14. maí, 2006
Jæja, Djibril Cisse sem hefur verið útí kuldanum hjá franska landsliðinu í smá tíma er aftur kominn inní 23 manna hópinn fyrir HM. Í hópnum er einnig Alou Diarra, sem Liverpool seldi til Lens síðasta sumar.
Franski hópurinn er svona:
Markverðir: Fabien Barthez (Olympique Marseille), Gregory Coupet (Olympique Lyon), Mickael Landreau (Nantes).
Varnarmenn: Eric Abidal (Olympique Lyon), Jean-Alain Boumsong (Newcastle United), Pascal Chimbonda (Wigan Athletic), William Gallas (Chelsea), Gael Givet (Monaco) Willy Sagnol (Bayern Munich), Mikael Silvestre (Manchester United), Lilian Thuram (Juventus).
Miðjumenn: Vikash Dhorasoo (Paris St Germain), Alou Diarra (Racing Lens), Claude Makelele (Chelsea), Florent Malouda (Olympique Lyon), Patrick Vieira (Juventus), Zinedine Zidane (Real Madrid).
Framherjar: Djibril Cisse (Liverpool), Thierry Henry (Arsenal), Franck Ribery (Olympique Marseille), Louis Saha (Manchester United), David Trezeguet (Juventus), Sylvain Wiltord (Olympique Lyon).
Þarna verður að teljast líklegast að Henry og Trezeguet séu framherjapar númer 1. Svo er spurning hver er varamaður fyrir þá. Louis Saha hefur leikið vel fyrir manchester united
að undanförnu, en ég hallast samt að því að Cisse verði framherji númer 3 í liðinu. Það er allavegana vonandi að hann fái tækifæri til að sanna sig á HM.