01. maí, 2006
Baráttan um 2. sætið
Jæja, manchester united
ætla að gera sitt besta til að lífga við baráttuna um 2. sætið í deildinni. Við höfðum fyrir nokkrum leikjum gefið upp alla von, en núna hafa manchester united
menn aðeins náð 4 stigum túr síðustu 4 leikjum á meðan að við höfum unnið síðustu 10 leiki.
manchester united
gerðu voru að gera jafntefli við Middlesboro í leik sem manchester united
hefði þess vegna getað tapað þrátt fyrir að þeir hefðu verið sterkara liðið. Van Nilsteroy misnotaði m.a. vítaspyrnu.
En allavegana, staðan fyrir lokaumferðina er því svona:
Chelsea 91 stig - 52 mörk í plús
manchester united
80 stig - 34 mörk í plús
Liverpool 79 stig - 30 mörk í plús
Tottenham 65 stig - 16 mörk í plús
Semsagt, ef við vinnum síðasta leikinn okkar þá verður manchester united
að vinna sinn leik til að halda 2. sætinu. Þetta er í rauninni í höndunum á Man U, en ef að þeim mistekst að vinna Charlton (sem eru að spila í síðasta sinn undir stjórn Alan Curbishley) þá eru möguleikar okkar ágætir, en við eigum að spila við Portsmouth, sem er búið að tryggja sér sæti í deildinni.