beach
« West Ham í bikarnum á morgun! | Aðalsíða | Djibril í franska hópnum »

13. maí, 2006
Liverpool 3 - West Ham 3 (6 - 4 eftir vítaspyrnukeppni)

LIVERPOOL BIKARMEISTARAR!!!

JA HÉRNA! Liverpool urðu í dag enskir bikarmeistarar í sjöunda skipti eftir hreint stórkostlegan úrslitaleik gegn West Ham.

Leikurinn var ótrúlega opinn og skemmtilegur og Liverpool tókst oftar en einu sinni að jafna forskot West Ham. West Ham liðið var jákvætt og spilaði hraðan og skemmtilegan bolta og því var leikurinn frábær skemmtun fyrir alla. Og í dag nutum við þess sko sannarlega að vera með í liðinu BESTA MIÐJUMANN Í HEIMI.

En allavegana, byrjum á byrjuninni. Kristján Atli hafði nokkuð rétt fyrir sér í liðsvalinu. Eini vafinn var í rauninni hver yrði með Crouchy frammi en á endanum var það Djibril Cisse. Þannig að liðið var svona í byrjun:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypia - Riise

Gerrard - Sissoko - Alonso - Kewell

Cisse - Crouch

Menn skiptu svo nokkrum sinnum um stöðu, Cisse dró sig oft útá vinstri kantinn á meðan að Kewell fór fram. Svo var Gerrard náttúrulega í nokkuð frjálsu hlutverki.

Fyrstu 20 mínúturnar voru hálf daufar. West Ham var ögn líflegra, en Liverpool liðið var slappt - menn virtust vera þreyttir. Xabi Alonso var greinilega ekki búinn að ná sér af meiðslum enda var hann mjög slappur, sem og Harry Kewell sem sást varla. Það reyndist síðan svo að báðir fóru þeir meiddir af velli. Xabi fyrir Kromkamp um miðjan seinni hálfleik, en Kewell fyrir Morientes stuttu eftir leikhlé.

Allavegana, eftir um 20 mínútur gaf Xabi afleita sendingu beint á West Ham menn, sem splundruðu svo Liverpool vörninni. Hinn argentíski Scaloni (sem var virkilega góður í leiknum) komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir. Þar virtist Carra hætta við að hreinsa, en boltinn hrökk í aftari löppina hans og framhjá Reina. Sjálfsmark hjá Carra og hræðileg byrjun.

Ekki batnaði það fimm mínútum seinna. Þá fékk Etherington boltann fyrir utan teig og skaut að marki. Reina hefði átt að halda boltanum, en í stað þess missti hann boltann til Dean Ashton sem skoraði. Sjaldgæf mistök hjá Reina, en afskaplega slæm engu að síður. Staðan orðin 2-0 fyrir West Ham eftir um 25 mínútna leik.


Eftir þetta vöknuðu Liverpool menn heldur betur. Stuttu eftir markið fékk Peter Crouch háa sendingu inn fyrir vörnina og hann afgreiddi hann frábærlega í markið framhjá Shaka Hislop. Eeeen, markið var dæmt af ranglega vegna rangstöðu. Endurtekningar í sjónvarpinu sýndu að um rangstöðu var ekki að ræða.

Örstuttu síðar náði Liverpool svo að skora. Gerrard gaf háa sendingu inn fyrir vörn West Ham, þar sem að Djibril Cisse teygði sig fram og afgreiddi boltann örugglega framhjá Hislop. Flott mark og staðan orðin 2-1.

Eftir þetta hélt Liverpool áfram að sækja á West Ham og sjálfstraustið jókst greinilega. Í byrjun seinni hálfleiks minnkaði þessi pressa hinsvegar og Reina þurfti að verja tvisvar sinnum í sömu sókninni til að halda Liverpool inní leiknum. En eftir um 10 mínútur gaf Xabi sendingu inná Crouch, sem skallaði hann niður fyrir CAPTAIN FANTASTIC sem þrumaði boltanum í skeytin, algjörlega óverjandi fyrir Hislop og staðan orðin 2-2.

Þá hélt ég nú að þetta væri komið og Liverpool myndi klára þetta. En um 10 mínútum síðar komst Konchesky upp kantinn, þar sem hann reynir fyrirgjöf. Hún heppnaðist hins vegar svo vel að boltinn endaði efst í horninu hjá Reina. Það var kannski erfitt að kenna Reina um markið, en þetta var hins vegar afskaplega klaufalegt. West Ham komið aftur yfir, 3-2.

Við þetta virtist allur kraftur vera úr Liverpool. Gerrard byrjaði að haltra og eini maðurinn, sem ógnaði West Ham var Jan Kromkamp, sem kom sterkur inná hægri kantinn. Ég hélt í vonina um enn eitt kraftaverkið, en það virtist ekki ætla að koma…

…þangað til á 90. mínútu. Cisse var meiddur nálægt marki West Ham og þeir sparka boltanum strax útaf, þrátt fyrir að Cisse hafi ekki legið niðri. Hamann ákveður að kasta boltanum aftur til West Ham manna, sem hreinsa hann asnalega. Allavegana, boltinn endar hjá STEVEN GERRARD, sem DÚNDRAÐI boltanum af 40 metra færi í vinstra hornið hjá Hislop. Hreint stórkostlegt mark! Ég man ekki eftir að hafa séð þau mörg betri. Staðan 3-3 og venjulegur leiktími búinn.


