Tottenham áðan, kaupverð 10,9 millj punda. Hann er markaskorari af guðs náð 21 mark í 34 leikjum á þessu tímabili og 20 mörk í 32 leikum á því síðasta auk þess að skora 5 mörk í 10 leikjum í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Það er akkúrat svona leikmaður sem Liverpool vantar.

Kveðja Krizzi

Krizzi sendi inn - 17.05.06 12:46 - (
Ummæli #1)

Þetta segir Morientes (kvót í Daily Post:

"People are saying that Liverpool are going to sign forwards and Benitez does not count on me any more," said the striker.

"But if I don't play, I can't stay. I've been at Liverpool a year-and-a-half, and with injuries and other things I've never felt right.)

Ósköp skiljanleg ummæli að mínu mati.

Einar Örn sendi inn - 17.05.06 13:29 - (Ummæli #3)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 3 - West Ham 3 (6 - 4 eftir vítaspyrnukeppni)
·Portsmouth 1-3 Liverpool
·Liverpool 3 - Aston Villa 1
·Baros mætir á Anfield á morgun.
·West Ham 1 - Liverpool 2

Síðustu Ummæli

Mgh: Ég sé það strax að það er ekkert að gera ...[Skoða]
Davíð Már: Aggi linesman, afhverju að selja 2 framh ...[Skoða]
LP: Morientes er klárlega ekki nógu góður fy ...[Skoða]
Aggi: Það er eðlilegt að Morientes vilji fara ...[Skoða]
Einar Örn: Þetta segir Morientes (kvót í Daily [Pos ...[Skoða]
Böðvar: Var að lesa á mbl.is að Morientes vilji ...[Skoða]
Krizzi: Sammála þér Aggi þetta er einfaldlega ek ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Alves á leiðinni?
· Barcelona: Evrópumeistarar 2006!
· Evrópumeistarar!
· Fer Morientes í sumar?
· Arselóna í kvöld!
· Defoe eða Bent

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License