15. maí, 2006
Það kemur mér í rauninni ekkert stórkostlega á óvart. Og þó…. hvað hefur Nando fram yfir hina leikmennina? Hann hefur ekki verið mjög iðinn við kolann í vetur, en hann býr yfir mikilli reynslu sem gæti komið sér vel á HM. Villa er búinn að vera besti framherji Spánverja í vetur og Torres er frábær. Luis Garcia og Reyes eru þarna líka. Raúl verður ekki skipt út fyrir neinn.
Við eigum þrjá leikmenn í hópnum, Reina, Xabi og Luis Garcia. Það verður að teljast gott en líklega verður bara einn þeirra í byrjunarliðinu, Xabi Alonso. Það verður samt sem áður nóg af mönnum til að styðja á HM í sumar….
Markmenn:: Iker Casillas (Real Madrid), Jose Reina (Liverpool), Santiago Canizares (Valencia)
Varnarmenn: Carles Puyol (Barcelona), Michel Salgado (Real Madrid), Sergio Ramos (Real Madrid), Carlos Marchena (Valencia), Asier Del Horno (Chelsea), Antonio Lopez (Atletico Madrid), Pablo Ibanez (Atletico Madrid), Juanito Gutierrez (Real Betis)
Miðjumenn: David Albelda (Valencia), Xabi Alonso (Liverpool), Joaquin Sanchez (Real Betis), Cesc Fabregas (Arsenal), Andres Iniesta (Barcelona), Xavi Hernandez (Barcelona), Marcos Senna (Villarreal)
Framherjar: Jose Antonio Reyes (Arsenal), David Villa (Valencia), Fernando Torres (Atletico Madrid), Raul Gonzalez (Real Madrid), Luis Garcia (Liverpool).