Framlengin var býsna dauf - ekki ósvipuð framlengingunni í Istanbúl (reyndar skuggalega lík henni). Menn voru gjörsamlega búnir á því og á tímabili lágu 3 Liverpool menn í vellinum með krampa. En á síðustu mínútu framlenginu fengu West Ham menn aukaspyrnu þegar Didi braut af sér. Boltinn kom inní teiginn, þar sem hún fór á hnakkann á einhverjum West Ham manni og stefndi í hornið. En Pepe Reina varði á ótrúlegan hátt boltann í stöng, Hyypi mistókst að hreinsa, en Harewood mistókst á ótrúlegan hátt að skora (en hann var reyndar illa meiddur á þessum tímapunkti). 3-3 og vítaspyrnukeppni.

Í þeirri keppni var það PEPE REINA sem varð hetjan. Hamann skoraði úr fyrstu spyrnunni, Reina varði næstu spyrnu. Hyypia klúðraði þeirri næstu og Sherningham skoraði. Staðan 1-1 í vítum.

Þá skoraði Gerrard, en Reina varði frá Konchesky. Riise skoraði þá og staðan orðin 3-1. Upp að boltanum gekk litli Ferdinand bróðirinn og ég var fullviss um að hann myndi klúðra. Spyrnan hans var góð, en PEPE REINA er einfaldlega frábær í að verja vítaspyrnur og hann tók spyrnuna örugglega. Semsagt, Reina varði 3 af 4 vítaspyrnum West Ham og LIVERPOOL ERU BIKARMEISTARAR!!!


Maður leiksins: Sko, þetta er ekki erfitt. Liverpool liðið var oft á tíðum ekki að spila nægilega vel og margir slappir. Finnan og Riise létu kantmenn West Ham fara illa með sig og hinir meiddu Kewell og Alonso voru slappir. Crouch gerði líka lítið nema leggja markið upp fyrir Gerrard.

Hins vegar var Momo Sissoko verulega sterkur á miðjunni og Didi og Kromkamp áttu verulega góðar innkomur. Cisse skoraði ágætt mark og Reina varði einu sinni stórkostlega og svo náttúrulega 3 vítaspyrnur.

En það var ekki nokkur einasta spurning um hver væri maður leiksins: STEVEN GERRARD! Þvílíkur og annar eins leikmaður! Hann var allt í öllu í spili Liverpool og skoraði tvö ótrúleg mörk og lagði upp þriðja markið okkar fyrir Cisse. Ég nenni ekki einu sinni að bera hann saman við aðra miðjumenn. Hann er einfaldlega besti miðjumaður í heimi. Það er enginn leikmaður í heimi, sem ég vildi frekar sjá leiða þetta Liverpool lið. Enn einu sinni á hann toppleik þegar allt liggur við og alveg einsog í Istanbúl dró hann þetta lið áfram. Við gleymum því oft hversu ótrúlegur Gerrard er, þar sem við erum orðin eilítið vön því að hafa hann þarna. En það er á dögum einsog þessum, sem það rifjast upp fyrir manni hversu yndislegt það er að hafa svona stórkostlegan leikmann sem fyrirliða Liverpool.


Tímabilið er semsagt búið og það endar stórkostlega. 11 sigurleikir í röð og enskur bikarmeistaratitill. Við unnum tvo bikara á tímabilinu, Super Cup og nú FA Cup og lentum í þriðja sætinu. Ég sagði það fyrir tímabilið að ég yrði sáttur ef við myndum bæta okkur verulega í deildinni og ná 2-3. sætinu þar og ef við myndum vinna einhvern bikar.

Jæja, við bættum okkur um 24 stig í deildinni sem er frábær árangur og endum árið með öðrum bikarnum, hinum sögufræga FA Cup. Frábær endir á ótrúlega löngu en umfram allt meiriháttar skemmtilegu tímabili.

Ég talaði við Kristján Atla í síma eftir leikinn. Nýbúinn að verða vitni að enn einum stórkostlegum úrslitaleik með Liverpool og sagði við hann: Það er ekkert lið í þessum heimi, sem er skemmtilegra að styðja en Liverpool. Eftir svona leiki, þá efast ég um að margir Liverpool stuðningsmenn séu ósammála mér.

TIL HAMINGJU PÚLARAR! Njótið dagsins :-)

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 17:08 | 1242 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (19)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 3 - West Ham 3 (6 - 4 eftir vítaspyrnukeppni)
·Portsmouth 1-3 Liverpool
·Liverpool 3 - Aston Villa 1
·Baros mætir á Anfield á morgun.
·West Ham 1 - Liverpool 2

Síðustu Ummæli

Elías Már: Var að lenda frá Cardiff, og þvílík stem ...[Skoða]
Aggi: Þetta var magnaður leikur, alla vega end ...[Skoða]
Kristján Atli: Þvílíkur leikur! Ég sit hérna, degi sein ...[Skoða]
Hössi: MEIRIHÁTTAR !!!!! :-) Ég vil hró ...[Skoða]
eikifr: VBH......viltu að Gerrard eigi börnin þí ...[Skoða]
VBH: Fjandinn hafi það... getur Liverpool ekk ...[Skoða]
Clinton: Magnaður leikur!!!! ég fór á Players á f ...[Skoða]
.: Mér finnst Momo Sissoko eiga sérstakt hr ...[Skoða]
villii matt: út með riise ...[Skoða]
Doddi: Til hamingju Púllarar. 3:3 jafntefli í ú ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Kewell sennilega með á HM
· Djibril í franska hópnum
· Liverpool 3 - West Ham 3 (6 - 4 eftir vítaspyrnukeppni)
· West Ham í bikarnum á morgun!
· Reina og Bolo
· Tveir dagar í úrslitaleikinn

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License